Morgunblaðið - 10.06.1983, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1983
+ Systir okkar, | MARÍA KRISTJÁNSDÓTTIR, Dalbraut 27, andaöist i Landspítalanum laugardaginn 4. júní. Jaröarförin fer fram þriöjudaginn 14. júní kl. 10.30 f.h. frá Foss- vogskirkju. Syatkinin.
+ Móöir mín, RAGNHEIÐUR KR. ÁRNADÓTTIR, lést í öldrunardeild Landspítalans 8. júní. Fyrir hönd ættingja, Jónn J. Hall.
Eiginkona min, HALLDÓRA HELGA VALDIMARSDÓTTIR, Ijóamóöir, Langagerði 6, lést í Borgarspítalanum 8. júní. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir hönd annarra vandamanna, Guömundur Halldóraaon.
+ Útför mannsins míns og fööur okkar, TORFAJÓNSSONAR frá Hæringaatööum, Svarfaöardal, Stórhólavegi 1, Dalvík, er lést 3. júni fer fram frá Dalvikurkirkju laugardaginn 11. júní kl. 16.00. Jarösett veröur aö Uröum. Guöbjörg Hjaltadóttir og börn.
+ Utför ÞORBERGS Á. JÓNSSONAR, Hólagötu 8, Neakaupataö, veröur gerð frá Neskirkju í Noröfiröi laugardaginn 1. júní kl. 14.00. Börnin.
+ Sonur okkar og bróðir, ÆVAR GEIR STEINGRÍMSSON, Foaaheiói 12, Selfoaai, veröur jarösunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 11. júní kl. 10.30. Steingrímur Viktoraaon, Kriatín Ólafadóttir, Viktor Steingrímaaon, Margeír Steingrímaaon.
Móöir okkar, GUÐRÚN STEINSDÓTTIR frá Karlaakála í Grindavík, veröur jarösungin frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 11. júní kl. 14.00. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu láti Grindavíkurkirkju njóta þess. Börn, tengdabörn og barnabörn.
+ Faðir okkar og tengdafaöir, STEFÁN GUDMUNDSSON frá Felli, veröur jarösunginn frá Hafnarkirkju á morgun kl. 14.00. Ólafía Stefánadóttir, Árni Stefánaaon, Svava Sverriadóttir.
+ Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir, amma og langamma, ÞÓRA GUÐRÚN FRIDRIKSDÓTTIR, Auaturgeröi 3, Kópavogi, veröur jarösungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 10. júní kl. 3. Ólafur Frióriksaon, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Minning:
Gunnar B. Sigurðs-
son framkvœmdastjóri
f dag kveðjum við hinstu kveðju
góðan vin okkar og félaga Gunnar
B. Sigurðsson, framkvæmdastjóra
skipaafgreiðslu Jes Zimsen.
Brottför hans bar að með skjótum
hætti en að leiðarlokum er okkur
efstu í huga þakkir fyrir liðnar
samverustundir.
Gunnar B. Sigurðsson var fædd-
ur hér í Reykjavík 15. október
1922, og var því á 61. aldursári.
Foreldrar hans voru Sigurður
Vigfússon frá Kálfárvöllum, for-
stöðumaður, og kona hans, Jónína
Gunnarsdóttir ættuð úr Köldu-
kinn í S-Þingeyjarsýslu. Gunnar
ólst upp á Húsavík með móður
sinni og systkinum þeim Viggó,
Vigfúsi og Áslaugu. Hann var
elstur í hópnum og varð því
snemma að taka til hendinni við
framfærslu heimilisins og var
hann jafnan stoð og stytta móður
sinnar alla tíð. Hún andaðist há-
öldruð 1977. Gunnar nam í
Héraðsskólanum að Laugum
1941—1943 og síðan í Samvinnu-
skólanum 1945—1946. Við fram-
haldsnám var hann við Fircroft
College í Birmingham 1947—1948.
Á sumrum og milli skóla stundaði
Gunnar margvísleg verkamanna-
störf bæði á Húsavík og Raufar-
höfn. Að loknu námi í Samvinnu-
skólanum 1946 hóf hann störf hjá
skipaafgreiðslu Jes Zimsen en þar
var forstjóri Erlendur ó. Péturs-
son, formaður KR. Hér urðu vissu-
lega þáttaskil í lífi Gunnars og
segja má að starfskraftar hans
hafi frá þessum tíma beinst að
skipaafgreiðslunni og störfum
fyrir KR og íþróttahreyfinguna.
Það var ansi hress hópur ungra
manna sem starfaði með Erlendi
ó. Péturssyni hjá Sameinaða á
þessum árum. Frá Húsavík komu,
auk Gunnars, Jóhann Jónsson,
Eysteinn Sigurjónsson og Ás-
mundur Bjarnason og auk undir-
ritaðra voru í hópnum Brynjólfur
Ingólfsson og Páll Haildórsson um
tíma. Vegna veikinda Erlendar ó.
Péturssonar tók Gunnar við störf-
um framkvæmdastjóra 1958 og
keypti síðan fyrirtækið 1960.
+
Viö þökkum af alhug okkur sýnda samúö viö fráfall mannsins míns
KRISTINS GUÐBRANDSSONAR.
Guörún Konráösdóttir,
Hlöðver Kristinsson, Hildur Bóasdóttir,
Elísabet Kristinsdóttir, Haraldur Henrýason,
Kristín Kristinsdóttir, Viktor Bjömsson,
Svavar Kristinsson, Karólína Hróömarsdóttir
og barnabörn.
Viö þökkum innilega öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og
hlýhug viö andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur okkar,
tengdafööur og afa,
ÞÓRARINS VILHJÁLMSSONAR,
Litlu-Tungu, Holtum.
