Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983
• Bogdan Kowalczyk
Miðsumarmót
UMSK
Míkið knattspyrnumót veóur
háð é Smárahvammsvelli í Kópa-
vogi nú um helgina. Það er UMSK
sem heldur þetta mót og kepp-
endur eru fró fimm félögum,
UBK, Stjörnunni, ÍK, Afureldingu
og Gróttu. Alls eru keppendur um
150 en keppt veöur í 6. aldurfokki
A, B, C og D og hefst keppnin kl.
13.30 ó laugardag og veröur síðan
fram haldið ó sunnudag.
Enn hefur ekkert heyrst frá Bogdan:
„Lífsspursmál fyrir -
okkur að fá hann“ '
— segir Friðrik Guðmundsson, form. HSI
„Það yrðu ógnvænleg tíðindi
fyrir okkur og nokkuð sem við
viljum helst ekki hugsa um,“
sagöi Friðrik Guömundsson,
formaður HSÍ, í gær í samtali við
Mbl. um hvað myndi gerast ef
Bogdan Kowalczyk, sem róöinn
hefur verið landsliösþjólfari,
kæmi ekki til landsins.
„Þaö er lífsspursmál fyrir okkur
aö fá hann hingaö. Hann er okkar
vopn t dag," sagöi Friörik. Eins og
Mbl. greindi frá í gær veröa fyrstu
landsleikir vetrarins hér heima viö
Tékka í október — líklega þann
20., og Bogdan ætlaöi aö byrja aö
æfa landsliöiö af fullum krafti er
hann kæmi til landsins. Hann á
bókaö flugfar hingaö 2. ágúst, eins
og áöur hefur komiö fram, og er nú
oröinn okkuö stuttur tfmi til stefnu.
Ekkert hefur heyrst frá honum nú í
nokkurn tíma. Islenska sendiráöiö
í Osló vinnur nú í málinu fyrir HSÍ
en þaö hefur milligöngu viö pólska
sendiráðiö í borginni.
Þá hefur utanríkisráöuneytiö ís-
lenska aöstoöaö HSÍ eftir megni.
Handknattleikssambandiö sendi
pólska sambandinu telex í gær, og
sagöi Friörik aö þeir vonuöust eftir
svari eftir tvo til þrjá daga, varö-
andi þetta mál. Svar hefur hins
vegar ekki fengist frá póiska sam-
bandinu til þessa.
Sá orörómur hefur gengiö fjöll-
unum hærra aö HSÍ hafi talaö viö
Ólaf H. Jónsson um aö taka aö sér
landsliöiö komi Bogdan ekki og
var þaö boriö undir Friörik. „Nei,
þaö er ekki rétt. Ég heyröi þessa
sögu líka í bænum, en þaö hefur
ekki veriö talaö viö Ólaf né neinn
annan um þetta." — SH.
Jón Diörikuon
Jón hljóp mflu í Lux
— Þjóðverjar greinilega hrifnir af Einari
Jón Diðriksson tók þótt í
stórmótínu í frjólsum íþróttum
sem nú or haldiö í Luxemburg.
Hann hljóp míluhlaup ( fyrra-
kvöld, en tími hans var tíu sek.
yfir íslandsmeti hans.
Tími Jóns í Luxembourg var
4:07,7 mín. Hann var meö fremstu
mönnum þar til einn hringur var
eftir, en var þá oröinn mjög þreytt-
ur og náöi ekki aö keyra á fullu til
enda.
Til stóð aö Einar Vilhjálmsson
tæki þátt í móti þessu, en hann
boöaði forföll á síöustu stundu.
Þjóöverjar eru greinilega hrifnir af
Einari, því hann var kynntur ítar-
lega í hátalarakerfi vallarins,
árangri hans undanfariö lýst, og
sagt aö hann heföi ætlaö aö koma
á mótiö.
Ágætis árangur náöist á þessu
móti í nokkrum greinum. Edwin
Moses sigraöi aö vanda í 400 m
grindarhlaupi og hljóp aö þessu
sinni á 49 sek. sléttum, annar varö
Dave Patric einnig frá Bandaríkj-
unum á 49,06. I 800 m hiaupi sigr-
aöi James Robinsson frá Banda-
ríkjunum Joachim Cruz frá Bras-
ilíu, en Cruz hefur veriö mjög sig-
ursæll aö undanförnu í 800 m
hlaupi. Robinson hljóp á 1:44.32
en Crus á 1:45.00. Calvin Smith
sigraði örugglega í 100 m hlaupi
þegar hann hljóp á 10.20 en landi
hans, Ron Brown, sem kom annar
í mark, hljóp á 10,37.
i míluhlaupi sigraöi Peter Wirz
frá Sviss, en hann komst fram úr
Mike Boit frá Kenya meö frábær-
um endaspretti og hljóp á 3:57.74
en Boit var á 3:57.83.
