Morgunblaðið - 10.06.1983, Side 27

Morgunblaðið - 10.06.1983, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1983 27 gufuskipafélagsins. sem var undir stjórn Erlendar 0. Péturssonar, fyrrverandi formanns, KR og hans nánasti samstarfsmaður var Gunnar. Ég gleymi ekki atviki, sem gerð- ist í fyrstu sendiferð minni, sem var á hafnarskrifstofuna. Þegar gjaldkeri hafnarinnar heyrði að ég var að byrja hjá Sameinaða sagði hann: „Þá ertu auðvitað KR-ing- ur.“ „Af hverju heldurðu það?“ sagði ég. „Það fá ekki aðrir en KR-ingar vinnu hjá Erlendi á Sameinaða," sagði hann þá. Að vísu var ég ekki KR-ingur þegar þetta gerðist, en það leið ekki á löngu þar til formaðurinn hafði innritað mig í KR, enda var varla annað hægt, þar sem með sanni mátti segja að þetta væri öðrum þræði skrifstofa KR. Mér er það einnig minnisstætt að ég var ekki nema 15 ára þegar ég hlaut þann frama, að fá að byrja að vinna almenna skrif- stofuvinnu undir handleiðslu Gunnars. Að öðrum ólöstuðum tel ég Gunnar vera þann besta hús- bónda, sem ég hef haft. Við fráfall Erlendar 1958 tók Gunnar við sem umboðsmaður Sameinaða og vann ég hjá honum í sumar- og jólafríum og síðan með námi á háskólaárum mínum fram til ársloka 1967. Þá lagði Sameinaða niður eigin skrifstofu hér og Eimskip tók við afgreiðslu Sameinaða. Áfram var Gunnar fulltrúi Sameinaða í eitt ár, með aðsetur á skrifstofu Eimskips, en hætti þá að eigin ósk og stofnaði sitt eigið fyrirtæki undir gamla firmanafn- inu Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. Gunnar var mikill vinnuþjarkur og er mér það enn minnisstætt, þegar langt verkfall var á íslenska kaupskipaflotanum í kring um 1958. Þá sendi Sameinaða nokkur aukaskip hingað hlaðin varningi. Á meðan þetta stóð yfir var unnið dögum saman fram til klukkan 2 og 3 á hverri nóttu við að reikna út flutningsgjöld og skrifa reikninga á flutninginn. Þá voru allir reikn- ingar handskrifaðir og reiknaðir út á handknúnar reiknivélar. Á meðan þetta stóð yfir mætti Gunnar fyrstur á morgnana og fór siðastur heim. Ekki gleymi ég því heldur þegar Gunnar var að byggja hús sitt við Norðurbrún. Þá fór hann viku eft- ir viku og mánuð eftir mánuð beint af skrifstofunni að vinna við húsbygginguna fram á nótt og um allar helgar. Undraðist ég þá hvað hann hafði mikið þrek. Hann við- urkenndi þó undir lok byggingar- innar, að hann væri farinn að lýj- ast töluvert. Aðrir munu eflaust minnast þess mikla starfs, sem Gunnar vann fyrir íþróttahreyfinguna og KR. Með þessum fátæklegu orðum vildi ég minnast ánægjulegs sam- starfs og kynna minna af jafn traustum og heilsteyptum manni sem Gunnar var. Ég þakka honum allt það sem hann var mér og flyt Villu og börnunum hugheilar samúðar- kveðjur. Jón H. Magnússon. Morguninn 3. júní sl. var ósköp venjulegur morgunn hjá hjónun- um á Túngötu 16, Álftanesi. Bæði voru að þúa sig undir að sinna skyldustörfum dagsins, þau sett- ust upp í bíl sinn og héldu af stað. Samræður voru hafnar um hitt og þetta sem tilheyrði framtíð og öðru sem gera