Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983 Læriö vélritun Ný namskeið hefjast mánudaginn 8. ágúst. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvéfar. Engin heimavinna. Inn- ritun og upplýsíngar í síma 36112 og 76728. Vélritunarskólinn, Suðurlandsbraut 20. Sími 85580. Njótið kvöldsins um borð í Rán Sýnishorn af matseðli kvöldsins Kaldur skelfiskskokteill meö hvitvinsdressingu og ristuöu brauöi. — O — - Frönsk krabbasúpa meö þeyttum rjóma og krabbahrogn- um. — O — Fylltar smálúöurúllur meö camembertosti, skinku, sveppum og hvítvínssósu. — O — Heilsteiktur grísahryggur meö Dejonsósu og kartöflukrók- ettum. — O — Steiktur svartfugl meö portvínsbættri gráöostasósu, syk- urbrúnuöum kartöflum og Waldorfsalati. — O — Karamellubúöingur. — O — Jón Moller leikur af sinni alkunnu snilld á píanóið. Tvímælalaust einn ódýrasti matsölu- staöur borgarinnar. Aðeins þaö besta er nógu gott fyrir gesti okkar. Harður kjarni ræður ferð Björn Dagbjartsson seg- ir í forystugrein íslendings 28. júlí sl.: „Göngumennirnir eru margir hverjir ekki annaö en nytsamir sakleysingjar með e.Lv. einum of stóran skammt af þjóoarstolti, alll að því þjóðarrembingi. Það er aö vísu ekki séríslenskt fyrirbæri aö kommar nái slíkum tökum á þjóðar- rembingi eda ..nalional- ísma", en það er fálítl. Stundum vakna skynsam- ari göngumenn upp við það að þeir eiga ekkert sameig- inlegt með kommum og reyna að rífa sig lausa. Þetta gerðist þegar Þjóð- varnarmenn gerðu sína líl raun og sagan endurtók sig með Frjálslynda vinstri- menn. En það er ekki laust sem skrattinn heldur og leifar beggja flokka má sjá í forystu Alþýðubandalags- ins enn þann dag í dag. Auðvitað býr engin alvara að baki þjóðrembustagli kommaforingja en vesal- ings gönguliðið lætur þó furðu lengi og oft blekkj- ast Varla getur nokkur trúað því lengur að með því að kjósa Alþýðubandalagið geti menn haft áhrif á veru okkar í NATO? Um þessar mundir er verið aö hóa saman göngu- liðinu í sérstöku friðar- nafni. Helsti smalamaður- inn er einn árásargjarnasti stóryrðamunnur Alþýðu- bandalagsins. Hver irúir því að Ólafur Ragnar Grímsson sé eitthvað meira friðelskandi en aðrir menn? Skrif hans og tal að öðru leyti ber a.m.k. vott um allt annað en sátt og samlyndi. „Nú hafa Rússar fundið upp friðinn og þaö var skrambi vel gert," sagði Steinn Steinarr þegar hann kom úr sinni Rúss- landsheimsókn. Allir sem gera sér grein fyrir afleio- ingum kjamorkustyrjaldar vilja auðvitað að friður ríki i heiminum. Menn greinir hins vegar töluvert á um það hvort kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd eða jafn- vel Vestur-Evrópa er nokk- ur trygging fyrir friði, og jafnvel þótt menn tryðu þessu þa eiga íslenskir kommar ekki að græða á því kjörfylgi. í nágranna- löndum okkar þar sem lífskjör eru svipuð því sem hér gerist, fátækt óþekkt og lýðréttindi í hávegum höfð, eru kommaflokkar Utan stjórnar — áffram gakk! „Eins og venjulega þegar Alþýöubandalagiö er ekki í ríkisstjórn þá rísa svokallaðir herstöövaandstæöingar upp úr öskustónum og ganga af