Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983 ftt0*gmiÞ(afrifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiosla: Skeifunni 19, sími 83033. Askrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. „Alþingi götunnar" Þótt ríkisstjórnin hafi lát- ið undir höfuð leggjast að kalla alþingi saman til fundar í sumar, afsakar það á engan hátt hvatningu Savars Gestssonar, formanns Al- þýðubandalagsins, um að „hið beina og milliliðalausa lýð- ræði láti til sín taka", eins og hann orðar það hér í Morgun- blaðinu í gær. Segir Svavar að með þessu sé hann að hvetja fólk til þess „að hrista af sér þessa mannréttindasviptingu sem felst í bráðabirgðalögun- um". Og hann bendir á þá leið að þetta verði gert með „afli fjöldans". Menn eru ýmsu vanir í slag- orðaflaumi Svavars Gestsson- ar og fæst af því sem hann segir er ástæða til að taka al- varlega þegar bornar eru saman yfirlýsingar hans og athafnir sem ráðherra. Tvö dæmi: 14 sinnum stóð hann að kjaraskerðingu með lögum og í ráðherratíð hans urðu fram- kvæmdir í þágu varnarliðsins hinar mestu á einu ári í ís- landssögunni. Hitt getur þó enginn látið sem vind um eyru þjóta þegar formaður stjórn- málaflokks í lýðræðisríki gengur fram fyrir skjöldu og hvetur beinlínis til þess að stjórnarskrá og lýðræðislegir stjórnarhættir séu látnir víkja og ofbeldi skuli beitt til að brjóta á bak aftur ákvarð- anir sem teknar eru af réttum aðilum með lögformlega rétt- um hætti. Sumir yppta vafalaust öxl- um yfir þessari hvatningu formanns Alþýðubandalags- ins um að „alþingi götunnar" taki við af alþingi íslendinga, að vilji kjósenda í nýlegum kosningum verði að engu hafður og í hans stað ráði hnefarétturinn. Samhliða verðfalli á krónunni hefur gengið lækkað á orðum stjórnmálamanna á borð við Svavar Gestsson og vaðallinn fer inn um annað eyrað og út um hitt hjá öllum þorra fólks. En stundum er þó ástæða til að staldra við og spyrja: Mein- ar maðurinn það sem hann er að segja? Telur Svavar Gestsson það þjóðinni raun- verulega fyrir bestu núna að ofbeldi sé beitt gegn lands- stjórninni? Sé stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins lesin kemur í ljós að þessi flokkur byggir baráttu sína á hugmynda- fræðilegu gjalþrotabúi Marx og Leníns. Markmið flokksins er að „ná úr höndum borgara- stéttarinnar helstu valdamið- stöðvum þjóðfélagsins" og það ekki aðeins eftir friðsamleg- um leiðum. í stefnuskrá Al- þýðubandalagsins kemur fram tortryggni í garð hins „þingbundna fulltrúalýðræð- is" þar sem margt sé því til fyrirstöðu að það „geri vilja og fullveldi almennings að veruleika" og alþingi er lýst sem „eins konar afgreiðslu- stofnun í höndum ríkisstjórn- ar" og síðan segir: „Allt um augljósar veilur þingræðisins sem raunverulegs lýðræðis- stjórntækis hefur borgara- stéttinni tekist að einskorða stjórnmálabaráttuna að miklu leyti við þingkosningar og undirbúning þeirra." Hvatningu og hótanir Svav- ars Gestssonar um valdbeit- ingu í nafni „alþingis götunn- ar" verður að skoða í ljósi þess að Alþýðubandalagið er stjórnmálaflokkur sem lítur ekki endilega svo á að í þing- kosningum sé ákveðið hverj- um trúað skuli fyrir stjórn landsins. Alþýðubandalagið telur að með ofbeldi kunni að vera réttlætanlegt að „ná úr höndum borgarastéttarinnar helstu valdamiðstöðvum þjóð- félagsins". Blóðug bylting er sem sé ekki útilokuð af Al- þýðubandalaginu