Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 32
^/\skriftar- síminn er 830 33 .^^yglýsinga- síminn er 2 24 80 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983 Ljósm. Ómar Ragnarsson. Tveir menn fórust með TF-FLD FLUGVÉLIN TF-FLD, sem saknað var í fvrrakvöld, fannst snemma í gærmorgun í Hvalfirði, um 150 metra undan Hálsanesi í Kjós. Mennirnir tveir, sem með vél- inni voru, fundust látnir um borð. Þeir hétu Svanur Breið- fjörð Tryggvason, rafvirki, 43ja ára, og Eggert Karlsson, fram- kvæmdastjóri, 47 ára. Hvor tveggja lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Sjá nánar um slysið á bls. 3. Eggert Karlsson Svanur Breiðfjörð Tryggvason Kafarar við flak vélarinnar í Hvalfirði. Ríkisstjórnin biðst lausnar á morgun: Hart deilt á for- sætisráðherra í ríkisstjórn — fyrir að draga framlagningu lausnarbeiðnar ÓLAFUR Jóhannesson utanríkisráðherra lét stór orð falla á ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun í garð forsætisráðherra, samkvæmt heimildum Mbl. Ólafi mun hafa fundist forsætisráðherra svifaseinn og tregur til að gefa opinber- lega yfirlýsingu um lausnarbeiðni ríkisstjórnarinnar. Á fundinum var ákveð- ið að óska eftir því við forseta íslands, að ríkisráðsfundur yrði haldinn á morgun, fimmtudag, þar sem forsætisráðherra biðst lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína. Ólafur Jóhannesson lýsti því yfir fyrir kosningar að ríkisstjórnin ætti að vinda bráðan bug að því að segja af sér. Ólafi fannst forsætisráð- herra seinn að gefa yfirlýsingu þess efnis eftir kosningar, og svör hans loðin, er hann var spurður opinber- lega hvenær til þess kæmi. Ólafur mun hafa komið á fundinn í gær- morgun tilbúinn til frekari aðgerða, ef forsætisráðherra legði ekki fram afsagnartillögu. Til þess kom ekki þar sem tillagan kom fram, en utan- ríkisráðherra lét samráðherra heyra álit sitt á framgangi málsins. Ríkisráðsfundur hefur verið boðaður kl. 11 á morgun en ríkis- stjórnin kemur saman áður. Verða þar m.a. til umfjöllunar beiðnir um gjaldskrárhækkanir opinberra fyrirtækja, sem nú eru í athugun í ráðuneytunum. Arnarflug kaupir Boeing 707-þotu ARNARFLUG hefur gengið frá kaup- um á Boeing 707-320C-þotu, sem er framleidd bæði fyrir vöru- og farþega- flutninga, og er kaupverð hennar um 18,6 milljónir króna, að sögn Agnars Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Arnarflugs, sem sagði jafnframt, að kaupverð vélarinnar væri greitt. „Við höfum verið með vélina í verkefnum í Líbýu, þar sem hún verður áfram í flugi fram til ára- móta. Flugmenn okkar hafa aðal- lega verið í matvælaflutningum milli Líbýu og írlands, Englands, Frakklands, Vestur-Þýzkalands og Ítalíu,“ sagði Agnar Friðriksson ennfremur. Agnar sagði ekki ljóst hvað tæki við, þegar samningur félagsins við Líbýumenn rennur út um áramót, en áfram yrði leitað að verkefnum fyrir vélina og hefði hann trú á því að það myndi takast innan tíðar. Það kom ennfremur fram í samtal- inu við Agnar Friðriksson, að Arn- arflug hefur verið með Boeing 707-þotur í rekstri sl. fjögur ár og starfsmenn félagsins þekki vélina því mjög vel. „Vélin, sem var eign flugfélagsins Singapore Airlines, var keypt fyrir milligöngu bandarísks félags. Hún hefur 42ja tonna burðargetu, en flugþol hennar, miðað við 36 tonna burð, er um 5.800 km. Hún er fjög- urra hreyfla, sem eru af Pratt & Whitney-gerð,“ sagði Agnar Frið- riksson. Hugmyndir um stjórnarmyndun ræddar: Alþýðuflokksmenn ræða við fulltrúa kvennalista Alþýðubandalag kannar viðhorf sjálfstæðismanna ALÞÝÐUFLOKKSMENN hafa í gær og fyrradag verið að leita hófanna hjá einstökum kjörinna fulltrúa Samtaka um kvennalista fyrir hugsanlegu samstarfi kvennalista, Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- fíokks í ríkisstjórn. Þá er Mbl. kunnugt um, að forustumenn í