Morgunblaðið - 29.06.1983, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 29.06.1983, Qupperneq 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Ný íslenzk tal- stöð reynist vel HÖNNUN á íslenzkri SSB talstöð fyrir millibylgjusvið, 1,5—5 MHz, lauk á liðnum vetri. Fyrsta tækið var sett upp í veðurathugunarstöðinni á Hveravöllum í marzbyrjun og hefur reynzt mjög vel. Hönnuður talstöðv- arinnar er V ilhjálmur Þór Kjartans- son, rafmagnsverkfræðingur. Talstöð þessi er sérstaklega hönnuð með rekstaröryggi og af- skekkta staði í huga. Allar megin- rásir viðtækis og lágaflshluta sendis eru í skúffu, sem auðvelt er að skipta um. Knýstig og út- gangsstig sendis eru bæði tvöföld, og hlutarnir þannig samtengdir, að skammhlaup eða bilinu í öðrum gerir ekki hinn óvirkan. Ný gerð hálfleiða, aflfetar, eru notaðir í mögnurum sendis. Sendiafl talstöðvarinnar er 100 W og næmni í viðtöku er 0,1 míkróvolt bak við 50 ohm fyrir 10 db SINAD. Hún uppfyllir kröfur Póst og símamálastofnunarinnar til stöðva af þessu tagi. Talstöðin er búin tveimur mæl- um. Annar sýnir sendiafl til loft- nets og endurkast vegna misaðlög- unar, en hinn sýnir að jafnaði við- tökustyrk og straumdrátt sendis. Einnig má nota hann með aðstoðs innbyggðs snara til að reyna verk- un ýmissa hluta sendisins. Tal- stöðin er í álkassa og allir hlutar hennar eru aðgengilegir. Mál framplötunnar eru 16,5 cm x 39,5 cm, og breidd kassa er 24,5 cm. f bígerð er framleiðsla á smærri útfærslu fyrir bifreiðar. Hún yrði með innbyggðu stillitæki fyrir loftnet. lao -■ 110 - 100 90 - 80 - 70 - 60 - 50 - RAUNCENCI KRÓNUNNAR iRSf OÓROUNCSTÖLUR: I II III IV 1979 I II III IV I II III IV 1980 1981 II III iv I 1982 1983| 120 110 100 - 90 - 80 - 70 - 60 - 50 Samkeppnisstaða iðnaðar hefur batnað verulega SAMKEPPNISSTAÐA iðnaðar, mæld á kvarða raungengis, hefur batnað veru- lega á þessu ári og þá einkum vegna gengissigs krónunnar í kjölfar gengisfell- inga í janúar og maí sl., segir m.a. í nýjasta fréttabréfi Félags íslenzkra iðnrekenda, Á döfinni. Þar segir, að raungengið sé mæli- kvarði á verðlagsþróun hér á landi í samanburði við verðlagsþróun í viðskiptalöndunum, mælt í sömu mynt. „Þannig þýðir hækkun raun- gengis, að verðlag hér á landi hafi hækkað umfram verðlag erlendis og því rýrt samkeppnisstöðu innlendr- ar framleiðslu. Lækkun raungengis táknar hið gagnstæða eða bætta samkeppnisstöðu innlendu fram- leiðslunnar." Fyrirtæki eru að vísu misjafnlega næm fyrir gengisbreytingum, háð hlutdeild erlendra aðfanga, geng- istryggðra lána og fleira. Því ber að líta á þróun raungengisins sem vísbendingu um þróun samkeppn- isstöðunnar fremur en alhæfða stærð. A meðfylgjandi súluriti má sjá að frá fyrsta ársfjórðungi 1982 til fyrsta ársfjórðungs 1983 lækkar raungengið um rúmlega 14% og samkvæmt lauslegri áætlun Félags íslenzkra iðnrekenda um 19% frá ársbyrjun 1982 til annars ársfjórð- ungs í ár. Þá má einnig greina á súluritinu hina erfiðu samkeppn- isstöðu, sem iðnaðurinn bjó við á árinu 1981, er raungengi krónunnar hækkaði verulega. Samkvæmt útreikningi Félags ís- lenzkra iðnrekenda má búast við áframhaldandi lækkun raungengis á þriðja ársfjórðungi í ár, en þá taki við hækkun á raungengi krónunnar þrjá síðustu mánuði ársins. Vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 577,3 milljónir króna janúar—maí: Verulega hefur dregið úr innflutningi í ár Útflutningur hefur aukizt lítilsháttar að raungildi VERULEGA dró úr innflutningi fyrstu fimm mánuði ársins sam- kvæmt yfirliti Hagstofu íslands, en verðmæti innflutningsins er liðlega 6.291,5 milljónir króna, borið saman við 3.704,9 milljón- ir króna á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin er því um 69,8%, en