Morgunblaðið - 10.06.1983, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1983
7
Er
alltaf
Ekki segja ítalir. Eins og flestir vita kemur einn
vinsælasti réttur vorra tíma, pizzan, frá Ítalíu.
Þaðan hefur hróður hennar borist víða um lönd og
hvarvetna sem rétt vinnubrögð og rétt hráefni eru
notuð við gerð pizzunnar, nýtur hún gifurlegra
vinsælda.
Til þess að halda uppi merki pizzunnar, hinnar
ósviknu pizzu, höfum við ekkert til sparað í Sæl-
keranum:
1. Ósvikinn ítalskur pizzuofn, kyntur með viðar-
spænum, ekki rafmagni.
2. Ósvikið pizzudeig samkvæmt ströngustu kröfum
ítalskra matargerðar.
3. Þaulvanur pizzugerðarmaður frá Ítalíu sem sér
um pizzugerðina.
Komið — Reynið — Sannfærist
Svangir rata
tSælltiSunn
tMOMROEF
Mikilvægir fyrir bílinn þinn og
öryggi fjölskyldu þinnar.
Ný sending komín
(fflwnaust kf
Siðumúla Simi 82722
VARAHLUTIR
AUKAHLUTIR
VERKFÆRI
Á leiðarenda
í blindgötu
í fréttabréfi ASÍ segir að
„kaupmáttur kauptaxta
ASÍ-félaga (1983) hefði
rýrnað um 12—13% frá ár-
inu 1982“ að óbreyttu verð-
bótakerfi og án grunn-
kaupshækkana. Líkur
bendi hinsvegar tii
19—20%. lakari kaupmátt-
ar kauptaxta 1983 en 1982
eftir gerðar efnahagsráð-
stafanir stjórnvalda. l»jóð-
hagsstofnun segir hinsveg-
ar að kaupmáttur kaup-
taxta, að teknu tilliti til
mildandi ráðstafana, verði
3% minni á árinu 1983 en
orðið hefði að óbreyttu, og
um 4% minni á síðustu sjö
mánuðum ársins, að með-
altali, en stefndi í að
óbreyttu. Kaupmáttur á
mann verður að meðaltali
14% lakari en í fyrra, mið-
að við árið 1983 í heild, og
um 18% síöari hluta ársins.
Aðgerðir ríkisstjórnar-
innar veröur aö skoða í
Ijósi þeirra staðreynda,
sem birtust þjóðinni í örum
víxlhækkunum verðlags og
launa, sem sífellt jóku
hraðann, vel yfir 100% árs-
verðbólgu, verulegum
viðskiptahalla út á við og
ógnvekjandi erlendri
skuldasöfnun. l»að eina
sem ekki mátti gera, við
slíkar aöstæöur, var aö
gera ekkert Verðbólgan
var að stöðva hjól atvinnu-
lífsins í landinu og stefna
þúsundum launamanna í
annars viðblasandi
atvinnuleysi.
Engin þjóð í V-Evrópu
eða N-Ameríku, hvar
helztu sölumarkaðir út-
flutnings okkar eru, býr við
viðlíka verðlagsþróun og
við. Víðast hefur tekizt að
tryggja stöðugleika í efna-
hagshTi og hæga verð-
þróun. íslenzk útflutnings-
framleiósla, sem býr viö
óðaverðbólgu, eða meir en
tvöfoldun verölags á 12
mánuðum, stenzt ekki
sölusamkeppni frá sam-
keppnisþjóðum. þar sem
tilkostnaðarhækkanir eru
nær engar. l>að var hægt
að „styrkja" verðbólgu-
framleiðslu okkar, tíma-
bundið, með stanzlausri
smækkun nýkrónunnar.
En sú leið jók á verðlags-
Verðbólga og atvinnustig án aðgerðanna
Þaö kemur fram í útreikningum Þjóðhagsstofnunar á stööu þjóðar-
búsins, aö án stjórnvaldsaögeröa heföi verðbólga í desem-
bermánuöi nk. orðið 134%, miöaö viö ársgrundvöll, en 168% á
tímabilinu maí—ágúst 1983. Þjóðhagsstofnun segir hinsvegar aö
bremsuaðgerðir bráöabirgðalaga nái veröbólgustigi á síðustu mán-
uöum ársins, september—desember, úr 139% í 27%, en verö-
bólgustig frá upphafi til loka árs úr 132% í 82%.
Það er því Ijóst aö án einhverra verðbólguhemjandi aðgerða stefndi
beint í rekstrarstöðvun fjölda fyrirtækja í undirstöðuatvinnuvegum
— og víötækt atvinnuleysi. Útflutningsframleiðsla, sem sætir
100—150% árlegri verðbólgu (tilkostnaðarhækktanum) stenzt ekki
sölusamkeppni við framleiðslu þjóða, sem búa við stöðugleika í
efnahagslífi, þ.e. 5—10% ársvöxt kostnaðar.
hraöann og dró úr almenn-
um kaupmætti launa. I>essi
„björgunaraðferð" var og
komin á leiðarenda í
blindgötu.
Ríkisbúskap-
urinn má
ekki vera
„stikkfrí“!
Flestir landsmenn eru
sammála um þrennt:
• 1) Að nauðsynlegt
hafí verið að grípa til
harðra efnahagsaðgerða;
aö þaö hefði í raun átt gera
tveim til þremur árum fyrr,
en hafí nú verið á allra síð-
asta snúningi.
• 2) Að núverandi ríkis- |
stjórn eigi skýlausan rétt,
eins og allar aðrar ríkis-
stjórnir, til starfsfriðar og
til að láta reyna á aðgerðir
sínar.
• 3) Að aðgerðir stjórn-
valda komi hart niður á
launafólki, ekki sízt því,
sem axlar verðtryggðar
skuldbindingar, t.d. í
tengslum við húsnæði.
Vonandi revnast aögerð-
ir ríkisstjórnarinnar áhrifa-
rík fyrstu spor í þá átt að
vinna þjóðarbúið út úr
vandanum, frá vá til við-
reisnar. Ef tekst að ná
þeim markmiöum, sem að
er stefnt, hjöðnun verð-
bólgu, stöóugleika í efna-
hagslífi og grósku í
atvinnulífi, rísa þau sann-
arlega undir nokkru kaup-
verði. En það á ekki að
greiðast af launafólki einu |
saman. Ríkisbúskapurinn,
jafn útþaninn og hann er,
getur ekki verið „stikkfrí"
í kaupverðinu. Sú ól, sem
hert er að heimilum í land-
inu, þarf einnig að spanna
ríkisútgjöldin og skatt-
heimtuna.
Hér skal því tekið undir
með „kunnum fjölmiðla-
manni" og „fyrrum bæjar-
fulltrúa Framsóknar-
flokks", Magnúsi Bjarn-
freðssyni: „Ætli hin ný-
myndaða rfkisstjórn að lifa
af þennan darraðardans,
sem framundan er, verður
hún að gera tvennt. Ilún
verður í fyrsta lagi að sýna
geysimikið aðhald í opin-
berum rekstri og hún verð-
ur í öðru lagi að sjá til þess
að almenningur fái réttar
upplýsingar ttm aðgerðir
hennar.“
HAFSKIP HF.
REYKJAViK
Aðalfundur
Aðalfundur Hafskips hf. 1983 verður haldinn í dag, föstudag
í salarkynnum Domus Medica v/Egilsgötu.
Fundurinn hefst kl. 17:00.
Stjórn Hafskips hf.
Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að hafa með sér aðgöngukort og
atkvæðaseðla, sem send voru út með fundarboði,
til afhendingar við innganginn.