Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLADID, FOSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983 Æskan SF 140 varrt aflahæst á humarvertíð ao þessu sinni. MorgiinblaAiA/.Steiiiar Höfn, Hornafirði: Humaraflinn minni en í fyrra Höfn, Horitafiroi, 3. ágúst. HUMARVERTÍÐ er nú lokið hér og varð aflinn talsvert minni en á síð- ustu vertíð eða nærri 100 lestum minni. Aflahæsti báturinn að þessu sinni varð Æskan SF 140. Nú stunduðu alls 20 bátar veið- arnar og lögðu upp hjá fiskverk- unarstöð KASK og Stemmu hf. Aflahæstu bátarnir urðu Æskan með 18,514 lestir, Haukafell með 17,708 og Garðey með 17,215 lestir. Allir þessir bátar lönduðu hjá KASK. Þrír aflahæstu bátar hjá Stemmu voru Heinaberg með 11,816 lestir, Halldór Jónsson með 10,874 og Matthildur með 10,485 lestir. Heildaraflinn á vertíðinni Flugmaður gleymdi að láta vita af sér UNGIR menn á lítilli einkaflugvél lögðu upp frá Sauðárkróki í fyrradag, án þess að láta vita um ferðir sínar, eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Fljótlega var farið að grennslast fyrir um ferðir þeirra og kom þá í ljós, að þeir höfðu lent i túnjaðri bæjar í Blönduhlíð i Skagafiröi og sátu við kaffidrykkju í góðu yfirlæti, þegar haft var samband við þá. Grétar H. Óskarsson hjá Loft- ferðaeftirlitinu sagði að flugmaður- inn yrði ávíttur fyrir þetta kæru- leysi, enda væri það gífurlega mikil- vægt atriði út frá öryggissjónarmið- um, að menn létu vita af ferðum sín- Verðlagsráð samþykkti hækkanir VERDLAGSRAÐ hefur samþykkt á fundi sinum. að heimila Landleiðum 20% hækkun á fargjöldum á leiðinni milli Reykjavfkur og Hafnarfjarðar. Ilækkunin hefur f fbr með sér, að far- gjóld fullorðinna hækka úr 32 krónum í 39 krónur. Þá samþykkti Verðlagsráð, að heimila 14—14,5% hækkun á far- gjöldum sérleyfisbifreiða. Ráðið samþykkti og að heimila Arnarflugi 11% hækkun á fargjöldum sínum á innanlandsleiðum. Loks samþykkti Verðlagsráð, að heimila 23% hækkun á saltfiski, sem hefur í för með sér, að kílóið af salt- fiski í neytendapakkningum hækkar úr 61,05 krónum í 75,10 krónur. Umræðu um hækkunarbeiðni Sementsverksmiðju ríkisins í Verð- lagsráði var frestað og óskað eftir frekari skýringum fyrirtækisins fyrir hækkunarþörfinni. varð 223,315 lestir en í fyrra 320,093 lestir, en þá stunduðu 22 bátar veiðarnar. Fréttaritari 8.000 tunnur af hrognum fengust á grásleppuvertíð — vertíð brást fyrir norðan og austan, en var þokkaleg vestanlands Grásleppuvertíð er nú lokið um allt land og skilaði hún alls um 8.000 tunnum af hrognum. Vertíð- in brást nær alveg fyrir Norður- og Austurlandi en var þokkaleg fyrir Vesturlandi að sögn Rögnvalds Einarssonar, formanns samtaka grásleppuhrognaframleiðenda. Nú var alls úthlutað 387 leyf- um til grásleppuveiða, en í fyrra voru það 348 leyfi og fengust þá alls um 6.000 tunnur af hrogn- um. Árið 1981 voru útgefin leyfi 522 og þá fengust alls um 20.000 tunnur af hrognum. Árið 1980 fengust 18.000 tunnur, þannig að ljóst er að vertíðin nú og í fyrra er með lakasta móti. Rögnvaldur sagði ennfremur, að sala hrognanna hefði gengið mjög vel og væru nú öll hrogn seld og ekki hefði náðst að anna eftirspurn. Verð fyrir tunnu hefði nú verið 330 dollarar og væri það 10% hækkun í dollur- um frá því í fyrra. Væru menn ánægðir með það verð og ætti líklega minnkandi framleiðsla og aukin eftirspurn þátt í þvi að svo gott verð hefði fengist. Sagði hann, að söltuðu hrognin væru aðallega seld til Danmerkur og Þýzkalands, en kavíar að mestu til Frakklands. Væri það Sölu- stofnun lagmetis, sem aðallega annaðist sölu niðurlagðra hrogna og flytti hún meðal ann- ars út fyrir Arctic á Akranesi, sem væri stærsti framleiðandi kavíars hér á landi. Þá gat Rögnvaldur þess, að vertíðin nú hefði sér vitandi gengið áfalla- laust fyrir sig, engin slys hefðu orðið á mönnum, en grásleppu- karlar hefðu nú verið tryggðir við störf sín í fyrsta sinn. VISMORTgl^ erunú afereidd á 120 afgreiðslustöðum banka og sparisjóða VISA ISLAND hefur opnað aðalskrifstofu sína að Austurstræti 7 í Reykjavík VISA ÍSLAND er þjónustufyrirtæki á sviði greiðslukorta. Það er sameignarfélag 5 banka og 13 sparisjóða og starfar um allt land. Fyrirtækið er aðili að VISA INTERNATIONAL, sem er stærsta og öflugasta greiðslukortafélag heims. VISA er samstarfsvettvangur 15000 banka og sparisjóða í 160 löndum. Viðskiptaaðilar VISA eru 4 milljónir fyrirtækja, einkum á sviði verslunar og þjónustu. Handhafar VISA-korta eru um 100 milljónir talsins. VISA-greiðslukort eru fjórðungi útbreiddari en önnur sambærileg kort. Þeir, sem þurfa að ferðast mikið erlendis, eiga þess kost að fá VlSA-kort hjá viðskiptabanka sínum eða sparisjóði. Notkun kortanna er háð sérstökum reglum Gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. VERIÐ VELKOMIN í VISA VIÐSKIPTI. Eignaradilar: Alþýðubankinn hf. Búnaðarbanki íslands Iðnaðarbanki íslands hf. Landsbanki íslands Samvinnubanki íslands hf. Sparisjóður Bolungarvíkur Eyrasparisjóður, Patreksfirði Sparisjóður Hafnarfjarðar Sparisjóðurinn í Keflavík Sparisjóður Kópavogs Sparisjóður Mýrasýslu, Borgarnesi Sparisjóður Norðfjarðar, Neskaupstað Sparisjóður Ólafsfjarðar Sparisjóður Siglufjarðar Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Sparisjóður Svarfdæla, Dalvík Sparisjóður V-Húnavatnssýslu, Hvammstanga Sparisjóður Vestmannaeyja VISA VI5A ISLAND Austurstræti 7, 3. hæð. Pósthólf 1428, 121 Reykjavík, sími 29700.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.