Morgunblaðið - 22.07.1983, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1983
+ Faöir okkar, ÞORVALDURJÓNASSON, andaöist 20. júli. Fyrir hönd vandamanna, Grétar Þorvaldsson, Elvar Þorvaldsson.
+ Eiginmaöur minn, JÓN EINARSSON, Fannborg 1, Kópavogi, tyrrverandi bifreióastjóri, j andaöist 21. júlí í Landakotsspítala. Magnea G. Ágústsdóttir.
+ RAGNAR PÁLSSON, fyrrverandi bóndi, Árbæ, Mýrasýslu, andaöist 16. júli i sjúkrahúsinu á Akranesi. . Útförin fer fram frá Borgarneskirkju kl. 2.00 e.h. laugardaginn 23. júlí.
+ Bróöir minn, JÓN S. HELGASON, í andaöist í Borgarspítalanum sunnudaginn 17. þ.m. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 25. þ.m. kl. 3 e.h. Fyrir hönd vandamanna, Valdimar Helgason.
+ i Móöir mín og systir okkar, SIGURLÍNA M. JÓNSDÓTTIR, lést á Elliheimilinu Grund 20. júli. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. júlí kl. 1.30. Fyrir hönd vandamanna, Kristín Haraldsdóttir.
+ i Ástkær móöir okkar, JÓHANNA VALDÍS HELGADÓTTIR, Hóaleitisbraut 39, Raykiavík, veröur jarösungin frá Selfosskirkju laugardaginn 23. júlí kl. 5 síö- degis. Fanney Magnúsdóttir, Sævar Magnússon, Hilmar Magnússon.
+ Útför JÓNS GUNNARSSONAR, Grund, Villingaholtshreppi, fer fram frá Villingaholtskirkju laugardaginn 23. júlí kl. 1.30. Fyrir hönd vandamanna, Sveinrún Jónsdóttir, Sigríóur Jóna Kristjánsdóttir.
+ Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUOFINNA ARNFINNSDÓTTIR frá Flateyri, Framnesvegi 44, veröur jarösungin frá Neskirkju föstudaginn 22. júlí kl. 3. Brynhildur Stefánsdóttir, Magnús Bjarnason, Kjartan Stefánason, Anna Sigmundsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Kristinn Magnússon, Hallur Stefánsson, Fjóla Haraldsdóttir, Lóa Stefánsdóttir, Guómundur H. Þóröarson, barnabörn og barnabarnabörn.
+ Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir, amma, dóttir og tengdadóttir, ÁSLAUG ÞORLEIFSDÓTTIR, Tangagötu 26, laafiröi, veröur jarösungin frá fsafjaröarkirkju, laugardaginn 23. júlí kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hennar, láti Minningarsjóö Kvenfélagsins Hlífar njóta þess. Kjartan Brynjólfsson, Baldur Kjartansson, Kristrún Erlingsdóttir, Hjörtur Kjartansson, Sólveig Kjartansdóttir, Sigríöur A. Kjartansdóttir, Kjartan Baldursson, Astrún Þórðardóttir, Sigríöur Kjartansdóttir.
Eðvarð Sigurðsson
fyrrum alþingismaður
Fæddur 18. júlí 1910
Dáinn 9. júlí 1983
Hinn 17. nóvember 1949 á úr-
svölum haustdegi leit ég fyrst tvo
þeirra manna, sem ég hefi lengst
starfað með að samningamálum
og vakað með flestar nætur. Þess-
ir menn voru Eðvarð Sigurðsson
og Torfi Hjartarson, þá ríkissátta-
semjari. Fundur var haldinn út af
kjaradeilu Félags vélgæslumanna,
deildar í Vmf. Dagsbrún og
Vinnuveitendasambandsins, en
Dagsbrún hafði þá boðað verkfall
allra meðlima félags vélgæslu-
manna í frystihúsum.
