Morgunblaðið - 24.04.1983, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983
59
Útvarpsáhugamaðurinn Ib Schou majór kvnntist Carlsen skipstjóra fyrir 18
árum vegna sameiginlegs áhugamáls þeirra. Schou hefur heimsótt Carlsen í
Bandaríkjunum og Carlsen Schou í Danmörku.
birtingu frásagnar hans af afrek-
inu. Carlsen hafnaði alls 157 slík-
um tilboðum, sem hefðu getað gert
hann að auðugum manni. Blaðið
„Daily Herald" staðhæfði að lok-
um að Carlsen neitaði að hagnast
á hetjudáð sinni og þar við sat.
Gjöfum, eins og úrum, útvarpsvið-
tækjum og fatnaði, var hafnað,
kurteislega en ákveðið.
Afrekið
Hetjusaga bandaríska vöru-
flutningaskipsins „Flying Enter-
prise" frá Isbrandtsen-útgerðarfé-
laginu hófst skömmu eftir brott-
siglingu þess frá Hamborg með
farm og farþega.
Jólanóttina 1951 gerði ofsaveður
sem olli því á þriðja degi jóla að
gat kom á skipið, 36 tíma siglingu
undan Englandsströnd. Neyðar-
kall frá skipinu heyrðist um borð í
bandaríska flutningaskipinu
„Southland", sem kom á slysstað
daginn eftir að óhappið gerðist og
bjargaði áhöfn og farþegum, að
Kurt Carlsen skipstjóra undan-
skildum. Hann varð eftir um borð
í skipinu, en þá var kominn á það
45 gráðu halli.
Carlsen skipstjóri tilkynnti í
talstöðina:
„Eg verð kyrr um borð þangað
til skipið sekkur eða það er komið
í höfn!“
Þrítugasta desember jókst hall-
inn og varð 60 gráður. Bandaríska
flutningaskipið „Golden Eagle"
kom á vettvang og lagðist við hlið
„Flying Enterprise". Tundurdufla-
slæðarinn „John W. Weeks" fékk
skipun frá æðri stöðum að sigla á
slysstað.
Föstudaginn 4. janúar hafði
Carlsen skipstjóri verið einn um
borð í hætt komnu skipi sínu í
fimm sólarhringa, en fékk J)á fé-
lagsskap annars stýrimanns
dráttarþátsins „Turmoil", Kenn-
eth Dancy, sem kom um borð. Til-
raunin til að bjarga „Flying Ent-
erprise" var endurtekin. Björgun-
armönnunum tókst að koma taug í
skipið, en þá brast aftur á fárviðri.
Miðvikudaginn 9. janúar riðu háar
öldur stöðugt yfir stýrishúsið.
Margsinnis munaði minnstu að
Carlsen og Dancy tæki út. Um há-
degisbil sama dag var hallinn á
skipinu orðinn svo mikill að þeir
gátu gengið á skipshliðinni.
Stukku í sjóinn
Um- kvöldið var send út viðvör-
un um annað fárviðri, en Carlsen
sagði í talstöðinni að hann hefði
trú á því að takast mætti að
bjarga skipinu. Daginn eftir voru
þyrlur frá bækistöð brezka flotans
sendar á vettvang og hafðar til
taks til þess að bjarga Carlsen og
Dancy ef fárviðri brysti á aftur.
Enn vildi Carlsen ekki yfirgefa
skipið, en síðdegis 10. janúar, þeg-
ar skipið var alveg komið á hliðina
og skorsteinninn í sjóinn, stukku
mennirnir í sjóinn. Kl. 16.10 sökk
skipið.
Kurt Carlsen sneri aftur til
Bandaríkjanna, þar sem honum
var fagnað sem þjóðhetju.
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum
fjalla enn um þennan áhrifamikla
atburð fyrir 30 árum.
„í ár hafa verið fjórar útsend-
ingar í sjonvarpi um „Flying Ent-
erprise“-slysið,“ segir Kurt Carl-
sen. „Ótal kvikmyndir hafa verið
gerðar um slysið og málið er
greinilega ekki tæmt. I fyrradag
kom dóttir min til mín með stórt
tímarit með langri frásögn um
dagana þarna úti á Atlants-
hafi...“
(Aktuelt)
Bergstaðastræti 7, sfmi 16070. Opið frá 1-6 e.h. g
ORÐABÓKAITTGÁFAN
Bókabúð Steinars
Europa
Fæst hjá flestum bóksölum.
Road Atlas
Hin þekkta ökuleiðabók Europa Road Atlas er komin
aftur. Ein besta handbók bifreiðastjóra, sem ætla sér
að aka um Evrópu, sem hægt er að fá. Europa Road
Atlas hefur að geyma allar upplýsingar um hraðbrautir,
þjóðvegi, leiðir og leiðakerfi allra Evrópulanda. Auk
þess eru stækkaðar myndir af götum allra helstu
stórborga Evrópu. 198 kort í fullum litum, stækkaðar
myndir af götukortum 97 stórborga. Þetta er bók sem
er bráðnauðsynleg öllum þeim, sem ætla að ferðast (
b(l ( sumarleyfinu.
Við höfum einnig á boðstólum fjölmörg Hallwag
sérkort af borgum og löndum um allan heim.
NÚ ER
KOMIÐ
«»r\wiviru
HORPQ
SUMAR
í Hörpusilki höfum við sameinað alla þá
kosti sem utan- og innanhússmálning
verður að hafa. Þessu höfum við náð með
áratuga reynslu og stöðugum rannsókn-
um á styrkleika Hörpusilkisins við hinar
mismunandipðstæöur. Hörpusilkið er því
sterkt enda ætlað fyrir umhleypingasama
íslenska veðráttu. Hörpusilki er málning
sem létt er að mála með, þekur þétt og
vel og hefur fallega silkimjúka áferð sem
gerir það sérlega hentugt innanhúss.
-■ “7* ■ 0j-
I—• r—M —3—
Látið Hörpu gefa tóninn
OKKAR FJÖLBREYTTU OG LJÚFFENGU
RÉTTIR í HÁDEGI OG AÐ KVÖLDI.
Hádegisverður
Rjómalöguö spergilsúpa.
Hörpuskelfiskur provencale meö rlstuöu brauöi.
Pönnusteikt rauðspretta í karrý meö rækjum,
ananas og hrísgrjónum.
Ofnsteiktir kjúklingar meö rjómasveppasósu og nýju grænmeti.
Frönsk Cream Caramel.
Kvöldverður
Gulrótarsúpa meö appelsínubragöi.
Hákarl meö ákavíti, sorbet og rúgbrauöi.
Kolkrabbi aö hætti Katalóníubúa.
Dill og fenekell gufusoöin smálúöa meö rækjusósu.
Piparlambalundir flamberaöar í koníaki meö rjómasósu.
smjörsteiktu blómkáli og gulrótum.
Djúpsteikt dalayrja með rifsberjahlaupi.
Kalt kaffi Liégois.
Jón Möller leikur létt lög á píanóið í hádeginu og
um kvöldið.