Morgunblaðið - 16.04.1983, Page 2

Morgunblaðið - 16.04.1983, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1983 Tap ÍSAL um 684 milljónir króna HEILDARTAP íslenzka álfélagsins hf.,ÍSAL, á síöasta ári var í námunda við 32 milljónir Bandaríkjadollara, sem jafngildir um 412 milljónum ís- lenzkra króna á meóalgengi síðasta árs, aö sögn Ragnars S. Halldórs- sonar, forstjóra ISAL. Ef miöaö er viö gengi Bandaríkjadollars í dag, jafngildir tapið um 684 milljónum króna. Til samanburðar má geta þess, að tap ÍSAL á árinu 1981 var í námunda við 28 milljónir Banda- ríkjadoilara, þannig að tap fyrir- tækisins á tveimur síðustu árum er um 60 milljónir Bandaríkjadoll- ara. Ástæður þessa mikla taps á rekstri fyrirtækisins er fyrst og fremst bágborið efnahagsástand í heiminum á sl. tveimur árum, sem hefur haft í för með sér minnk- andi eftirspurn eftir áli. Á síðasta ári komst verð á hverju tonni af áli niður undir 850 Bandaríkja- dollara, en í venjulegu árferði er verðið á bilinu 1.700—1.800 Bandaríkjadollarar fyrir tonnið. Verðlag á áli hefur verið mjög rokkandi síðustu mánuðina, eða verið á bilinu 1.000—1.450 Banda- ríkjadollara fyrir hvert tonn. Um þessar mundir er verðið á bilinu 1.150—1.250 Bandaríkjadollara á hvert tonn. Ragnar S. Halldórsson sagði að- spurður, að heldur bjartara væri yfir mörkuðunum nú og væru menn að gera sér vonir um að verð á hverju tonni myndi koamst í um 1.600 Bandaríkjadollara á seinni hluta þessa árs. „Við þurfum hins vegar að fá 1.700—1.800 Banda- ríkjadollara fyrir tonnið til að snúa við taprekstri fyrirtækisins," sagði Ragnar ennfremur. Selurinn nemur land í Surtsey „VIÐ höfum fengiö upplýsingar frá flugmönnum, sem hafa flogið þarna yfír, um þaó, að anzi stór sellátur hafi veriö viö eyna ein- mitt á þessum tíma. Þess ber aö geta aó stór sellátur eru við alla suðurströndina, allt frá Landeyj- um og austur undir Hornafjörð. Líklegast er að selurinn leiti í eyna í æti,“ sagöi Sölmundur Einarsson, fiskifræöingur, er Morgunblaöiö innti hann eftir því hvort selurinn væri aö nema land í Surtsey. Góður afli til Hafnar llöfn, 13. aprfl. GÓÐUR afli hefur borist í dag og gær á Höfn, en vertíðin hefur ann- ars veriö léleg hér sem annars staöar. Haukafellið SF 111 kom í morgun til hafnar með 80 lestir af físki, mest ufsa. Aflinn fékkst vest- ur í Meóallandsbugt, en þangaó er milli 10 og 12 tíma stím. Haukafellið fékk um 20 lestir í einni trossunni. Netin voru dreg- in tvisvar og látin liggja í sól- arhring í senn. í fyrradag kom Heinaberg með 68 tonn og þar af voru 49 tonn þorskur. Þá kom Garðey með 54 tonn og var helmingur- inn ufsi og helmingurinn þorsk- ur. Loks kom Skálafellið í gær með 53 tonn og var uppistaðan ufsi. Steinar. Það varð aö nýta stíur á dekkinu á Haukafellinu, því lestarnar dugöu ekki er þaó kom með 80 lestir til Hafnar. Ljósm.: Steinar Garðarsson. „Ef vertíðin þá er mikið — segir Kristján Ragnarsson formaður LIU „EF VERTÍÐIN er aö bresta þá er mikið aö bresta, en mióaö við aflatölur fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins, er aflinn fjórðungi minni en á sama tíma og í fyrra, og þar sem apríl hefur verið mjög rýr, viröist aflaminnkunin ætla að veröa