Morgunblaðið - 16.04.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.04.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1983 45 Nemendur Víghólaskóla í Kópavogi: Engin lausn að leggja niður skólann okkar „Kæru lesendur. Við erum nemendur í Víghóla- skóla í Kópavogi en hann er skóli fyrir unglinga á aldrinum 13—16 ára. Þessi skóli hefur starfað í 20 ár og er orðinn rótgróinn í bæn- um. I honum eru um það bil 350 nemendur. Nú í vetur hefur ýmis- legt verið gert sem ekki hefur áður gerst í skólanum. Meðal annars hefur verið komið á fót mötuneyti og í fyrsta skipti í sögu skólans var haldin verkefnavika sem tókst geysivel og unnu margir nemend- ur að því að gera skólann vistlegri með smíði og saumaskap. Einnig var loksins hægt að stytta við- verutíma okkar í skólanum og gera hann samfelldan því að þetta er fyrsti veturinn sem skólinn er einsetinn. Við viljum koma því á framfæri að þessi vetur hefur verið mjög góður; t.d. hefur skólinn sjaldan komið eins vel út í samræmdu prófunum og einnig öðrum próf- um. Nú virðist okkur sem bæjar- yfirvöldum finnist orðin einsetinn skóli algjör bannorð hvort sem skólanum vegnar betur þegar hann er einsetinn eður ei. Þau eru komin með það á heilann að ein- setinn skóli sé skóli sem er ekki fullnýttur og nú ganga okkar hátt- settu yfirmenn í bæjarstjórn með þá flugu í hausnum að það sé góð úrlausn á húsnæðisvandamálum skólanna hér í Kópavogi (en hús- næðismálin eru í hinum mesta ólestri hér í bæ vegna þess að Menntaskólinn í Kópavogi hefur einungis vesældarlegt þak yfir höfuðið) að leggja niður skólann okkar og lofa MK að fá húsnæði Víghólaskóla. Okkur, nemendum Víghólaskóla, yrði svo dreift á barnaskólana hér í Kópavogi sem yrðu þá aftur tví- og þrísetnir. Við erum á þeirri skoðun að þetta sé engin lausn. Hér er aðeins verið að auka á vandamálið, ekki að leysa það. Einnig viljum við vekja athygli á því að við teljum að bæjarstjór- inn viðhafi hér mjög ólýðræðisleg vinnubrögð því að meinið er að hér í Kópavogi vita mjög fáir um þess- ar fyrirhuguðu framkvæmdir. Það er stutt síðan okkur var sagt frá þessu og sagt að þetta væri í þann Jóhanna Tryggvadóttir Bjarnason skiptaráðherra að gefa Jóhönnu Tryggvadóttur útflutningsleyfið? Það hefði kannski leitt til betri trúar á saltfiskinn okkar í fram- tíðinni. veginn að verða samþykkt. Þetta kom því sem reiðarslag yfir okkur og foreldra okkar sem einnig vissu ekkert um þetta mál. Við viljum eindregið hvetja alla, hvort sem þeir búa í Kópavogi eða ekki að tjá sig um málið og veita okkur lið. Það er á hreinu að við munum ekki yfirgefa skólann okkar með góðu og án þess að leyfa almenningi að vita hvað er að gerast hér í Kópavogi. Hér eru ýmsir kennarar sem munu jafnvel missa stöður sínar og einnig fjölmargir krakkar sem munu missa vináttusambönd vegna þess að þeim verður dreift á hina og þessa skóla. Við biðjum þig, sem lest þetta nú, að veita okkur lið í baráttunni Jónas Pétursson skrifar: „Velvakandi. Samkvæmt meðfylgjandi aug- lýsingu er óskað tilboða í stórfelld mannvirki norðan Vatnajökuls til vatnaflutninga frá Norðurlandi til Suðurlands. — 1 hverju landi eru óskráð lög. í vitund íslensks al- mennings eru óbreytt, náttúruleg vatnasvið eitt fyrirbæri óskráðra laga. Þessi fyrirhuguðu umsvif Landsvirkjunar eru réttnefnd rán! gegn myrkraverkum bæjarstjórn- ar Kópavogs, í baráttunni um líf Víghólaskóla, með því að tjá þig um málið. Við þökkum blaðinu kærlega fyrir birtinguna. Virðingarfyllst, Magnús Arni Magnússon, 8-F, Kristján Pétur Vilhelmsson, 7-H, Gunnar Guðmundsson, 7-N, Flosi Þorgeirsson, 8-C, Sváfnir Sigurðsson, 7-E, Halldór Gunnarsson, 9-B, Hjörleifur Finnsson, 7-C, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, 8-D, Jón Eyþórsson, 9-D, Örn Árnason, 7-F, Þórhildur Þórhallsdóttir, 8-E, María K. Björnsdóttir, 8-C.“ t stuttu máli: Virk umsvif þéttbýl- is Suðvesturhornsins til byggða- eyðingar í öðrum landshlutum! Ég notaði gamlan málshátt — og hefi verið minntur á nýlega — í verkstjórn á athafnaárum mínum, þegar ég hvatti til reglusemi og vandvirkni í starfi: Kornið fyllir mælinn! Norðlendingar, og allir þið, sem skiljið, að svo skal búa sem á bæ er títt — landið allt skal byggt! Hví skal þetta þolað?“ GÆTUM TUNGUNNAR Auglýst var: Sýningunni er framlengt. Rétt væri: Sýningin er framlengd. (Ath.: Rétt er: Vegurinn verður lengdur, en EKKI: Veginum verður lengt.) Útboð Landsvirkjunar Hagsýnn velur það besta Opið laugardag til kl. 4 sunnudag kl. 2—6 HÚSGA6NAHÖLLIN BfLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.