Morgunblaðið - 16.04.1983, Síða 37

Morgunblaðið - 16.04.1983, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1983 37 Minning: Helgi Jónas Helga- son að Þursstöðum „Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld, ég kem eftir kannske í kvöld, með klofinn hjálm og rifinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld." Bólu-Hjálmar Enn er fallinn í valinn einn úr hópi borgfirzkra góðbænda, Helgi á Þursstöðum. Hann lézt í Sjúkra- húsi Akraness 7. þ.m. Helgi fæddist á Þursstöðum 5. maí 1906. Foreldrar hans voru heiðurshjónin Guðrún Þórðardótt- ir frá Gróttu og Helgi Jónsson á Þursstöðum. Helgi Jónas stundaði sjó á yngri árum; var hann á tog- urum, lengst af með frænda sínum Jóni Otta Jónssyni skipstjóra og Pétri Maack skipstjóra, en hann (Pjetur Maack) var uppáhalds- maður Helga. Þegar foreldrar Helga voru orð- in öldruð, hætti Helgi sjóferðum og settist að á Þursstöðum og var foreldrum sínum skjól og hlíf. — Þegar fram liðu stundir keypti Helgi jörðina (Þursstaði) og bjó þar til dauðadags. Á seinni árum skiptu þeir feðgar með sér jörð- Minning: Fædd 4. október 1894 Dáin 9. aprfl 1983 Útför Sigríðar Sigurbjörnsdótt- ur verður gerð frá Keflavíkur- kirkju laugardaginn 16. apríl kl. 14.00. Sigríður var mikil trúkona. Hún byrjaði með frú Emilíu Briem að halda stúlknafundi á Akranesi og einnig komu þar saman nokkrar konur til að lesa í Biblíunni. Hún starfaði með konunum í KFUM og K í Fróni á Akranesi og átti hún þaðan margar góðar minningar. Sigríður tilheyrði frjálsum söfn- uði á Sjónarhæð á Akureyri. Með bestu og kærustu vinum hennar var Sæmundur G. Jóhannesson, sem tók við starfi Arthúrs heitins Cook. Hún tók að sér að bera út blaðið Norðurljósið til fastra áskrifenda, einnig seldi hún og gaf mörg Norðurljós til þess að sem flestir gætu lesið þetta dásamiega blað, sem er fullt af fróðleik til sálar og líkama. inni og Helgi yngri Helgason bjó á hálflendunni. Helgi Jónas var maður glað- lyndur og góðviljaður, einnig fé- lagslyndur, þó hann væri einstakl- ingshyggjumaður. Enda kusu Borghreppingar Helga í hrepps- nefnd hvað eftir annað, ennfremur var hann fulltrúi þeirra í sýslu- nefnd, sýslunefndarmaður um árabil. — Sem bóndi var Helgi árrisull eins og Skallagrímur og vakandi yfir sínum búskap; hann (Helgi) var víkingur til allra starfa og æðrulaust karlmenni. Helgi var vorsins maður, þráði vorið og hlakkaði til voranna, enda var hans uppáhaldsljóð: „Aftur kemur vor í dal“. Kvæntur var Helgi Guðfinnu Tryggvadóttir, ágætri konu, ætt- aðri úr N-Þingeyjarsýslu. Þau Helgi og Guðfinna Tryggvadóttir eignuðust þrjú börn: Helga, Guðrúnu Magneu og Þórunni. Auk þess ólu þau upp sem sína eigin dóttur, stúlku að nafni Lilja Bára. Við fráfall Helga sendum við Sigríður var gift Tómasi Steingrímssyni húsasmiði og bjuggu þau á Söndum. Þau eignuð- ust einn son, Sigurbjörn, og var hann alltaf augasteinninn hennar. Aldrei hef ég kynnst meiri elsku milli móður og sonar. Þau hjónin Tómas og Sigríður bjuggu hjá okkur á Skólavegi 3 frá árinu 1961. Hún starfaði með kristniboðs- konum í Keflavík sem allar sýndu henni mikinn kærleik og elsku þann tíma sem hún gat með þeim verið. Einnig kom hún oft á sam- komu i Fíladelfíu í Keflavík og átti þar yndislegar stundir. Hún var mikil trúar- og bænakona, sem elskaði Drottin Jesúm Krist og sýndi það í daglegu lífi sínu. Sigríður var fædd á Hrisum í Fnjóskadal í