skyldi. Nokkru frá heimili þeirra tekur frú Vilfríður eftir því að vinur okkar Gunnar svarar ekki. Bíllinn er stöðvaður. Hjálpar er leitað. Staðreynd verð- ur að mikilli sorg. Gunnar vinur okkar og félagi hefir orðið bráð- kvaddur. Svo snöggt getur hver og einn verið kallaður frá striti hins daglega lífs. Algóður guð hefir kallað heim góðan dreng og sam- ferðamann. Sá sem þetta ritar, átti því láni að fagna að alast upp með Gunn- ari norður á Húsavík, S.-Þing. Ótal minningar frá þeim tíma þjóta nú með ógnar hraða í gegn- um huga minn og er af svo mörgu að taka að slíkt yrði efni í stóra bók. Gunnar var sonur hjónanna frú Jónínu Gunnarsdóttur og Sigurð- ar Vigfússonar, og var hann elstur fjögurra systkina. Hin voru Vig- fús, Viggó og Áslaug. Það kom í hlut frú Jónínu og Gunnars að sjá að mestu heimilinu farborða og lærði hann því ungur að standa á eigin fótum og bjarga sér sjálfur. Ég kynntist Gunnari fyrst þeg- ar ég hafði þroska og þrek til að fylgja mér eldri félögum í fjöru og fjalli. Bryggjan og fjörurnar voru okkar barnaheimili, fjallið var okkar gleði. Oft var mikið um að vera í eldhúsinu hennar Jónínu í Vetrarbraut, strauboltinn hennar hitaður og brætt vax undir mörg skíðin og þótt skór eða skíði væru ófullkomin, hélt hópurinn með gleði upp í fjall. Þó svo að lífskjör séu á annan hátt i dag, hefðu hvorki ég né Gunnar viljað missa af því að alast upp á þessum árum, sem kölluð eru kreppuárin. Gunnar fann fljótt löngun til mennta. Við erfiðar aðstæður, en með sterku viljaþreki stundaði Gunnar framhaldsnám frá ungl- ingaskóla til Alþýðuskólans að Laugum. Tók inntökupróf í Sam- vinnuskólann í Reykjavík og út- skrifaðist þaðan með góðum vitn- isburði. Veturinn 1947—48 fór hann til Énglands til náms í versl- unarfræðum. Var það með fá- dæma dugnaði sem honum tókst að afla sér þessarar menntunar. Hans aðaláhugamál voru íþróttir og gerðist hann félagi í KR, því góða félagi. Þar kynnist hann Er- lendi ó. Péturssyni og tókst með þeim góð vinátta, sem varð til þess að Gunnar réðist til Skipaaf- greiðslu Jes Zimsen sem Erlendur ó. Pétursson veitti forstöðu. Eftir dauða Erlendar keypti Gunnar Skipaafgreiðslu Jes Zimsen og rak hana með breyttu fyrirkomulagi til dauðadags. Eftir að við giftum okkur báðir og hófum búskap hér í Reykjavík, myndaðist með okkur ennþá sterkari vinátta, sem aldrei bar skugga á, hvorki meðal ástkærra eiginkvenna okkar eða barna. All- ar frístundir voru sameiginlega notaðar til útivistar fyrir okkur sjálf og börnin. Innan hinnar góðu KR-fjöl- skyldu, kynntumst við Trausta Eyjólfssyni, Sveini Björnssyni og fjölskyldum þeirra. Meðal okkar allra myndaðist sterk vinátta og höfum við félagarnir spilað saman í nær 30 ár, auk yndislegu veiði- ferðanna okkar við ána góðu. t öll- um okkar ferðum til veiða og fjalla, bárum við öll sérstakt traust til Gunnars. Ef eitthvað óvænt bar að, kunni hann alltaf ráð, hann leysti úr flestum vanda með sinni alkunnu ró og æðru- leysi. Hann var alltaf hinn trausti og góði félagi. Elsku