Aöalheiöur Þorsteinsdóttir,
Vilhjólmur Þórarinsson, Guöbjörg Ólatsdóttir,
Kari Jóhann Þórarinsson, Þorsteinn Gunnar Þórarinsson,
Vigdís Þórarinsdóttir, Gunnar Jóhannsson,
Þórdís Torfhildur Þórarinsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og útför
JÚLÍUSAR TH. HELGASONAR,
(safiröi.
Katrín Arndal,
Helgi Júlíusson, Haraldur Júlíusson,
Sigríöur K. Júlíusdóttir, Albert O. Geirsson,
Kjartan Júlíusson, Gunnhildur Elíasdóttir,
Kristín Júlíusdóttir, Jóhann Sn. Guöjónsson
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarö-
arför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
KRISTJÖNU GUÐBRANDSDÓTTUR NORÐDAHL.
Guö veri meö ykkur öllum.
Gunnar Davíösson, Kristín Stefánsdóttir,
Nína Finsen, Níels Finsen,
Guömundur Grátar Norödahl, Lilja S. Norödahl,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur
míns, tengdafööur og afa okkar,
THEODÓRS EINARSSONAR
frá Bæjarskerjum, Miönesi.
Pálína Þ. Theodórsdóttir, Bergur V. Sigurösson,
Þorbjörg Bergsdóttir, Vigdís Th. Bergsdóttir,
Margrát Bergsdóttir, Berglind Bergsdóttir,
Einar Bergsson, Hrönn Bergsdóttir,
Guðveíg Bergsdóttir, Valgeröur A. Bergsdóttir,
Siguröur S. Bergsson,
barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn og
aörir vandamenn.
¥\
Skipaafgreiðslan annaðist lengst
af afgreiðslu fyrir DFDS, en þegar
þær siglingar lögðust niður
breyttust starfshættir fyrirtækis-
ins og tók Gunnar upp margvís-
lega þjónustu við inn- og útflytj-
endur sem ekki var fyrir hendi hér
á landi áður. Hefur fyrirtækið
hans dafnað vel og nýtur trausts
bæði innanlands og utan.
Sem nánasti samstarfsmaður
Erlendar ó. Péturssonar komst
Gunnar ekki hjá því að aðstoða
hann við hin margvíslegu störf að
íþróttamálum. Þau voru Gunnari
heldur ekki óljúf, því hann hafði
alla tíð mikinn áhuga á þeim, bæði
var hann góður íþróttamaður
sjálfur og svo eru ósérhlífnir dug-
legir menn ætíð velkomnir hvar
sem er í félagsmálum og það má
sannarlega segja um Gunnar, að
það var hann alla tíða. Enda fór
það svo, að á hann hlóðust marg-
vísleg trúnaðarstörf. Fyrst fyrir
frjálsíþróttadeild KR 1948—1954,
en þá tók hann sæti í aðalstjórn
KR og gegndi þar starfi ritara í 21
ár eða til 1975. Hann var gjaldkeri
FRÍ 1954—1957. í stjórn IBR var
hann frá 1967 og í stjórn íslenskra
getrauna frá stofnun þeirra 1972.
Auk þessa átti hann sæti í ýmsum
nefndum og sat mörg íþróttaþing
ÍSÍ. Vegna þessara miklu starfa
fyrir íþróttahreyfinguna var hann
sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ á sex-
tugsafmælinu sl. haust. En
KR-stjörnunni var hann sæmdur
á 75 ára afmæli félagsins.
Gunnar ávann sér strax traust
og vináttu allra, enda voru
trúmennska, tryggð og góðvild
sterkir þættir í fari hans. Hann
var sívinnandi og féll sjaldan verk
úr hendi og var alltaf boðin og
búinn til hjálpar, ef til hans var
leitað, ef þess var nokkur kostur.
Gunnari var mjög annt um heima-
byggð sina á Húsavík og nágrenni
og dvaldi þar oft á sumrin með
fjölskyldu sinni og vinum.
Gunnar hafði gaman af veiði-
ferðum og veiddi lax í Álftá á
Mýrum á þriðja áratug og naut
þar útiveru í faðmi íslenskrar
náttúru í góðum félagsskap.
Samvera við Gunnar var mann-
bætandi og er gott að minnast
skóladaga í Samvinnuskólanum,
samstarfi hjá Sameinaða og í KR,
við nám í Englandi og ferðalaga í
því sambandi. Ennfremur margra
stunda við Álftá og vikulegra
spilakvölda. Gunnar bar hið forna
sæmdarheiti „drengur góður" með
sæmd.
Gunnar Sigurðsson giftist 22.
október 1949 eftirlifandi konu
sinni, Vilfríði Steingrímsdóttur
frá Húsavík. Þau hjónin eignuðust
þrjú börn: Steingrím, útvarps-
virkjameistara, nú búsettur á
Húsavík, Jónínu sem búsett er í
Keflavík og Valgerði, búsett í Sví-
þjóð.
Er við nú kveðjum Gunnar B.
Sigurðsson viljum við þakka hon-
um samveruna og ómetanlega vin-
áttu á liðnum áratugum. Eigin-
konu hans, frú Vilfríði
Steingrímsdóttur, börnum, barna-
börnum, systkinum og öldruðum
föður vottum við samúð okkar.
Björn Vilmundarson.
Sveinn Björnsson.
Fyrstu kynni mín af Gunnari
voru vorið 1954, þegar ég, 13 ára
unglingurinn fékk vinnu sem
sendill hjá Skipaafgreiðslu Jes
Zimsen, afgreiðslu Sameinaða