Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983 23 kvæði og 5,5% kjörfylgi. Kjör- dæmakjörinn þingmann í Reykja- vík og tvo uppbótarþingmenn. Saman fá hin nýju framboð 12,8% kjósendasveiflu, einkum frá A- flokkum og Framsóknarflokki. Nú sitja níu konur á þingi í stað þriggja, sem óhjákvæmilega hlýt- ur að segja til sín í skipan framboðslista stjórnmálaflokk- anna í framtíðinni. IJrslitin í Reykjavík Bæði nýju framboðin, Bandalag jafnaðarmanna og Kvennalisti, fá meira kjörfylgi í Reykjavík en landsmeðaltal (ef hægt er að nota það orð um kvannaframboðin sem aðeins buðu fram í þremur kjör- dæmum) segir til um. Atkvæða- hlutfall annarra framboða skerð- ist því meir þar en í öðrum kjör- dæmum. Alþýðuflokkurinn fær þannig 5.689 atkvæðum færra en 1978 og 3.221 atkvæði færra en 1979. Al- þýðubandalag fær 2.382 atkvæðum færra en 1978 og 1254 atkvæðum færra en 1979. Framsóknarflokkur fær ögn fleiri atkvæði en 1978 en hinsvegar 2.471 atkvæði færra en 1979. Sjálfstæöisflokkur fær 2.292 fleiri atkvæði en 1978 og 379 fleiri atkvæði en 1979. Hinsvegar er kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins broti úr prósentu lægra en 1979. Engu að síður er ljost að sex fram- boðsaðilar 1983 í stað fjögurra 1978 og 1979 hafa bitnað mun hóflegar á Sjálfstæðisflokknum en A-flokkum og Framsóknarflokki í Reykjavík. Atkvæðahlutfall Sjálfstæðis- flokksins kemur verr út í Reykja- vík, í samanburði við útkomu 1979, en í öðrum kjördæmum, ef Vest- firðir eru undan teknir. Ein af skýringum þess er — sem fyrr segir — að sveiflan yfir til hinna nýju framboða er þar meiri en annars staðar. Áróður Alþýðu- flokks, þess efnis, að hann væri í útrýmingarhættu í kosningunum, kann og að hafa komið hér við sögu. Hvað er framundan? Telja verður gefið að forseti lýð- veldisins feli formanni Sjálfstæð- isflokksins, Geir Hallgrímssyni, að gera tilraun til stjórnarmynd- unar. Annað er naumast sýnt í stöðunni, eriða vóru úrslit án niðurstöðu talin uþp úr kjörköss- unum, svo vitnað sé til orða Björns Bjarnasonar í hugleiðingu um kosningaúrslitin. Sjaldan hefur stærri vandi beð- ið óleystur en nú í þjóðarbúskapn- um, er nýtt þing kemur saman til starfa. Ríki, sveitarfélög og atvinnuvegir hanga á horrim; spáð er samdrætti í þjóðarframleiðslu og þjóðartekjum; verðbólga nálg- ast 100% ársvöxt; erlendar skuldir taka til sín fjórðung útflutnings- tekna; atvinnuöryggi fólks stendur tæpar nú en um langt árabil. Það er því mikilvægt að mynda starf- hæfa og sterka ríkisstjórn sem fyrst. Það þolir enga bið. — sf. Stjórn Migrenesamtakanna. Fremri röð: Egína, Björg Erla. Aftari röð: Helga, Jóna Dóra, Norma og Valdemar. Migrenesamtökin 5 ára Kaffisala 1. maí UM ÞESSAR mundir eru 5 ár liðin frá stofnun Mígrenesamtakanna á íslandi, eða Samtökum mígrene- sjúklinga eins og nafnið var í upp- hafi. Nafninu var breytt árið 1981 vegna þess að ýmsir fleiri en mígr- eneþolendur vildu ganga í félagið, bæði aðstandendur og fyrrverandi mígrenesjúklingar. Félagið starfar með svipuðu sniði og önnur mígrenesamtök á Vesturlöndum. Markmiðin eru: Að auka samkennd og samstöðu mígrenesjúklinga, að veita fræðslu með fræðslufund- um, útgáfu fréttabréfs og annars fræðsluefnis, að berjast fyrir bættum rannsókn- um og meðferð t.d. með göngu- deildarþjónustu o.fl. Að þessu hefur verið unnið