staö þyljandi gömlu slagorðin sín. Það hefur verið dauft yfir þessu liði síðustu árin enda hafa kommar setið í stjórn í meira en 7 af síðustu 12 árum. Kommaráðherrum dettur ekki í hug að hreyfa við varnar- liðinu og kolbítunum er sagt að hafa hægt um sig. Það mætti jafnvel segja að varnarliðið hafi verið einn gagnleg- asti kosningasmali komma gegnum árin. Kommaforingjar vita þetta og vilja ekki fyrir nokkurn mun missa varnarliðið fyrr en þeir væru þá komnir með töglin og hagldirnar í stjórn landsins.". (Björn Dagbjartston forstóðumadur Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðanns í for- ystugrein íslendings). litlir sértrúarsöfnuðir. Svo mundi einnig vera hér, ef ekki væru nytsamir sak- leysingjar. Því verður ekki trúað að 15—20% íslensku þjóðar- innar vilji koma hér á kommúnistaríki, en þeir eru samt með í þessum 15—20% sem kjósa Al- þýðubandalagið og það sem verra er, að línu- kommarnir og valdabrölt- ararnir mynda harða kjarn- ann sem ræður ferðinni í stjórnmálaarmi flokksins. B.D." Atvinnuleysi Við Islendingar höfum gjarnan hreykt okkur af at- vinnuöryggi. Ýmis teikn hafa hinsvegar verið á lofti síðustu misseri — í kjölfar kolrangrar pólitískrar stjórnsýslu — sem benda til þess að atvinnusam- dráttur væri hlaupinn í I þjóðarbúskapinn. Arið 1981 var meðaltal skráðra atvinnulevsisdaga 8.837 á mánuði. A sl. ári, 1982, var þetta mánaðar- meðaltal komið í 16.683, langleiðina í tvöföldun. A fjórða ársfjórðungi 1981 vóru skráðir 9.852 atvinnu- ieysisdagar, en á sama tíma 1982 16.107. í maí- mánuði sl. ár vóru skráðir 7.457 atvinnuleysisdagar en í maímánuði sl. 18.275. Skráð atvinnuleysi þess mánaðar samsvarar 0,7% af vinnandi mönnum í landinu. Þessar vísbendingar eru ekki traustvekjandi. Tími er til kominn að styrkja stöðu atvinnuveganna í landinu; auka verðmæta- sköpun og þjóðartekjur, sem setja okkur lífskjara- ramma. Úr þjóð- hagsspá I Þjóðhagsstofnun spáir 12% samdrætti þjóðar- framleiðslu á hvern vinn- andi mann 1982 og 1983. l'm dýrtíðarþróun segir orðrétt í þjóðhagsspá 1983: „l'ndir árslokin gæti verðbólgan verið komin niður undir 30% miðað við heilt ár en ætla má að án viðnámsaðgerða (bráöa- birgðalaga ríkisstjórnar- innar — innskot Mbl.) og að óbreyttu hefði verðbólg- an verið um 140r< ... Kaupmáttur taxtakaups, sem var um 11% lákari á fyrri hluta ársins en á sama tíma í fyrra, er tal- inn verða 22% lægri á síð- ari hluta ársins en í fyrra á sama tíma ... Rýmun kaupmáttar taxta er talinn verða &ci meiri en orðið hefði án aðgerða (9% meiri á síðari hluta ársins) en þessi skerðing er að hluta unnin upp af þeim mildandi fjármálaaðgerð- um, sem áður var gerð grein fyrir ..." Á Kópavogsvelli í kvöld kl. 19. Toppleikur í toppbaráttu. BREKKU Alla föstudaga: Nýgrillaöir matvöRUVERSLUN kiúklinaar MSNÉhltMH »43544 H|UIUIIiym HOPFERÐABILAR ALLAR STÆRÐIR. TEÍTLIR dÓNflSSBN -H F SÍM-flR i 40237 " 7E588 E0 GISLI J. JOHNSEN SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF Smiðjuvegur 8 - Kópavogi - Simi: 73111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.