Morgunblaðið - 05.08.1983, Qupperneq 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983
17
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö.
„Alþingi
götunnar“
ótt ríkisstjórnin hafi lát-
ið undir höfuð leggjast að
kalla alþingi saman til fundar
í sumar, afsakar það á engan
hátt hvatningu Savars
Gestssonar, formanns Al-
þýðubandalagsins, um að „hið
beina og milliliðalausa lýð-
ræði láti til sín taka“, eins og
hann orðar það hér í Morgun-
blaðinu í gær. Segir Svavar að
með þessu sé hann að hvetja
fólk til þess „að hrista af sér
þessa mannréttindasviptingu
sem felst í bráðabirgðalögun-
um“. Og hann bendir á þá leið
að þetta verði gert með „afli
fjöldans".
Menn eru ýmsu vanir í slag-
orðaflaumi Svavars Gestsson-
ar og fæst af því sem hann
segir er ástæða til að taka al-
varlega þegar bornar eru
saman yfirlýsingar hans og
athafnir sem ráðherra. Tvö
dæmi: 14 sinnum stóð hann að
kjaraskerðingu með lögum og
í ráðherratíð hans urðu fram-
kvæmdir í þágu varnarliðsins
hinar mestu á einu ári í ís-
landssögunni. Hitt getur þó
enginn látið sem vind um eyru
þjóta þegar formaður stjórn-
málaflokks í lýðræðisríki
gengur fram fyrir skjöldu og
hvetur beinlínis til þess að
stjórnarskrá og lýðræðislegir
stjórnarhættir séu látnir
víkja og ofbeldi skuli beitt til
að brjóta á bak aftur ákvarð-
anir sem teknar eru af réttum
aðilum með lögformlega rétt-
um hætti.
Sumir yppta vafalaust öxl-
um yfir þessari hvatningu
formanns Alþýðubandalags-
ins um að „alþingi götunnar"
taki við af alþingi ísiendinga,
að vilji kjósenda í nýlegum
kosningum verði að engu
hafður og í hans stað ráði
hnefarétturinn. Samhliða
verðfalli á krónunni hefur
gengið lækkað á orðum
stjórnmálamanna á borð við
Svavar Gestsson og vaðallinn
fer inn um annað eyrað og út
um hitt hjá öllum þorra fólks.
En stundum er þó ástæða til
að staldra við og spyrja: Mein-
ar maðurinn það sem hann er
að segja? Telur Svavar
Gestsson það þjóðinni raun-
verulega fyrir bestu núna að
ofbeldi sé beitt gegn lands-
stjórninni?
Sé stefnuskrá Alþýðu-
bandalagsins lesin kemur í
ljós að þessi flokkur byggir
baráttu sína á hugmynda-
fræðilegu gjalþrotabúi Marx
og Leníns. Markmið flokksins
er að „ná úr höndum borgara-
stéttarinnar helstu valdamið-
stöðvum þjóðfélagsins" og það
ekki aðeins eftir friðsamleg-
um leiðum. í stefnuskrá Al-
þýðubandalagsins kemur
fram tortryggni í garð hins
„þingbundna fulltrúalýðræð-
is“ þar sem margt sé því til
fyrirstöðu að það „geri vilja
og fullveldi almennings að
veruleika" og alþingi er lýst
sem „eins konar afgreiðslu-
stofnun í höndum ríkisstjórn-
ar“ og síðan segir: „Allt um
augljósar veilur þingræðisins
sem raunverulegs lýðræðis-
stjórntækis hefur borgara-
stéttinni tekist að einskorða
stjórnmálabaráttuna að
miklu leyti við þingkosningar
og undirbúning þeirra."
Hvatningu og hótanir Svav-
ars Gestssonar um valdbeit-
ingu í nafni „alþingis götunn-
ar“ verður að skoða í ljósi þess
að Alþýðubandalagið er
stjórnmálaflokkur sem lítur
ekki endilega svo á að í þing-
kosningum sé ákveðið hverj-
um trúað skuli fyrir stjórn
landsins. Alþýðubandalagið
telur að með ofbeldi kunni að
vera réttlætanlegt að „ná úr
höndum borgarastéttarinnar
helstu valdamiðstöðvum þjóð-
félagsins". Blóðug bylting er
sem sé ekki útilokuð af Al-
þýðubandalaginu sem leið að
því markmiði að hin nýja
stétt þess með Svavar Gests-
son í fararbroddi geti setið í
ráðherrastólum til eilífðar-
nóns.