íslandsmótið í golfi
Landsmótið ( golfi 1983 fer
fram ó Grafarholtsvelli ( næstu
viku og hefst það ó mónudaginn
með keppni í fyrsta, öðrum og
þriðja flokki karla og ( öldunga-
flokki.
A þriöjudaginn heldur keppni
áfram ( þessum flokkum en á miö-
vikudag hefst keppni í mfl. karla og
kvenna auk 1. flokks kvenna og á
föstudaginn hefja stúlkur f 2. flokki
keppni en mótinu lýkur á laugar-
dag. Allir flokkar leika 72 holur
nema 2. flokkur kvenna og öld-
ungaflokkur sem leika 36 holur og
á föstudaginn veröur einnig keppt
í sveitakeppni stjórna hinna ýmsu
golfklúbba á landinu.
Áætlaö er aö um 240 kylfingar
muni taka þátt í mótinu og sigur-
vegarar í mfl. kvenna og karla
hljóta titilinn Islandsmeistari í golfi
1983. Verölaun veröa veitt fyrir
þrjú efstu sætin í hverjum flokki og
fylgir farandgripur 1. verölaunum.
Skagamenn viöstaddir dráttinn í Evrópukeppninni:
Fengur fyrir íslensk lið
fulltrúa
að eiga
— segir Gunnar Sigurðsson
þarna
Miðvikudagurinn 6. júlí sl. var
stór dagur í evrópskri knatt-
spyrnu. Þann dag var dregið um
þaö hvaða lið leika saman (
fyrstu umferð Evrópukeppn-
anna. Þegar dregiö er um mót-
herja í Evrópukeppnunum er
um aö ræða einn stærsta viö-
burö í knattspyrnunni og þar
eru samankomnir flestir ef ekki
allir þekktustu knattspyrnu-
forystumenn og þjólfarar í Evr-
ópu. Þaö vakti athygli nú, að í
fyrsta skipti ótti íslenskt liö full-
trúa viö þessa athöfn sem
gagngert fóru til að vera viö-
staddir. Þetta voru tveir full-
trúar Akurnesinga, þeir Har-
aldur Sturlaugsson formaður
knattspyrnuróðs og Gunnar
Sigurðsson stjórnarmaöur (
róöinu.
Evrópukeppnirnar eru þrjár og
eiga íslensk liö þátttökurétt í
þeim öllum. íslandsmeistarar
Víkings taka þátt í keppni meist-
araliöa, bikarmeistarar Akraness
taka þátt í keppni bikarhafa og
Vestmanneyingar sem uröu nr.
tvö á íslandsmótinu 1982 eru
fulltrúar í UEFA-bikarkeppninni.
Öll þessi liö hafa oft áöur tekiö
þátt í þessum keppnum og for-
ráöamenn þeirra þekkja þar vel
hver munurinn er að fá þekkt liö
sem mótherja eöa þau óþekktu
sem ekki laöa aö áhorfendur.
Eins spilar þaö mjög inn í hvort
keþþt er viö liö frá ná-
grannalöndunum sem tiltölulega
ódýrt er aö feröast til eöa þau
sem fjær eru á landakortinu og
kosta fjárvana íslensk knatt-
spyrnufélög stórar peningaupp-
hæöir í ferðalög.
Til aö fræöast um þaö sem fór
fram á þessum fundi sem haldinn
var í Genf í Sviss ræddi Mbl., viö
Gunnar Sigurösson um þaö.
„Þaö var mikil upplifun aö vera
þátttakandi í því sem þarna fór
fram," sagöi Gunnar. „Þessi
fundur er haldinn í stóru og
glæsilegu hóteli, og þarna voru
mættir forystumenn flestra liöa
sem þátt taka í þessum keppn-
um, og margir þeirra eru góöir
kunningjar okkar frá fyrri leikjum
okkar. Um hádegisbiliö söfnuö-
ust fulltrúar saman í fundarsaln-
um, Dr. Franchi forseti Evrópu-
knattspyrnusambandsins setti
fundinn og stjórnaöi honum. Síö-
an var nafnakall og las forsetinn
upp nöfn allra liöanna og fulltrúar
gáfu sig fram um leið og nöfn
þeirra voru lesin. Síöan er byrjaö
aö draga út nöfnin og eykst þá
spennan um allan helming."
UEFA-keppnin fyrst
„Byrjaö er aö draga út liöin í
UEFA-keppninni, keppni Vest-
manneyinga. Þegar nöfn liöanna
• Gunnar Sigurðsson
eru lesin upp heyrast oft mikil
fagnaöarlæti ef liö hafa veriö
heppin og eins heyrast Itka
óánægjustunur þeirra fulltrúa
sem töldu sig ekki vera ánægöa
meö væntanlega mótherja sína.
