Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983 STEFÁN FRIÐBJARNARSON AFINNLENDUM VETTVANGI Tölur tala sínu máli Hvernig hefur kjörfylgi breytzt frá 1978? Alþýðuflokkur og Bandalag jafnaðarmanna, sem stofnað var af fyrrum þingmanni Alþýðuflokks, fengu samtals 19% kjörfylgi í nýafstöðnum kosningum. Kjörfylgi Alþýðuflokks eins var 22% árið 1978. A-flokkarnir (Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag) fengu samtals 44,9% kjörfylgi 1978. Kjörfylgi þeirra nú reyndist 29%. Ef Bandalag jafnaðarmanna er sett inn í þennan „pakka“ verður samtals kjörfylgi 36,6%. Alþýöuflokkur í öldudal Á-flokkar fengu byr í segl í þingkosningum 1978. Þá hlaut Al- þýðuflokkur 26.912 atkvæði eða 22% kjörfylgi. Það saxaðist nokk- uð á þessa nýju limi flokksins þeg- ar árið eftir. Þá reyndust atkvæð- in 21.580, kjörfylgið 17,5%. Enn syrti í álinn fyrir Alþýðuflokknum í nýafstöðnum kosningum. Þá fór atkvæðatalan niður í 15.214 og kjörfylgið í 11,7%. Þetta er 10,3% tap frá 1978, 5,8% tap frá 1979. Hvað veldur? Engin ein skýring gefur full- nægjandi svar. Einn orsakaþátt- urinn, og ekki sá minnsti, er fram- boð Bandalags jafnaðarmanna, sem Vilmundur Gylfason, fyrrum þingmaður Alþýðuflokks, stofnaði til. Það fékk að vísu atkvæði víðar að en frá Alþýðuflokki, en ætla verður að bróðurparturinn af því fylgi, sem Alþýðuflokkurinn glat- aði nú hafi fallið því í skaut. Sameiginlegt atkvæðamagn Al- þýðuflokks og Bandalags jafnað- armanna nú er 24.703 atkvæði (Al- þýðuflokkurinn fékk 26.912 at- kvæði 1978), sameiginlegt kjör- fylgi 19% (Álþýðuflokkurinn fékk 22% kjörfylgi 1978). Þesir tveir flokkar „jafnaðarmanna" ná ekki kjörfylgi Alþýðuflokksins eins 1978. Sú frammistaða heitir síðan „sigur" í túlkun ríkisfjölmiðla. Alþýðubandalag fimm- þúsund atkvæðum fátækara Alþýðubandalagið hlaut góða kosningu 1978, eins og Alþýðu- flokkurinn. Það hlaut þá 27.952 at- kvæði og 22,9% kjörfylgi. Kjör- fylgið fór niður í 19,7% 1979 og 17,3% nú. Alþýðubandalagið fær 5.463 færri atkvæði 1983 en 1978, þrátt fyrir fjölgun kjósenda, og 5,6% minna kjörfylgi. Þetta kallar Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, að „standa af sér storminn" (Þjóðviljinn í gær), og má til sanns vegar færa, þegar litið er til frammistöðu flokksins í ríkisstjórnum síðan 1978. A-flokkarnir fengu samtals 54.864 atkvæði og 44,9% kjörfylgi 1978. Þeir hlutu þá samtals 28 þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þá 32,7% kjörfylgi og 20 þingmenn. Kjörfylgi A-flokka, sem var 44,9% 1978, er nú 29%. Þing- mannatala þeirra, sem var 28 1978, er nú 16. Sjálfstæðisflokkur- inn er hinsvegar með 38,7% kjör- fylgi og 23 þingmenn. Þetta kallar Þjóðviljinn í gær „áfall fyrir afturhaldið", hvað svo sem við er átt. Ef kjörfylgi Bandalags jafnað- armanna er bætt við fylgi A- flokka verður samtala atkvæða 47.192 (Sjálfstæðisflokkur fékk 50.253 atkvæði); samtala kjörfylg- is 36,5% (Sjálfstæðisflokkur hlaut 38,7%). Framsóknarflokkur bíður skipbrot í þéttbýli Framsóknarflokkur fékk lélega kosningu 1978, 16,9% kjörfylgi. Hann vann verulega á 1979, hlaut 30.800 atkvæði og 24,9% kjörfylgi. Flokkurinn glatar nú nær allri fylgisaukningu, sem hann fékk 1979, hlýtur 24.094 atkvæði og 18,5% kjörfylgi. Athyglisvert er að flokkurinn fær aðeins einn þingmann í Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæmum, en í þeim kjördæmum býr rúmlega helm- ingur þjóðarinnar. Flokkurinn missir einn þingmann í Reykjavík, einn á Reykjanesi og einn í Norð- urlandi vestra, en þar buðu fram- sóknarmenn fram í tveimur fylk- ingum. Framsóknarflokkurinn hefur setið í ríkisstjórnum nær samfellt frá árinu 1971. Sú staðreynd, sem og ástand þjóðmála í lok þessa tímabils, er hluti af