Morgunblaðið - 16.04.1983, Síða 15

Morgunblaðið - 16.04.1983, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1983 15 grunnskólalögunum. Það er aðeins í 3 til 4 skólum af 36 á svæðinu sem sú aðstaða er fullnægjandi. Þá er ljóst að erfitt verður að koma upp myndbanda- og tölvu- kerfum, enda hefur upplýsinga- banki fyrir þau ekki verið unninn enn, svo ekki sé minnzt á fjár- hagslegu hliðina. Þá má nefna þætti eins framhaldsmenntun, nám fyrir fullorðna, nauðsyn á þjóðminjaverði í kjördæminu. Þá hafa verið stofnuð menningar- samtök á Norðurlandi og er hlut- verk þeirra að efla menningarmál og listir í fjórðungunum. Samgöngumál Vegamálum í kjördæminu er nokkuð vel komið, einkum hvað varðar aðalleiðir og tengingu stærri þéttbýlissvæða við aðal- vegakerfi landsins. Héraðs- og sveitavegir hafa hins vegar ekki fylgt sömu þróun, og telja menn það miður þar sem það heftir fé- lagsleg samskipti og þjónustu milli sveita. Hvað varðar samgöngur úr lofti er ljóst að flugvallaframkvæmdir hafa dregizt verulega aftur úr á síðustu árum. Aðeins er bundið slitlag á Akureyrarflugvelli og framkvæmdir við Húsavíkurflug- völl eru litlar sem engar, þrátt fyrir áform um bundið slitlag á hann. Þá er ekki á áætlun að lengja hann, en það er forsenda beins millilandaflugs, leiguflugs ? ( Þórshöfn, þar eru framkvæmdir í lágmarki eins og víðast annars staðar. eða flugs vegna ferðamannaþjón- ustu. Víðast hvar vantar aðflugs- ljós á flugvelli í kjördæminu og aðstaða fyrir farþega og þjónustu við þá víðast lítil sem engin. Flugsamgöngur eru þó nokkuð góðar og tengist flug innan fjórð- ungsins við Akureyrarflugvöll í samvinnu við Flugfélag Norður- lands, sem heldur uppi flugi til allra þéttbýlisstaða nema Mý- vatnssveitar. Telja menn, að taka beri upp aukin og gleggri verka- skiptingu milli Flugleiða og lands- hlutaflugfélaga í stað þess að Flugleiðir og Arnarflug eru nú að koma sér upp flugvélum, sem ein- skorðaðar eru við innanlandsflug. Nær væri að landshlutaflugfélög- in sæu um allt flug innan síns svæðis og á styttri flugleiðum til Reykjavíkur. Hafnarmálum er víðast vel komið, en þó er úrbóta þörf á Kópaskeri og víðar svo dæmi sé nefnt. Þá eru samgöngur á sjó taldar fullnægjandi. Heilbrigðismál Staða heilbrigðismála er nokkuð góð og er uppbygging og stækkun fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri stærsti þátturinn í því auk uppbygginggar á Húsavík. Þykir þó mörgum uppbygging á Akur- eyri hafa gengið hægt og telja þeir, að ríkið hafi ekki að fullu staðið við fjárhagslegar skuld- bindingar sínar. Þá er sérfræði- þjónustu þar enn ábótavant og þurfa menn því enn að leita slíkra lækninga í nokkrum mséli til höf- uðborgarinnar. Heiisugæzlustöðv- ar hafa víðast verið byggðar á smærri þéttbýlisstöðum, en enn er víða læknislaust og fá þá viðkom- andi staðir lækni einu sinni til tvisvar í viku frá öðrum stöðum. Þá hefur þjónusta við aldraða ver- ið bætt talsvert, þó enn sé hún ekki fullnægjandi á smærri stöð- unum. Ekki verður hér unnt að gera grein fyrir öllum málaflokkum, en ljóst er að þeir, sem fjallað hefur verið um, munu skipa stærsta sessinn í væntanlegum alþingis- kosningum. Enn hefur ekki verið fjallað um þjónustumál, orkumál og félagsmál auk ýmislegs annars. Þjónusta hefur þó ekki aukizt sem skyldi og veldur þar samdráttur í atvinnulífinu mestu. Fjárskortur sveitarfélaga og ríkis hefur einnig hamlað nokkuð hinni félagslegu framþróun. Hvað varðar orkumál horfa menn aðallega til virkjunar Blöndu og nýtingar væntanlegrar raforku þaðan til uppbyggingar atvinnulífs. Þá eru hafnar jarð- vegskannanir í Flatey með tilliti til þess, hvort þar muni að finna vinnanlega olíu. Flestir álíta það mikilvægt mál, en heyrzt hafa um það raddir, að olíuvinnsla gæti haft afdrifarík og neikvæð áhrif á hinar hefðbundnu atvinnugreinar og jafnvel valdið byggðaröskun innan kjördæmisins. Eftir Hjört Gíslason HEIMDALLUR — HVÖT — ÓÐINN — VÖRDUR EIGN FYRIR ALUA Afleiðingar vinstri stefnu í húsnæðismálum 2060 llDlii Lán til nýrra íbúða '78 '82 Stefna Sjalfstæðisflokksins í húsnæðismálum veröur rædd og skýrö á hádegis- veröarfundi Sjálfstæöisfélaganna í Reykjavík í Valhöll, Háaleitis- braut, laugardaginn 16. apríl kl. 12.00—14.00. Framsögumenn: Geir Hallgrímsson, formaöur Sjálfstæðisflokksins. Bessí Jóhannsdóttir, cand.mag. Esther Guðmundsdóttir, þjóðfélagsfræðingur. Pétur Blöndal, tryggingafræðingur. Fundarstjóri: Hulda Valtýsdóttir, | 1.7. 1971 ■♦45% | borgarfulltrui. E«ther Pétur Barnagæsla og myndbönd verð- ■ ur a meoan xunaur sienuur. | 1.7. 1983 ■♦30% | ^ Hulda HLUTFALL F. LANA AF BYGGINGARKOSTNAÐI VÍSITÖLUÍBÚÐAR Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.