Þegar búiö var aö draga út liöin í
UEFA-keppninni var komiö aö
keppni okkar Akurnesinga,
keppni bikarhafa. Við þurftum
ekki aö bíöa lengi, því eftir aö
nafn Aberdeen haföi komiö fyrst
úr pottinum birtist nafn Akraness
næst og þar meö var útséö aö
þetta fræga liö yröi næsti mót-
herji okkar. Þaö er óhætt aö
segja aö þungu fargi hafi veriö af
okkur létt. Viö fylgdumst síöan
spenntir meö því hverjir yröu
mótherjar Víkings, og uröum þar
fyrir vonbrigöum meö þá ekki
síöur en aörir knattspyrnuáhuga-
menn á íslandi."
Hvað gerist síöan þegar lokið
er að draga saman mótherja?
„Þessi athöfn tekur svona
röska klukkustund og aö henni
lokinni hafa fulltrúar liöanna leyfi
til aö ræöast viö um hugsanlegar
breytingar t.d. á leikdögum eöa
aö snúa heimaleikjum viö. Þaö
má segja aö hér hafi tekiö viö
aðalverkefni okkar. öll íslensku
liðin drógust þannig aö fyrri leik-
irnir skyldu leiknir erlendis. Viö
settum okkur strax í samband
viö forráöamenn Aberdeen og
báöum þá aö breyta leikdögum
þannig aö þeir kæmu til fslands
fyrst og lékju hér 14. september.
Þeir tóku því vel og voru mjög
skilningsríkir á sjónarmiö okkar.
Um miöjan dag kemur svo sam-
an niöurrööunarnefnd leikjanna
og ákveöur hvaöa leikjum skuli
breyta og þar voru þessar breyt-
ingar okkar samþykktar."
Hvað viltu segja um þessa
væntanlegu mótherja ykkar?
„Nú, þaö fer ekkert á milli
mála aö þetta er mjög gott liö.
Þeir uröu Evrópubikarmeistarar
á sl. keppnistímabili, unnu þaö
mjög sannfærandi. Þaö er erfitt
aö segja hvaöa liö sé best, viö
getum sagt aö þeir séu í hópi
bestu liðanna, meö mjög
skemmtilega leikmenn, engan
verulega frægan en nokkrir
þeirra eru þó fastamenn í skoska
landsliöinu."
Nú fer ekkert ó milli móla að
svona fundur vekur mikla at-
hygli og hefur mikið auglýs-
ingagildi, er mikiö um það að lið
eða einstök lönd noti tækifæriö
til auglýsinga eða jafnvel land-
kynninga?
„Já, þarna eru saman komnir
margir heimsfrægir menn. Fjöl-
miölar láta slíkt ekki fara fram
hjá sér. Mikill fjöldi manna er á
þeirra vegum og heill salur á hót-
elinu er fullur af telexum og öör-
um slíkum tækjum. Kvöldiö fyrir
fundinn héldu t.d. Portúgalir
mikla veislu og buöu fulltrúum
annarra landa, þarna var t.d. hiö
fræga liö Benfica mjög í sviös-
Ijósinu, stúlkur í þjóöbúningum
gengu meöal gesta og afhentu
þeim myndir af þortúgölsku liö-
unum sem þátt taka í Evrópu-
keppnunum í ár. Þarna var hinn
frægi sænski þjálfari Benfica
greinilega aöalmaður samkom-
unnar."
Að lokum Gunnar, er það
fengur fyrir islensk liö að eiga
fulltrúa ó staðnum þegar dregið
er í Evrópukeppnirnar?
„Já, þaö tel ég, þetta er í tí-
unda skipti sem viö Skagamenn
tökum þátt í þessum keppnum
en viö höfum aldrei áöur veriö
viöstaddir þegar dregiö hefur
veriö. Oft hafa komiö upp vanda-
mál varöandi breytingar. Þama
er tvímælalaust hægt aö afgreiöa
þær á staönum. Þaö kom okkur
til góöa í þetta skiptiö. Annars
tókum viö Haraldur þetta upp hjá
okkur sjálfum og greiddum sjálfir
kostnaöinn sem þessu fylgdi. Viö
íslendingar eigum ekki aö vera
neinir smákarlar ( höndunum á
þessum „milljónaklúbbum", viö
höfum þarna sama rétt og þeir
og ég gat ekki betur séö en viö
þættum veröugir andstæöingar
þeirra. Þetta sjáum viö líka vel
nú, því aö á nokkrum dögum
hafa margir blaöamenn frá
Skotlandi og Englandi haft sam-
band viö okkur til aö fræöast um
liö okkar og fá upplýsingar um
ýmislegt í íslenskri knattspyrnu."
JG