Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNl 1983 53 Fiskeldisnám á Hólum í Hjaltadal — eftir Pétur Bjarnason kennara Fiskeldi og fiskrækt er í örri framþróun í heiminum í dag. Þess má hvarvetna sjá merki. Hvort sem litið er til austurs eða vesturs. Og þrátt fyrir 4.—6.000 ára sögu fiskeldis í heiminum, er enn verið að þróa þessa búgrein, og hafa framfarirnar sennilega aldrei ver- ið örari en á síðustu árum. í okkar heimshluta hefur mest áhersla verið lögð á ræktun og eldi laxfiska. Sennilega standa Norð- menn þar fremstir í flokki, en ef marka má ummæli flestra fram- bjóðenda við síðustu Alþingis- kosningar, má fljótlega búast við þeim opinbera stuðningi við þessa búgrein, sem duga mun til þess að koma okkur jafnfætis Norðmönn- um. Það hefur oft verið bent á að aðstæður hér á landi til laxeldis og -ræktar séu ólíkar norskum að- stæðum. Það er rétt, en aðstæð- Dalvík, 24. júní. MÁNUDAGINN 20. júní sl. bodadi Fjórðungssamband Norðlendinga til fundar á Dalvík með forráða- mönnum sveitarfélaganna hér í kring, Svarfaðardals-, Árskógs- og Hríseyjarhrepps, auk Dalvikurbæj- ar. Umræðan fjallaði um leiðir til að efla sveitarfélögin sem stjórnein- ingar með nánara samstarfi og sam- einingu, eins og segir í fundarboði. Fundinum stjórnaði Áskell Ein- arsson, framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambands Norðlendinga. Á fundinum voru kynntar hugmynd- ir um aukið samstarf og samein- ingu sveitarfélaga, ásamt tillögum formanns Sambands íslenzkra sveitarfélaga, Björns Friðfinns- sonar um þessi mál. í þeim tillögum er gert ráð fyrir, að skylt sé að sameina að- urnar eru fyrst og fremst ólíkar. Engin frambærileg rök eru fyrir því að þær séu verri hér en þar. Munurinn liggur fyrst og fremst í því, að Norðmenn hafa kannað sínar aðstæður og lagað sig að þeim, en við erum rétt að hefja það verk. Fiskeldi og fiskrækt þarf, eins og aðrir atvinnuvegir, á að halda menntuðu fólki. Hingað til hafa þó nokkrir íslendingar sótt menntun í þessum fræðum til útlanda, og er það vel. Hinu má ekki gleyma, að menntun hlýtur ávallt að miðast við þarfir og aðstæður í viðkom- andi landi. Því getur það aldrei komið í stað menntunar hér heima, að senda menn til útlanda í nám. Þörfin fyrir fiskeldiskennslu hér heima er því löngu orðin brýn. Er Bændaskólinn á Hólum var endurreistur árið 1981 var ákveðið að þar skyldi tekin upp kennsla í fiskeldi og fiskrækt. Áðstæður til þess að bjóða uppá slíka kennslu á liggjandi sveitarfélög, ef íbúatala hrepps hefur verið lægri en 100 fimm ár samfellt og að þessi tala hækki í 200 árið 1990. Sveitarfé- lög, sem þannig sameinast, njóti næstu þrjú árin aukaframlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, eftir ákveðnum reglum. Þá er í tillögum formanns því beint til hreppsnefnda, þar sem íbúatalan er hærri en 300 og ekki um landfræðilega einangrun að ræða, að þær hefji þegar viðræður við hreppsnefndir nágrannasveit- arfélaganna um enn nánari sam- vinnu en hingað til, með það fyrir augum að samstarfið leiði til sam- runa í stærri sveitarfélög. Til að greiða fyrir sameiningu sveitarfé- laga skulu þau fá sérstakt auka- framlag úr Jöfnunarsjóði sveitar- Hólum eru góðar, og munar þar mest um þá aðstöðu sem skólinn fær í nýrri og glæsilegri laxeld- isstöð Hólalax hf., sem reist var sumarið 1980. Ákveðið var, að til að byrja með a.m.k. yrði fiskeldis- og fiskrækt- arnámið fellt inn i hið almenna búnaðarnám. Búnaðarnámið tekur tvo vetur, en þar af eru nemendur i þriggja mánaða verknámi hjá starfandi bændum. Nemendum gefst að talsverðu leyti kostur á að velja sér námsgreinar, og geta fiskeldisfög numið 40—60% af heildarnámsefni áhugasamra nemenda. Þar af gefst nemendum kostur á alit að þriggja mánaða verknámi á laxeldisstöð. Um miðjan maí sl. útskrifuðust fyrstu fiskeldis- og fiskræktar- nemendurnir frá Bændaskólanum á Hólum. Alls voru þetta ellefu manns af báðum kynjum, og af þeim tóku fimm