Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983 Roðinn í austri 3. grein: Kommúnistaávarpið — eftir dr. Sigurð Pétursson Höfundar kommúnismans Sósíalisminn eða jafnaðarstefn- an átti sér þegar langa sögu áður en þeir Marx og Engels sömdu Kommúnistaávarpið, en útgáfa þess um miðja 19. öld markaði tímamót í verkalýðsbaráttunni. Karl Marx (1818—1883) hefur alltaf verið talinn aðalhugsuður kommúnismans, enda stefnan oft við hann kennd og kölluð marx- ismi. Friedrich Engels (1820—1895) samverkamaður Marx, tók þó mjög mikinn þátt í því að semja Kommúnistaávarpið, og er það undirritað af þeim báð- um. Marx og Engels voru báðir Þjóð- verjar, fæddir í Rínarlöndunum, af góðum borgaraættum. Marx hafði lagt stund á heimspeki og sagnfræði, en Engels hafði alist upp við verslunarrekstur fjöl- skyldunnar í Englandi og við her- þjálfun í Þýskalandi. Fundum þeirra bar fyrst saman í París 1844. Báðir voru þeir byltinga- sinnaðir, ungir og örgeðja, enda ber Kommúnistaávarpið merki þess. Má segja að þar hafi komið saman þýsk heimspeki og ensk kaupsýsla, með keim af þýskum hernaðaranda. Kommúnistaávarpið hefur verið gefið út á mörgum tungumálum og í mörgum löngum, og margsinnis í sumum þeirra. Sumt í því varð fljótt úrelt og hefur því verið breytt nokkuð eftir stað og íima, en aðalatriðin munu yfirleitt vera óbreytt. Eftir að ónákvæmar og falsaðar þýðingar höfðu verið gerðar og margsinnis endurprent- aðar, þá birtist i London árið 1888 nákvæm ensk þýðing á frumtext- anum gerð af Samuel Moore, með formála eftir Fr. Engels. Það var sú þýðing, sem gefin . var út í Moskvu árið 1971 og hér var áður getið. Á rússnesku var Kommún- istaávarpið fyrst gefið út árið 1869 í þýðingu Bakunin og þá prentað í Sviss. Þegar til átti að taka hafa and- stæðurnar milli borgarastéttar- innar og öreiganna ekki reynst svo skýrt afmarkaðar sem ætlað var. Margir vildu þá draga úr bylt- ingaraðgerðum og taka upp þing- ræðislegar aðferðir. Upp af þessu óx svo hin lýðræðislegi sósíalismi og flokkar sósíaldemókrata, er síð- ar urðu erkióvinir kommúnista. Alræði öreiganna Það hefur verið sagt um Komm- únistaávarpið, að það sé meistara- verk í pólitískum áróðri og vits- munalegri drambsemi. Furðu- legast er samt, að það skuli enda í stéttlausu þjóðfélagi, án stjórn- skipulags. Ekkert er sagt um það, hvernig eigi að stjórna þessu þjóð- félagi. Sem sagt, höfuðlaus her. Lokamarkið er aðeins: Alræði ör- eiganna. Þrátt fyrir stjórnleysið vantar þó ekki stórmennskuna og stór- veldisdraumana. í stað þess að láta sér nægja að sameina verka- menn í einstökum löndum og taka síðan upp samvinnu við hliðstæð samtök með fleiri þjóðum, sem líkt voru á vegi staddar, þá er í Kommúnistaávarpinu skorað á ör- eiga (Proletarier) um allan heim að slást í hópinn. Af öreigum er auðvitað alltaf nóg meðal frum- stæðra þjóða. Á 19. öld voru lifn- aðarhættir meginhluta jarðarbúa mjög frumstæðir. Fólkið lifði fábrotnu sveitalífi, eignalítið eða eignalaust, og verkamenn í síðari tíma merkingu þekktust aðeins í V-Evrópu og N-Ameríku. Öllu þessu fátæka fólki, sem hvorki var læst né skrifandi, átti nú að safna saman í einn her. Hér var mikið færst í fang, ekki síst þegar herinn var höfuðlaus. Þetta var auðvitað allt tóm hringavitleysa, alger vitfirring, og sannaði aðeins, að hér var á ferð- inni vofa og það meira en lítið hættuleg. Nokkrar gætnari þjóðir, sem mæla á enska tungu, eins og Bret- ar og Bandaríkjamenn hafa veigr- að sér við að nota ávarpsorðið „Proletarians“ í herkvaðninguna og sagt í þess stað „Working men“ eða „Workers". Meira að segja sjálf Sovétríkin létu þessi orð standa í enskri útgáfu af Komm- únistaávarpinu, sem kom út í Moskvu árið 1971. Það er að sjálfsögðu mjög veiga- mikið atriði í herkvaðningu sem þessari, hvort kallaðir eru úr „verkamann allra landa" eða „ör- eigar