Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1983 Ekkert er ósagt Leiklist Jóhann Hjálmarsson Stúdentaleikhúsið: ÓSTÖÐVANDI FLAUMUR Fjögur leikrit, fjögur Ijóð eftir Samuel Beckett. _ Þýöing og leikstjórn: Árni Ibsen. Lýsing og leikmynd: Vilborg Einarsdóttir. LEIKRIT Samuel Becketts eru oft sviðsett ljóð og fer þess vegna vel á því að blanda saman leikritum og ljóðum eftir hann eins og gert er hjá Stúdenta- leikhúsinu. Dagskráin nefnist Óstöðvandi flaumur og er rétt- nefni. Ljóð Becketts eru að vísu flest hnitmiðuð, leikritin einnig, en einkenni þeirra orðræður og eintal með sífelldum endurtekn- ingum. Bygging leikritanna minnir á ljóð. Það gerir endur- tekningin og nokkuð bundin hrynjandi, mikil áhersla á ein- stök orð og setningar. Hið ljóðræna andrúmsloft leikrita Becketts kemur skýrt fram í Svefnþulu (1981), einu hinna fjögurra leikrita hans sem Stúdentaleikhúsið sýnir. Gömul kona situr í ruggustól við glugg- ann sinn. Hún situr þar að end- uðum löngum degi. Endalok lífs- ins eru framundan. Meðan hún ruggar sér í stólnum flytur önn- ur rödd sögu hennar, lýsingu á bið hennar við gluggann sem felst í orðunum: Tími til að hstta. Svefnþula þótti mér takast einna best í Stúdentaleikhúsinu. Hlutverk konunnar lék Rósa Marta Guðnadóttir, röddin var Soffíu Karlsdóttur. Annað verk sem virtist höfða einna sterkast til áhorfenda var Ekki ég (1972), en í því fór Viðar Eggertsson á kostum og Hulda Gestsdóttir var hinn þögli áheyrandi eða skuggi. Viðar túlkaði hlutverk Munnsins sem hefur frá mörgu að segja. Þetta verk er hrjúfara en hin og mun hafa komið á óvart á sínum tíma. Það hefur reyndar verið háttur Becketts að koma á óvart, endurskoða og endurmeta tján- ingaraðferðir listarinnar. Komið og farið (1967) er með því smálegasta sem frá Beckett hefur komið. í því er sá boðskap- ur fólginn að tilgangslaust sé að tala, engin ástæða til þess: Við skulum ekki tala. Þær Flo, Vi og Ru léku Hulda Gestsdóttir, Soffía Karlsdóttir og Rósa Marta Guðnadóttir og gerðu það innvirðulega. Ohio Impromptu (1981) hefst á orðunum: Fátt eitt er ósagt og lýkur á: Ekkert er ósagt. I því koma fram Hlustandi og Lesari, túlkaðir af þeim Viðari Egg- ertssyni og Hans Gústafssyni. Þetta verk var nýstárlega sett upp því að leikendurnir sátu við borð úti á stétt, en áhorfendur fylgdust með þeim úr salnum. Hans Gústafsson flutti textann skilmerkilega. Svipbrigði Viðars Eggertssonar, einkum i lokin, sýndu að látbragðsleikur er að verða sérgrein hans. Ég minnist í því sambandi leiks hans í Knalli Jökuls Jakobssonar, einnig hjá Stúdentaleikhúsinu. Það er eiginlega að bera í bakkafullan lækinn að fara að lýsa enn einu sinni þeim tóm- leika og fáránleika sem Samuel Beckett dregur upp. Eftirtektar- verða tilraun til þess gerir Kristófer Svavarsson í leikskrá. En það er með eindæmum hve verk Becketts eru áhrifarík í túlkun sinni á eins konar enda- lokum. Honum tekst hvað eftir annað að lýsa þeirri stemmningu sem við kynntumst fyrst í Beðið eftir Godot. Yrkisefni Becketts speglast í eftirfarandi ljóði: leið mín liggur um rjúkandi sand milli völunnar ng hólsins sumarregninu rignir á líf mitt á mig líf miU sem herjar flýr til upphafs síns til lokanna þar er minn friður í dvínandi mistri er ég fæ hvíld frá að troða óværa þrepskildi og lifi í rúmi hurðar sem opnast og lokast Árni Ibsen hefur þýtt þetta ljóð eins og hin ljóðin og leikrit- in. Þýðing hans hljómar yfirleitt vel, en er of augljós þýðing á köflum. Ég hefði til dæmis kunnað betur við að tala um dyr en hurð hvað varðar tilvitnað f ljóð. Margar álíka aðfinnslur mætti tína til, en mestu skiptir að hér er stórmannleg tilraun gerð til að túlka Beckett og veita fólki innsýn í hugmyndaheim hans. Leikstjórn Arna Ibsens var að mínu viti góð og sömu- leiðis leikmynd Vilborgar Ein- arsdóttur. Greinilega er Stúdentaleik- húsið metnaðarfullt, aðstand- endur staðráðnir í að bjóða upp á vandaðar sumardagskrár. Það er kannski ekki ætlunin að gera það fyrst og fremst að vettvangi tilrauna í leiklist og leikritun, en slíkir hlutir munu áreiðanlega njóta sín best þar. Eru atvinnurekendur óvinir atvinnufrelsisins? Bókmenntír Hannes H. Gíssurarson George Stigler, sem hlaut nóbels- verðlaunin í hagfræði árið 1982, er einn kunnasti hagfræðingurinn úr ('hicago-hópnum svonefnda. Hann flutti fyrirlestur í Institute of Econ- omic Affairs í Lundúnum í septera- ber 1982, skömmu áður en hann hlaut verðlaunin, og fór í honum orð- um um þá þróun, sem verið hefur mörgum frjálslyndum mönnum áhyggjuefni — sífellda aukningu