sem leið að því markmiði að hin nýja stétt þess með Svavar Gests- son í fararbroddi geti setið í ráðherrastólum til eilífðar- nóns. Frýjunarorð Svavars Gestssonar um „alþingi göt- unnar" má almenningur ekki láta sem vind um eyru þjóta að þessu sinni. Menn verða að gera það upp við sig hvort þeir telja þann kost betri að grípa til valdbeitingar gegn ríkis- stjórninni eða herða ólina á meðan þjóðarskútan er í þess- um mikla öldudal. Það er ein- mitt fyrir tilstilli Alþýðu- bandalagsins sem jafn illa er komið fyrir okkur og við blas- ir. Kannski á að líta á dólgsleg ummæli Svavars Gestssonar um „alþingi götunnar" í því ljósi að með niðurrifsstarfi í ráðherrastólum hafi alþýðu- bandalagsmenn markvisst unnið að því að skapa öng- þveiti með gjaldþrotum heim- ilanna í von um að á rústum þeirra mætti reisa „alþingi götunnar" undir leiðsögn hinnar nýju stéttar í þjóð- frelsi sovésks friðar. Slæmar horfur í útimatjurtaræktun á Suðurlandi: Magnús Sigurðsson, Birtingaholti, Hrunamannahreppi: „Fljótsprottnari afbrigði reynast betur í svona ár „ÞETTA er seint á ferðinni í ár, að rainnsta kosti hálfum mánuði seinna en í meðalári. Er það aðallega vegna sólarleysis og júlíkulda, en einnig sá á kartöflu- grösum sumsstaðar vegna næturfrosta. Geta frostin hafa dregið úr vexti þó ekki hafi sést nema lítið á plötum," sagði Magnús Sigurðsson bóndi í Birtingaholti I í Hrunamannahreppi í samtali við Mbl. er hann var spurður um kartöflu- uppskeruna í ár. Magnús er með 4 ha kartöfluræktun auk 30 kúa bús. Hann er jafnframt formaður Landssambands kartöflubænda og á sæti í stjórn Grænmet- isverslunar landbúnaðarins. Ekki kvaðst Magnús þora að spá um uppskeruhorfur í haust en sagði að ef gerði góða tíð það sem eftir er sumars, hlýnaði, þá gæti orðið reit- ingsuppskera á Suðurlandi. Á Norð- urlandi sagði hann að bæði hefði verið sett seint niður og allur gróð- ur verið seinn til, en þar hafi hlý- indin gert það að verkum að mögu- leikar væru þar á góðri uppskeru ef tíðin héldist góð. „En ef ágúst bregst hér sunnanlands þá fá bænd- ur ef til vill í útsæðið. Þegar grösin eru svona lítil eru þau viðkvæmari en ella og getur lítilsháttar nætur- frost orsakað að kartöflugrösin falla alveg og við það gæti orðið algjör uppskerubrestur. Það er þó nokkur hópur manna sem lifir eingöngu af kartöflurækt- uninni, aðallega í Þykkvabænum. Verður þetta ár sérstaklega erfitt hjá þeim. Ég reikna með að menn þurfi að taka upp úr görðunum þó uppskeran verði rýr og verður þá full vinna við þetta sem menn fá lítið sem ekkert fyrir. Erfitt er fyrir þessa menn að sækja vinnu annað því margvíslega vinnu þarf að inna af höndum á búunum. T Þ þ ft u ol r; K r< ei í si Guðlaugur Árnason, Eyrartúni, Þykkvabæ: „Kraftaverk þarf til að verði að söluvöru í hau „Já, þetta hefur verið mjög óhagstætt sumar fyrir kartöfluræktunina, enda hefur tíðarfarið verið þannig allt frá því við settum niður í vor og enn þann dag í dag að varla hefur sprottið gras hvað þá pessi jurt. Kemur hér hvorttveggja til að miklar rigningar hafa verið og pessir miklu kuldar í sumar. Kartöflurnar er 2—3 vikum á eftir miðað við meðalár þrátt fyrir að litlar frostskemmdir hafi orðið," sagði Guðlaugur Árnason kartöflubóndi í Eyrartúni í Þykkvabæ í samtali við blm. Morgunblaðsins. Aðspurður um uppskeru sagði Guðlaugur: „Útlitið er ekki gott eins og er, en ennþá