hlutfallslega meiri,“ sagöi Kristján Ragnarsson formaóur Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna í samtali vió Morgunblaöió í gær. er að bresta að bresta“ Kristján sagði að afli bátanna hefði fyrstu þrjá mánuði ársins verið 67 þúsund tonn miðað við 90 þúsund tonn í fyrra. Togararnir hefðu fengið 39 þúsund tonn í fyrra en 30 þúsund tonn af vertíð- arfiski í ár og annan afla upp á sjöþúsund lestir, mest karfa. Kristján sagði að illa horfði, þar sem fyrir lægi aflabrestur í þorskveiðunum, samhliða loðnu- bresti og lokun skreiðarmarkaðar í Nigeríu og stórversnandi ástandi á saltfiskmörkuðum. „Útlitið er svart, því við áramót- in voru rekstrarskilyrðin miðuð við vertíðaraflann í fyrra. Út- vegsmenn voru út af fyrir sig sátt- ir við þau, en síðan hefur sigið á ógæfuhliðina vegna hækkaðs til- kostnaðar þótt fiskverðshækkun hafi komið til 1. marz. Hagvirki fær Ennisveg VEGAGERÐ ríkisins hefur ákveóiö að ganga til samninga vió Hagvirki hf. um vegargerð fyrir Ólafsvíkur- enni, þ.e. lagningu nýs vegar niður undir fjöru. Hagvirki var með lægsta tilboð- ið í verkiðaf tíu tilboðum, eða 36,8 milljónir króna. Hæsta tilboðið var 62,8 milljónir, en kostnaðar- áætlun hljóðaði upp á 69,6 millj- ónir. Framkvæmdir við Ennisveg eiga að hefjast í vor og vegurinn að verða umferðarfær 1. desember næstkomandi, samkvæmt út- boðsskilmálum, en verkinu á að vera lokið að fullu 1. marz 1984. Hér er um tæpra þriggja kíló- metra veg að ræða. Við vorum bjartsýnir í ársbyrj- un og spádómar um aflabrögð voru góðir, þar sem nú átti stóri hrygningarstofninn frá 1976 að ganga á grunnslóð. Talið var að 350 til 400 milljónir fiska væru i þessum árgangi, en meðalárgang- ur er talinn um 220 milljónir fiska. En þegar lítið veiddist úr þess- um stofni í fyrra fórum við að ef- ast um stofnstærðina og fiski- fræðingar lækkuðu stærðartöluna í 280 milljónir fiska. Það sem af er hefur enginn fiskur fundist úr þessum stofni og við erum van- trúaðir á að hann sé annars stað- ar, því togararnir hefðu orðið var- ir við eitthvað af honum með sín- um fullkomnu leitartækjum. Ég hef áhyggjur af því að fiski- fræðin sé ekki alveg jafn háþróuð og við höfum haldið. í fyrra var okkur ráðlagt að veiða 450 þúsund tonn en náðum ekki nema 370 þús- undum. Núna er mælt með 350 þúsundum lesta en allt bendir til að við náum ekki þeim afla. Ef um of mikla sókn er að ræða samfara erfiðum skilyrðum í sjón- um, horfum við fram á ólýsanlega örðugleika. Og það ráð að kaupa ný og ný skip, án tillits til þess hvað þau kosta, til þess að leysa atvinnuvanda, mun duga skammt. Það er sama hversu gott skipið er ef enginn fiskur er í sjónum," sagði Kristján. „Á betri árunum gagnrýndum við starfsskilyrði fyrirtækja í sjávarútvegi og ef hlustað hefði verið á okkur, hefði það skilað verulegum hagnaði í þjóðarbúið, en í staðinn er skuldum nú safnað í stórum stíl. Um síðustu áramót fóru fram skuldbreytingar upp á 500 milljónir og nýlega hefur 120 milljónum verið ráðstafað sér- staklega til verst settu fyrirtækj- anna, en þar var ekki rétt á mál- um haldið að okkar mati. Ég er þeirrar skoðunar að það sé engin hjálp að veita aukin lán, miðað við að þau eigi að endur- greiða. Að