Morgunblaðið - 16.04.1983, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.04.1983, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRlL 1983 17 mennustu kaupstöðum landsins utan Reykjavíkur. Okkur er nauðsyn fyrir- hyggju til að sjá þessu nýja fólki, sem ýmist kemur inn á vinnumarkaðinn héðan innanlands eða að utan, fyrir atvinnu. Þungar áhyggjur Góðir áheyrendur. Ég dreg upp þessa mynd vegna þess að ég tel það lífsnauð- synlegt fyrir þjóðina að hún geri sér grein fyrir því að sá leikur sýndarmennsku og sjónhverfinga sem hér hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið er á enda. Og hon- um verður ekki haldið áfram. Það er því miður rík ástæða til að hafa þungar áhyggjur af framvindu mála á næstu árum og við sjálfstæðismenn göngum ekki til þessara kosninga með því hugarfari að viija ná völdum í landinu á þann ódýra hátt að telja fólki trú um að unnt sé að lofa gulli og grænum skógum. Það getur að vísu hjálpað okkur nokkuð að yfirleitt telja menn að efnahagsleg upp- sveifla sé komin á skrið í Bandaríkjunum og að nokkru leyti í Vestur-Evrópu. Slíkt hefur jákvæð áhrif á efnahagsstöðu okkar, þó er ekkert öruggt í þessum efnum og síðustu fréttir frá Bandaríkjunum benda til þess að þar séu menn hóflega bjartsýnir á framvindu mála en eftirvæntingin um betri tíma ekki eins mikil og var í byrjun ársins. Þar við bætast jafnvel spádómar um að dollarinn muni veikjast gagnvart öðrum gjaldmiðlum á næstu mánuðum gagnstætt því sem þróunin hefur verið undanfarin ár. Útflutningstekjur okkar eru aðallega i dollurum en við kaupum mest af okkar innflutningi frá Evrópu. Ef dollarinn veikist gagnvart Evrópumyntum getum við keypt minna af innflutningsvör- um fyrir hvern dollara sem við öflum i Bandaríkjunum en við höfum getað gert á undanförnum misserum. En erlend þróun skulum við vona að verði okkur jákvæð og að sú kreppa sem ríkt hefur nú undanfarið um skeið sé á enda. Að endurheimta traust En mest er undir okkar sjálfum íslend- ingum komið hver framvindan verður og hvernig við ráðum við þann vanda sem við okkur blasir. Það er spurt hvernig við sálfstæðismenn munum takast á við þau vandamál sem ég hef hér lýst, hvernig við viljum breyta þeim slæma arfi sem við höfum fengið frá vinstri stjórnum undan- farinna ára í veganesti til framtíðarinnar og bættra lífskjara. Ég tel að grundvallaratriði i íslenskum stjórnmálum á næstu mánuðum og miss- erum sé ekki síst að endurvekja traust al- mennings á getu stjórnmálamanna til að inna af hendi þau störf sem stjórnmála- menn hafa boðið sig fram til þess að tak- ast á við. Mér er ljóst að þetta traust endurheimta stjórnmálamenn ekki nema með verkum sínum, með því að standa og falla með þeim. Sumir hafa viljað kalla nokkur undan- farin ár eins konar popp-tímabil í islensk- um stjórnmálum. Þessu poppskeiði í ís- lenskum stjórnmálum þarf nú að ljúka og eitt af því sem þarf að gerast til þess að því ljúki er að stjórnmálamenn standi og falli með verkum sínum og standi ábyrgir orða sinna og gerða. Stjórnmálabaráttan hefur þróast á þann veg á undanförnum árum að svo virðist sem stjórnmálamenn, jafnvel ráðherrar, telji sig geta talað af slíku ábyrgðarleysi, að skynsömum mönnum stendur ógn af og það sem verst er, að