Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983
27
höfðu komið til að heyra. Hann
hafði fullt vald á hljóðfærinu og
tónverkinu. Hinn bjarti tónn sem
hefur verið hans aðalsmerki
hljómaði út i hvert horn þessa
stóra tónleikasalar, hljómburður-
inn var frábær, og áheyrendur
voru stórhrifnir. Á síðasta hluta
tónleikanna lék Segovía verk eftir
Ponce, Albeniz og að síðustu són-
ötu eftir Scarlatti við mikla hrifn-
ingu áheyrenda. Það var mikil
snilld i leik hans.
Menn risu úr sætum sínum og
fögnuðu lengi. Ung stúlka gekk
fram og færði listamanninum
rauða rós. Straumar virðingar, að-
dáunar og þakklætis lágu i lofti.
Segovía naut sýnilega hyllinnar,
hann lék mörg aukalög, þar til
hann að lokum kom fram án git-
arsins og tilkynnti styrkri röddu:
„Ég er ekki þreyttur, ég get leikið
lengi enn, en gítarinn minn er
þreyttur, og ég leik ekki á hljóm-
lausan gítar. Þakka ykkur fyrir.“
Það var ljóst að hugurinn var
ungur þó að líkaminn væri farinn
að gefa sig.
Við yfirgáfum Kennedy Center
full aðdáunar á þessum níræða
meistara. Hann var okkur hinum
yngri áminning um hvernig
brennandi áhugi, vinna og árang-
ur nær að varðveita vel þá ein-
staklinga, sem lært hafa að lifa
lífinu lifandi.
Margrét Þorvaldsdóttir
Reykjavíkurborg tekur við
rekstri nýrrar Grænuborgar
HINN 5. apríl sl. tók til starfa nýtt
barnaheimili, Grænaborg, á Skóla
vörðuholti. Þetta heimili er arftaki
Grænuborgar, sem Barnavinafélagið
Sumargjöf byggði austan Landspítal-
ans sumarið 1931. Gamla Græna-
borg hefur nú orðið að víkja, þar
sem hún var fyrir skipulagi á
Landspítalasvæðinu. Fyrir 15—20
árum hófust samningaumleitanir um
framtíðarskipan mála milli stjórnar
ríkisspítala og stjórnar Sumargjafar
og lyktaði þeim árið 1%9 með samn-
ingi milli ríkisstjórnarinnar og borg-
arstjórnar, þar sem Heilbrigðisráðu-
neytið skuídbatt sig til að kosta
byggingu 800 m3 dagvistarstofnunar
og Reykjavíkurborg tók að sér að
útvega lóð í sama hverfi undir bygg-
inguna. Reykjavíkurborg úthlutaði
fyrst lóð við Droplaugarstíg (við hlið
Sundhallarinnar), en seinna kom
upp vandamál varðandi staðsetningu
spennistöðvar í Austurbænum. Til
GRÆNLENZKU rækjutogararnir,
sem undanfarið hafa landað afla sín-
um á ísafirði, eru hættir veiðum á
Dhorn-banka og öðrum miðum útaf
Austur-Grænlandi. Togararnir hafa
fært sig á hefðbundin mið við
Vestur-Grænland.
Siðasti togarinn kom til ísa-
fjarðar með afla á laugardag og
var rækjan sett beint um borð í
að leysa það var farið fram á að
Sumargjöf gæfi lóðina eftir, en fengi
í staðinn lóð við Eiríksgötu, við hlið-
ina á Hnitbjörgum. Þetta var sam-
þykkt. Lóðin er í minna lagi, en hún
fullnægir þó staðli Menntamála-
ráðuneytisins um 20m2 lágmarks-
rými á barn.
f ársbyrjun 1976 voru arkitekt-
arnir Ormar Þór Guðmundsson og
Örnólfur Hall ráðnir til að teikna
húsið, og unnu þeir teikningarnar
í samvinnu við byggingarnefnd
Sumargjafar. Nýja Grænaborg er
þriggja deilda dagvistarheimili
fyrir börn á aldrinum 2—6 ára.
Þar verða samtals 80 börn. Þau
skiptast þannig að 17 verða á
dagheimili, 8 verða 6 stundir á dag
og 55 í venjulegum leikskóla (4—5
stundir á dag) og er hann tvísett-
ur. í hverri deild eru tvær leikstof-
ur, snyrting og móttökuherbergi.
Auk þess sameiginlegt leikrými,
flutningaskip, Ice Flower, sem fór
frá ísafirði þá um kvöldið með
5—600 tonn af Grænlandsrækju
til Hirtshals og er öll Grænlands-
rækjan þar með farin. Umboðs-
maður grænlenzku rækjutogar-
anna á lsafirði, Gunnar Jónsson,
sagði að afli hefði verið meiri í
vetur en í fyrravetur og gizkaði
hann á að heildarafli væri
1000—1200 tonn.
sem er salur til hreyfileikja, verk-
stæði, herbergi til vatnsleikja og
bókaherbergi. Húsið er 441 m2 að
flatarmáli og 1800 m3 að stærð.
