Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 21
Leikfélag Hornafjarðar: Sýnir Skáld- Rósu í Osló Fimmudaginn 28. júlí hefst í Osló norræn leiklistarhátíð á veg- um norskra áhugaleikfélaga í samvinnu við norræna áhugaleik- húsráðið. Til hátíðarinnar koma leik- hópar frá öllum Norðurlöndun- um. Hefst hátíðin með mikilli skrúðgöngu í gegnum Oslóborg, en verður síðan sett formlega í ráðhusinu í Osló. Sérstakur heiðursgestur við setningarathöfnina verður for- seti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, sem mun flytja þar ávaVp. Leikfélag Hornafjarðar varð fyrir valinu, sem fulltrúi íslands á hátíðinni með sýningu sinni á „Skáld-Rósu“ eftir Birgi Sig- urðsson í leikstjórn Jóns Sigurbjörnssonar. Skáld-Rósa var sýnd við góðar undirtektir á Höfn sl. haust, en einnig kom leikhópurinn til Reykjavíkur og sýndi í Kópavogsbíói fyrir fullu húsi. Með hlutverk Skáld-Rósu fer Ingunn Jensdóttir. Leikfélag Hornafjarðar hefur fengið dyggan stuðning hjá ýmsum aðilum til ferðarinnar, svo sem: Menningarsjóði Kaup- félags Austur-Skaftfellinga, Hafnarhrepp, sýslusjóði Aust- ur-Skaftfellinga, menntamála- ráðuneytinu o.fl. Einnig hefur leikhópurinn unnið að fjáröflun með tískusýningum, útimarkaði og skemmtidagskrám. í leikhópnum eru 22, en alls fara 30 manns frá íslandi utan vegna hátíðarinnar. Æfingar hafa nú staðið yfir undanfarið vegna utanfarar leikfélagsins og verður ein sýn- ing á Höfn nk. sunnudag kl. 15.00. Leiklistarhátíðin í Osló er önnur í röðinni. Sú fyrsta var haldin í Ábo í Finnlandi fyrir tveim árum. Þangað fór Leikfé- lag Sauðárkróks með Týndu teskeiðina eftir Kjartan Ragn- arsson í leikstjórn Ásdísar Skúladóttur. Ráðgert er að 1986 verði þriðja norræna leiklistar- hátíð áhugafólks haldin á ís- landi. Höföar til .fólks í öllum starfsgreinum! MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983 21 Leiklistarfólkið úr Leikfélagi Hornarfjarðar sem fer til Osló að sýna Skáld-Rósu. fr, Mjög ódýr massív furuhúsgögn Lituð og ólituð HUSGÖGN Langholtsvegi 111. Sími 37010 og 37144 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Sjálfhledsluvegn Vil kaupa notaðan sjálthleðslu- vagn. Gisli H. Magússon, Ytri-Asum, sími um Kirkjubæjarklaustur. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Sumarleyfisferðir Feröafélagsins: 1. 22.-27. júlí (6 dagar): Landmannalaugar — Þórsmörk. Uppselt. 2. 29. júlí — 3. ágúst (6 dagar): Aukaferð. Landmannalaugar — Þórsmörk. Gönguferð milli sælu- húsa. 3. 3,—12. ágúst (10 dagar): Nýidalur — Herðubreiðarlindir — Mývatn — Egilsstaðir. Gist i húsum. 4. 5.—10. ágúst (6 dagar): Landmannalaugar — Þórsmörk. Gönguferð milli sæluhúsa. 5. 6.—12. ágúst (7 dagar): Fjöröur — Flateyjardalur. Gist í tjöldum. Ökuferð/ gönguferð. 6. 6, —13. ágúst (8 dagar): Hornvik — Hornstrandir. Tjald- aö í Hornvík og farnar dagsferðir frá tjaldstaö. 7. 12.—17. ágúst (6 dagar): Landmannalaugar — Þórsmörk. Gönguferð milli sæluhúsa. 8. 12,—21. ágúst (9 dagar): Egilsstaðir — Snæfell — Kverk- fjöll — Jökulsárgljúfur — Sprengisandur. Gist í tjöld- um/ húsum. 9. 18.-21. ágúst (4 dagar). Núpsstaöaskógur — Grænalón. Gist i tjöldum. 10. 18.—22. ágúst (5 dagar): Hörðudalur — Hitardalur — Þórarinsdalur. Gönguferö meö viöleguútbúnað. 11. 27,—30. ágúst (4 dagar); Norður fyrir Hofsjökul. Gist i húsum. Upplýsingar um feröirn- ar á skrifstofunni, Öldugötu 3, í síma 19533 og 11798. Tryggiö ykkur far tímanlega. Feröafélag islands ÚTIVISTARFERÐIR Helgarferöir 22.-24. júlí: 1. Þórsmörk. Gist í Utivistar- skálanum í Básum. Gönguferðir fyrir alla. Friðsælt umhverfi. 2. Veiðivötn. Útilegumanna- hreysiö i Snjóöldufjallgarði. Náttúruperla í auðninni. Tjöld. 3. Eldgjá — Landmannalaugar (hringferð). Gist í húsi. Upplýs- | ingar og farmiöar á skrifstofunni Lækjargötu 6a, s. 14606 (sím- svari). Sjáumst! Utivist Urvals haröfiskur Nokkur kíló af vestfirskri úrvals | ýsu til sölu. Upplýsingar i sima 52343 kl. 1 17—19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.