Frýjunarorð Svavars
Gestssonar um „alþingi göt-
unnar“ má almenningur ekki
láta sem vind um eyru þjóta
að þessu sinni. Menn verða að
gera það upp við sig hvort þeir
telja þann kost betri að grípa
til valdbeitingar gegn ríkis-
stjórninni eða herða ólina á
meðan þjóðarskútan er í þess-
um mikla öldudal. Það er ein-
mitt fyrir tilstilli Alþýðu-
bandalagsins sem jafn illa er
komið fyrir okkur og við blas-
ir. Kannski á að líta á dólgsleg
ummæli Svavars Gestssonar
um „alþingi götunnar" í því
ljósi að með niðurrifsstarfi í
ráðherrastólum hafi alþýðu-
bandalagsmenn markvisst
unnið að því að skapa öng-
þveiti með gjaldþrotum heim-
ilanna í von um að á rústum
þeirra mætti reisa „alþingi
götunnar" undir leiðsögn
hinnar nýju stéttar í þjóð-
frelsi sovésks friðar.
Slæmar horfur í útimatjurtaræktun á Suðurlandi:
Magnús Sigurðsson, Birtingaholti, Hrunamannahreppi:
„Fljótsprottnari afbrigðin
reynast betur í svona árferði"
„ÞETTA er seint á ferðinni í ár, að minnsta kosti hálfum mánuði seinna en í
meðalári. Er það aðallega vegna sólarleysis og júlíkulda, en einnig sá á kartöflu-
grösum sumsstaðar vegna næturfrosta. Geta frostin hafa dregið úr vexti þó ekki
hafi sést nema lítið á pliitum," sagði Magnús Sigurðsson bóndi í Birtingaholti I
í Hrunamannahreppi í samtali við Mbl. er hann var spurður um kartöflu-
uppskeruna í ár. Magnús er með 4 ha kartöfluræktun auk 30 kúa bús. Hann er
jafnframt formaður Landssambands kartöflubænda og á sæti í stjórn Grænmet-
isverslunar landbúnaðarins.
Ekki kvaðst Magnús þora að spá
um uppskeruhorfur í haust en sagði
að ef gerði góða tíð það sem eftir er
sumars, hlýnaði, þá gæti orðið reit-
ingsuppskera á Suðurlandi. Á Norð-
urlandi sagði hann að bæði hefði
verið sett seint niður og allur gróð-
ur verið seinn til, en þar hafi hlý-
indin gert það að verkum að mögu-
leikar væru þar á góðri uppskeru ef
tíðin héldist góð. „En ef ágúst
bregst hér sunnanlands þá fá bænd-
ur ef til vill í útsæðið. Þegar grösin
eru svona lítil eru þau viðkvæmari
en ella og getur lítilsháttar nætur-
frost orsakað að kartöflugrösin
falla alveg og við það gæti orðið
algjör uppskerubrestur.
Það er þó nokkur hópur manna
sem lifir eingöngu af kartöflurækt-
uninni, aðallega í Þykkvabænum.
Verður þetta ár sérstaklega erfitt
hjá þeim. Ég reikna með að menn
þurfi að taka upp úr görðunum þó
uppskeran verði rýr og verður þá
full vinna við þetta sem menn fá
lítið sem ekkert fyrir. Erfitt er fyrir
þessa menn að sækja vinnu annað
því margvíslega vinnu þarf að inna
af höndum á búunum.
— Koma allar tegundirnar jafn
illa út?
„Ég var að gá undir hjá mér í dag.
Tegund, sem við nefnum Dóru, virð-
ist koma langbest út, áberandi best.
Þetta er snemmsprottið afbrigði og
þau virðast gefast betur í svona ár-
ferði. Yfirleitt eru færri kartöflur
undir hverju grasi en stærri kart-
öflur. Mikil sveifla hefur orðið frá
rauðu kartöflunum yfir í þær hvítu.
Kartöflubændur hafa verið að
reyna að laga sig að óskum neyt-
enda með þessu og reyna að fylla út
í þann markað sem kartöfluverk-
smiðjurnar gefa kost á.
