Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983 J|i w AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Sri Lanka: Una Tamilar því til fram- búðar að vera annars flokks Hundruð hafa verið drepin síðustu tfu dagana, flestir þeirra af Kttflokki Tamila. hefur að vísu reynt að koma fram sem hinn sáttfúsi landsfað- ir, þegar deilur hafa komið upp, og hann hefur viðurkennt að um- kvartanir tamila eigi við nokkur rök að styðjast. Hins vegar virð- ist aðgerðarleysi hans nú meðan óeirðirnar voru ekki benda til að mikill hugur fylgi máli. í sjón- varpsávarpi sem hann flutti í lok vikunnar kvað hann raunar upp með afstöðu sína og sagði að þar sem tamilar hefðu ögrað meiri- hluta þjóðarinnar með því að krefjast skiptingar landsins hefði hann og ríkisstjórn hans ákveðið að upp frá þessu yrði það ólöglegt og þar með refsivert að hafa uppi áróður um að land- inu yrði skipt. Þegar ríkisstjórn- inni hefur verið bent á að sann- anir væri fyrir því að hermenn þegnar f eigin landi? Allar götur síðan Ceylon — sem nú heitir Sri Lanka — fékk sjálf- stæði árið 1948, hefur verið grunnt á því góða milli sinhalesanna, sem eru 70 prósent af fimmtán milljón íbúum og tamila sém eru 22 prósent. Tamilar búa einkum í norðurhluta landsins í bænum Jaffna, en allmik- ill fjöldi þó annars staðar í landinu, meðal annars í höfuðborginni Colombo. og öryggissveitir hefðu beitt tamila ofbeldi að ástæðulausu, hefur því lítt verið sinnt og Jayawardene hefur ekki sýnt lit á að reyna að halda aftur af ör- yggissveitunum. Og með ákvörðunum forsetans nú virðast tamilar hafa verið keflaðir í bili. Stjórnmálaflokkar sem tamilar ráða hafa verið bannaðir og tvö blöð hafa verið bönnuð. Amnesty International hafði birt skýrslu um mannrétt- indabrot og misþyrmingu fanga á Sri Lanka skömmu áður en óeirðirnar brutust út. Forsetinn sagði að þær væru samdar af kommúnískum öflum og sinnti málinu ekki frekar. Þá tilkynnti forsetinn að í framtíðinni myndi hver sá, sem ætlaði að bjóða sig fram til þings, verða að vinna eið að því að viðkomandi myndi ekki styðja kröfu tamila um sérstakt ríki. Allt þetta er gert í nafni þess að ríkisstjórnin sé að berj- ast gegn hryðjuverkamönnum og koma á friði í landinu. Það er ljóst að öfgamenn meðal tamila hafa spillt fyrir málstað þeirra, en það réttlætir ekki að lögbinda tamila sem annars flokks þegna 1 eigin landi. Það getur dugað í bili, að kúga þá til hlýðni, en það gæti líka leitt til þess að fleiri snerust á sveif með öfgahópun- um með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum, en ugglaust nöturlegum. (Heimildir AP, Guardian, Daily Telegraph o.fl.) Síðast kom til alvarlegra óeirða á þessari fallegu eyju fyrir tveimur árum, en þeir at- burðir voru eins og blávatn mið- að við það sem hefur gerzt þar undanfarið. Að vísu lítur út fyrir, að ró og regla sé komin á að sinni, en það þarf ekki mikið til að upp úr sjóði og íhugunar- efni, hversu lengi sinhalesar geta komizt upp með það að beita tamila þeim kúgunum sem hafa viðgengizt lengi. Þeir sitja ekki við sama borð hvað snertir tækifæri til menntunar og at- vinnu, svo að eitthvað sé nefnt. Atvinnuleysi á Sri Lanka, sem er líklega einkum þekkt fyrir ter- ækt og kryddframleiðslu, er nú