Borgarfirði. Foreldr- ar hennar voru Hallbera Jónsdótt- ir og Sigurbjörn Björnsson. Systk- ini hennar voru Guðrún og Björn og var mikill kærleikur milli systkinanna og einnig Kristínar uppeldissystur hennar, sem alltaf Guðrún kona mín og ég Guðfinnu Tryggvadóttur og fjölskyldunni arkveðjur. Ásgeir Þ. Olafsson í dag verður til moldar borinn Helgi Jónas Helgason, bóndi að Þursstöðum í Borgarhreppi. Hann andaðist hinn 7. apríl sl. í Sjúkra- húsinu á Akranesi eftir erfiða sjúkdómslegu þar. Hann var fæddur 5. maí 1906, sonur hjónanna Magneu Þórðar- dóttur frá Gróttu og Helga Jónas- ar Jónssonar, ættuðum úr Húna- vatnssýslu, sem þá bjuggu í Borg- arnesi. Tveim árum síðar flyst hann með foreldrum sínum að Þursstöðum í Borgarhreppi, sem faðir hans hafði fest kaup á. Þar ólst Helgi upp til fjórtán ára ald- urs, að hann hleypir heimdragan- um og ræður sig til sjós. Naut hann þar velvildar frænda sinna, Jóns Otta Jónssonar og Guðmund- ar Jónssonar á Reykjum, við út- vegun á skiprúmi og öðru sem til fararinnar þurfti. Minntist hann sjósóknaráranna ávallt með ánægju og stolti, því sjálfsbjargar viðleitnin og dugnaður voru hon- um í blóð borin. Sjóinn stundaði Helgi samhliða búskap að Þurs- stöðum fram til ársins 1942 og má nærri geta, að oft hefur hann komist í hann krappan, í glímunni við Ægi, eins og skipum og búnaði reyndist henni vel, og var henni sem besta systir. Sigurbjörn í Hrísum, bróðursonur hennar, var henni alltaf mjög elskulegur. Það eru svo margir sem ég vildi nefna með nafni, sem henni voru svo kærir og segi ég hér aðeins fátækleg orð, þökk fyrir allar gömlu góðu stundirnar. Þegar Sigríður veiktist skyndi- lega þann 1. marz sl., var hún flutt á Borgarspítalann og var hún þar í mánuð, en var síðan flutt þaðan á sjúkrahúsið í Keflavík. Þar var henni sýnd mikil hlýja, sem við þökkum innilega. Einnig þökkum við þeim á Garðvangi fyrir elsku þeirra og hlýju í hennar garð. í Keflavík lá hún á stofu með trúaðri elskulegri konu, sem las var háttað í þá daga. Mátti ósjald- an ekki miklu muna, að illa færi þá er veður voru válynd. Helgi varð meðal annars fyrir þeirri sér- stæðu lífsreynslu á togaranum Agli Skallagrímssyni, að brotsjór tók hann með sér útbyrðis, en með óskiljanlegum hætti skilaði aldan honum aftur í skipið og varð hon- um ekki meint af. Eins og áður segir fluttust for- eldrar Helga að Þursstöðum árið 1908. Árið 1931 tekur Helgi við búi af föður sínum. Árið 1946 kvænist hann eftirlifandi konu sinni, Guð- rúnu Tryggvadóttur, en hún hafði ráðist sem kaupakona að Þurs- stöðum árið 1941. Þeim varð fyrir hana í Biblíunni og síðasta kvöldið las hún 23. Davíðssálm, sem var mjög táknrænt fyrir það sem síðar skeði um kvöldið er hún andaðist. Það er gott að eiga trúna á Jes- úm Krist, frelsara okkar allra manna, sem við honum viljum taka, því eitt sinn verðum við öll að fara úr þessum heimi. Þá er gott að ákalla Jesúnafnið, ekkert annað nafn er til, sem getur frels- að manninn. Ég þakka Sigríði fyrir allt gott sem hún var mér alla tíma og einnig að hún reyndist Pálmari mínum sem besta amma, sömu elsku sýndi hún drengjunum okkar þremur, þeim Sigurði Tóm- asi, sem dó fjögurra ára gamall, Þorvaldi Þorsteini og Sigurði Steingrími. Þeir þakka ömmu sinni af hjarta, fyrir alla elskuna í þeirra garð. Sérstaklega var henni hugsað mikið til Sigga síns, sem nú er í öðru landi. Hann segir af hjarta: „Þökk, amma mín, fyrir allt það góða sem þú varst mér.