verkalýðsarmi Alþýðubandalagsins og áhrifamenn í flokknum í Reykjavík hafa löngun tii stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og hafa kannað lauslega undirtektir Sjálfstæðismanna við slíkar hugmyndir. Þreifingar um stjórnarsamstarf hafa verið í gangi síð- ustu tvo daga og má heyra stjórnmálamenn nefna ýmsa hugsanlega samstarfsaðila, en eins og kemur fram í frétt Mbl. í dag mun ríkisstjórnin biðjast lausnar á ríkisráðsfundi í fyrramálið. Stykkishólmur: Elstu hjón landsins með- al kjósenda Stykkishólmi, 26. aprfl. Á KJÖRSKRÁ hér í Stykkishólmi í alþingiskosningunum á laugar dag voru 745. Um 600 atkvæði voru greidd á kjörstað og þar að auki talin hér um 50 utankjör- staðaatkvæði. Elstu hjón landsins, sem neyttu atkvæðisréttar síns í kosningunum, gerðu það senni- lega hér í Stykkishólmi. Sigurð- ur Magnússon, fyrrum hrepp- stjóri, 103 ára að aldri, greiddi atkvæði á sjúkrahúsinu, þar sem hann liggur nú, en kona hans, Ingibjörg Daðadóttir, tæpra 99 ára, fór á kjörstað og greiddi þar atkvæði sitt. Fréttaritari. Mbl. er kunnugt um að einn af forustumönnum Alþýðuflokksins hefur átt óformlegar viðræður við aðila hjá Samtökum um kvenna- lista um hugsanlegt samstarf þeirra, þ. e. Alþýðuflokks, fulltrúa af kvennalistunum og Sjálfstæðis- flokks. Þingflokkur Alþýðuflokks- ins kemur saman til fundar í dag en kvennalistakonur funduðu í fyrrakvöld. Samkvæmt heimildum Mbl. ræddu konurnar ekki hugs- anlega stjórnaraðild eða fram- komnar málaleitanir frá Alþýðu- flokksmönnum á fundi sínum, enda voru viðræðurnar óformleg- ar. Innan Alþýðubandalagsins eru skoðanir skiptar um heppilegustu samstarfsaðila, en eins og fyrr segir hafa einstakir forustumenn úr verkalýðsarminum og flokkn- um í Reykjavík sýnt mikinn áhuga á stjórnarsamstarfi við Sjálfstæð- isflokkinn. { þessu sambandi vöktu athygli yfirlýsingar Guð- mundar J. Guðmundssonar í sjón- varpsfréttum sl. sunnudag varð- andi hugsanlegt samstarf þessara flokka. Þess er þá einnig að geta að hann mun hafa fengið skömm í hattinn frá nokkrum flokks- bræðra sinna fyrir þær yfirlýs- ingar. Miðstjórn Alþýðubanda- lagsins fundar á föstudag og er reiknað með að þar verði lagðar línur um stjórnarmyndunarvið- ræður. Sumir þingmenn og áhrifamenn Framsóknarflokksins telja tíma- bært fyrir flokkinn að vera utan ríkisstjórnar um skeið. Aðrir leggja áherslu á, að Framsóknar- flokkurinn gangi til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn og þá hugsanlega með þátttöku þriðja aðila, t.d. Alþýðuflokks eða kvennalista. Samkvæmt heimild- um Mbl. hafa forustumenn innan SÍS m.a. lýst áhuga á samstarfi Framsóknarflokks við Sjálfstæð- isflokk. Þingflokkur Framsóknar- flokksins kemur saman kl. 14 í dag. Sjálfstæðismenn komu saman til óformlegs þingflokksfundar í gær þar sem hugsanlegt stjórn- arsamstarf var rætt. Voru þar ræddir flestir kostir, sem fyrir hendi eru m.a. samstarf við Al- þýðuflokk og Bandalag jafnað- armanna eða kvennalista í stað hins síðastnefnda. Að sögn ólafs G. Einarsson fyrrverandi for- manns þingflokksins en þingflokk- urinn hefur ekki kosið sér nýja stjórn eftir kosningar, veltu menn fyrir sér ýmsum möguleikum en fundurinn var einvörðungu hald- inn til þess. Hann var spurður hvort ákvörðun hefði verið tekin um hver leiddi stjórnarmyndun- arviðræður. Sagði harin það sjálf- sagðan hlut að formaður flokksins færi til fundar við forseta íslands, hann myndi síðan ræða framhald- ið við þingflokkinn. Boðað hefur verið til formlegs þingflokksfund- ar á morgun fimmtudag, í fram- haldi af honum verður miðstjórn- arfundur. Bandalag jafnaðarmanna kom saman til miðstjórnarfundar í fyrrakvöld. Samkvæmt heimildum Mbl. var niðurstaða þess fundar að halda öllum dyrum opnum i komandi stjórnarmyndunarvið- ræðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.