Morgunblaðið - 14.04.1983, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
ny “ uí^'u n
Á Húsavík
Ljósm. Snorri Snorrason.
Húsvíkingar — Kolfellið til-
löguna um áfengisverslun
Páll G. Rafnsson skrifar:
„Velvakandi.
Það fréttist suður, að þeir á
Húsavík ættu að greiða atkvæði
um áfengisútsölu nú um leið og
kosið verður til Alþingis. Þetta
kom mjög á óvart svona á sama
tíma og safna á stórfé til að
byggja spítala fyrir áfengissjúkl-
inga. En það er viðurkennd stað-
reynd í öllum löndum og álfum, að
þeim mun fyrirhafnarminna sem
það er að ná í áfengi, þeim mun
meira er drukkið.
Á Akranesi gerðu menn þau
mistök að kjósa yfir sig áfengis-
útsölu. Áfengisbúð var opnuð 15.
mars. Vínbúðir eru ekki opnar á
laugardögum og búðin því aðeins
opin 12 daga til mánaðamóta. Á
þessum 12 dögum var selt áfengi
fyrir 1,5 milljónir. Engar tölur eru
til samanburðar um áfengiskaup
þessa fólks áður, en það fer ekki
neitt á milli mála að áfengisneysla
á þessu svæði hefur aukist að
miklum mun. Þessar tölur frá
Akranesi geta kannski verið til
leiðbeiningar fyrir kjósendur á
Húsavík.
Engan mann þekki ég á Húsa-
vík, en hef á langri ævi fengið æði-
mikla þekkingu á skáldskap,
menningu og mannviti Þingey-
inga, og með hliðsjón af því, held
ég að það fólk á Húsavík, sem vill
aukinn drykkjuskap, óreglu og
ómenningu hljóti að vera aðflutt.
Húsvíkingar, takið rösklega á
málinu og kolfellið tillöguna um
áfengisverslun.
Þessir hringdu .. .
Þykir hart að
sitja undir þess-
ari fullyrðingu
Sigurlaugar
Sveinn Þórðarson á Barðaströnd
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja: — Eg var að hlusta á lestur
forystugreina landsmálablaðanna
í útvarpinu, þ.á m. úr sérfram-
boðsblaði Sigurlaugar Bjarnadótt-
ur og félaga hennar í Vestfjarða-
kjördæmi. Ég á nú að heita í kjör-
dæmisráði flokksins þar og þykir
hart að sitja undir þeirri fullyrð-
ingu Sigurlaugar, að ólöglega hafi
verið staðið að því að stilla upp á
framboðslista flokksins. Þó ætti
henni að vera fullkunnugt um, að
það var kjarninn úr Sjálfstæðis-
flokknum á Vestfjörðum, sem að
uppstillingunni stóð, og gerði það
með fullkomlega löglegum og lýð-
ræðislegum hætti. Mig langar til
að spyrja Sigurlaugu og ísfirsku
skipstjórana tvo, hvort þau telji,
að vænlegra hefði verið fyrir
flokkinn, að í fimm efstu sætum
listans hefðu verið fimm ísfirskir
skipstjórar. Það er margt mætra
manna, karla og kvenna, á lista
sérframboðsins og vil ég þar sér-
staklega nefna Kolbrúnu Frið-
finnsdóttur, mæta konu, sem er
virt hér um alla Barðastrandar-
sýslu. Hún lenti hins vegar í
fjórða sæti, af því að skoðana-
könnuninni var haldið opinni,
þangað til skipstjórarnir voru
búnir að ná sér í örugg sæti. Hefði
hún hins vegar lent í 1. eða 2. sæti,
sem ég hefði talið eðlilegt, er ég
viss um, að kjósendur í Barða-
strandarsýslu hefðu hugsað sig
um. Ég hef alltaf verið fylgjandi
sem mestri dreifingu frambjóð-
enda um kjördæmið og fundist
það lýðræðislegasta fyrirkomulag-
ið. Við erum að finna að því hér á
Vestfjörðum, að Reykvíkingar
vilji taka af okkur þingmennina,
en svo telur þetta fólk, eins og Sig-
urlaug og ísfirðingarnir, að sjálf-
sagt sé, að þingmennirnir séu allir
frá ísafirði.
GÆTUM TUNGUNNAR
Oft heyrist: Hann tefldi á tæpasta vað.
Rétt væri: Hann lagði á tæpasta vað.
Eda: Hann tefldi á tvær hættur.
S\G6A V/öGA £ h LVt9AH
Rúm
Ljós og dökk
mmmsmm
Dolly""
Fallegt fururúm.
Verð með dýnum kr.
14.360.
Daisy
rýj .963
er eitt besta sölurúmið
okkar. Verð með
dýnum kr. 17.960.
Fæst einnig í Ijósri furu.
Verö með dýnum kr.
14.360.
ÓKEYP^
vorlistinn 1983
Hringdu eöa skrifaöu og fáöu
nýjasta listann. 24 litsíöur.
HAGSYNN VELUR ÞAÐ BESTA
BUSGAGNAEOLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK ® 91-81199 og 81410