“ Langömmudrengurinn þakkar henni allan hennar kærleika til hans og sonur Sigríðar þakkar henni allt það sem hún var hon- um. Ég veit að hún er komin inn í dýrð síns elskaða frelsara. Guð blessi minningu hennar. f Jesú nafni. Guðrún Halldórsdóttir þriggja barna auðið og eru þau öll á lífi. Þau eru: Helgi Jónas, bóndi Þursstöðum, Guðrún Magnea og Þórunn, og er þá ótalin fósturdótt- ir þeirra, Lilja Bára. Helgi hafði brennandi áhuga á félagsmálum og var ötull baráttu- maður fyrir hagsmunamálum sinnar sveitar. Á þeim vettvangi hafði hann ýmis trúnaðarstörf með höndum. Átti hann sæti í hreppsnefnd Borgarhrepps árin 1946-1954 og 1958-1974. Einnig átti hann sæti í sýslunefnd Mýra- sýslu á árunum 1962—1982. Þar hafði hann hönd í bagga sem sýslunefndarmaður m.a. um margvíslegar vegabætur fyrir sveitunga sína. Fjallkóngur Borghreppinga var hann um 20 ára skeið. Helgi var hreinskiptinn maður og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann fylgdi Sjálfstæðisflokknum að málum og tók virkan þátt í starfi flokksins. Var hann ófeiminn að gagnrýna flokksbræður sína fyrir það sem honum þótti miður fara. Minnist ég margra ánægjustunda með honum þegar þjóðmálin bar á góma. Helgi bar hag bændastétt- arinnar mjög fyrir brjósti og tók fast á móti ef að henni var vegið. Að Þursstöðum bjuggu þau hjónin myndarbúi meðan kraftar entust. Ömælda ánægju hafði Helgi af skepnunum og búskapn- um og þá ekki síst af hlunnindum jarðarinnar, laxveiðinni. Veiði- skapurinn var honum meðfæddur og stundaði hann netaveiðina hin síðari ár sjálfur, þótt heilsu væri farið að hraka. Helgi var svo lánsamur að sonur hans og alnafni reisti sér nýbýli að Þursstöðum. Er óhætt að segja að það var honum hamingjuefni að jörðin, sem hann hafði fóstrað langan starfsaldur, byggðist af- komendum. Ekki verður skilið við æviferil Helga J. Helgasonar, að eigi sé minnst á þátt hans í félagslífi sveitarinnar. Á mannamótum var hann jafnan hrókur alls fagnaðar, glaður og með spaugsyrði á vör- um. Hann var ræðumaður ágætur og hnyttinn í tilsvörum, fundvís á hinar broslegu hliðar mannlífsins og miðlaði samferðamönnunum gjarnan á sinn skemmtilega hátt. Sl. vor fór Helgi að kenna sjúk- dómsins sem síðar lagði hann að velli. Bar hann veikindi sín af karlmennsku, þannig að fáa grun- aði hversu samverutíminn styttist óðfluga. Hann lagðist inn á Sjúkrahús Akraness 24. febrúar sl. Þaðan átti hann ekki aftur- kvæmt. Með Helga er genginn einn af máttarstólpum sveitarfélagsins, maður sem markaði djúp spor í samtíð sína, góður drengur og góð- ur vinur. Fjölskyldu hans votta ég dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Oðinn Sigþórsson, Einarsnesi. Sigríður Sigur- björnsdóttir Vigfús Árnason hárskerakennari Hann fæddist í Reykjavík 23. apríl 1925, sonur hjónanna Elísa- betar Árnadóttur og Árna Árna- sonar, fyrrum dómkirkjuvarðar, sem var ættaður úr Meðallandi V-Skaftafellsýslu. Afi keypti húseignina að Bergstaðastræti 31. Þau eignuðust 9 börn í allt, en tvö elstu dóu ung og 7 komust upp og var Vigfús yngstur þeirra. Þegar amma þeirra, Ingibjörg Gestsdóttur, ljósmóðir tók á móti þessum dreng, þá var sumardag- urinn fyrsti, hérna er sumargjöfin ykkar og rétti hann í faðm fjöl- skyldunnar og var hann ætíð sól- argeislinn þeirra og var ævinlega kært með þessum systkinum, því var sárt þegar eitt var að kveðja af öðru og eru þau nú 