ríkisafskipta. Fyrirlesturinn, sem var hinn fróðlegasti, var nýlega gef- inn út í bæklingi, The Pleasures and Pains of Modern Capitalism (Insti- tute of Economic Affairs 1982), og um hann ætla ég að ræða í þessari grein. Hvernig má skýra þessa þróun? Austurríski hagfræðingurinn Jos- eph Schumpeter hafði eina skýr- inguna. Hún var sú, að mennta- menn, blaðamenn, kennarar, fé- lagsmálafrömuðir og aðrir þeir, sem móta skoðanir okkar, græfu undan markaðsskipulaginu vegna skilningsskorts á eða fjandskapar við markaðslögmálin. (Þess má geta, að Jónas H. Haralz nefnir þessa skýringu í bók sinni, Velferð- arríki á villigötum.) Bandaríski hagfræðingurinn James M. Buch- anan, sem kom til íslands í sept- ember 1982 og flutti fyrirlestur í Háskóla íslands, hefur aðra skýr- ingu. Hún er sú, að þær leikreglur, sem gildi í lýðræðislegum stjórn- málum okkar daga neyði leikend- urna til þess að auka ríkisafskipti, hvort sem þeir ætli sér það eða ekki. (Jónas nefnir þessa skýringu einnig í bók sinni, og ólafur Björnsson prófessor ræðir laus- lega um hana í bók sinni, Frjáls- hyggju og alræöishyggju.) Hvernig hafa framleið- endur notað afl sitt? Stigler telur báðar þessar skýr- ingar að nokkru marki réttar. En hann bætir við þriðju skýring- unni. Hann bendir f upphafi rök- færslu sinnar á tvær forsendur. Önnur er sú, að atvinnufrelsið sé umfram allt neytendum í hag. Ekki sé því að vænta frá þeim margra tillagna um takmörkun þess. Hin forsendan er sú, að framleiðendur, stjórnendur fyrir- tækja og atvinnurekendur séu mjög öflugur og vel skipulagður hagsmunahópur. Og hann spyr: Er líklegt, að þróunin til aukinna ríkisafskipta hefði orðið svo víð- tæk, ef þessi hagsmunahópur hefði barist gegn henni af öllu sínu afli? Svarið er neitandi. Hann dregur því þá ályktun af forsendum sinum, að atvinnurek- endur hafi í verki verið óvinir at- vinnufrelsisins, þótt menntamenn kunni í orði að hafa verið það. Framleiðendur kæra sig sumir ekki um samkeppni, því að hún knýr þá til að þjóna neytendum. En geta atvinnurekendur sam- kvæmt þessu ekki látið sér vel lika þessa þróun? Hafa þeir nokkra ástæðu til óánægju? Já, svarar Stigler. Þessi þróun er þeim öllum í óhag, þegar til langs tíma er lit- ið, þótt einstakir framleiðendur hafi stundum hag af einstökum takmörkunum atvinnufrelsisins. Stigler rekur ýmis dæmi þess, að hið skýrasta er, að arður af hluta- bréfum í Bandaríkjunum hefur verið fallandi síðustu áratugina, svo að fjárfesting í atvinnufyrir- tækjum hefur orðið óarðvænleg. Ráð Stiglers eru gamalkunn ráð frjálslyndra hagfræðinga: aukið atvinnufrelsi og harðari sam- keppni, sem hleypir nýju lífi í markaðsskipulagið og örvar hag- vöxt. Hann óttast ekki saman- burðinn við miðstjórnarskipulagið í austri. En hann segir, að at- vinnurekendur verði að þekkja sinn vitjunartíma, þeir megi ekki freistast til að nota ríkisvaldið til að vernda sig gegn samkeppni. Það sé ekki síst undir þeim komið, hvort þróuninni verði snúið við. Atvinnurekendur á íslandi Að lestri þessa bæklings lokn- um rná litast um á vettvangi ís- lendinga og spyrja, hvaða hlut at- vinnurekendur hafa átt að þeirri þróun, sem orðið hefur á Islandi til aukinna ríkisafskipta. Nokkur dæmi má nefna um lög, sem sett hafa verið að kröfu framleiðenda og takmarka atvinnufrelsi og tor- velda því hagvöxt. Eitt dæmi eru lögin um einkasölu landbúnaðar- afurða. Þau voru sett af Fram- sóknarflokknum fyrir tæpum fimmtíu árum til þess að tryggja hag bænda. Neytendur hafa tapað á þeim, en hafa bændur grætt á þeim? Um það má efast, bændur kvarta enn um fátækt, og þeir eru líklega ekki betur stæðir eftir þessi fimmtíu ár miðað við aðra starfshópa en þeir voru fyrir setn- George Stigler, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði árið 1982, mælir með auknu atvinnufrelsi og harðari samkeppni á markaðnum. ingu laganna. Annað dæmi eru lögin um sölu sjávarafurða erlend- is. Þau voru sett af Sjálfstæðis- flokknum til að tryggja hag ís- lenskra fiskútflytjenda. En líkur má að því leiða, að þau hafi dregið úr markaðsöflun erlendis, tilraun- um og framkvæmdum. Fleiri dæmi má nefna. Innflutningshöft- in frá 1932 til 1960 voru framleið- endum innlendrar vöru í hag, en neytendum í óhag, og reglugerðir um lokunartíma matvöruverslana og um leyfi til bóksölu voru settar að kröfu kaupmanna, en ekki við- skiptavina þeirra. Én greinilegt er, að ætlun og árangur eru sitt hvað, þegar um ríkisafskipti er að ræða, ekki síður á íslandi en í Bandaríkjunum og Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.