Morgunblaðið - 14.04.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.04.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983 ... að minnast hins liðna og njóta gleðinnar við framtíðardraum- ana. TM R*g. U.& Pat Ofl.-al rtghts raaarvad •1983 Lo« Angalaa Tknaa Syrxhcate Hún var áður á vöggustofu. HÖGNI HREKKVlSI Það eru ekki nema tvær leiðir eftir: Meirihlutastjórn Sjálfstæðis- flokks eða embættismannastjórn Geir R. Andersen skrifar: „Velvakandi. Við íslendingar höfum reynt margvísleg stjórnarmynstur, tveggja flokka stjórn, þriggja flokka stjórn, jafnvel tveggja- og hálfs flokks stjórn. — Aldrei hefur hins vegar reynt á, hvern- ig það er að búa við stjórn, sem einn stjórnmálaflokkur myndar. Þetta gerist t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum, og ekki vitað til að kjósendur telji það óhagræði, enda mjög til fyrirmyndar. Það er kosið á milli tveggja flokka, — og þeir skiptast á að fara með stjórn, svona nokkurn veginn með jöfnu millibili, — nema þeg- ar sérstaklega gengur vel hjá öðrum flokknum, eins og nú er raunin í Bretlandi; þá láta kjós- endur viðkomandi flokk njóta þess og endurkjósa hann. Nú fara kosningar í hönd hér á landi, og sex flokkar í boði: Auð- vitað fer það svo, að þeir tveir flokkar sem nú sýna andlit sitt í fyrsta sinn, þeir munu hvorugur fá umtalsverðan atkvæðafjölda. Nýir flokkar hafa áður skotið upp kollinum, — og allir eru þeir úr sögunni. Að mati þess, er þetta ritar, eiga þessir nýju flokkar sama rétt og þeir hinir sem fyrir eru. Það er ekkert sem sannar, að það sé rangt að greiða þeim atkvæði, ef fólk heldur í raun og veru, að þeir munu breyta einhverju til batnaðar. Staðreyndin er hins vegar sú, að þótt annar þessara flokka eða báðir fái mann eða menn á þing, þurfa þeir að mynda stjórn með öðrum eins og hinir flokkarnir, og við það verður stefnuskrá þeirra að engu, eins og ávallt í samsteypustjórnum, — einn flokkurinn fær hluta af sinum málum fram, annar sinn hluta og sá þriðji, ef um hann er að ræða, sinn hluta, — og úr verður tveggja eða þriggja flokka stefna, sem hefur vegvísi í þrjár mismunandi áttir. Aðeins meira um þessi nýju framboð. Kvennalistinn svokall- aði er eins stefnulaus og hann er nafnlaus. Það er alkunna, að þær konur, sem þennan lista fylla og hafa tjáð sig opinberlega opin- berlega, eru í raun með nákvæm- lega sömu málin og finnast hjá hinum hefðbundnu stjórnmála- flokkum, en taka sitt lítið úr hverjum flokki. — Andsprengju- æðið og gegn-her-í-landi-stefn- una frá Alþýðubandalaginu og dagvistunarmálin hjá Sjálfstæð- isflokknum. Um Vilmundarframboðið má segja, að þar sé hann sjálfur, Geir R. Andersen Vilmundur, einn í flokki, því enginn eða fáir þeirra, sem sitja á lista hans hafa nokkru sinni komið fram á opinberum vett- vangi með hugmyndir sínar, utan einn aðili. Enda er það Vilmundur sjálfur, sem baráttan snýst um í þeim flokkinum. En ef svo skyldi fara, að þessir nýju flokkar fengju það afl, að ná inn þingmönnum, myndi það aðeins auka þann glundroða, sem fyrir er í íslensku stjórn- málalífi, og sennilega leiða til fullkominnar upplausnar. Það er glundroði í íslensku stjórnmálalífi í dag. Það er að- eins ein leið, sem enn hefur ekki verið reynd. Það er að beina at- kvæðamagninu að þeim flokkin- um, sem næst því hefur komist að ná meirihluta á Alþingi, nefnilega Sjálfstæðisflokknum. Er það ekki þess virði að kjós- endur sameinist um þá tilraun að gera einn flokk ábyrgan fyrir landsstjórn næsta kjörtímabil? Ef svo fer, sem miklar líkur eru