Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983 Dularfullar kafbátsferðir við Grænland: Rússneskur kafbátur að leita að felustöðum? Leit danskra eftirlitsskipa og gæzluflugvélar aö kafbát, sem tugir Grænlend- inga sáu á ýmsum stöðum við vesturströnd landsins um mánuðinn miðjan bar engan árangur og var fljótlega aflýst, en ýmsar spurningar hafa vaknað um hverjir þarna voru á ferð og í hvaða tilgangi, en allar líkur eru taldar á að um einn og sama bátinn hafi verið að ræða. Reynist allar tilkynningar um bátsferðir réttar má reyndar halda að sveit kafbáta hafi heim- sótt Grænlendinga. Fyrstir urðu sjómenn á smákænum í mynni Tasermiut-fjarðar við Nanortalik á suðurodda Grænlands varir, þar sem þeir lágu við færi 11. júlí. Sáu þeir hvar sjónpípa kafbáts skaust upp fyrir yfirborðið og klauf sjáv- arflötinn skammt frá þeim. Vitn- eskja þeirra barst þó ekki yfir- völdum fyrr en nokkrum dögum seinna. En sama dag sáu skipverjar á rækjutogaranum Elias Kleist til svarts kafbáts, sem sigldi ofan- sjávar um 50 sjómílur út af Hol- steinsborg á fullri ferð til lands. Þegar kafbáturinn var næst Elias Kleist voru 700 metrar á milli og skiptust skipverjar á að skoða kafbátinn í kíki í 45 mínútur. Sáu sjómenn ekki nein kennimerki á kafbátnum er gátu gefið vísbend- ingu um hverrar þjóðar hann var. Þar sem skipverjar á Elias Kleist sáu til kafbátsins var hann miðja vegu milli Nanortalik og Egedesminde í mynni Diskó-flóa. Hvarf báturinn sjónum sjómann- anna, líkiega hefur hann kafað er hann nálgaðist land. Skammt frá Holsteinsborg er DYE-1 ratsjár- og fjarskiptastöð, sem er hluti af viðvörunarkerfi Atlantshafs- bandalagsins í Norður-Atlants- hafi, og herstöð Bandaríkjamanna í Syðri-Straumsfirði. Enginn vafi þykir leika á því að kafbátur hafi siglt fram og aftur í Diskó-flóa, jafnvel í nokkra daga, því tugir manna sáu til ferða hans frá ýmsum stöðum við flóartn. Veiðimenn í Akúnaaq, þar sem 200 manns búa, héldu fyrst að hér væri hvalur á ferðinni í fæðuleit. Akúnaaq er einangraður staður á lítilli eyju, þar sem menn láta hverjum degi nægja sína þján- ingu. Aðeins einn sími er í byggð- V,Christianshaa EGEDESMINDE H0LSTEINSB0RG DYE1<£ ****!>> USA-base Sendre Stremfjord Afstaðan á svæðinu við Diskóflóa þar sem sást til ferða kafbátsins. í eyjaklasanum við Egedesminde er Akúnaaq- þorpið, en þar urðu margir vitni að ferðum hans. inni, í húsi hinnar konunglegu dönsku Grænlandsverzlunar. En Bertel Sandgreen sýslumað- ur á þessum slóðum var í engum vafa um hvað þarna var á ferð- inni, þar sem hann sigldi kænu sinni á flóanum skammt frá Ak- únaaq. „Kafbáturinn lyfti sér og kom mestur hluti turnsins upp úr í að- eins 25 metra fjarlægð. Og þegar ég komst næst voru ekki meira en fimm metrar á milli. En þeir hafa orðið mín varir, því báturinn kaf- aði jafnharðan," sagði Sandgreen. Og þegar Sandgreen tilkynnti um kafbátinn hófu dönsk eftir- litsskip að svipast um eftir honum og Gulfstream-þota dönsku strandgæzlunnar var send á loft, en fyrirfram var við litlum ár- angri búist þar sem skipin eru vanbúin til kafbátaleitar. Bæði „Ingolf" og „Vædderen" eru búin djúpsprengjum og öðrum minni til að neyða kafbát upp, sem kynni að vera flækjast í heimildarleysi í grænlenzkri lögsögu, en Gulf- stream-þotan er ekki búin raf- eindatækjum til kafbátaleitar og hefði aðeins getað fundið bátinn ef hann hefði siglt að hluta ofansjáv- ar, en veður hamlaði leit og minnkaði verulega svigrúm þot- unnar. Og aldrei kom til greina, að sögn manna sem eru í forsvari fyrir vörnum Grænlands, að fá flugvélar frá varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli til aðstoðar, en dönsk blöð fullyrða að þær hefðu líklega fundið kafbátinn, eða kaf- bátana, strax. Þess vegna var leit hætt fljót- lega, enda þurfti að nota Ingolf til að sigla með Paul Schlúter forsæt- isráðherra, sem kom í heimsókn til Grænlands um miðjan