Morgunblaðið - 16.04.1983, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 16.04.1983, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1983 Víkingum nægir eitt stig í dag — gegn FH til að halda titlinum Víkingum nægir eitt stig ( leiknum gegn FH í dag til aö tryggja sér íslandsmeistaratitil- inn í handknattleik fjóröa ériö I röö. Víkingar sigruöu KR í gær ( Höllinni 26:19 eftir aö staðan í hálfleík var 11:8 fyrir þá. Fái Vík- ingar eitt stig í dag komast þeir í 16 stig, FH veröur meö 13, og kemst aöeins í 15 stig. KR á held- ur ekki möguleika nema á 15 stigum. Víkings-sigurinn i gær var ör- uggur. Þeir voru yfir allan tímann, og KR-ingar náöu aldrei aö ógna þeim verulega. Ellert Vigfússon, markvöröur átti stórleik, varöi hvaö eftir annaö mjög vel, og Jens í KR-markinu varöi einnig mjög vel mest allan tímann. En þaö nægöi KR-ingum einfaldlega ekki. Vík- Ellert Vigfússon lék frábærlega í Víkings-markinu í gær. ingar voru mun sterkari og verö- skulduðu sigur. Þaö má eitthvaö mikiö koma fyrir ef þeir veröa ekki íslandsmeistarar í ár, eins vel og þeir leika um þessar mundir. „Þetta er auövitaö ekki búiö. Viö þurfum eitt stig í leiknum gegn FH á morgun (í dag) og í þaö stig ætl- um viö okkur aö sjálfsögöu aö ná,“ sagöi Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingur, eftir leikinn í gær. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn — Víkingur þó alltaf yfir og mest þrjú mörk nokkrum sinnum. Þeir skoruöu svo tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks — staöan þá oröin 12:8 fyrir þá og sýnt var hvert stefndi. Vörn Víkings var frábær upphafskafla seinni hálfleikslns. Þeir klipptu KR-ingana snilldarlega vel út og viö þaö riölaðist sóknar- leikur KR mjög. KR-ingar nýttu heldur ekki færin sín og aldrei var spurning hvort liðið myndi sigra. Munurinn var oröinn sex mörk — 17:11 — eftir tíu mín. og höföu Víkingar þá skor- aö tvö mörk í röö er þeir voru tveimur leikmönnum færri. Þaö segir ekki litla sögu um styrkleika liðsins. Víkingar áttu allir góöan leik. Liöiö er mjög heilsteypt. KR-ingar stóöu þeim nokkuð að baki. Alfreö Gíslason var mjög góöur í seinni hálfleiknum, og skoraöi þá mörg falleg mörk, en í þeim fyrri var hann lítt áberandi. Gunnar bróðir hans var einnig góöur en í lokin fékk hann brottvikningu er hann ræddi viö annan dómarann. Fer hann því sennilega í eins leiks bann. Mörkin. Víkingur: Sigurður Gunnarsson 7/2, Viggó Sigurðs- son 4, Þorbergur Aöalsteinsson 3, Hilmar Sigurgíslason 3, Guðmund- ur Guömundsson 3, Páll Björg- vinsson 3, Ólafur Jónsson 2 og Steinar Birgisson 1. KR: Alfreö Gíslason 7, Gunnar Gislason 5/3, Anders-Dahl 2, Stefán Halldórsson 2, Guömundur Albertsson 2 og Haukur Ottesen 1. —SH. Staðan Eftir leikina í gærkvöldi er staðan í 1. deildinni þannig: Víkingur 10 7 1 2 230—219 15 FH 10 5 2 3 229—223 12 KR 10 5 1 3 231—225 11 Stjarnan 10 1 0 9 204—225 2 Staðan í V-Þýzkalandi: Tekst Hamborg að halda forystunni? • Mikilvægir leikir fara fram í „Bundesligunni“ í dag, leikur Stuttgart og Bayern MUnchen veröur í sviösljósinu. Þýska- landsmeistararnir Hamborg leika gegn Borussia Mönchenglad- bach, á útivelli. Werder Bremen leikur á heimavelli gegn E-Braunschweig. Liö Atia Eövaldssonar leikur gegn FC NUrn- berg á útivelli. Dortmund mætir Leverkusen á heimavelli. Liöin eiga nú aöeins sex leiki eftir í deildarkeppninni. Hór aö neöan má sjá stöðuna í deildinni. Fyrst leikjafjöldann, sigra, jafntefli og töp, þá markahlutfalliö, svo mörk í plús, þá stigin og síöast stig sem hafa tapast. — ÞR. i Hamburg 27 15 10 2 63:27 + 36 40:14 i Bremen 27 17 5 5 52:32 + 20 39:15 Munchen 27 15 8 4 62:22 + 40 38:16 Stuttgart 26 15 6 5 63:35 + 28 36:16 Dortmund 26 15 4 7 61:38 + 23 34:18 Köln 26 13 7 6 54:32 +22 33:19 Kaiserslautern 27 11 11 5 44:33 +11 33:21 Frankfurt 27 11 3 13 39:38 + 1 25:29 Dusseldorf 27 8 8 11 44:62 -18 24:30 Nurnberg 27 9 6 12 35:54 -19 