margir telja ábyrgðarlaust tal væn- legustu leiðina til framdráttar í stjórn- málum. En þrátt fyrir það er ég sannfærður um að íslendingar kunna betur að meta þá stjórnmálamenn þegar til lengdar lætur, sem vilja starfa af ábyrgð og eru reiðubún- ir að taka afleiðingum þess er þeim mis- tekst. Það er á valdi kjósenda að veita stjórn- málamönnum aðhald, bera saman orð þeirra og loforð fyrir kosningar og efndir þeirra og gerðir eftirkosningar. Sú undarlega þverstæða er áberandi í tali margra að ekkert sé að marka orð sumra stjórnmálamanna en sömu menn geta um leið dáðst að lagni stjórnmála- manna sem ganga á bak orða sinna og snúa út úr þeim. Menn krefjast að sjálf- sögðu í orði kveðnu heiðarleika í stjórn- málastarfi sem öðrum störfum, en geta í sömu andránni hrósað sýndarmennsku og refshætti. Kjósendur, sem kvarta yfir stjórnmál- amönnum, geta alið þá upp í þeirri mynd sem þeir kjósa með því að krefjast þess undanbragðalaust, að þeir standi við orð sín og gerðir. Framtíð lýðræðis í landinu getur oltið á því að kjósendur skilji sinn vitjunartíma að þessu leyti. Víðtæk samstaða Til viðbótar því að vinna markvisst að því að endurreisa trú almennings á stjórn- málamönnum, Alþingi og ríkisstjórn, tel ég víðtæka samstöðu vera eina af forsend- um þess að við getum fundið leið út úr ógöngunum. Styrjaldarástand á borð við það sem skapaðist veturinn og vorið 1978 þegar ríkisstjórn sú sem ég veitti forstöðu gerði tilraun til að afstýra afleiðingum kjarasamninganna frá því í júní 1977, er fámennu þjóðfélagi vissulega hættulegt og skal ég ekki að þessu sinni fara í neinn meting um það hverjum það var að kenna. Með þeim orðum er ég ekki að segja að ég telji ríkisstjórn allra flokka vænlegustu ieiðina að kosningum loknum. Ég hef tví- vegis á undanförnum fimm árum gert til- raun til að skapa samstöðu um þjóðstjórn og mér er ljóst eftir þær tilraunir að jafn- vel meiri þjóðarvoði þarf að vera yfirvof- andi til þess að stjórnmálamenn fáist til slíks samstarfs, en að efnahagslegu sjálf- stæði þjóðarinnar sé ógnað. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að náið samstarf, eða öllu heldur gagnkvæmur skilningur ríkis- stjórnar og Alþingis og hinna fjölmennu almanna- og hagsmunasamtaka verkalýðs og vinnuveitenda, sé ein af forsendum þess að vel takist til þótt rikisstjórn megi aldrei gera það úrslitaatriði i stefnu sinni eða störfum, að samþykki slíkra samtaka fáist ávallt fyrir nauðsynlegum aðgerðum. Stóraukið frjálsræði Þriðji þátturinn í úrræðum okkar sjálfstæðismanna á næstu misserum er stóraukið frjálsræði á öllum sviðum þjóð- lífsins. Öll þjóðlífsþróun á einum og hálf- um áratug hefur miðað að því á hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins að draga úr miðstýringu. Við sjáum þetta í stjórn- málaflokkunum sjálfum, félagasamtökum og annars staðar. Sú sterka tilhneiging til miðstýringar í þjóðfélaginu sem komið hefur fram í tíð vinstri stjórna gengur þvert á þessa sterku strauma þjóðlífs- hreyfinga síðasta áratugar og er alger tímaskekkja. Stóraukið frjálsræði og minni afskipti opinberra aðila og embætt- ismannavalds er vissulega krafa okkar tíma og ein af forsendum þess að okkur takist að feta okkur út úr erfiðleikunum. Ríkið á að