skýringu á þessu tapi. Óánægja kjósenda í þéttbýli með misvægi atkvæða eft- ir búsetu hefur og í einhverjum mæli bitnað á Framsóknarflokkn- um, sem og vinstri sjónarmið, er þar hafa riðið húsum á „fram- sóknaráratugnum". Sjálfstæðisflokkurinn má vel við una Sjálfstæðisflokkurinn fékk 32,7% kjörfylgi 1978, 35,4% 1979, 38,7% nú. Hann fékk samtals 50.253 atkvæði sl. laugardag. Þetta er rúmlega tíu þúsund atkvæðum meira en 1978. Á sama tíma fækk- ar atkvæðum Alþýðubandalagsins um rúmlega 5.460. Sjálfstæðis- flokkurinn vinnur kjördæmakjör- inn þingmann í sex kjördæmum af átta. Flokkurinn bætir hvarvetna stöðu sína nema í Reykjavík, þar sem fylgið stendur nánast í stað frá 1979 (43% í stað 43,8%), og á Vestfjörðum, þar sem fram kom sérframboð. Annað mál er að fleiri kjör- dæmakjörnir þingmenn, sem og atkvæðaskipting á ný framboð, valda því, að Sjálfstæðisflokkur- inn fær færri uppbótarþingmenn. Þannig skeður það, í fyrsta skipti síðan núverandi kjördæmaskipan var upp tekinn, að flokkurinn fær ekki uppbótarþingmann í Reykja- vík. Þar af leiddi að formaður flokksins, Geir Hallgrímsson, sem skipaði baráttusætið í höfuðborg- inni, fellur út af þingi. Það skyggir að sjálfsögðu á annars viðunandi útkomu flokksins, á heildina litið. Nýju framboðin Bandalag jafnaðarmanna, sem nú býður fram í fyrsta sinn, fær tæplega 9.500 atkvæði, 7,3% kjör- fylgi; kjördæmakjörinn þingmann í Reykjavík og þrjá landskjörna. Fylgi þess reynist mest í Reykja- víkur- og Reykjaneskjördæmum en ekki umtalsvert á landsbyggð- inni. Athygli vekur að Bandalagið fær heldur fleiri atkvæði en Framsóknarflokkurinn í Reykja- vík. Kvennalistar fengu 7.125 at- Ný hjúkrunardeild fyrir aldraða við FSA: 2,6 millj. kr. söfnuðust í „Systraselssöfnuninniu - Legurými fyrir 20 sjúklinga á hinni nýju deild Akurejrí. FYKIK NOKKRU kom fyrsti sjúkl- ingurinn á hina nýju sjúkradeild við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sem kallað er Sel I, en þar verður í framtíðinni 20 rúma deild fyrir aldr- aða sjúklinga, sem þurfa sérstaklega mikla umönnun. Fyrstu sjúklingurinn, sem inn- ritaður var á hina nýju deild, var Geirlaug Konráðsdóttir. Skömmu síðar komu svo Guðmundur Bald- ursson og Ármann Hansson og síðar í dag áttu svo að koma 7 sjúklingar til viðbótar. Fyrstu dagana verða einungis 10 sjúkl- ingar á deildinni á meðan verið er að þjálfa starfsfólk og koma skipulagi á reksturinn. Þessir 10 sjúklingar koma af Fjórðungs- sjúkrahusinu og utan úr bæ, en síðan er ætlunin að 10 sjúklingar verði lagðir inr. þarna, sem nú eru á dvalarheimilunum í bænum, til þess að létta á þeim. Upphaf þessarar nýju deildar má rekja til þess, að stjórn dval- arheimilanna á Akureyri, undir forustu Jóns Kristinssonar, fór þess á leit við sjúkrahúsið að kom- ið yrði upp deild í þessu húsnæði, sem áður var nýtt sem heimavist fyrir hjúkrunarfólk. Þegar stjórn sjúkrahússins tók líklega í þetta mál, stóðu nokkrir aðilar fyrir því að sett var á fót söfnun á Akureyri og víðar undir heitinu „Systra- selssöfnun“. Alls hefur nú safnast frarnlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra að upphæð kr. 1 millj. Heildarkostnaður við endurbætur og nýbyggingu í Seli I nemur nú um 4 millj. króna. Deildin verður rekin undir eftir- liti lyfjadeildar FSA, og er yfir- læknir hennar Ólafur Sigurðsson, en Halldór Halldórsson læknir mun sjá um deildina fyrir hönd lyfjadeildar. GBerg Geirlaug Konráðsdóttir, fyrati sjúklingurinn á hinni nýju öldrunardeild. Guðmundur Baldursson kom að heiman, en fimm sjúklingar, sem dvalið hafa í heimahúsum, fá nú inni á nýju deildinni. Ármann Hansson varð þriðji til að leggjast inn. (Morgunblaðið GBerg)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.