um 25 prósent og meirihluti at- vinnulausra eru tamilar. Sú grimmd og heift sem brauzt út nú mun hafa byrjað með því að öfgasinnar úr hópi tamila myrtu stjórnarhermenn, sem voru af kynþætti sinhalesa. Var þá brugðið við hart, hefnd- araðgerðir beindust að því að murka lífið úr sem flestum tam- ilum. Ferðamenn urðu vitni að því á aðaljárnbrautarstöðinni í Colombo, að hópur sinhalesa réðst á nokkra tamila vegna þess að sannað þótti, að einn þeirra hefði borið vopn. Misþyrmdu þeir fólkinu hroðalega og létu ekki þar við sitja heldur hrúguðu því saman — sumt af fólkinu var þá enn með lífsmarki — og brenndu til bana. Og menn hafa farið um rænandi og ruplandi, einkum í Colombo, lagt eld í verzlanir og íbúðarhús, einkum hús tamila, og mun eignatjónið eitt nema háum upphæðum. En hitt er vitaskuld alvarlegra hví- lík áhrif þetta mun hafa á sam- búð sinhalesa og tamila í fram- tíðinni. Eins og áður segir búa tamilar flestir í Jaffna á norðurströnd- inni. Þar er skammt yfir sundið til Indlands og þar er ríkið Tam- ila Nadu og þar búa 50 milljónir manna af þessum kynþætti. Þeir hafa verið ósparir á stuðning við bræður sína á Sri Lanka og vopnasendingar verið miklar til þeirra, sinhalesum til mestu JuniuH Jayawardene forseti. hrellingar. Tamilar telja að úr þessum málum rætist ekki nema þeir fái að setja á stofn sjálf- stætt ríki í norðurhluta lands- ins, en forseti landsins, Junius Jayawardene, hefur hins vegar ekki brugðizt þannig við að lík- legt sé að hagur tamila batni í bráð. Tungumál og menning tamila hefur verið niðurlægð að þeirra mati og það er fyrst og fremst vegna þess sem ágreiningurinn hefur sprottið, en ekki vegna mismunandi trúarbragða, en eins og fram hefur komið er meirihluti sinhalesa Búddatrú- ar, en tamilar hallast að Hindu. Sinhalesar líta ótvírætt á sig sem herraþjóðina og ofsóknir þeirra gegn tamilum hafa komið fram í ýmsu gegnum tíðina þótt ekki hafi alltaf farið jafn hörmulega og nú. Að því er brezkir blaðamenn álíta vill meirihluti sinhalesa að tamilar verði gerðir brottrækir úr land- inu og sumir hafa raunar lýst sig fúsa til að taka þátt í að flæma þá burtu. Ríkisstjórn landsins verður ekki firrt allri ábyrgð á því, sem hefur verið að gerast í landinu. Jayawardene forseti Skýrsla Orku- stofnunar um raforkuverö með 02 án ÍSAL stofnun, að hún gerði athugun á áhrifum raforkusamningsins við ÍSAL á raforkuverð Landsvirkj- unar til almenningsrafveitna. Verður sú skýrslugerð nokkuð rakin í þessari grein og annarri, sem fylgir. Fyrri skýrslan Upphaflega fór iðnaðarráðu- neytið þess munnlega á leit við Orkustofnun að umrædd athugun yrði gerð. Stofnunin komst að sín- um niðurstöðum og sendi Hjörleifi Guttormssyni þær með bréfi, dagsett 9. mars sl. Niðurstöður Orkustofnunar voru byggðar á ákveðnum forsendum, sem stofn- unin hefur vafalaust lagt vandlega mat á og talið eðlilegast að miða við. Ekki var Hjörleifur ánægður með þessa niðurstöðu, enda var hún ekki í samræmi við málflutn- ing Alþýðubandalagsins. Niður- stöðurnar staðfestu hagkvæmni raforkusölusamningsins við ÍSAL og slíkt gat Hjörleifur ekki látið frá sér fara. Þessari skýrslu var eftir Birgi ísl. Gunnarsson Fyrri grein í þeim miklu umræðum, sem orðið hafa undanfarna mánuði