Framkvæmdir hófust 16. júlí
1980 og var gert ráð fyrir að hægt
yrði að taka húsið í notkun sumar-
ið 1982. Framlag það sem Sumar-
gjöf átti að fá frá Heilbrigðisráðu-
neyti og Menntamálaráðuneyti
kom þó síðar en áætlað hafði ver-
ið, og réðist framkvæmdahraði af
því. Byggingarkostnaður er
svipaður og kostnaður við dagvist-
arheimili, sem Reykjavíkurborg
hefur látið byggja. Helstu verk-
þættir voru boðnir út. Jarðýtan hf.
sá um jarðvinnu, Sturla Haralds-
son steypti upp húsið og gerði það
fokhelt og Byggingafélagið Höfði
hf. sá um innréttingar og annan
frágang. Auður Sveinsdóttir,
landslagsarkitekt, var ráðin til að
skipuleggja lóðina og er þar um að
ræða nýstárlega útfærslu á leik-
svæði. Einar Þorgeirsson,
garðyrkjumeistari, var ráðinn til
að vinna verkið.
Gerður hefur verið samningur
við Reykjavíkurborg um rekstur
Grænuborgar, á sama grundvelli
og gert hefur verið við önnur
heimili Sumargjafar.
í byggingarnefnd áttu sæti: Jón
Freyr Þórarinsson, Jóhanna
Bjarnadóttir, Bergur Felixson og
Guðrún Jóhannsdóttir. Starfs-
maður byggingarnefndar var fyrst
Kristín Ólafsdóttir og síðar Þór-
unn Sigurjónsdóttir. Forstöðu-
maður þessa nýja dagvistar-
heimilis er Jóhanna Bjarnadóttir.
(Fréttatilk.)
Hættir rækjuveiðum
við Austur-Grænland
Fjölþætt
sálvaxtarnámskeið
Breski leiðbeinandinn
Helen Davies M.A. heldur
hér á landi
A. Helgarnámskeiö (30. apríl—1. maí) þar sem kenndar veróa að-
feröir sem losa um vöövaspennu, leiörétta ranga öndun, bæta
tjáningaraöferöir og auka almenna vellíöan. Námskeiðið byggir
á aöferðum mannúöarsálarfræöi. Wilhelm Reich, C.G. Jung,
Stanislav Grof og Gestalt meðferð.
B. Fyrirlestur í Norræna húsinu föstudaginn 29. apríl kl. 20.30 sem
ber heitið: „Bodywork and the transpersonal'-. Aögangseyrir 30 kr.
Upplýsingar og skráning á námskeiöiö er í Miögaröi Bárugötu 11.
S: 12980 kl. 13—18.
Ath. Takmarkaöur
þátttökufjöldi.
/VIIÐG/1RÐUR
Nuddnámskeiö
NUDDARAR OG ÁHUGAFÓLK
Bandariski nuddkennarinn
JOSEPH MEYER MT
heldur 6 vikna nuddnámskeiö sem byrjar
2. mai 1983.
Nuddnámskeiöin eru tvenns konar: nám-
skeið í sænsku vöövanuddi fyrir byrjendur
og framhaldsnámskeiö í djúpnuddi Wilhelm
Reich fyrir nuddara.
Joseph Meyer MT er einnig meö einkatima í
nuddmeöferö.
Nánari upplýsingar í síma 12980 milli kl. 13
og 18.
TAKMARKADUR FJÖLDI
Ath.: Kynningarfundur aö Bárugötu 11, laug-
ardaginn 30. apríl kl. 18.
^Dalc .
Camegie
STJÓRNUNARNÁMSKEIÐIÐ
ER AÐ HEFJAST
MÁNUDAGINN 2. MAÍ KL. 13.00
MARKMIÐ
1. Aö hjálpa stjórnendum aö skilgreina og skipu-
leggja störf sín, svo aö þeir geti greinilega séö
fyrir þann árangur, sem stefnt er aö og gert nauð-
synlegar ráöstafanir til aö ná honum.
2. Að hjálþa stjórnendum aö skipuleggja, áætla og
stýra verkefnum innan ákveöins tíma meö æski-
legum árangri.
3. Aö kynna framkvæmdaeftirlit sem tryggir, aö
raunverulegur árangur veröi í samræmi viö áætl-
aðan árangur.
4. Aö tryggja aö öll störf séu tengd markmiöum fyrir-
tækisins.
5. Að hjálpa stjórnendum aö byggja upp og hvetja
starfsfólkið og skapa meiri áhuga og framleiöni.
6. Aö hjálpa stjórnendum aö finna tíma, til aö stýra
verkefnum sem stjórnendur.
7. Aö hjálpa stjórnendum að reka fyrirtækin í jafn-
vægi og tryggja stööugan vöxt.
8. Aö tryggja þaö, aö stjórnendur muni stjórna í
samræmi viö reyndar og hagnýtar aöferöir stjórn-
unar.
Betri fyrirtæki og meiri hagnaður
veröur þegar notuö eru grund-
vallaratriöin, sem kennd eru í
Dale Carnegie Stjórnunarnám-
skeiöinu.
Innritun og upplýsingar í síma 82411.
[œ 82411
r Einkaleyfi á íslandi
dalecarnegie stjórnunarskólinn
namskeiðin Konráð Adolphsson