Morgunblaðið - 29.06.1983, Síða 15

Morgunblaðið - 29.06.1983, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1983 63 erum þegar farnir að huga að framlengingu þessa samnings með það fyrir augum að geta í framtíð- inni unnið enn meira upp í slíkan samning hér heima. Þannig höfum við fengið til okkar hagræðingar- ráðunauta frá þessum stóru verk- smiðjum og unnið er að ýmsum endurbótum og starfsþjálfun með aðstoð þessara aðila. Einnig er verið að vinna að uppsetningu á launahvetjandi kerfi, sem á að koma launþegum til hagsbóta. Reiknað er með að það kerfi verði tekið í notkun á saumastofu okkar þegar að loknum sumarleyfum. Allt þetta stuðlar vonandi að því, að afköst á skinnasaumastofu okkar verði sambærileg við það sem gerist best erlendis. Til þess að svo megi verða, þarf að tryggja markaði, langar framleiðslurunur og síðast en ekki síst skilning og samstarfsvilja verkafólks og verkalýðsfélaga, og undan því höf- um við alls ekki þurft að kvarta," sagði Örn Gústafsson að lokum. GBerg Mokkafrakki eins og sá sem Sam- bandið selur til Rússlands. Kínverjar senda nefnd til Rússlands Peking, 24. júní. AP. KÍNVERSKA stjórnin hefur ákveðið að senda nefnd háttsettra embætt- ismanna 'i! Moskvu í næsta mánuði til ao undirstrika að sambúð Kína og Sovétríkjanna fer batnandi þrátt fyrir að árangur í viðræðum þjóð- anna síðustu mánuðina hefur ekki verið sem skyldi. Það voru diplómatar sem ekki vildu láta nafns getið, sem komu fregnum þessum á framfæri. Kín- verjar sjálfir hafa hvorki játað eða neitað, sem bendir til þess að ferðin er á döfinni. Nefnd sú sem hefur með vinsamleg samskipti við aðrar þjóðir að gera telur sig hins vegar ekki vita um hina fyrir- huguðu ferð og formaður hennar, Wan Bingnan, hefur lýst yfir að hann hafi ekki verið beðinn að hafa forystu í slíkri ferð. Bingnan er mjög reyndur diplómat, hann hefur verið sendiherra Kína í Pól- landi og er mjög vel að sér í mál- efnum Austur-Evrópu. Sem fyrr segir hafa viðræður risaveldanna um batnandi sambúð ekki gengið sem skildi. Tveimur lotum er lokið, en sú þriðja hefst í október næstkomandi. Talið er að árangur hafi náðst á viðskipta-, landbúnaðar- og íþróttasviðum, en Kínverjar haa marglýst því yfir að sambúðin geti aldrei orðið full- komlega eðlileg fyrr en Sovét- menn hafi látið af stuðningi sín- um við stjórnarher Víetnam og kallað herlið sitt heim frá Afgan- istan. Þá krefjast Kínverjar þess að Sovétmenn fækki verulega í landamærasveitum sínum. ■■ Frá Stokkhólmi. Stokkhólmsbréf: Lánakjör og fjárfesting í húsum, bílum og húsbúnaði í lok síðasta árs gerði ég smá samanburð á vöruverði á nokkr- um vörum í Reykjavík og í Stokkhólmi. Slíkur samanburð- ur, þótt athyglisverður sé, segir þó aðeins hluta þeirrar sögu, hvernig íbúarnir hafa það á hvorum stað fyrir sig. í þessari grein ætla ég í ör- stuttu máli að gera grein fyrir nokkrum öðrum þáttum daglegs lífs Stokkhólmsbúa, en ætla þér, lesandi góður að gera saman- burðinn við t.d. Reykjavík sjálf- ur. Ástæðan er einfaldlega þær öru breytingar, sem eiga sér stað á íslandi, sem hugsanlega gerðu grein mína úrelta áður en hún bærist heim. Vert er að geta þess, að ýmis- legt af því sem hér kemur fram, á eingöngu við um Svía; stundum gilda aðrar reglur um aðflutta. Þannig eiga aðfluttir oft erfið- ara með að fá ýmsa lánafyrir- greiðslu, mestmegnis vegna þess, að menn hafa