um orkumál og orkuverð, hefur oft verið um það rætt, hver þróun hefði orðið í rafmagnsverði til al- mennings, ef álverið í Straumsvík hefði ekki verið byggt á sínum tíma. Andstæðingar stóriðju hafa lagt á sig ýmsa króka til að reyna að sannfæra fólk um, að álsamn- ingurinn hafi verið íþyngjandi fyrir almenning, þó að flest rök hnígi að hinu gagnstæða. Fyrrver- andi iðnaðarráðherra, Hjörleifur Guttormsson, er einn þeirra, sem aldrei setur sig úr færi að reyna að sverta hina upphaflegu samn- inga og þá, sem að þeim stóðu. í von um að geta smíðað sér vopn í þeirri baráttu, fór Hjörleifur á sínum tíma fram á það við Orku- I Kafveitur ríkisins hafa nú reist veglega byggingu meðfram þjóðveginum upp úr bænum. Er þessi bygging rétt ofan við bæinn og ef sú þróun helst sem undanfarið heflr verið í byggingarmálunum hér, má búast við að ekki líði mjög langur tími þar til byggingar ná upp undir þessi svæði rafveitunnar. Að sögn Ásgeirs Ólafssonar, rafveitustjóra í Stykkishólmi, er þessi bygging svæðishús fyrir RARIK á Vesturlandi. Þar eru geymd- ar birgðir og tæki og þar fara einnig vissar viðgerðir fram. Ljósm. Árni Helgason. SfldveiÖarnar í haust: Aflakvóti aukinn en veiðar hefjast seinna en áður FYRIRKOMULAG sfldveiða í haust hefur nú verið ákveðið af sjávarútvegsráðu- neytinu. Helstu breytingar frá síðustu vertíð eru þær, að veiðar í hringnót og reknet hefjast ekki fyrr en 2. október og í lagnet 1. september, sem er nokkru seina en í fyrra. Þá hefur heildarkvóti rekneta báta verið aukinn um 2.500 lestir. Alls verður því leyfllegt að veiða 52.500 lestir á komandi vertíð. Hringnótabátar mega alls veiða 34.500 lestir, sem skiptast skulu jafnt á milli bátanna 75, sem leyfi hafa til veiðanna. Veiðitímabilið stendur frá 2. okóber til 15. desem- ber. Aflakvóti lagnetabáta verður 1.500 lestir og leyfi til veiðanna hafa allir bátar undir 50 lestum. Veiði- tímabil verður frá 1. september uns heildarkvóta verður náð. Aflakvóti reknetabáta verður 16.500 lestir og við úthlutun leyfa verður það megin- markmiðið að bátum fjölgi ekki frá síðasta ári og skulu þeir bátar, sem veiðarnar stunduðu í fyrra sitja fyrir. Hámarksafli á bát verður 520 lestir. Veiðar í hringnót hefjast nú 12 dögum seinna en í fyrra, í lagnet 21 degi síðar og í reknet rúmum hálfum mánuði síðar. í frétt ráðu- neytisins af þessu fyrirkomulagi segir, að ástæða þessa sé sú, að síld- in verði ekki fyllilega nýtingarhæf fyrr en í byrjun september hvað lag- netaveiðar varðar. Hvað varðar veið- ar í reknet segir, að seinkun á upp- hafi þeirra sé vegna þess, að varla sé hægt að búast við stöðugum veiðum fyrr en í október. Ráðunevtið hefur ekki fallist á þá tillögu LIÚ, að aflakvóta rekneta- báta verði skipt á milli þeirra með hliðsjón af afla síðustu þriggja ára. Á hinn bóginn hefur ráðuneytið fall- ist á þá tillögu að hækka aflakvóta reknetabáta um 2.500 lestir og að há- marksafli verði 520 lestir. Þá óskar ráðuneytið eftir því, að þeir sem rétt hafa til síldveiða í hringnót í haust staðfesti ásetning sinn að halda til veiða fyrir 10. sept- ember. Umsóknir um leyfi til veiða í reknet skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 10. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.