gæti hugsanlega orðið léleg meðaluppskera, það er að segja ef ágústmánuður og fyrsta vika september verða okkur hag- stæð. Þessi tími hefur alltaf skorið úr um kartöfluuppskeruna og mun á þessum tíma ráðast hvort einhver uppskera fæst eða hvort við fáum kannski ekki neitt." Þið hafið stundum séð það svart, kartöflubændur? „Já, satt er það, þetta er þó aðeins skárra en 1979 en þá spratt vel í september. Grasvöxturinn er áber- andi minni það sem af er miðað við venjulegt ár en það segir þó ekki alla söguna því þó grösin séu ekki stór þá getur verið vel vaxið undir. En eins og þú sérð er eintómt berja- dót undir þessum grösum og það þarf kraftaverk til þess að þessar kartöflur verði að söluvöru í haust. Eitthvað eru þó snemmsprottnu af- brigðin betri. í venjulegu árferði höfum við verið byrjaðir að taka upp í sumarsöluna á þessum árs- tíma en nú er fyrirsjáanlegt að það verður ekki fyrr en undir mánaða- mót ef á annað borð verður hægt að tala um einhverja sumarsölu." Guðlaugur ræktar kartöflur á 13 ha lands og hefur sitt framfæri ein- g« fl. H p mi ftt þu á ok ur þé ný öfl nú M Sighvatur Hafsteinsson, Gerði, Þykkvabæ: „Fæ lítið upp í fjár- festinguna á þessu ári" .„ÞETTA er fjórða árið mitt í kartöfluræktuninni og lítur þetta mjög illa út í ár. Ég tel að kartöflurnar séu 3 til 4 vikum á eftir miðað við tvö síðuslu ár sem verða að teljast meðalár. En ef ágúst verður góður getur uppskeran orðið sæmileg en efið er of stórt lil að stóla á," sagði Sighvatur Hafsteinsson kartöflubóndi í Gerði í Þykkvabæ í samtali við Mbl. Við hittum Sighvat í kartöfluverksmiðjunni í Þykkvabæ þar sem hann vinnur sem afleysingaverkstjóri þessar vikurnar, en annars sagðist hann vera að reyna að lifa af kartöflubúskapnum. Hann byrjaði kart- öflurækt fyrir rúmum þremur árum og er með 10 ha garða í landi fóður síns, Smáratúni, en keypti jörðina Mel í vor þar sem hann ætlar að setja niður næsta vor. vömm hjá yfirmatsmanni í birgða- haldi." — Þessi grein hefur alltaf verið áhættubúskapur. „Já, og ágúst hefur alltaf verið mikilvægasti mánuðurinn. Þess vegna óþarfi að vera óþarflega svartsýnn enn sem komið er. Tvö undanfarin sumur hafa menn verið farnir að taka upp í sumarsöluna viku af ágúst. Núna er fyrirsjáan- legt að hún verður lítil sem engin og þá í fyrsta lagi í lok mánaðarins." Sighvatur sagði, þegar hann var spurður að því hvernig ástandið núna horfði við honum, eftir þessi jarðarkaup: „Ef svo heldur fram sem horfir fær maður lítið upp í fjárfestinguna á þessu ári og því gæti maður allt eins lent á vertíð. Þeir gamalgrónu standa svona áföll frekar af sér en þeir sem hafa verið að fjárfesta undanfarin ár og þeir sem eru nýlega byrjaðir standast þetta síður. Þetta kemur sér sérstaklega illa í ár vegna þess hversu saumað hefur verið að þessari grein að undan- förnu. Þá á ég bæði við möskva- stækkunina og það að við fengum engar verðhækkanir í vetur en einn- ig höfum verið aftarlega á merinni hér í Þykkvabæ með afsetningu vör- unnar. Þess vegna fáum við meiri rýrnun og vaxtakostnað, en ég tel að þetta sé fyrst og fremst vegna stjórnleysis í greininni, og hand- Sighvatur Hafsteinsson, kartöflu- bóndi í Þykkvabæ við skrælingarvél- ina í kartöfluverksmiðjunni þar sem hann starfar sem verkstjóri í afleys- ingum um þessar mundir. Morjfunblaðið/ Guðjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.