Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983 17 ðin arferði" tur- 3sin rðið nna skt- um. •fitt enn þó þá i fá yrir nað nna — Koma allar tegundirnar jafn illa út? „Ég var að gá undir hjá mér í dag. Tegund, sem við nefnum Dóru, virð- ist koma langbest út, áberandi best. Þetta er snemmsprottið afbrigði og þau virðast gefast betur í svona ár- ferði. Yfirleitt eru færri kartöflur undir hverju grasi en stærri kart- öflur. Mikil sveifla hefur orðið frá rauðu kartöflunum yfir í þær hvítu. Kartöflubændur hafa verið að reyna að laga sig að óskum neyt- enda með þessu og reyna að fylla út í þann markað sem kartöfluverk- smiðjurnar gefa kost á. .-¦¦:' ''¦' £ « - *.' Magnús Sigurðsson í Birtingaholti sýnir hvað kartöflugrösin verða hi í venjulegu árferði. Moritunblaðið/Guðjón. Vegna mikillar gagnrýni neyt- enda út af lélegri vöru er einnig ver- ið að athuga hvar veiku hlekkirnir í geymslu og dreifingu kartaflna séu þannig að hægt sé að bæta þar úr, en einnig hefur verið ákveðið að bjóða kartöflur í eins kílós umbúð- um og reikna ég með að það verði til bóta þó það komi til með að kosta sitt að koma því af stað með véla- kaupum og fleiru." — Hvernig hefur kornrækt í kartöflugörðum reynst? „Flestir kartöflubændur hafa tek- ið eftir því að alltaf sprettur betur hjá þeim í nýju landi. Kartöflu- ræktunin kallar á hvíld af og til. Þess vegna hafa menn séð þessa möguleika að nýta garðana til kornræktar og held ég að það hafi gefist vel í Þykkvabænum." — En vatnsúðunin sem mikið er notuð hér um slóðir? „Vatnsúðun er á flestum bæjum hér í hreppnum. Menn hafa tekið þetta upp vegna þess að þeir hafa séð að þeir hafa gagn af þessu. Mesta gagnið er að geta hindrað næturfrostin. Þá er vökvað á meðan frost er og hindrar það að grösin skemmist. En einnig notum við þetta til að hindra sandfok á vorin og höfum fengið greinilegan upp- skeruauka þegar þurrkar hafa verið á sumrin." — En thiabendazol-úðunin, hver hefur orðið árangur hennar? „Þetta var fyrst leyft í fyrra af heilbrigðisyfirvöldum. Þeir sem þá reyndu þetta fengu mjög góða út- komu. Þetta er lyf sem er nefnt Tecto og er því úðað á kartöflurnar við upptöku. Það gerir það að verk- um að kartöflurnar haldast heil- brigðari lengur fram á vorið, og líta betur út. Ég reikna með að í ljósi þessarar reynslu verði þetta al- mennt tekið upp hjá kartöflubænd- ð þetta mst" kki dir. rja- það sar JSt. af- ;rði ika irs- aað ða- að 13 göngu af kartöfluræktinni eins og fleiri bændur í Þykkvabænum. Hann var spurður að því hvernig gengi að lifa af kartöfluræktuninni. „Þessir 13 ha eru hættir að duga mér vegna þess að við höfum ekki fengið þær hækkanir sem við höfum þurft auk þess sem möskvastærðin á kartöflunum hefur verið hækkuð okkur í óhag að sjálfsögðu, sem hef- ur beina tekjurýrnun í för með sér, þó kartöfluverksmiðjan okkar gæti nýtt dálítið af þessum smærri kart- öflum. Þetta er að fara í það horf núna að við erum hættir að geta endurnýjað áhóld sem þó er nauð- „Það er tómt berjarusl undir þessu eins og þið sjáið," sagði Guðlaugur Árnason kartöflubóndi í Eyrartúni í Þykkvabæ við Morgunblaðsmenn, er hann sýndi þeim undir nokkur kart- öflugrös. Morgunblaðið/Guðjón. synlegt að gera til að hægt sé að standa í