hins vegar verður aö hafa í huga við samanburö við utanríkisverzlunartölur 1982 , að meðalgengi erlends gjaldeyr- is í janúar-maí 1983 er talið vera 92,4% hærra, en það var sömu mánuði 1982. Verðmæti útflutnings fyrstu fimm mánuði ársins var tæplega 5.714,3 milljónir króna, borið saman við tæp- lega 2.926 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára er um 95%, eða 2,6 prósentustigum meiri en hækkun meðalgengis milli ára. Af framansögðu er ljóst, að vöruskiptajöfnuður lands- manna var óhagstæður um tæplega 577,3 milljónir króna fyrstu fimm mánuði ársins, en Vaxandi iðnaðarfram- leiðsla í Banda- ríkjunum IÐNAÐARFRAMLEIÐSLA jókst um liðlcga 1,1% í Bandaríkjunum í maímánuði, en hún hafði aukizt um 1,2% í apríl. Iðnaðarfram- leiðsla hefur nú aukizt jafnt og þétt frá því í nóvember sl. eftir að hún hafði dregizt nokkuð saman um 14 mánaða skeið. Efnahagssérfræðingar segja aukningu iðnaðarframleiðslunn- ar vera nokkuð umfram bjart- sýnustu spár í lok síðasta árs og telja hana ótvírætt merki um, að efnahagslífið sé á réttri leið. Á tímabilinu nóvember 1982 til maí 1983 hefur iðnaðarfram- leiðsla aukizt um samtals liðlega 7%, en efnahagssérfræðingar höfðu gert að því skóna, að iðn- aðarframleiðsla myndi aukast um í kringum 4,5—5% á þessu tímabili. Verðbólga um 3% í Vestur- Þýzkalandi Framfærslukostnaður hækkaði um 0,4% í Vestur-Þýzkalandi í síð- asta mánuði, að sögn vestur-þýzku hagstofunnar, sem sagði jafn- framt, að hækkun framfærslu- kostnaðar síðustu tólf mánuöi væri í námunda við 3%. Ef litið er á tólf mánaða hækkanir mánuðina á undan kemur í ljós, að verðbólgan er enn á undanhaldi i Vastur- Þýzkalandi. Tólf mánaða hækk- un í apríl var um 3,3% og um 3,5% í marzmánuði. Samkvæmt upplýsingum vestur-þýzku hagstofunnar hækkaði smásöluverð almennt um 0,5% í maímánuði og hafði þá hækkað um 2,4% frá sama tíma fyrir ári. Breyttar aðferðir við flutninga á saltfiski: Sparar verulega í pökkun- ar- og afskipunarkostnaði „SÖLUSAMBAND íslenzkra fiskframleiðenda og skipafélögin Nesskip og Víkur hafa undanfarin misseri unnið að hagræðingarmálum í sambandi við flutning á saltfiski til útflutnings og er nú svo komið, að nær allur saltfiskur á vegum SÍF er fluttur á brettum til mikils hagræðis," sagði Már Gunnars- son hjá Nesskip, í samtali við Mbl. „Ms. Suðurland lestaði 1.715 tonna farm til Portúgal á dögun- um, sem var eingöngu á brettum. það er stærsti farmur á brettum sem farið hefur til útlanda. Til fróðleiks mætti geta þess, að þetta magn var lestað á 32 vinnustund- um, þrátt fyrir að aðeins 5—6 menn ynnu í lestum skipsins, það er að segja á lyftara og við frá- gang á fiskbrettum, en þau eru bulkuð með bulkunarbelgjum," sagði Már ennfremur. „Hér er ótvírætt um stórt hags- munamál að ræða fyrir saltfisk- framleiðendur, sem kemur sér kannski sérstaklega vel nú þegar harðnar í ári. Saltfiskur til Portúgal og Spán- ar er ekki lengur pakkaður í 50 kg pakka, eins og áður. Nú er fiskur- inn metinn og staflað lausum fisk fyrir fisk á bretti þar til að náð er 1.000 kg þyngd nettó. Þá er saum- að utan um fiskinn og hann merktur til útflutnings," sagði Már. Már Gunnarsson sagði salt- fiskframleiðendur almennt ánægða með þetta nýja fyrir- komulag, enda spari það verulega í pökkunar- og afskipunarkostn- aði. „Það má í raun segja sömu sögu af viðtakendum, sem lýst hafa ánægju sinni. Þá má ekki gleyma því, að mun betur fer um fiskinn á brettum en við hina eldri aðferð. Skemmdir ættu því að verða í algjöru lágmarki í framtíð- inni,“ sagði Már. Það kom að síðustu fram hjá Má Gunnarssyni, að brettin sem SÍF notar eru frá Portúgal, sem er stærsti kaupandi af saltfiski frá íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.