Morgunblaðið - 29.06.1983, Side 29

Morgunblaðið - 29.06.1983, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1983 77 „Hallarekstur (áburðar)verksmiöjunnar er ekki bændum að kenna, né heldur þeim sem kaupa landbúnaðarvttrur yfirleitt; fremur hinum, er virðast óhæfir til að reka fyrirtækið svo vel fari og telja sig þurfa að selja framleiðsluna á helmingi hærra verði en nokkurt vit er í.“ Bara nútíma hagræðing? Valtýr Guðmundsson, Sandi, skrifar 17. júní; „Ágæti þáttur. „Svo bregðast krosstré sem önn- ur tré“, segir máltækið, og er það víst hverju orði sannara, því að miklar vonir höfðu ýmsir gert sér um hina nýju ríkisstjórn, sem nú situr að völdum. En hamingjan sanna, gömlu slóðina þræðir hún svo rækilega að á betra verður ekki kosið — hækkanir á hækkanir ofan, æ ofan í æ — svo og gengisfellingar, sem eru hið fáránlegasta glapræði er hugsast getur varðandi dýrtíðina í landinu. Þetta hljóta allir menn að sjá, ekki síst þeir sem deilt hafa mest á forvera sína fyrir nákvæmlega sömu hringavitleysuna og nú er um hönd höfð. Dæmi: Verð á til- búnum áburði er látið hækka um 70—80% (sjötíu til áttatíu af hundraði) ár eftir ár, og þessum lögleysum er síðan hleypt út í verðlagið. Með þessu er verið að hengja bakara fyrir smið og þess vegna í fyllsta máta óréttlátt. Hallarekst- ur verksmiðjunnar er ekki bænd- um að kenna né heldur þeim sem kaupa landbúnaðarvörur yfirleitt; fremur hinum, er virðast óhæfir til að reka fyrirtækið svo vel fari og telja sig þurfa að selja fram- leiðsluna á helmingi hærra verði en nokkurt vit er í. Það er ekki nógu gott. Landbúnaðurinn var eitt sinn talinn dragbítur á hagvöxt þjóðar- Þessir hringdu . . . innar, með röngu þó, en slíkt hið sama mætti nú segja um sjávar- útveginn, vegna þess að gengisfell- ingarnar eru allar til orðnar vegna hans, því miður. Og í sambandi við téð atriði mætti svo geta þess að hver sá maður, sem leggur krónur inn í banka, til þess að grípa til í náinni framtíð, má búast við afföllum svo um munar, jafnvel 30—40% á ein- um mánuði eða svo af hálfu hins opinbera. Þetta voru kallaðar gripdeildir áður fyrr, hvað sem það heitir nú, ég veit það ekki, ef til vill bara nútíma hagræðing". Frábærlega vel lesin framhalds- saga Álfbeiður hringdi og hafði eftirfarandi að segja; — Mig langaði til að koma á framfæri þakklæti fyrir framhaldssög- una Gott land, eftir Pearl S. Buck, sem Kristín Anna Þórar- insdóttir hefur verið að lesa. Sagan hefur verið frábærlega vel lesin, og er það vel með svo gott verk, því að oft hefur það viljað brenna við, að góðar sög- ur hafi verið eyðilagðar í flutn- ingi, t.d. þegar höfundar eða þýðendur hafa lesið þær. Þá langar mig enn fremur til að þakka fyrir þáttinn Við stokk- inn, þar sem rabbað er við börnin og lesið fyrir þau, áður en þau fara í háttinn. Sædýrasafnið: Endurskoðuð verði ákvörðun um starfs- leyfi fyrir safnið Bergur Björnsson skrifar: „Velvakandi. Ég er einn af mörgum sem sakna Sædýrasafnsins og fannst gaman að fara þangað með börnum mínum. Þar sem við höfum nú fengið nýjan menntamálaráðherra sem er vonandi víðsýnni en forveri hennar, þá vænti ég þess fastlega að endurskoðuð verði ákvörðun um starfsleyfi fyrir safnið. Mér finnst alveg með ólíkindum hvernig komið hefur verið fram við Sædýrasafnið, að því er virðist fyrir áhrif frá sama fólkinu og vildi banna sjónvarpsþættina um Tomma og Jenna. Eg vona að sú framkoma eigi sér ekki margar hliðstæður í þessu svokallaða lýð- ræðisþjóðfélagi okkar. Ef eitthvað er athugavert við starfsemi safns- ins þá eiga forráðamenn þess og aðrir velunnarar heimtingu á því að fá tíundað hvað þurfi að laga til þess að starfsleyfi fáist. Bestu kveðjur." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þá væri fulldjúpt í árina tekið. Rétt væri: Þá væri fulldjúpt tekið í árinni. (Þarna er í ekki forsetning, heldur atviksorð: Arinni væri tekið fulldjúpt í (þ.e. fulldjúpt í vatnið).) Karlmannaföt frá kr. 1.795 til 2.340 Terelynebuxur kr. 487, og Ijósar Permanentpress- buxur kr. 495 og gallabuxur kr. 365, 425, stretch- gallabuxur kr. 525, kven-gallabuxur kr. 380, flauels- buxur kr. 380. Sumarblússur, skyrtur o.fl. ódýrt. Andrés Skólavörðustíg 22, sími 18250. Taktu Philips feróa- útvarp meðútí sumaríð og sólina Philips feröatækm er\j sómagóöir feröafélagar og þu getur valiö þér einn viö þitt hæfi: Litinn, ódýran og laufléttan meö láng-, miö- og FM-bylgju; meö- alstóran og stæöilegan meö góöu út- varpi og kass- ettutæki, eöa stóran og 20 watta sterkan steríó- félaga meö yfir 20 tökk um til þess aö stjórna magnara kassettu- tæki, há- og út- ALLTAF Á FIMMTUDÖGUM BRC6TU! MYNDASÖGURNAR Vikuskammtur afskellihlátri -YSINGASIOFA KRISTINAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.