24:30 Bielefeld 26 9 5 12 36:54 -18 23:29 Bochum 27 7 9 11 32:40 - 8 23:31 Braunschweig 27 7 9 11 32:45 -13 23:31 Gladbach 27 9 2 16 47:50 - 3 20:34 Leverkusen 26 6 7 13 28:51 -23 19:33 Berlin 27 5 8 14 34:47 -13 18:36 Karlsruhe 26 4 6 16 30:71 -41 14:38 Schalke 27 4 6 17 35:60 -25 14:40 • Björgvin Þorsteinsson er einn þeirra sem fara til Parísar. Níu kylfingar keppa í París NÍU íslenskir kylfingar taka þátt í' la Cupe Louis Maeght-keppninni í golfi sem haldin veröur á Chantilly-vellinum í París 16. og 17. apríl. Golfleikaramir eru Björgvin Þorsteinsson GA, Ragnar Ólafsson GR, Sigurður Pétursson GR, Geir Svansson GR, Óskar Sæmunds- son GR, Gylfi Kristinsson GS, Magnús Jónsson GS, Siguröur Hafsteinsson GR og Siguröur Sig- urösson GS. Evrópumeistaramót karla fer fram á þessum golfvelli í lok júní og mun íslenska karlalandsliöiö taka þátt í því móti. Þetta er eina tækifæriö fyrir landsliösmennina til að leika á ofangreindum velli þar sem hann veröur lokaður til æfinga þar til mótiö hefst. FH í basli með Stjörnuna FH-ingar sigruöu Stjörnuna í fyrri leiknum í Höllinni í gær- kvöldi og héldu þar meö enn í vonina um að ná Islandsmeistar- atitlinum, þó sú von sé kannski nokkuö veik. Þeir verða að sigra Víkinga í dag til þess aö eygja enn von. FH sigraöi í gærkvöldi 26:24, en Stjarnan var yfir í hléinu, 15:13. Varnirnar voru heldur slakar í fyrri hálfleiknum. Sérstaklega hjá FH á kafla seinni hlutann en þá skoraöi Stjarnan sjö mörk í röö. Staðan breyttist þá úr 11:7 fyrir FH í 14:11 Stjörnunni í hag. Þrátt fyrir þetta náöu FH-ingar aö hressa sig upp í seinni hálf- leiknum og sigurinn var öruggur er upp var staöiö. Kristján var bestur hjá FH ásamt Pálma. Hjá Stjörn- unni kom Guömundur Óskarsson skemmtilega á óvart. Skoraöi hann mörg mörk utan af velli — nokkuð sem hann hefur ekki gert allt of mikiö af í vetur. Mörkin. FH: Kristján Arason 8/3, Pálmi Jónsson 8, Guðmundur Magnússon 3, Hans Guömunds- son 3, Sveinn Bragason 2, Finnur Árnason 1 og Valgaröur Val- garösson 1. Stjarnan: Guðmundur Óskarsson 7, Eyjólfur Bragason 5/1, Magnús Teitsson 3, Guö- mundur Þóröarson 3, Eggert ísdal 3, Björgvin Elíasson 2, Magnús Andrósson 1. —SH. Iþróttir helgarinnar Tómas með ÍBV í sumar ÍBV HEFUR hlotnast góöur liðe- styrkur fyrir komandi átök í 1. deildinní, því Tómas Pálsson hef- ur tekiö fram skóna aö nýju eftir tveggja ára hvíld frá knattspyrn- unni og ætlar aö leika meö liði sínu í sumar. Tómas var um árabil einn snjall- asti leikmaöur ÍBV-liösins, lók í landsliðinu fyrir nokkrum árum, og var markakóngur íslandsmótsins 1972 — skoraöi þá 15 mörk. Eyja- menn hafa æft mjög stíft í vetur og um helgina hefst strangt æfinga- leikjaprógramm hjá liöinu. — hkj. • Tómas Pálsson MtKIÐ verður um aö vera á íþróttasviðinu um helgina. Hæst ber vitanlega síöustu umferö úr- slitakeppní 1. deildar þar sem úr því fæst skoriö hvaöa lið hlýtur Islandsmeistaratítilinn í hand- bolta. Umferöin hófst í gær, og einnig er leikiö í dag og á morg- un. í dag kl. 14.00 leika Víkingur og FH og kl. 15.15 KR og Stjarnan. Annaö kvöld lýkur svo keppninni. Þá mætast Víkingur og Stjarnan kl. 20.00 og FH og KR kl. 21.15. Allir leikirnir fara fram í Laugar- dalshöll. íslandsmót fatlaöra veröur á Selfossi um helgina. 170 keppend- ur eru skráöir til keppninnar og veröur þar mikiö um aö vera. Þingvallagangan á skíöum hefst kl. 13.00 í dag í Hveradölum. Júdó- sambandiö veröur meö firma- keppni á morgun. Hún fer fram í iþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst kl. 14.00. Þá er keppt í flokki 16—18 ára á Unglingameistara- móti islands í Badminton í TBR-húsinu á morgun. Hefst keppnin kl. 13.30. A morgun veröur svo lands- keppni viö England í fimleikum pilta á aldrinum 14—18 ára. Verö- ur hún í húsi Ármanns viö Sigtún og hefst kl. 14.15. • Þátttakandur veröa aflaust margir (Þingvallagöngunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.