Villa mín. Við sendum þér dýpstu samúðarkveðjur. Algóður guð styrki þig, börn þín, tengda- börn og barnabörn. Við kveðjum góðan dreng í dag. Megi guðs blessun fylgja honum. Minningin um hann mun lifa í hjörtum okkar. F.h. spila- og veiðiklúbbsins, Kristinn Albertsson. Kveðja frá Lionsklúbbi Reykjavíkur Þung eru spor okkar félaga í Lionsklúbbi Reykjavíkur þessa dagana — við höfum átt á bak að sjá tveimur dugmiklum félögum með aðeins fárra daga millibili. Fyrst kvöddum við Kristinn Berg- þórsson, og nú Gunnar B. Sigurðs- son. Reykvíkingar þekkja Gunnar vel frá því hann annaðist skrif- stofu Sameinaða gufuskipafélags- ins danska hér heima. Gunnar var Lionsfélagi um langt skeið, ötull og fylginn sér. Mörgum störfum gegndi hann í klúbbi okkar, jafnan reiðubúinn að starfa eftir þeirri meginreglu Lions „að leggja lið“. Gunnar varð bráðkvaddur á leið til vinnu að- eins rúmlega sextugur að aldri (fæddur 15. október 1922). Fjölskyldu Gunnars vottum við einlæga samúð. P.Ó. Kveðja frá KR Hinn 3. júní sl. andaðist félagi okkar og vinur Gunnar B. Sigurðs- son. Ungur að árum fluttist Gunn- ar til Reykjavíkur og gerðist þá félagi í KR. Upp úr því réðist hann til starfa hjá Erlendi Ó. Péturs- syni, þáverandi formanni KR, sem rak skipaafgreiðslu Jes Zimsen. Fljótlega varð Gunnar hægri hönd E.Ó.P. og eftir hans dag fram- kvæmdastjóri og einkaeigandi fyrirtækisins. Gunnar var virkur félagi í KR til síðasta dags, fyrst sem afreks- maður í frjálsum íþróttum og síð- ar sem einn dugmesti og virtasti forystumaður félagsins. Gunnar átti sæti í stjórn frjálsíþrótta- deildar og í aðalstjórn KR hátt í þrjá áratugi. Á þeim tíma var mörgu áorkað í félagsmálum KR, og átti Gunnar stóran þátt i vexti og viðgangi félagsins. Hin síðari ár var hann fulltrúi KR í stjórn Iþróttabandalags Reykjavíkur og sat þar að auki i stjórn íslenskra getrauna. Heiðarleiki Gunnars, skapfesta, drenglyndi og framsýni voru eig- inieikar, sem KR-ingar kunnu vel að meta. Á árinu 1974 var Gunnar sæmdur æðasta heiðursmerki KR fyrir langt og frábært starf í þágu félagsins. Minningin um góðan dreng mun lifa. Eiginkonu og fjölskyldu sendum við innilegar samúðarkveðjur. Sveinn Jónsson Miðvikudaginn 1. júní sl. var fundur í stjórn íþróttabandalags Reykjavíkur. Á fundi var Gunnar B. Sigurðsson mættur, fundurinn stóð fram eftir kvöldi og tók Gunnar þátt í umræðunum að vanda með rólegheitum en tillögu- góður eins og við áttum honum að venjast. Mætti jafnvel segja, að á þessum fundi hafi hann verið virkari en margir viðstaddra. Engan okkar grunaði þá, að þetta yrði hans síðasti fundur með okkur. Árið 1967 er Gunnar B. Sigurðs- son tilnefndur af stjórn KR i full- trúaráð ÍBR og þar var hann þeg- ar kosinn í framkvæmdastjórn bandalagsins. Áður en Gunnar tók sæti í stjórn ÍBR, hafði hann um 15 ár verið í aðalstjórn KR á mikl- um uppgangstímum félagsins, samtímis var hann einnig ein að- aldriffjöðurin í frjálsíþróttadeild KR sem einskonar bakhjarl deild- arinnar, ásamt með Sveini Björnssyni, núverandi