til, að Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihluta á Alþingi, þegar kjós- endur hafa áttað sig á því að þetta er raunverulega eini kost- urinn í íslenskum stjórnmálum í dag, þá verður miklu auðveldara fyrir landsmenn gera úttekt á þeim mismun, sem er á milli þess að búa við margflokka- stjórn og því að geta dregið einn flokk til ábyrgðar. Ef svo hörmulega skyldi fara, að þeir sex flokkar, sem nú sækj- ast eftir atkvæðum landsmanna, fara að elda grátt silfur í stjórn- armyndunarviðræðum strax að kosningum loknum, eins og við getum reiknað með, samkvæmt Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. venju, þá stöndum við nákvæm- lega í sömu sporum og í dag. Og það sem meira er, það má búast við enn nýjum kosningum að þessum loknum, nánast strax, ef einn flokkur fær ekki hreinan meirihluta. Og þá byrja enn nýj- ar viðræður um stjórnarmynd- un, — og við þær aðstæður er svo komið, að stjórnmálaleg, efna- hagsleg og félagsleg upplausn er skollin á. Sjálfstæði landsins þar með úr sögunni. Að mati þess er þetta ritar, á Sjálfstæðisflokkurinn nú að gera landsmönnum ljóst með sér- stakri og nýrri stefnuyfirlýs- ingu, að hann ætli að standa við öll þau markmið, sem flokkurinn hefur haft á undanförnum árum en ekki getað framkvæmt, vegna þess að hann hefur þurft að taka tillit til þess eða þeirra flokka, sem stjórn hefur verið mynduð með. Hér er í raun átt við það, að Sjálfstæðisflokkurinn skori á landslýð, unga sem aldna, að gefa flokknum tækifæri til að axla ábyrgðina einn í fjögur ár. Þetta hefur tekist hér í Reykja- vík um hálfrar aldar skeið, utan hvað öðrum var gefinn stjórn- arsprotinn eitt kjörtímabil. Reynslan varð sú, að slíkt gerist ekki aftur. En til þess að þetta megi tak- ast, verða þeir sem eru í fram- boði fyrir flokkinn að nota tím- ann. Þeir eiga, hver og einn að koma fram fyrir þjóðina með persónuleg tilmæli, t.d. í formi stuttrar en hnitmiðaðrar stjórn- málagreinar hér í blaðinu. Úti- fundir, vítt og breitt í borginni og á landsbyggðinni geta einnig verið áhrifarikir. Það hefur verið hljótt í kosn- ingabaráttunni til þessa, og það er deyfð yfir landsmönnum og áhugi þeirra er í lágmarki fyrir kosningum. Ástæðan er eflaust sú, að þeim finnst sú samstjórn landsins úr tveimur eða fleiri flokkum vera einskis virði, og sama hvaða flokkur sé kosinn því þeir eigi eftir að falla í sama farveginn, þegar loks hefur náðst saman í stjórnarmyndun. Vandamálin verða ekki leyst þannig. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú loks möguleika á að ná meiri- hluta, ef vel er haldið á málum. Það eru sterkir einstaklingar í framboði og höfðað til lands- manna með tilliti til þess að ná meirihluta á Alþingi. Fái Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar ekki meirihluta á Al- þingi að þessu sinni, ætti hann hiklaust að láta stjórnarmynd- unarviðræður lönd og leið að kosningum loknum. Slíkar stjórnarmyndunarviðræður og við þessar aðstæður sem nú eru í þjóðfélaginu leiða til einskis annars en nýrra kosninga, og svo koll af kolli, þar til yfir lýkur. — Náist ekki meirihluti með sigri Sjálfstæðisflokksins, verður ástandið þannig, að komið er að þeim kafla stjórnmálasögunnar, að stjórnmálaflokkar víkja sæti fyrir embættismönnum, sem fara með stjórn landsins. Það eru ekki nema tvær leiðir eftir, meirihlutastjórn Sjálfstæðis- flokks, eða — embættismanna- stjórn. — Það er landsmanna að velja. En Sjálfstæðisflokkurinn og þeir sem þar fara fremstir í flokki nú geta miklu um ráðið."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.