júlí, og Vædderen var á ferðalagi með Málsvörn Háskólamanns eftir Gunnar Karlsson Einar Pálsson skólastjóri helgar mér meiripartinn af opnu í Morgun- blaðinu 15. júní síðastliðinn, og virð- ist tilefnið einkum það að hann hef- ur lesið ræðustúf sem ég hélt i full- veldishatíð stúdenta I. desember 1978 og var prentaður í Þjóðviljan- um litlu síðar. Nú var ég að vísu hættur að elta ólar við árásir Einars Pálssonar á mig og stofnun þá sem ég vinn við. í þetta sinn má ég þó til með að svara grein Einars með nokkrum orðum. Dylgjur í fyrsta lagi þykist ég ekki geta látið ósvarað dylgjum um aðra menn sem Einar hnýtir aftan i reiðilesturinn yfir mér, saklausa menn sem aldrei hafa látið hafa eftir sér neitt misjafnt um Einar eða fræðimennsku hans. Þannig segir Einar: „Við urðum vitni að því fyrir nokkrum árum, að rektor háskólans taldi rétt að segja af sér vegna all-sérstæðrar meðferðar á sjóðum stofnunarinnar." Varla getur nokkur ókunnugur lesið þetta án þess að honum detti í hug fjárdráttur, og þannig eru um- mælin til þess eins fallin að koma af stað ósönnum kviksögum um fullorðinn sómamann sem hefur dregið sig í hlé frá stjórnarstörf- um og verðskuldar vissulega að fá að vera í friði. Það mun að vísu flugufótur fyrir því að ádeilur á aðferðir við að ávaxta háskóla- sjóði áttu þátt í að rektor sagði af sér fyrir nærfellt áratug. En þar var deilt á aðferðir sem höfðu tíðkast um áratugi í tíð margra rektora, og aldrei hef ég heyrt neinn halda þvi fram, að þar hafi verið neitt óheiðarlegt á ferðinni. Nær mun lagi að segja að stjórn- endur Háskólans hafi verið of seinir að laga sig að verðbólgunni, og þá má spyrja hvorir beri meiri sök, þeir eða hinir sem áttu að stýra hagkerfi þjóðfélagsins. Og Einar heldur áfram: „Við höfum séð háskólann berjast harkalega gegn tjáningarfrelsi, jafnframt því sem prófessorar lýsa þvi yfir, opinskátt, að þá bresti dómgreind á ný fræði." Hér er tveimur röngum staðhæfingum þjappað saman í eina málsgrein, og verð ég að taka hvora þeirra til meðferðar fyrir sig. Með baráttu gegn tjáningar- frelsi mun Einar eiga við það að heimspekideild Háskólans hafnaði fyrir mörgum árum tilboði hans sjálfs um að halda opinberan fyrirlestur á vegum deildarinnar. Eg veit að minnsta kosti ekki til að Einar hafi bent á önnur dæmi um að Háskólinn hafi barist gegn tjáningarfrelsi. Þessa ásökun Ein- ars tók ég til rækilegrar umræðu í útvarpserindi mínu 6. júní í fyrra og sýndi fram á að hún er tilhæfu- laus. í fyrsta lagi gæti Einar sem best lagt fram rit til doktorsvarn- ar við Háskólann. Væri það tekið gilt, fengi hann tækifæri til að verja kenningar sínar á opinni doktorsvörn, og í framhaldi af því mundi doktorsnafnbót frá skólan- um veita honum rétt til að halda þar fyrirlestra í fræðigrein sinni. Þetta er sú leið sem háskólareglu- gerð ætlar mönnum að fara til þess að öðlast fyrirlesararétt við skólann. í öðru lagi benti ég á í útvarpserindinu að Einar Pálsson hefur haldið fyrirlestur við Há- skólann, ekki í boði heimspeki- deildar að vísu, heldur félagsvís- indadeildar. Hann hefur því feng- ið að láta raust sina hijóma frá kennarapúlti i Háskóla íslands. Baráttan gegn tjáningarfrelsi hans var nú ekki meiri en svo. Þá er það dómgreindarskortur prófessoranna, að eigin sögn. Ég þykist vita að Einar sé hér að vísa til svars prófessors Bjarna Guðna- sonar við spurningu Morgunblaðs- ins 20. febrúar 1979, en frá því sagði Einar sjálfur í útvarpserindi „Sá sem helgar sig rann- sóknum, hlýtur að eiga sér trú á að heimurinn búi yfír möguleikum sem menn hafí ekki enn uppgötvað og nýtt. ÖU sbnn rann- sókn er leit að slíkum möguleikum. Þó að Einar Pálsson hafí lokið prófí frá Háskóla íslands, er eins og honum hafí mis- tekist að skilja og tileinka sér þetta nauðsynlega rannsóknarviðhorf." Gunnar Karlsson sínu 16. maí í fyrra: „Bjarni Guðnason lýsti því yfir að í rann- sóknum þess