forseta ÍSÍ. Til KR kom hann frá Húsavík, þar sem hann var virkur félagi í Völsungi og hafði ungur að árum hafið þátttöku í frjálsum íþrótt- um. Hélt hann þannig tryggð við íþróttirnar allt frá æsku til hinzta dags. Það er vafalaust sjaldgæft, að maður jafn störfum hlaðinn og Gunnar skuli nota svo mikið af tíma sínum til þessara hluta og má öllum vera ljóst, að engin laun hlaut hann fyrir þessa miklu vinnu önnur en þau sem starfið sjálft veitir. Hann starfaði í mörg- um undirnefndum bandalagsins og var gjarnan beitt til samninga, þegar ljóst var, að festu og lipurð þurfti á að halda. Tímafrekast af þessum störfum var þó að vera fulltrúi ÍBR í stjórn Getrauna en sú starfsemi hefur blómgast um- fram vonir. Var Gunnar bæði glaður og hrifinn yfir þeim ár- angri, sem náðist nú hin síðari ár. Verður vandfundinn maður í hans stað á þessu sviði. Gunnar sat í stjórn ÍBR í 15 ár, en á bandalagsþingi fyrir ári óskaði hann eftir að verða leystur frá störfum, en fyrir sterk og ein- dregin tilmæli aðalstjórnar KR féllst hann á að vera í stjórninni eitt tímabil enn. Að því er bezt er vitað, var ekki heilsubrestur ástæða þess, að hann vildi draga . sig í hlé, heldur hans eigið mat að rétt væri að yngri menn tækju við. I þessu sem öðru var hann óeigin- gjarn og hagur og velferð íþrótta- bandalagsins og íþróttanna var honum leiðarljós. Nafn Gunnars B. Sigurðssonar mun lengi lifa í sögu íþróttanna í Reykjavík. Stjórn ÍBR færir fjöl- skyldu Gunnars þakkir fyrir skilning og velvild sem þau ávallt sýndu þennan langa starfstíma og vottar henni innilega samúð við hið óvænta fráfall hins góða drengs og nána samstarfsmanns. Framkvæmdastjórn ÍBR. Úlfar Þórðarson, formaður, Sigurgeir Guðmannsson, frkvstj. Þóra Guðrún Fríðriks- dóttir — Minning Fædd 8. desember 1914. Dáin 4. júní 1983. Eitt góðviðriskvöld í ágúst fyrir meira en 30 árum stóð fólk við heyskap skammt frá bæ vestur í Skaftafellssýslu. Það fylgdist með bíl koma heim að bænum og konu með ungbarn í fanginu og annað stálpað ganga með henni heim að vestari bænum. „Þarna kemur ráðskonan f vestur-bæinn," sagði það. Þetta var viðburður í fásinn- inu í sveitinni. Ekki leið á löngu áður en við kynntumst Þóru. Hún var ræðin, sagði okkur margt frá lífi sínu og sýndi okkur myndir af börnum sínum og fleira fólki. Hún var bú- in að vera gift og eignast átta börn, en lífið hafði oft valdið henni vonbrigðum. Þrátt fyrir það leit hún enn út eins og ung stúlka. Hún var glaðvær, full af lífi og fjöri og framúrskarandi snyrtileg og hreinleg húsmóððir, eins og allt í kringum hana væru álfar sem kepptust við að hreinsa og laga til. Allir voru sammála um að lagleg væri hún, ráðskonan í vestur- bænum.Á bæjunum í kring voru margir ógiftir miðaldra menn. Þeir fóru fljótt að renna hýru auga til Þóru, en hún hugsaði sitt. í austur-bænum var ungur mynd- arlegur maður, mun þar hafa ver- ið ást við fyrstu sýn. Eftir árið voru þau tekin saman og flutt til Reykjavíkur. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrstu búskaparárin munu hafa verið nokkuð erfið, meðan börnin voru ung, en með þraut- seigju og dugnaði tókst þeim að byggja sér hús í Kópavogi, þar sem allt ber vott um sömu snyrti- mennsku og Þóra sýndi fyrst þeg- ar hún kom ráðskona austur í sveit og garðurinn er einhver sá fallegasti, sem sá sem þetta ritar, hefur séð. Þóra var mikil og góð móðir. Sama var hvenær til hennar var komið, alltaf var hún heima. Hún var sistarfandi, hlúði að börnum sínum og barnabörnum, blómum og gróðri í garðinum. Fjölskylda hennar hefur mikið misst, því nú hefur hún ekki lengur þær hendur sem önnuðust hana af svo mikilli natni. Guð styrki ástvini hennar í söknuði þeirra. R.F. Guðbjartur Kristján Arnason — Minning Fæddur 28. desember 1921. Dáinn 1. júní 1983. Á björtum júnídegi barst okkur fregnin um andlát Guðbjartar Kristjáns Árnasonar. Það var sem dimmdi yfir, jafnvel þótt við viss- um að hverju drægi. Við brottför hans, fyrir aldur fram, erum við, sem áttum hann að bróður og vini, svo miklu fá- tækari. Verður hans sárt saknað. Guðbjartur, eða Bjartur, eins og hann var jafnan kallaður, fæddist að Kollsá í Grunnavíkurhreppi 28. desember 1921. Foreldrar hans voru hjónin Elísabet Jasína Guð- leifsdóttir og Árni Arnfinnsson, síðar að Látrum í Aðalvík. Bjartur var fjórði í röðinni af 13 börnum þeirra. Af þeim eru nú eftirlifandi átta, sex bræður og tvær systur. Sjö ára gamall fór hann í fóstur til hjónanna Guðmundar Helga Finnbjörnssonar og Ástríðar Ein- arsdóttur að Sæbóli í Aðalvík. Ólst hann þar upp til 17 ára ald- urs. Bjartur var innan við tvítugt er hann fór að stunda sjómennsku, fyrst á bátum og síðar á farskip- um og togurum. Hann var þannig mestan hluta ævinnar í hópi hinna vösku manna sem vinna af trúmennsku á hafinu, landi og þjóð til heilla og gagns. Árið 1955 kvæntist Bjartur eft- irlifandi konu sinni, Valborgu Þorgrímsdóttur frá Breiðdalsvík. Var það eitt hans mesta lán í líf- inu, því hún reyndist honum hinn besti og tryggasti lífsförunautur. Það var vissulega dýrmætt að eiga ævinlega von á hlýjum móttökum að lokinni sjóferð. í langri og strangri sjúkdóms- baráttu stóð Valborg svo sannar- lega við hlið manns síns, og síð- asta mánuðinn vék hún varla frá sjúkrabeði hans. Bjartur átti ýmis hugðarefni, svo sem lestur góðra bóka og ferðalög um landið. Seinni árin átti þó ekkert hug hans meira en sumarhúsið sem þau Valborg höfðu reist í Grímsnesi. Hann naut þess i ríkum mæli að dvelja þar, njóta návistar náttúrunnar og dytta þar að ýmsu, innan húss og utan. Allt einkenndist af þeirri snyrtimennsku, sem honum var eðlislæg. Margt er ósagt, en í huganum geymum við minningar um góðan dreng og ótal ánægjustundir með þeim hjónum. Við minnust Bjart- ar sem valmennis, sem hafði ánægju af að rétta öðrum hjálp- arhönd. Honum var eiginlegt að gefa og koma færandi hendi. Guð blessi minningu hans og styrki Valborgu í sorg hennar. „Guð er oss hæli og styrkur, ör- ugg hjálp í nauðum." (Sálm. 46,2.) A.S.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.