Á þessum fundi urðu snörp
orðaskipti, einkum milli Eggerts
Claessen, frkv.stj. VSÍ og Eðvarðs
Sigurðssonar. Þótti mér báðir
flytja mál sitt af meiri fimi, en ég
hafði áður kynnst. Mér er þessi
samningafundur, sem var einn sá
fyrsti, sem ég sat, einkar minn-
isstæður. Eftir nokkra næturfundi
náðist samkomulag og engin verð-
mæti fóru forgörðum.
Við aðstæður þær, sem ég hefi
lýst komst ég fyrst í kynni við
samningamanninn Eðvarð Sig-
urðsson og gerði mér grein fyrir
hvílíkur hæfileikamaður hann
var.
Eftir þetta kynntist ég honum
náið sem forystumanni verka-
lýðssamtakanna við samninga-
borðið um 30 ára skeið. Tel ég að
ekki leiki á tveim tungum að inn-
an þeirra samtaka hafi hann á því
tímabili verið mestur áhrifamað-
ur. Hann þurfti aldrei að brýna
róminn til að áheyrendur hans
hlustuðu vandlega.
Þýðingarmestu félagsmál sem
ég tel að Eðvarð hafi átt drýgstan
þátt í að leysa farsællega fyrir
samtök sín og raunar þjóðina alla,
voru stofnun Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs 1956 og stofnun lífeyr-
issjóða verkalýðsfélaganna, sem
+
Hugheilar þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og
hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengda-
fööur, afa og langafa,
HARTMANNS PÁLSSONAR,
Lönguhlíö 25.
María Magnúsdóttir,
Ásdís Hartmanns,
Kristín Hartmannsdóttir,
Halldóra Hartmannsdóttir
Ásta Hartmannsdóttir
Guórún Hartmannsdóttir
Adda Hartmannsdóttir
Erna Hartmannsdóttir
Guöbrandur Sæmundsson,
Adolf Haraldsson,
Bragi Jónsson,
Ásgeir Jónsson,
Halldór Ólafsson,
Anton Þórjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarö
arför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa,
BJÖRNS JÓNSSONAR
frá Mýrarlóni, Skarðshllö 61.
Hulda Björnsdóttir,
Pála J. Björnsdóttir,
Guömundur Björnsson,
Jón Tr. Björnsson,
Kristín Björnsdóttir,
Siguröur Björgvin Björnsson,
Höröur G. Björnsson,
Björg Björnsdóttir,
barnabörn og
Tómaa Þorvaldsson,
Gísli Sigfreösson,
Sigríður Steinþórsdóttir,
Álfhildur Vilhjálmsdóttir,
Steingrímur Steingrímsson,
Ólína Aöalbjörnsdóttir,
Laufey Bragadóttir,
barnabarnabörn.
+
Innilegar þakklr fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
MAGNEU INGIBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR
frá Hólmfastskoti.
Valgeröur Bjarnadóttir, Sigurgrímur Grímsson,
Magnea B. Bjarnadóttir, Valdemar Konráösson,
Guömundur Bjarnason, María Jónsdóttir,
María Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Vegna jaröarfarar Eövarðs Sigurössonar veröa
skrifstofur okkar aö Suðurlandsbraut 30, 3. hæö lok-
aöar föstudaginn 22. júlí.
Lífeyrissjóður Dagsbrúnar
og Framsóknar.
Samband almennra lífeyi issjóóa.
Umsjónarnefnd eftirlauna.
Opiðtilkl. 10 virka daga
Útfararkransar og kistuskreytingar meö stuttum fyrir-
vara. Getum útvegaö áletrun á borða meö skrautstöfum.
FlÓra, Hafnarstræti 16,
sími 24025.
samið var um milli Alþýðusam-
bands íslands og Vinnuveitenda-
sambandsins 19. maí 1969. Eðvarð
átti einnig drýgstan þátt í stofnun
Sambands almennra lífeyrissjóða
— SAL — 12. júní 1973, sem var
mikið heillaspor fyrir alla að-
standendur lífeyrissjóða, sem þar
eiga hlut að máli.