ganga á undan með því að draga úr eyðslu sinni og skattheimtu, ein- staklingar, heimili og fyrirtæki eiga að fá aukið svigrúm og umráð yfir eigin aflafé. Skapa verður atvinnuvegum starfsskil- yrði þannig að atvinnufyrirtækin verði rekin með hagnaði, svo að atvinnufyrir- tæki geti bætt vélakost sinn, aukið fram- leiðni og framleiðslu til þess að geta greitt hærri laun. Fyrirtækin eru fyrir fólkið. Ef vel á að búa að fólkinu verður atvinnu- fyrirtækjunum að vegna vel. Gengisskráning verður í senn að vera i samræmi við tilkostnað innanlands og markaðshorfur erlendis til þess að jafnvæ- gi náist milli framboðs og eftirspurnar gjaldeyris og viðskiptahallinn verði jafn- aður. Aðilar vinnumarkaðarins eiga að semja um kaup og kjör á eigin ábyrgð og hlaupa ekki eftir samningsgerð undir pilsfald hins opinbera. Aukin samkeppni og frjáls verðmyndun er best fallin til að lækka verð vöru og þjónustu og veigamikill þáttur í baráttu gegn verðbólgu. Hér hef ég drepið á nokkur höfuðatriði í stefnu okkar sjálfstæðismanna til bættra lífskjara. Afturhaldsmenn okkar tíma Við horfum með bjartsýni til framtíðar- innar þótt syrt hafi í álinn um sinn. Við megum ekki láta erfiðleika liðandi stundar byrgja okkur sýn fram á veginn. Minn- umst t.d. þess, að stjórnendur atvinnufyr- irtækja, sem hugsa ekki fyrir framtíðinni og prófa ekki nýja tegund af framleiðslu eða þjónustu, staðna fljótt, í kjölfar stöðn- unar fylgir hnignun. Þannig er komið mál- um íslenska þjóðarbúsins um stund. Forustumenn hafa eigi hugsað fyrir fram- tíðinni. Þeir hafa ekki hugsað fyrir því að þróa upp nýja vaxtarbrodda í atvinnulifi okkar. Sem dæmi um skort á fyrirhyggju má nefna stefnu stjórnvalda í stórvirkjun- um og stóriðjumálum. Ég tel nú að það sé alger nauðsyn af hálfu okkar sjálfstæð- ismanna og skilyrði að kosningum loknum í nýrri ríkisstjórn að sú ríkisstjórn gangi hreint til verks, leysi t.d. deilumálin við Svisslendingana og semji um stækkun ál- versins í Straumsvík og leiti eftir samn- ingum við aðra aðila um frekari stóriðju- uppbyggingu í landinu en stóriðjuupp- bygging í landinu er forsenda stórvirkjana og stórvirkjun er skilyrði fyrir ódýru raf- magni, einnig til þess að skapa jarðveg fyrir almennan, fjölbreyttan iðnað í land- inu. Þeir flokkar og þeir framboðslistar sem berjast gegn því að við getum nýtt orku fallvatnanna til þess að bæta lífskjör þjóð- arinnar eru mestu afturhaldsmenn okkar tíma og eru í raun og veru með andstöðu sinni við stórvirkjanir og stóriðju og al- menna iðnaðarþróun í raun að gera kröfu til þess að íslendingar flytji þúsundum og tugþúsundum saman til annarra landa á næstu áratugum í atvinnuleit i von um betri afkomu annars staðar en hér. Eru þeir líklegir til árangurs? Við íslendingar verðum að vinna okkur út úr vandanum. Við verðum að hefja sókn í baráttunni gegn verðbólgu, ekki með höftum heldur frelsi til sóknar og aukinn- ar þjóðarframleiðslu. Það má vel vera að allur almenningur sé orðinn svo þreyttur á verðbólgutali að fólk taki tæpast eftir þeim geigvænlegu tíðindum sem hafa verið að birtast á undanförnum vikum í þeim efnum og hrökkvi jafnvel ekki við þegar verðbólgu er lýst með þriggja stafa tölu í fyrsta skipti í sögu landsins. Engu að síður er