allra landa". Val síðari leið- arinnar, að viðbættu alræði öreig- anna, er veigamesta nýmælið í Kommúnistaávarpinu og það und- irstrikar um leið aðalmuninn, sem er á sósíalisma og kommúnisma. Fjármagnið „Das Kapital", höfuðrit Karls Marx, er einnig samið með þátt- töku Fr. Engels. Fyrsta bindi þess Friedrich Hegel kom út árið 1867, en tveim bind- um, sem á eftir komu, var ekki lokið þegar Marx andaðist, og lauk Engels við verkið. „Das Kapital" er tvímælalaust í röð merkustu hagfræðirita, en í krafti þess póli- tíska áróðurs, sem það flytur og þeirra heimspekilegu raka, sem færð eru honum til stuðnings, hef- ur ritverk þetta orðið sannkölluð „heilög ritning" allra sósíalista, áþekk Biblíu kristinna manna og Kóraninum hjá þeim sem trúa á Múhameð. Þennan dulspekilega þátt, byggðan á heimspeki Hegels, fléttar Marx saman við sinn eigin hagfræðilega og þjóðfélagslega boðskap og gefur verkinu þar með sinn helgisvip. Marx mun fljótt hafa komið auga á það, að ekki nægði ein- göngu ný skipting auðæfa og valda til þess að sameina verkamenn eða öreiga allra landa. Það yrði að gefa þessu ímyndaða þjóðfélagi öreiganna einhvern tilverurétt í augum fólksins, einhverja stöðu í tilverunni. Fólkið yrði að samein- ast í trú á einhver æðri rök eða forsendur fyrir þessari byltingu, forsendur, sem ekki væri þó nauð- synlegt að allir skildu. „Vér lifum í trú en ekki í skoðun," skrifaði postulinn Páll. Bak við slíka trú er alltaf einhver óttablandin virðing, sem verður því sterkari sem inn- tak hennar er torskildara, mætti jafnvel vera mannlegum skilningi ofvaxið. Þarna kom heimspeki Hegels, með sinni „dialektísku" aðferð, Marx í góðar þarfir. Dialektísk efnishyggja, Dialektík er rökfræðilegt hug- tak, skilgreint sem list rökleiðsl- unnar, og er þá einkum átt við þankagang Friedrich Hegels (1770—1831). Hegel fylgdi þeirri stefnu í heimspeki sem nefnd er „Idealism" eða hugsæisstefna, en þá dialektísku aðferð hans mætti nefna heilaspunaaðferð á íslensku. Þankagangurinn er á þessa leið: Hver hlutur, hvert hugtak á sína andstæðu, líf og dauði, dagur og nótt, hugsæisstefna og raunsæis- stefna. Þessar andstæður (thesis og antithesis) ber manni að sam- ræma eða sameina í einn hlut eða eitt hugtak (synthesis) og hafa þá öðlast nýjan „sannleika". En þessi „sannleiki" á líka sína andstæðu og þær andstæður verður líka að samræma, og þannig má spinna áfram í það óendanlega. Rökleiðsl- an á sér hér engan endi frekar en tíminn eða rúmið. Shakespeare sagði um þetta: „Að vera eða vera ekki, þarna er efinn." En hér á Fróni er bara sagt Chile á barmi byltingar? Ástand mála og orsakir — eftir Jón Val Jensson cand. theol. Fréttir berast nú daglega um aukinn óróa meðal almennings í Chile, verkföll, mótmælagöngur og átök við lögreglu. Þegar þetta er ritað, hafa átta manns verið drepnir í átökum sl. tveggja mán- aða, enn fleiri verið særðir og þús- undir manna verið handteknir eða sagt upp störfum. Pinochet forseti, sem stjórnað hefur landinu með harðri hendi, síðan herinn tók völdin í blóðugri byltingu gegn vinstristjórn All- endes 1973, hefur fordæmt mót- mælaaðgerðirnar sem verk komm- únista og hótar að bregðast við þeim með því að taka upp enn harðari stjórnarhætti en hingað til. Þrátt fyrir slíkar hótanir og áratugs reynslu Chile-búa af því, að pólitískt andóf er miskunnar- laust barið niður og m.a. beitt grimmilegum pyntingum í því skyni, þá virðist ekkert ætla að stöðva þau almennu mótmæli gegn stjórninni, sem brotizt hafa út á þessu ári. Einn gagnrýnandi Pinochets, Gustavo Leigh, fyrrverandi yfir- maður flughersins, lýsti mót- mælaaðgerðum síðasta mánaðar sem merki þess, að Chile-búar hefðu „losnað við óttann", og kvað hann það geta haft „ófyrirsjáan- legar afleiðingar til lengri tíma séð“ (Sunday Times 22/5). Ástæð- ur þessara mótmælaaðgerða eru fyrst