misnotað hana og bitnar það á þeim sem á eftir koma. Bankalán Eins og víðast hvar hefur sænski Seðlabankinn (Riksbank- en) eftirlit með magni peninga í umferð hverju sinni. Nú um nokkurt skeið hefur bankinn reynt að draga úr pen- ingamagni í umferð, og hefur þetta auðvitað komið niður á viðskiptavinum viðskiptabank- anna, þannig að erfiðara er nú að fá bankalán en oft áður. Um einstaklinga gildir það sama, en þó geta menn yfirleitt fengið ián í banka, ef þeir geta sýnt fram á að þeir eru borgun- armenn fyrir því, — geti útvegað ábyrgðarmenn, eða sett fasteign að veði. Auðvitað þarf maðurinn helst að vera í viðskiptum við bankann. Algengustu lánsfjárhæðir til einstaklinga eru þetta frá skr. 10.000—30.000, yfirleitt til fjögurra-sex ára með u.þ.b. 16% vöxtum (breytilegt eftir láns- formum). Ykkur kann að þykja vaxtaupphæðin lág, en gætið að því að hér er verðbólga innan við 10% svo raunvextir eru hér nokkuð háir. Lánstíminn hér er þó nokkuð lengri en tíðkast heima, svo greiðslubyrðin, þ.e. upphæð vaxta og afborgana hverju sinni, verður miklum mun viðráðan- legri. I síðustu kjarasamningum sömdu nokkur verkalýðsfélög svo um, að meðlimir þeirra ættu rétt á að sækja um lán í tiltekn- um sparisjóði og fengju það lán að uppfylltum vissum tilteknum skilyrðum, allt að upphæð skr. 30.000. í þessu tilfelli þurftu að- ilar ekki að vera viðskiptavinir sparisjóðsins. Fjárfesting í fasteign Verðlagning á fasteignum er mjög mismunandi, eins og við öll þekkjum. Fer það eftir staðsetn- ingu, stærð, aldri o.fl. o.fl. o.fl. Það sama gildir auðvitað hér í Stokkhólmi. Ég ætla því aðeins að taka eitt dæmi af fasteigna- síðum dagblaðanna. Þar er um að ræða fimm her- bergja raðhús í úthverfi (16 km frá miðborg Stokkhólms) byggt árið 1976. Húsið er fullklárað með öllum heimilistækjum, herbergi teppa- lögð og bílskýli fylgir. Garðurinn er lítill, gegnt suðri. Verð er skr. 440.000. Útborgun er frá skr. 35.000. Síðan eru mánaðar- greiðslur (vextir og afborganir allra lána, sem á húsinu hvíla), auk rekstrarkostnaðar (raf- magn, hiti, fasteignaskattar o.fl.) u.þ.b. skr. 3.800 (en þá hef- ur verið tekið tillit til vaxtafrá- dráttar til skatts). Mjög auðvelt er að fá bankalán til húsakaupa. Þetta reiknidæmi er því mjög einfalt og sýnir augljóslega, að tiltölulega auðvelt er fyrir t.d. ungt fólk að koma sér upp hús- næði og fórnirnar ekki eins miklar og heima. Hins vegar er hér alls ekki tekið tillit til gæða húsanna eða íbúrðar, aðeins verið að sýna skilyrðin, sem Svíar búa bið. Kaup á bifreiðum (nýjum eða notuðum) í Svíþjóð er reglugerð, sem segir til um hve t.d. lágmarks- útborgun við bílakaup skuli vera og hámarkslengd lánstíma. Bílasalar hafa svo með sér samtök, svokölluð MRF sem ákv- eða svo hver skuli vera lág- marksútborgun og hámarksláns- tími innan félagsins. Nú eru reglur landsins þær, að lágmarksútborgun má ekki vera lægri en 20% bílverðsins og lánstíminn hámark fimm ár. Innan MRF er lágmarksútborg- un 30% og hámarkslengd lána þrjú ár. Pétur Björn Péturs- son, fréttaritari Morg- unblaðsins í Stokk- hólmi hefur ritað eftir- farandi grein, þar sem hann fjallar m.a. um lánakjör í landinu og þá aðstöðu sem Svíar búa við vegna fjárfest- ingar í fasteignum, bíl- um og húsbúnaði. MRF eru nokkurs konar lög- gildir bílasalar, og veita þeir yf- irleitt nokkra ábyrgð á notuðum bílum, sem þeir hafa til sölu. Er því yfirleitt tryggara að versla við þá, en víða má fá bíla fyrir 20% útborgun, þá utan MRF. Sem dæmi má nefna, að nýr SAAB 99 kostar nú u.