4 látin. Gestheiður lést 4. júlí 1961, að- eins 41 árs, frá 5 börnum, Svava lést 17. nóvember 1971, Árni lést 28. ágúst 1973, Vigfús lést 22. mars 1983. En lífið er stutt og líður líkt og draumur sem hverfur. Er þau kvöddu Gestheiði systur sína með þessum orðum. Við svrgjum nú og þökkum þér hve þú varst okkur góö. ort af hreinni ást til þín er okkar kvedjuljód. Frá því ég var barn skynjaði ég hve sterk þessi systkinabönd voru. Alltaf ef eitthvað var um að vera hjá mömmu þá vildi hún hafa systkinahópinn með sinni fjöl- skyldu, voru margar glaðar stund- ir, sem við fengum að hafa í sam- einingu með þeim eldri og var Fúsi frændi þar fremstur með sína glaðværð og glettni og dró til sín ungu kynslóðina. Hann fór ungur í sveit til föð- urbróður síns, Jóa í Gröf, V-Skaft. og konu hans Ólafar, höfðu þessi hjón alla góða mannkosti að bera og féll það í góðan jarveg hjá Fúsa, þar sem þetta varð hans annað æskuheimili hjá þessu glað- lega og elskulega fólki. Sextán ára hóf hann nám hjá Óskari bróður sínum i rakaraiðn. Það var alltaf létt yfir þeim bræðrum á Rakarastofunni á horni Grettisgötu og Barónsstígs. En stundum fylltist stofan af ljós- um kollum frá Miklubraut 16, í klippingu og að launum fengu þeir að bylgja á okkur öllum hárið, sem þeir töldu okkur trú um að væri þá í tísku. Því það var þeirra yndi að fá að bylgja kolla á ungum krökk- um í þá daga. Fúsi vissi alveg hvað hann vildi er hann bað um hönd Ingu Jenníar Guðjónsdóttur, hljóðlátrar og elskulegrar stúlku, sem reyndist manni sínum góður lífsförunaut- ur. Voru þau sérlega samhent í öllu sem þau þurftu að takast á við. Þau höfðu yndi af ferðalögum um landið sitt og gáfu sér góðan tíma að kynnast því í útilegum. Einu sinni minnir mig að þau hafi labbað Fjallabak-syðra og komið niður í Skaftártungur. Þeim var þriggja barna auðið: Gyða, Gréta og Arni Guðjón. Það var einn vordag í fyrra að ég hoppaði inn á Álfhólsveg 104, voru þá dæturnar staddar með börn sín í heimsókn hjá foreldrum og bróður. Þá ríkti þessi kunna glaðværð og kærleikur til allra barnanna frá þeim hjónum. Glöggt er gestsaugað, fékk mig til að hugsa hve mikils virði eru þess- ar stundir okkur öllum, sem höf- um haft foreldranna í heimahús- um og getað skotið okkur inn til þeirra með börnin, dýrmætar minningar. Fúsi var börnum sín- um meira en faðir, hann var þeirra félagi og vinur líka. Af þeim þessum góðu skrifum frá Iðnskólanum í Morgunblaðinu 31. mars og 5. apríl sl. má sjá hvað hann hefur verið mikils virtur í sínu fagi og kemur í ljós hvað mik- ill lærisveinn hann hefur verið. Við hjónin drifum okkur með Geir bróður í heimsókn í sumar- húsið þeirra við Meðalfellsvatn, í ágúst í fyrra, þá sá ég hvað frændi ljómaði yfir þessu fallega húsi, sem hann var búinn að láta smíða fyrir fjölskyldu sína, voru miklar framtíðar áætlanir með landið, sem honum hlotnaðist ekki að ljúka, en aðrar hendur taka þar við núna. Og þar stendur álfur á steini og bíður komu vorsins og gesta sinna. Ég kveð með þessu ljóði Einars Benediktssonar. Af eilífdar Ijósi bjarma ber sem brautina þungu greióir vort líf sem svo stutt og stopult er þaA stefnir á æóri leiAir og upp himinn fegri er augad sér mót öllum oss faóminn breiöir. Ég bið algóðan gúð að styrkja þig, Inga mín og börnin þín í þess- ari sorg og blessun fylgi minningu góðs frænda. Súsanna María Kristinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.