Morgunblaðið - 24.04.1983, Side 22
66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983
,, {Éc) Vil enqa sjúkdómscy-emÍKgu-
HvaSa 5júlcctómC>r kosha. undir-
loo kr. hj<á
TM R«o. U.S. Pat. Otf.-a« rtghts rtsarvad
e1983 L» Angaias Tlmas Syndlcata
HKgan, hægan vinur. Ert þaö þú Þetta er hrein háðung. Með allan
sem hefur síðasta orðið eða ég? útbúnaðinn og svo kemurðu með
þetta!
HÖGNI HREKKVÍSI
'\i ^ A • E<S S-yMG ^ SIMOSimI ENN .
TiL ALLKA 'ATTA'.'..J2
Horfid var frá því að nota
þessa hljómburðartækni
Einar Jóhannesson og Karólína
Eiríksdóttir skrifa:
„Velvakandi.
Vegna greinar Þ.R. í dálkum
þínum 20. apríl vilja umsjónar-
menn tónlistarþáttarins „Rondó“
taka eftirfarandi fram:
Ekki er það rétt að viðmælend-
um okkar í þættinum 13. apríl,
sem teiknuðu Háskólabíó, hafi
verið ókunnugt um hljómburðar-
tækni þá, sem bréfritari skrifar
um. í viðtali við okkur kom fram
að arkitektarnir höfðu kynnt sér
þessa tækni í Hollandi áður en
húsið var byggt (fyrir meira en 20
árum) en horfið var frá því að
nota hana.
í þáttagerð sem þessari verður
að velja og hafna efnisatriðum,
ekki síst þegar fjallað er um svo
viðamikið mál sem tónleikasalir
eru. Þetta var eitt þeirra fjöl-
mörgu atriða, sem sleppt var.
Virðingarfyllst.”
Safna fyrir íslandsferð
S. Pétursdóttir, Wiltshire, Eng-
landi, skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Ég sendi þér hér með smágrein
sem birtist í héraðsblaði í Wilts-
hire, en það kemur út einu sinni í
viku hverri. Mér þótti mjög um að
sjá greinina og ákvað að senda
ykkur hana.
Ekki alls fyrir löngu var sýnd
mynd frá íslandi í sumarleyfis-
þætti BBC I. Virðist sem mjög
margir hafi séð myndina, því að
bæði ég og vinkona mín höfum
verið þráspurðar um landið frá því
að hún var sýnd. Og öllum ber
saman um, að þetta hafi verið fal-
leg mynd. Ég er viss um, að land-
kynningarmyndir geta haft mjög
örvandi áhrif á ferðamanna-
straum til íslands og finnst mér
að meira ætti að gera af svona
efni. Margt fólk hefur líka algjör-
lega rangar hugmyndir um land
og þjóð og verður yfir sig hrifið
þegar það uppgötvar hið sanna.
I áðurnefndri grein í héraðs-
blaðinu kemur fram, að i gangi er
söfnunarherferð hjá skólakrökk-
um í Castledown-skólanum í Lu-
dgers-hall. Þau eru nefnilega að
safna sér fyrir íslandsferð, sem
farin verður að loknum prófum
næsta sumar. Og þau spara ekki
erfiðið, þvo bíla, standa fyrir alls
konar sölustarfsemi o.fl. Það er
um að gera fyrir hvern og einn að
láta hendur standa fram úr erm-
um, því að það verða aðeins 17 þeir
duglegustu og þeir sem falla best
inn í hópinn sem hreppa farseðil.
Er ætlunin að taka með gamla
rútu til íslands og ferðast um
landið. í fyrra ferðuðust þau á
þennan hátt um Marokko."
er í frumvarpinu!
Ákvæðid
Þorvarður Ornólfsson skrifar:
„Hinn 1. mars sl. birti Velvak-
andi heldur hvassan pistil frá
„ríkisstarfsmanni" varðandi
stjórnarfrumvarp um tóbaksvarn-
ir sem þá var nýlega fram komið á
Alþingi. Sagðist ríkisstarfsmaður
hafa kynnt sér efni frumvarpsins
en séð að þar væri „ekki staf um
það að finna að starfsfólk hjá
fyrirtækjum væri verndað gegn
reykingum samstarfsfólks, ein-
ungis getið um afgreiðsluvinnu-
staði þar sem almenningur kemur
inn á vinnustaðina".
Vitnað er þarna til 9. greinar
frumvarpsins en samkvæmt henni
yrðu reykingar bannaðar í þeim
hlutum af húsnæði stofnana,
fyrirtækja o.fl. þar sem almenn-
ingi er ætlaður aðgangur í sam-
bandi við afgreiðslu eða þjónustu
sem þessir aðilar veita.
Skiljanleg eru vonbrigði ríkis-
starfsmanns yfir því að finna ekki
frekari skorður settar við reyking-
um á vinnustöðum fyrirtækja.
Ákvæði 9. greinar er vissulega
fremur sett til verndar gestum en
heimamönnum, tiltölulega fáir
starfsmenn njóta góðs af því og
einungis þar sem afgreiðsla fer
fram.
En honum, „bjartsýnismanni"
(Velvakandi 18. mars) og „bind-
indismanni" (Velvakandi 14.
apríl), hlýtur að hafa sést yfir 12.
grein frumvarpsins eða þeir hafa
ekki áttað sig á þýðingu hennar.
Þar er einmitt fjallað um reyk-
ingar á þeim vinnustöðum sem
ákvæði fyrrnefndrar 9. greinar og
10. greinar frumvarpsins ná ekki
til, en 10. grein kveður á um bann
við reykingum í grunnskólum,
dagvistum barna og
heilsugæslustöðvum.
Samkvæmt 12. grein skal heil-
brigðisráðherra setja reglur um
reykingar á þessum stöðum, þ.e.
vinnustöðum almennt, í samráði
við Vinnueftirlit ríkisins og skal
sérstaklega gæta þess að bægja
óþægindum frá þeim sem reykja
ekki. Verði þetta að lögum eru ls-
lendingar þar með komnir í hóp
örfárra þjóða sem hafa lögfest al-
menn ákvæði um viðnám gegn
tóbaksneyslu á vinnustöðum.
Eftir væri þá að vísu að setja
þær reglur sem um ræðir, en
skylda til þess væri ótvíræð og það
einnig hvað bæri að hafa að leið-
arljósi við samningu þeirra og
framkvæmd.