þ.b. 56.000 svo útborgun verður ca. skr. 18.800 og mánaðargreiðslur ca. skr. 2.000. Vextir af slíkum bílakaupum eru um 22—25%, verulega háir, en aftur kemur lengri afborgun- artími, en tíðkast heima til hjálpar. Loks ber þess að gæta, að allir vextir eru frádráttarbærir til skatts. Húsbúnaður með af- borgunarskilmálum Svoköliuð greiðslukort, kred- itkort, skipta tugum hér. Bensín- umboð, húsgagnaverslanir, hljómtækjaverslanir, teppabúð- ir, bankar, sparisjóðir og alþjóðafyrirtæki hafa hvert sitt kort. Möguleikar til þess að kaupa sér innbú, án þess að greiða eina krónu út, eru því fjölmargir, en allir hafa þeir það sameiginlegt, að þeir eru dýrir valkostir. Vextir af þessum greiðslu- kostum eru mismunandi, en eru yfirleitt þetta 25—28%, auk af- greiðslugjalds. Þeir sem hafa hins vegar næg fjárráð, geta hins vegar fært sér í nyt þessi kort, eftirfarandi: Þeir kaupa vöru(ur) í upphafi mánaðar. Þar sem þessi greiðslukortafyrirtæki útbúa reikninga sína í upphafi mánaðar, færð þú reikninginn fyrst um miðjan næsta mánuð. Hann skal greiðast fyrir þau mánaðamót. Þá greiðir þú reikn- inginn upp, og hefur því fengið vörur(ur)na(r) lánaða(r) í allt að 56 daga, nær vaxtalaust. Þá má nefna fyrirtæki, sem bjóða þér lán allt að upphæð skr. 60.000 þar af helminginn í vör- um, til allt að tíu ára. Þetta gera þeir auðvitað til að örva eigin sölu, auk þess sem þeir fá svo háa vexti af láninu. Freistingarnar eru því margar og margir falla kylliflatir, því greiðslur fyrir yfirvinnu eru yf- irleitt bannaðar og því ekki eins auðvelt að „redda" hlutunum og hér heima. Á hinn bóginn eiga Svíar miklu auðveldara að sjá fyrir öll útgjöld til langs tíma. Slíkt er í raun og veru gersam- lega ómögulegt á íslandi. Samgöngur — strætisvagnagjöld Á sl. vetri fylgdumst við með deilum borgaryfirvalda og verð- lagsráðs vegna fargjalda SVR. Það er auðvitað öllum ljóst að 50% hækkun á fargjöldum er mjög stórt stökk, en það var e.t.v. ekki kjarni málsins. Málið hefur nú verið til lykta leitt og ekki miklu við það að bæta. Mig langar þó að segja aðeins frá fargjöldum hér í Stokkhólmi, því Stokkhólmur er mjög víð- áttumikil borg og því um margt lík Reykjavík hvað samgöngur varðar. Almennt eru fargjöld hér rándýr. Þannig þarf ég t.d. að borga skr. 10 (37. ísl.) fyrir bæjarferð (14 km). Hins vegar er boðið upp á mánaðarkort, en þau kosta skr. 120 (450 ísl.). Þau gilda í alla strætisvagna og lest- ar innan Stokkhólms í einn mán- uð. Það þarf ekki mikinn reikni- meistara til að reikna út hag- kvæmni slíkra korta fyrir neyt- andann. Hitt hlýtur að vera borgaryfirvöldum umhugsunar- efni, á tímum slíkarar verðbólgu sem nú geisar, hvort ekki sé rétt að taka upp slík mánaðarkort og fá þannig tekjurnar inn strax í upphafi hvers mánaðar en ekki í skömmtum yfir mánuðinn. Með slíku væri einnig komið til móts við þá tekjulægri t.d. eldri borgara, sem í auknum mæli myndu nota sér slíka þjón- ustu og þannig eflaust auka tekj- ur borgarinnar. Hliðarverkanir kynnu svo að verða fleiri, svo sem almenn aukning á notkun strætisvagna og þannig minnk- un einkabílanotkunar til og frá vinnu, en þar yrði jú reynslan að skera úr um. P.B. Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.