og fremst hrun atvinnulífs í Chile, sem hlotizt hefur af efna- hagsstefnu stjórnarinnar, og óþreyja Chile-búa eftir því að fá aftur að njóta lýðræðis í landi sínu eftir 10 ára einræðisstjórn. Kröfurnar um nýja og lýðræð- islega ríkisstjórn heyrast nú úr öllum áttum, ekki aðeins frá verkalýðssamtökum og kaþólsku kirkjunni, heldur og frá millistétt- um landsins, sem studdu valda- töku herforingjanna árið 1973, og jafnvel frá iðjuhöldum og öflum innan hersins. Pinochet sjálfur er sagður hafa gefið í skyn við chil- iska frammámenn, að hann kunni að segja af sér og láta völdin í hendur borgaralegri stjórn (Sunday Times 22/5 og 19/6). Þótt víst sé, að hann fresti því í lengstu lög, er hæpið, að honum takist að berja niður mótspyrnu þjóðarinn- ar öllu lengur. Blóðug uppreisn er ekki sennileg, en snyrtileg hall- arbylting að suður-amerískum hætti er líkleg til að svipta Pin- ochet þeirri ánægju að halda upp á tíu ára afmæli stjórnar sinnar þann 11. september nk. Það felur þó ekki í sér, að herinn sé vís til að fylgja í fótspor argentínskra hershöfðingja, sem hafa heitið þjóð sinni endurreisn lýðræðis og þingræðis á hausti komandi. Verði Pinochet vikið úr embætti, er hins vegar óhætt að taka það sem merki þess, að hans ósveigjanlega frjálshyggja í efnahagsmálum, sem komið hefur landinu á kaldan klaka, verði gefin upp á bátinn og nýrra úrræða leitað til að endur- reisa atvinnulífið, e.t.v. með auk- inni þátttöku borgaralegra manna í stjórn landsins. Róttæk breyting á efnahagskerfinu Eftir valdatökuna 1973 boðaði Pinochet hreina byltingu efna- hagslífsins til að snúa við þróun- inni frá óðaverðbólgu og stöðnun atvinnulífs undir stjórn Allendes fyrrverandi forseta. Lærisveinum Miltons Friedmans við Chicago- háskóla var boðið til Chile að endurskipuleggja frá grunni fjár- málakerfi landsins í anda hinnar nýju frjálshyggju (monetarisma). Losað skyldi um tök ríkisvaldsins á atvinnulífinu og stefnt að frjálsu markaðskerfi í stað blandaðs hag- kerfis. Á valdatíð Allendes og reyndar einnig á tíð kristilegra demókrata, sem áður réðu stjórn landsins, hafði ríkisvaldið tekið að sér stóran hluta atvinnureksturs, Ein af mörgum skopmyndum af Pinochet. Fyrri grein: og þegar árið 1939 hafði verið sett á laggirnar e.k. Framkvæmda- stofnun til að efla iðnvæðingu landsins. Árið 1970 voru um 300 fyrirtæki í eign þessarar ríkis- stofnunar, og á þriggja ára valda- tíð sinni bætti Allende forseti meira en hundrað fyrirtækjum við ríkisgeirann, þ.á m. mörgum stór- fyrirtækjum. Pinochet sneri þessari þróun við með því að selja rúm 400 illa stæð ríkisfyrirtæki í hendur einkaaðila, og eru nú vart eftir nema 20 í ríkiseign. Vegna slæms ástands efnahags landsins og hárra vaxta voru fáir í aðstöðu til að kaupa þessi fyrirtæki, og hlaut því svo að fara, að stór hluti atvinnurekstrar landsins lenti í höndum örfárra manna. Jafnhliða þessu opnaði herfor- ingjastjórnin landið upp á gátt fyrir erlendum innflutningi og lækkaði tolla úr 94% í 10%, og gilti sama álagning jafnt fyrir lúxúsvarning sem nauðsynjavör- ur. Þá var erlendum bönkum boðið að setja upp útibú í Chile, á sama tíma og ríkisbankarnir voru seldir einkaaðilum. Vextir skyldu ákvarðast af framboði og eftir- spurn, og afnumdar voru allar hömlur á fjármagnsflutningi milli landa. Umbótastefna fyrrverandi for- seta, Eduardos Frei og Allendes, varðandi nýtingu jarðnæðis í þágu fátækrar sveitaalþýðu, fékk sitt banahögg af hendi Pinochet- stjórnarinnar, sem skilaði um 30% alls jarðnæðis til uppruna- legra eigenda og seldi um 20% á uppboðum til annarra aðila. Ein- ungis 30% landsins héldust við í eign fátækra bænda, sem notið höfðu umbótastefnu fyrri ríkis- stjórna. En þar sem herforingja- stjórnin skrúfaði fyrir lánafyr- irgreiðslu og tækniaðstoð til eig-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.