Magnús Sigurdsson í Birtingaholti
sýnir hvað kartöflugrösin verða há í
venjulegu árferði.
Morgunblaðið/Guðjón.
Vegna mikillar gagnrýni neyt-
enda út af lélegri vöru er einnig ver-
ið að athuga hvar veiku hlekkirnir í
geymslu og dreifingu kartaflna séu
þannig að hægt sé að bæta þar úr,
en einnig hefur verið ákveðið að
bjóða kartöflur í eins kílós umbúð-
um og reikna ég með að það verði til
bóta þó það komi til með að kosta
sitt að koma því af stað með véla-
kaupum og fleiru."
— Hvernig hefur kornrækt í
kartöflugörðum reynst?
„Flestir kartöflubændur hafa tek-
ið eftir því að alltaf sprettur betur
hjá þeim í nýju landi. Kartöflu-
ræktunin kallar á hvíld af og til.
Þess vegna hafa menn séð þessa
möguleika að nýta garðana til
kornræktar og held ég að það hafi
gefist vel í Þykkvabænum."
— En vatnsúðunin sem mikið er
notuð hér um sióðir?
„Vatnsúðun er á flestum bæjum
hér í hreppnum. Menn hafa tekið
þetta upp vegna þess að þeir hafa
séð að þeir hafa gagn af þessu.
Mesta gagnið er að geta hindrað
næturfrostin. Þá er vökvað á meðan
frost er og hindrar það að grösin
skemmist. En einnig notum við
þetta til að hindra sandfok á vorin
og höfum fengið greinilegan upp-
skeruauka þegar þurrkar hafa verið
á sumrin."
— En thiabendazol-úðunin, hver
hefur orðið árangur hennar?
„Þetta var fyrst leyft í fyrra af
heilbrigðisyfirvöldum. Þeir sem þá
reyndu þetta fengu mjög góða út-
komu. Þetta er lyf sem er nefnt
Tecto og er því úðað á kartöflurnar
við upptöku. Það gerir það að verk-
um að kartöflurnar haldast heil-
brigðari lengur fram á vorið, og líta
betur út. Ég reikna með að í ljósi
þessarar reynslu verði þetta al-
mennt tekið upp hjá kartöflubænd-
um.“
Guðlaugur Árnason, Eyrartúni, Þykkvabæ:
„Kraftaverk þarf til að þetta
verði að söluvöru í haust“
„Já, þetta hefur verið mjög óhagstætt sumar fyrir kartöfluræktunina, enda
hefur tíöarfarið verið þannig allt frá því við settum niður í vor og enn þann dag
í dag að varla hefur sprottið gras hvað þá þessi jurt. Kemur hér hvorttveggja til
að miklar rigningar hafa verið og þessir miklu kuldar í sumar. Kartöflurnar er
2—3 vikum á eftir miðað við meðalár þrátt fyrir að litlar frostskemmdir hafi
orðið,“ sagði Guðlaugur Árnason kartöflubóndi í Eyrartúni í Þykkvabæ í samtali
við blm. Morgunblaðsins.
Aðspurður um uppskeru sagði
Guðlaugur: „Útlitið er ekki gott eins
og er, en ennþá gæti hugsanlega
orðið léleg meðaluppskera, það er að
segja ef ágústmánuður og fyrsta
vika september verða okkur hag-
stæð. Þessi tími hefur alltaf skorið
úr um kartöfluuppskeruna og mun á
þessum tíma ráðast hvort einhver
uppskera fæst eða hvort við fáum
kannski ekki neitt.“
Þið hafið stundum séð það svart,
kartöflubændur?
„Já, satt er það, þetta er þó aðeins
skárra en 1979 en þá spratt vel í
september. Grasvöxturinn er áber-
andi minni það sem af er miðað við
venjulegt ár en það segir þó ekki
alla söguna því þó grösin séu ekki
stór þá getur verið vel vaxið undir.
En eins og þú sérð er eintómt berja-
dót undir þessum grösum og það
þarf kraftaverk til þess að þessar
kartöflur verði að söluvöru í haust.
Eitthvað eru þó snemmsprottnu af-
brigðin betri. I venjulegu árferði
höfum við verið byrjaðir að taka
upp í sumarsöluna á þessum árs-
tíma en nú er fyrirsjáanlegt að það
verður ekki fyrr en undir mánaða-
mót ef á annað borð verður hægt að
tala um einhverja sumarsölu."