og formlega hefur félagið fengið að- stöðu fyrir mígrenesjúklinga á göngudeild taugadeildar Land- spítalans. Þar hafa að vísu verið byrjunarörðugleikar en vonandi rætist úr því sem fyrst. Mígrenesamtökin héldu nýverið aðalfund sinn. í stjórn voru kosn- ir: Björg Bogadóttir formaður, Valdemar S. Jónsson varaformað- ur, Jóna Dóra Karlsdóttir ritari, Regína Ingólfsdóttir gjaldkeri, Erla Gestsdóttir spjaidskrárrit- ari, Helga Jónsdóttir meðstjórn- andi og Norma E. Samúelsdóttir sem sér um útbreiðslu og tengsl við félaga. Fyrir utan félagsgjöld og sölu minningarkorta safna samtökin fé til starfseminnar með kaffisölu að Hallveigarstöðum 1. maí ár hvert og verður svo einnig 1. nk. Þar verða veittar upplýsingar og tekið á móti nýjum félögum. (FrétUtilkynning) Morgunblaöiö/ Emilía. Frá starfsdegi hannyrðakennara, sem haldinn var að Grettisgötu 89. Starfsdagur hannyrðakenn- ara haldinn í fyrsta skipti Franska byltingin í Regnboganum 22. apríl 1983 var í fyrsta sinn haldinn almennur starfsdagur hann- yrðakennara. Þátttakendur voru 79 víðs vegar að af landinu. Eftir fyrirlestur Kristrúnar ís- aksdóttur fóru fram í hópum um- ræður um ýmis þau málefni sem varða hannyrðakennslu svo sem námsskrá, kennslugögn og kennslufræði. Greinilega kom fram óánægja kennara með skert- an tíma til verklegrar kennslu. Eftir hádegið voru unnin hóp- verkefni og niðurstöður hópa kynntar. Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise sýnir miðvikudaginn 27. og fimmtudaginn 28. aprfl kl. 20.30 í E-sal Regnbogans, Hverfisgötu 54 í Reykjavík, myndina „1789“, Ijóslif- andi sögu frönsku byltingarinnar. Tilurð myndarinnar „1789“, sem tekin var upp á 13 síðustu sýning- um samnefnds leikrits í París í júnímánuði 1973, má rekja til þeirrar löngunar að varðveita þennan leiklistaratburð. Notaðar voru fimm 16 mm myndavélar til að mynda þessa leikhúshátíð. Leikurinn fer fram á nokkrum pöllum umhverfis áhorfendur en röðin kemur líka að þeim og veit- ist þeim sú ánægja að verða sjálfir leikarar. Hér er sagt frá, sungið um og leikin með látbragði franska byltingin í upphöfnu and- rúmslofti sameiginlegrar sköpun- ar. Leikstjóri er Ariane Mnouch- kine. Myndin er í lit og tekur um tvær og hálfa stund í sýningu. Allar myndir Kvikmynda- klúbbsins eru sýndar með enskuni skýringartextum. Karlakórinn Þrestir heldur tónleika í Bæjarbíói ÞESSA dagana heldur karlakórinn Þrestir tónleika í Bæjarbíói í Hafnar- firði. Tónleikarnir eru miðvikudags- og fostudagskvöld klukkan 20.30, en lokatónleikarnir eru laugardaginn 30. aprfl kl. 16. Stjórnandi er Herbert H. Ágústs- son og undirleikari Sveinbjörg Vil- hjálmsdóttir. Einsöngvarar Inga María Eyjólfsdóttir og John Speight. Flutt verða bæði innlend og erlend verk, svo sem Vorvísur, lag eftir Jón Laxdal, Látum sönginn hvellan hljóma eftir Grieg og Lát koma vor eftir Árna Thorsteinsson. (FrétUtilkynning). NÚNA Á APRÍL TÖLLGENGI AMERICAN EAGLB 4X4 EGILL, VILHJALMSSON HF Smiðjuvegi 4, Kópavogi, s. 77200 og 77202 Stórkostlegux bill sem nýtur sín jafnt innanbæjar sem til fjalla. American Eagle 4X4 fýrir þá sem vilja bíl fyrir íslenskar aöstæður. Vegna sérstakra samninga við verksmiðjumar, getum við boðið takmarkað magn af Eagle 4x4 árg. 1982, á sérstöku af- sláttarverði. AMC-Eagle 4x4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.