þessu. Hjá mér stendur þá fyrir dyrum að stækka garðana upp í 15 ha sem ég tel að sé of stórt fyrir eina fjölskyldu að sjá um eða hreinlega að hætta þessu basli." Þið ræktið korn í kartöflugörðun- um til að hvíla garðana, hvernig hefur það reynst ykkur? „Það hefur reynst okkur mjög vel, verð ég að segja. Við stefnum að því að setja eingöngu niður í hafra- eða byggland til að forða okkur frá foki auk þess sem við fáum greinilega hraustari og meiri uppskeru. Einnig verður minni klaki í jörð í þeim görðum sem korn hefur verið rækt- að í. Þetta hefur að vísu talsverðan aukakostnað í för með sér þar sem við þurfum að hafa garðlöndin tvö- falt stærri en við eigum þó þann möguleikann að fá svolitlar auka- tekjur í góðum árum af því að selja kornið. En augljóst virðist að við fáum ekkert korn núna, enda verð- um við að sætta okkur við það að ekki er hægt að reikna með að korn fáist af þessum ókrum nema í góðu árunum." „Ég vil nefna eitt sem valda mun gjörbyltingu í vörugæðum þessarar framleiðslu á næstu árum," sagði Guðlaugur, „það er thiabendazol- úðun kartaflnanna. Við keyptum 14 tæki hingað í fyrra en þau eru sett á upptókuvélarnar og úða fínum úða af þessu lyfi á kartöflurnar um leið og þær eru teknar upp. Mikill mun- ur er á kartóflum sem fengið hafa þessa úðun og öðrum, þær verða miklu frísklegri og fallegri og geym- ast mun lengur óskemmdar fram á vor. Þetta álít ég að verði að koma allsstaðar enda árangurinn mjög góður." Einar Hallgríms Garði Hrunamannahreppi: „Útlit fyrir uppskerubrest" „1 "l'l.ri' er fyrir það að uppskeran geti alveg brugðist í ár. Ágúst verður að vera ákaflega góður mánuður ef einhver uppskera að gagni á að verða í ár. Þetta kemur sér auðvitað mjög illa því hér í nágrenninu eru margir garðyrkjubændur sem lifa eingöngu á útiræktuninni," sagði Einar Hallgríms garðyrkjubóndi í Garði í Hrunamannahreppi er Morgun- blaðsmenn hittu hann við vinnu sína á kálakri að Garði en Garður er skammt frá Flúðum. Einar er mest með útimatjurtaræktun svo sem kál, rófur, gulrætur og ýmsar kryddjurtir en einnig er hann með 400 fermetra undir gleri. „Maður verður að vona það besta en því er ekki að neita að þetta hefur gengið mjög illa það sem af er sumri. Kuldinn og sólarleysið hafa gert það að verkum að ræktunin er 3 vikum á eftir. Ég hef verið í grænmetisræktuninni í rúm 40 ár en ég minnist þess ekki að jafn erfitt ár hafi komið allt þetta tímabil. Okkur þótti 1979 slæmt ár, en mér líst svo á að þetta sumar verði miklu verra. Kuldinn hefur verið svo mikill að garðlönd sem heitt vatn hefur verið leitt í dugar jafnvel varla til, munar þó miklu á því og ræktuninni sem er á óupphituðu landi. Það versta er að engin breyting virðist ætla að verða á þessu veðurlagi. Matjurtir sem nú eiga að vera full- þroskaðar eiga langt í land og ég held að æði langt þurfi að leita til að finna sumar sem kál hefur verið flutt inn á þessum tíma," sagði Einar Hallgríms. Afar slæmt útlit er með uppskeru í útiræktun hjá garð- yrkjubændum á Suður- og Vesturlandi. Hér sýnir Einar llallgríms í Garði afrakstur sumarsins í ræktun þessara blómkálshausa, þeir eru margfalt minni en venjulega á |i»¦ssum líina. Morgunblaðið/Guðjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.