það staðreynd, að verðbólga sem er komin yfir 100% getur hæglega leitt til þess, að þjóðfélagskerfi okkar hrynji hreinlega til grunna. Við höfum enga möguleika á að ráða við svo mikla verð- bólgu eða aðlaga okkur henni. Þess vegna, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, hlýtur það að vera eitt helsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar að fást við þetta al- varlega vandamál. Sumir segja að engu skipti hvaða flokk- ar séu í ríkisstjórn. Allir séu þeir ófærir um að fást við verðbólguvandann. í þess- um efnum getum við sjálfstæðismenn sagt að verkin tali og við getum beint þeirri spurningu til kjósenda hverjir séu líkleg- astir til þess að ná nokkrum árangri í verðbólgubaráttunni. Við sjálfstæðismenn sem bárum ábyrgð á stjórn landsins á við- reisnarárunum þegar verðbólgu var jafn- vel stundum lýst með eins stafs tölu, við sjálfstæðismenn sem komum verðbólgunni niður í 26% veturinn og vorið 1977, eða vinstri flokkarnir sem komu verðbólgunni upp í 120% veturinn og vorið 1983. Við sjálfstæðismenn sækjumst ekki eft- ir völdum valdanna vegna, við viljum í þessari kosningabaráttu gera kjósendum grein fyrir stöðu þjóðarbúsins frá okkar sjónarmiði. Svo er það kjósenda að taka ákvörðun um það hvaða flokki þeir fela framtíð landsins næstu ár. Ég spyr: Er það líklegt að Framsóknar- flokkur og Alþýðubandalag nái á næstu árum meiri árangri en þeir hafa gert frá haustinu 1978? Ég spyr: Er nýi flokkurinn, bandalagið hans Vilmundar og hans lið, líklegt til þess að ráða við þau geigvænlegu vandamál sem við blasa? Ég spyr: Hafa kvennaframboðin bol- magn til þess að leggja eitthvað af mörk- um í þessum efnum? Ég spyr: Sýnist mönnum Alþýðuflokkur- in líklegur til mikilla átaka? Ég held að menn svari þessum spurningum neitandi. Sameinadir sjálfstæðismenn Sjálfstæðismenn ganga nú sameinaðir til kosninga hvarvetna á landinu. Þó hvílir sá eini skuggi yfir þeirri samstöðu sem tekist hefur með sjálfstæðismönnum, að hér á Vestfjörðum hafa fyrri samherjar okkar skorist úr leik og efnt til sérfram- boðs. Þótt það sérframboð fái ekki nema fá atkvæði, getur það fellt sjálfstæðismann frá þingsetu, Þorvald Garðar Kristjáns- son, sem hvorki Vestfirðingar né aðrir landsmenn mega missa af þingi. Þetta sér- framboð getur þannig komið kommúnist- anum Kjartani ólafssyni á þing. Slikt sér- framboð er því óvinafagnaður og dæmi um þá upplausn í þjóðfélaginu sem sjálfstæð- ismenn hljóta að setja niður en ekki stuðla að. Ég vona og veit að allir sjálfstæðismenn, sem vilja sameinaðan Sjálfstæðisflokk, fylkja sér um lista Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum undir forustu Matthíasar Bjamasonar og gera sigur Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum sem glæsilegast- an og verðugt fordæmi fyrir aðra lands- menn. Þjóðin þarfnast þeirrar kjölfestu og frumkvæðis sem býr með Sjálfstæðis- flokknum einum þeirra stjórnmálasam- taka sem nú er um að velja til að leiða þjóðina frá upplausn til ábyrgðar. Þeir Geir Hallgrímsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson heimsóttu íshúsfélag ísfirðinga sl. miðvikudag og eru hér á tali við Ussur Jensson, einn starfsmanna íshúsfélagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.