okkar mati á ekki að gera ráðstafanir nema þær sem koma jafnt við alla. Hér á að búa til rekstrarskilyrði sem hægt er að búa við, og þeir sem ekki standa sig, eiga að vera ábyrgir gerða sinna og fara á hausinn," sagði Kristján að lokum. Aðspurður um það, hvort selurinn væri þar með farinn að leita á djúpslóð, sagði Sól- mundur að Vestmannaeyja- klasinn væri eiginlega fram- lenging á landgrunninu og ekki væri mjög djúpt þarna í kring. Það væri ekki beint svar við því, sem væri að gerast hvað varðaði aukna útbreiðslu orms. Fleiri þættir kæmu til. Það gæti verið vísbending um það, að við værum að ganga of nærri þorskstofninum og það, sem nú væri eftir, væri sýktari hluti stofnsins. Fiskur, sem væri á landgrunninu, væri alltaf sýktari, en göngufiskur væri miklu hreinni. Nú væri hlutfall grunnfisks orðið meira en áður og kæmi það að sjálf- sögðu fram í meiri ormatíðni. Þá gæti sel hafa fjölgað tals- vert þrátt fyrir aðgerðir hring- ormanefndar og þá gæti minnkandi loðnugengd hafa haft áhrif. Fiskurinn hefði þá farið að leita annarrar fæðu, sem gæti verið millihýsill ormsins. Það væri því engin ein skýring á aukinni út- breiðslu ormsins, heldur marg- ir samverkandi þættir. Ásgeir Sigurvinsson: „Ætlum okkur að sigra Bayern“ „ÞAD ER ekkert launungarmál aö við ætlum okkur aö sigra í leiknum í dag. Viö vitum vel aö þetta verður mjög erfíður leikur því að hann er geysilega þýðingarmikill fyrir bæði liðin. Það er fyrir löngu uppselt á leikinn, en heimavöllur okkar tekur rúmlega 70 þúsund áhorfendur,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson í spjalli við Mbl. En í dag leika Stuttgart og Bayern Múnchen síðari leik sinn í „Bundesligunni". Bæði liðin eiga möguleika á því að hreppa meistaratitilinn í ár. Byern hef- ur hlotið 38 stig eftir 27 leiki en Stuttgart hefur hlotið 36 stig eftir 26 leiki. Þýskalandsmeist- ararnir, Hamborg SV, hafa hinsvegar forystuna f deildinni með 40 stig eftir 27 leiki. Ásgeir á við smávægileg meiðsli að stríða í vinstra fæti, en þau valda honum óþægindum og því þarf hann líklega að láta sprauta sig fyrir leiki. — Ég vil engu spá um úrslit leiksins en annað hvort vinnum við þá núna eða aldrei. Strákarn- ir í liðinu okkar gera sér vel grein fyrir því. Við munum leika 4—4—2 og spila af skynsemi og fara að öllu með gát í leiknum. Við nögum okkur nefnilega enn í handarbökin eftir að tapið gegn FC Köln í bikarnum. Það var leikur sem við áttum að vinna. Þeim tókst að jafna metin, 2—2, aðeins sex mínútum fyrir leiks- lok og unnu okkur svo í fram- léngingunni. — Leikurinn í dag gegn Bay- ern og svo næsti leikur okkar sem er á útivelli gegn Hamborg SV koma til með að skera úr um það hvort við eigum möguleika á því að hreppa meistaratitilinn í ár. Við eigum ekki að gera okkur neinar gyllivonir. En óneitan- lega yrði það gaman að vinna bæði þessi lið. Ásgeir sagði að það myndi ráða miklu um gang leiksins í dag hvórt liðið myndi ná tökum á miðsvæðinu. Að sögn Ásgeirs leika liðin svipaða knattspyrnu. Þá sagði hann að Karl Heinz Förster fengi það verkefni að stöðva markakónginn í v-þýsku knattspyrnunni, stjörnuna Rummenigge. — ÞR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.