I þeim fáu kveðjuorðum, sem ég
rita hér um Eðvarð, sem ég hefi
um langt skeið talið meðal allra
bestu vina minna ætla ég ekki að
telja upp öll þau mál, sem hann lét
til sín taka og leiddi til sigurs á
vettvangi stjórnmála og félags-
mála. Að gera viðhlýtandi grein
fyrir því væri efni í myndarlega
bók. Mig langar hins vegar að
minnast á hvað það var í fari
hans, sem gerði hann í mínum
augum að dýrðarmanni.
I Ljósvetningasögu segir Guð-
mundur inn ríki svo á mikilli ör-
lagastund við Hlenna inn gamla
Ormsson: „Jafnt þykkir mér heit
þín sem handsöl annara manna."
Þessi orð komu mér í hug, er ég
heyrði lát Eðvarðs Sigurðssonar.
Lítill ádráttur frá hans hendi
hafði ekki minna gildi en skrifuð
loforð annarra. Það var líka hægt
að fulltreysta því, að það sem hon-
um var sagt í trúnaði sagði hann
ekki öðrum. Þessir eiginleikar
hans urðu til þess að hægt var að
ræða við hann hugmyndir til
lausnar vandasömum málum og fá
álit hans á þeim. Slíkt leiddi að
sjálfsögðu oft til fyrri og farsælli
málaloka, en verið hefði, ef per-
sónulegt og gagnkvæmt traust
hefði skort.
Þegar til ákvarðanatöku kom,
kom oft á óvart, hversu vandlega
Eðvarð hafði velt fyrir sér, hvaða
afieiðingar ákvörðun hefði og
hvernig hún yrði í framkvæmd.
Maðurinn var svo einstaklega
agaður og vandvirkur, að ég hygg
að lengi þurfi að leita til að finna
slíkan. Ekki styrkti löng skóla-
ganga hann þó í að hlú að þessum
kostum, en af mörgu dregur spak-
ur maður mið og sjálfsmenntun
Eðvarðs og reynsluþekking gerðu
hann að sönnum menningarmanni
í þess orðs bestu merkingu.
Það var gaman að tala við Eð-
varð og það var líka einstaklega
gott að þegja með honum. I návist
hans var ávallt einhver baðstofu-
hlýja og þokki, þar sem ríkti ró,
háttvísi og falslaus góðgirni.
Hann gleymdi aldrei gömlum vin,
var trygglyndur og vinfastur.
Oft ræddum við um skáldskap.
Eðvarð dáði Kiljan mjög, einkum
fyrir sögulegu skáldsögurnar, en
af íslenskum ljóðskáldum held ég
að honum hafi þótt mest koma til
Jónasar Hallgrímssonar, Jóns
Helgasonar og Stephans G.
Eðvarð var náttúruskoðari og
ferðaðist um landið sjáandi og
njótandi. Á slíkri skoðunarferð
var hann, er hann varð bráð-
kvaddur 9. júlí sl. og féll í fang
húsfreyju sinnar, frú Guðrúnar
Bjarnadóttur, gáfaðrar og elsku-
legrar konu, sem tólf síðustu árin
bjó honum fagurt og kyrrlátt
heimili að Stigahlíð 28 hér í borg.
Guðrún las oft fyrir hann sögur og
ljóð.
Síðasta kvæðið, sem hún las
honum er úr Ljóðasafni Magnúsar
Ásgeirssonar eftir bandaríska
skáldið Alan Seeger og heitir í
þýðingunni: „Ég hefi mælt mér
mót.“ Síðustu ljóðlínur kvæðisins
hljóða svo:
„En ég hef mælt mér mót við Dauðann
um maíkvöld í bústað hans,
á meðan svanir svífa í ver..
— Og svik skal enginn bera mér.“
Svik bar þér enginn Eðvarð Sig-
urðsson.
Ég get fullyrt að um hans daga
naut enginn verkalýðsforingi slíks
trausts og virðingar viðsemjenda
sinna sem hinn fallni andstæðing-