Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRlL 1983 5 WMKagSSlK—= ’ÞETTfl ER 5VCHB flflflllECfl MILLIFISKUR HJfl OKKUR" Þakkir til Austfirðinga HUGHEILAR þakkir færum við öll- um þeim í Austurlandskjördæmi, sem studdu okkur í kosningabarátt- unni með ráðum og dáð. Þar unnu margar hendur létt verk með þeim árangri, sem glæsilegastur er, og markar tímamót í stjórnmálum landshlutans. Of langt mál yrði upp að telja allan þann fjölda einstakl- inga, sem sérstakar þakkir eiga skil- ið, en ítrekum að hér eiga allir for- ystumenn flokksins í kjördæminu óskilið mál, sem seint verður full- þakkað. Reykjavík, 26. aprfl 1983, Sverrir Hermannsson, Egill Jónsson. Dómkórinn við Náttsöng í Hallgríms kirkju NÁTTSÖNGUR er nú aftur orðinn reglubundinn þáttur í helgihaldi Hallgrímskirkju eftir það hlé, sem varð um föstutímann og fer nú fram hvert miðvikudagskvöld kl. 22.00. Þar flytja listamenn stutt tón- verk eða ljóð og kirkjugestir sam- einast í flutningi náttsöngs, tíða- gjörðar eftir formi sem dr. Róbert A. Ottósson og Sigurður vígslu- biskup Pálsson settu saman og gáfu út árið 1963. I kvöld, 27. apríl, kl. 22.00 er kór Dómkirkjunnar í Reykjavík gest- ur Náttsöngs, en hann flytur valin kórverk undir stjórn dómorganist- ans Marteins H. Friðrikssonar. Allir eru velkomnir til Náttsöngs, en aðgangur er ókeypis. FrétUtilkynning frá Listvinafélagi llallgrímskirkju. Prentvillur í afmælisgrein TVÆR slæmar prentvillur urðu í af- mælisgrein Hannibals Valdimars- sonar um Guðgeir Jónsson í Morg- unblaðinu í gær. Þar stóð, að „12 félög sögðu sig úr Alþýðubandalaginu á árunum 1938—1940“ en átti að sjálfsögðu að vera Alþýðusambandinu. Þar stóð ennfremur að meðlimatala Alþýðusambandsins hefði verið komin upp í 200 þúsund árið 1944 en átti að vera 22 þúsund. Þetta leiðréttist hér með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.