nemendur öll þau fiskeldisfög, sem boðið var uppá. félaga, samkvæmt settum reglum þar um. Niðurstaða fundarins var sú, að væri þörf fyrir sameiningu væri hún góð og æskileg, en samvinna samvinnunnar vegna væri ekki rétt leið. Fulltrúar hreppanna lýstu yfir andstöðu við sameiningu með valdboði, eins og gert er ráð fyrir í tillögum Björns Friðfinns- sonar. Töldu fundarmenn rétta leið til sameiningar þörf sem sýndi sig með aukinni samvinnu sveitarfélaga. Þá kom fram hjá fundarmönnum, að þeir væru ekki hrifnir af því að nota Jöfnunar- sjóð, eins og gert er ráð fyrir í tillögum formanns. Á fundinum var ennfremur rætt hvernig auka mætti samstarf sveitarfélaganna fjögurra. Töldu Er gaman til þess að vita, að þetta fyrsta íslenskmenntaða fiskeldis- fólk reyndist auðvelt að útvega sér vinnu við sitt hæfi. Höfðu reyndar flestir tryggt sér starf þegar áður en námi lauk, og sýnir það betur en nokkuð annað þörfina á slíku námi. Fiskeldis og fiskræktarnám á Islandi hefur þegar slitið barns- skónum. Áfram verður þó haldið að auka það og bæta, svo að námið geti á sem bestan hátt sinnt því hlutverki, sem því er ætlað, semsé að gefa nemendum kost á mennt- un á sviði fiskeldis og fiskrækta, sem tekur mið af íslenskum að- stæðum, og að sjá þessum at- vinnuvegi fyrir því menntaða fólki, sem hann hefur þörf fyrir. 14. júní, 1983. menn, að það mætti auka á sviði tækniþjónustu m.a. þannig, að þau rækju sameiginlega tækjadeild, eða að hrepparnir keyptu þjónustu frá tæknideild Dalvíkurbæjar. Þá var rætt um möguleika á sameig- inlegu skrifstofuhaldi sveitarfé- laga. Ekki var tekin afstaða til þessara mála á fundinum. I dag er þegar um allnána samvinnu þess- ara sveitarfélaga að ræða. Komið hefur verið á samráðsfundum sveitarstjóra sveitarfélaganna, þar sem ýmisleg sameiginleg mál eru tekin til umfjöllunar. Samvinna er þegar nokkur á sviði heilbrigðismála, þar sem sveitarfélögin standa sameigin- lega að rekstri heilsugæzlustöðvar og á sviði skólamála. Þá reka Dalvíkurbær og Svarfaðardals- hreppur saman dvalarheimili fyrir aldraða, Dalbæ, og nýlega tók Dalvíkurbær að sér tölvu- færslu á bókhaldi fyrir Hríseyj- arhrepp. Ljóst er, að enn má auka þessa samvinnu, s.s. á sviði þjón- ustumála, íþróttamála og æsku- lýðsmála. — Fréttaritarar. 30 þátttakend- ur á landsfundi Esperanto- hreyfingarinnar LANDSFUNDUR íslenska Esper- anto-sambandsins var haldinn á Ak- ureyri dagana 3. til 5. júní sl., en landsfundur sambandsins er hald- inn annað hvert ár. Landsfundinn sátu um 30 þátt- takendur og hófst hann með ræðu Baldurs Ragnarssonar, formanns þar sem hann minntist m.a. Ólafs Þ. Kristjánssonar, en á síðasta starfstimabili sambandsins var eitt meginverkefnið endurútgáfa Esperanto-íslenskrar orðabókar Ólafs. Innan íslenska Esperanto- sambandsins starfa tvö félög, Auroro í Reykjavík og Norda Stelo á Akureyri, auk einstaklinga úr öðrum landshlutum og stefna fé- lögin að því að eignast eigið hús- næði eigi síðar en 1987. Er hafin fjársöfnun innan hreyfingarinnar til að ná því takmarki. Þá er og unnið að útgáfu safns úrvalsrita úr íslenskum bókmenntum. Nýkjörinn formaður íslenska Esperanto-sambandsins er Hall- grímur Sæmundsson, en auk hans voru kosin í stjórn á landsfundin- um ólafur S. Magnússon, varafor- maður, Árni Böðvarsson, ritari, Bjarni Jónsson, gjaldkeri og með- stjórnendur þau Jón Hafsteinn Jónsson, Steinunn Sigurðardóttir og Þórarinn Magnússon. ORION starfsgreinum! Fundur sveitarstjórnarmanna á Dalvík: Rætt um leiðir til að efla sveitarfélögin sem stjórneiningar A GOODYEAR GEIGAR SPYRN ALDREI Þetta eru að vísu stór orð en við höfum okkar ástæðu til að ætla að GOODYEAR hjólbarðarnir reynist betur en aðrar gerðir hjólbarða. Ræddu málin í rólegheitum við einhvern umboðsmanna okkar. Fullkomin hjólbarðaþjónusta Tölvustýrð jafnvægisstilling G O ODWYEAR GEFUR 0'RÉTTA GRIPID IhIHEKLAHF jLaugavegi 170-172 Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.