sem hér talar, trú- arbragðafræðum og hugmynda- sögu miðalda, væri enginn sér- fræðingur við Háskóla fslands." (Og er þetta efnislega nokkurn veginn rétt haft eftir.) Það sem var skortur á sérfræðingi í fyrra er orðið skortur á dómgreind í ár. Hvað skyldi Einar eiga eftir að komast langt með ummæli Bjarna áður en lýkur? Það er meira blóð í kúnni: „Við höfum heyrt háskólakennara lýsa því yfir, að við háskólann afkasti menn ekki meiru en um hálfri rit- gerð á ári hverju ..." í útvarps- erindi Einars í fyrra kom fram, að þessi ummæli voru höfð eftir Sig- urjóni Björnssyni prófessor. I svari mínu í útvarpinu sýndi ég fram á, að langt er frá að þau eigi við í heimspekideild, þeirri deild sem Einar Pálsson virðist hafa mestan áhuga á. Þar taldist mér til að meðalafköstin væru rúmlega tvö ritverk á kennara á ári, fjór- falt það sem Einar segir, og eru þá eingöngu taldar bækur og tíma- ritsgreinar á fræðasviði viðkom- andi kennara. Þá lét Sigurj- n líka til sín heyra um þetta mál i Morg- unblaðinu 10. júlí í fyrra, birti um- mæli sín í upprunalegu samhengi og baðst undan því að þau yrðu notuð, eins og Einar hafði gert, til að sýna fram á ódugnað háskóla- kennara. Niðurlagsorð Sigurjóns voru þessi: „Og enginn sem rétt vill fara með annarra sjónarmið lætur sér nægja að slíta einstakar setningar úr samhengi. Hann læt- ur sér auðvitað umhugað um að lesa textann í samhengi. Ég er viss um að þannig vill Einar Pálsson láta lesa sín verk. Má ég biðja hann að unna mér sama réttlæt- is?" — Einar hefur nú orðið við þeirri bón með því að taka einu sinni enn fram staðhæfinguna um hálfu greinina. Hann segir þó ekki að við háskólakennarar afköstum bara hálfri grein á ári, því að hann fer ekki með ósannindi. Hann seg- ir: „Við höfum heyrt háskólakenn- ara lýsa því yfir ..." Þetta kalla ég dylgjur. Einkunnir eru okkur gefnar Nú er ég kominn með þrjár blaðsíður vélritaðar og er þó ekki búinn að gera annað en að hrekja rangfærslurnar í 13 línum í grein Einars í Morgunblaðinu. Ég ætla líka að hætta að karpa við hann um einstök atriði. Ég sé enga ástæðu til að metast við hann um þær skrautlegu einkunnir sem hann gefur útvarpserindum okkar, en ég get ekki stillt mig um að benda lesendum á hvernig hann velur orð: „Var erindi Gunnars Karlssonar skólabókardæmi um óheiðarlegan málflutning. Þar var að finna út- úrsnúninga, rangfærslur, bein ósannindi og þagnarlygi auk per- sónuníðs, sem sagt, flest sem prýtt getur hugsjónadreng ákveðinnar tegundar. f leiðinni sakaði hann undirritaðan um lygar, rætni og rógburð — og lagðist þá lágt." Um sitt erindi segir hann hins vegar: „Víst var erindi undirritaðs hvasst, víst var það óþægilegt, víst var það flutt til að undir því yrði vart setið. En hafi óþægindi ein- hvers staðar verið að finna í er- indinu, þá fólust þau einmitt í þvi að SAGT VAR SATT - og talað af fyllstu kurteisi." Ekki þykist ég fær um að dæma svona afdráttarlaust um kurteisi. En finnst ykkur ekki, lesendur góðir, að Einari hafi heldur hrak- að í mannasiðunum síðan í fyrra, ef hann hefur verið svona yfir- máta kurteis þá? Eða er það prúðmannlegt að saka mann um óheiðarleika, ósannindi og per- sónuníð án þess að rökstyðja það einu orði? En dveljumst ekki við þetta. Annað aðaltilefni þess að ég sting niður penna gegn Morgunblaðs- grein Einars Pálssonar er að hann mÍ8túlkar herfilega ræðu mína frá 1. desember 1978. Og ég má til með að reyna að koma í veg fyrir að hann komi þeirri skoðun inn hjá lesendum Morgunblaðsins að hug- myndin um rannsóknarfrelsi há- skólakennara sé einhver ráð- stjórnarkredda. Raunar hlýt ég að viðurkenna að ræðan var afar ein- föld og nokkuð ögrandi framsetn- ing á flóknum veruleika — þannig hlýtur tækifærisræða á baráttu- samkomu að vera. Það er því auð- velt að misskilja hana og mis- túlka. Ég átti von á þvi á sinni tið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.