Guðlaugur ræktar kartöflur á 13
ha lands og hefur sitt framfæri ein-
göngu af kartöfluræktinni eins og
fleiri bændur í Þykkvabænum.
Hann var spurður að því hvernig
gengi að lifa af kartöfluræktuninni.
„Þessir 13 ha eru hættir að duga
mér vegna þess að við höfum ekki
fengið þær hækkanir sem við höfum
þurft auk þess sem möskvastærðin
á kartöflunum hefur verið hækkuð
okkur í óhag að sjálfsögðu, sem hef-
ur beina tekjurýrnun í för með sér,
þó kartöfluverksmiðjan okkar gæti
nýtt dálítið af þessum smærri kart-
öflum. Þetta er að fara í það horf
núna að við erum hættir að geta
endurnýjað áhöld sem þó er nauð-
„Það er tómt berjarusl undir þessu
eins og þið sjáið,“ sagði Guðlaugur
Árnason kartöflubóndi í Eyrartúni í
Þykkvabæ við Morgunblaðsmenn, er
hann sýndi þeim undir nokkur kart-
öflugrös.
Morgunblaðift/Guðjón.
synlegt að gera til að hægt sé að
standa í þessu. Hjá mér stendur þá
fyrir dyrum að stækka garðana upp
í 15 ha sem ég tel að sé of stórt fyrir
eina fjölskyldu að sjá um eða
hreinlega að hætta þessu basli.“
Þið ræktið korn í kartöflugörðun-
um til að hvíla garðana, hvernig
hefur það reynst ykkur?
„Það hefur reynst okkur mjög vel,
verð ég að segja. Við stefnum að því
að setja eingöngu niður í hafra- eða
byggland til að forða okkur frá foki
auk þess sem við fáum greinilega
hraustari og meiri uppskeru. Einnig
verður minni klaki í jörð í þeim
görðum sem korn hefur verið rækt-
að í. Þetta hefur að vísu talsverðan
aukakostnað í för með sér þar sem
við þurfum að hafa garðlöndin tvö-
falt stærri en við eigum þó þann
möguleikann að fá svolitlar auka-
tekjur í góðum árum af því að selja
kornið. En augljóst virðist að við
fáum ekkert korn núna, enda verð-
um við að sætta okkur við það að
ekki er hægt að reikna með að korn
fáist af þessum ökrum nema í góðu
árunum.“
„Ég vil nefna eitt sem valda mun
gjörbyltingu í vörugæðum þessarar
framleiðslu á næstu árum,“ sagði
Guðlaugur, „það er thiabendazol-
úðun kartaflnanna. Við keyptum 14
tæki hingað í fyrra en þau eru sett á
upptökuvélarnar og úða fínum úða
af þessu lyfi á kartöflurnar um leið
og þær eru teknar upp. Mikill mun-
ur er á kartöflum sem fengið hafa
þessa úðun og öðrum, þær verða
miklu frísklegri og fallegri og geym-
ast mun lengur óskemmdar fram á
vor. Þetta álít ég að verði að koma
allsstaðar enda árangurinn mjög
góður.“
Sighvatur Hafsteinsson, Gerði, Þykkvabæ:
„Fæ lítið upp í fjár-
festinguna á þessu ári“
.„ÞETTA er fjórða árið mitt í kartöfluræktuninni og lítur þetta
mjög illa út í ár. Ég tel að kartöflurnar séu 3 til 4 vikum á eftir
miðaö við tvö síðustu ár sem verða að teljast meðalár. En ef
ágúst verður góður getur uppskeran orðið sæmileg en efið er of
stórt til að stóla á,“ sagði Sighvatur Hafsteinsson kartöflubóndi
í Gerði í Þykkvabæ í samtali við Mbl. Við hittum Sighvat í
kartöfluverksmiðjunni í Þykkvabæ þar sem hann vinnur sem
afleysingaverkstjóri þessar vikurnar, en annars sagðist hann
vera að reyna að lifa af kartöflubúskapnum. Hann byrjaði kart-
öflurækt fyrir rúmum þremur árum og er með 10 ha garða í
landi föður síns, Smáratúni, en keypti jörðina Mel í vor þar sem
hann ætlar að setja niður næsta vor.
Sighvatur sagði, þegar hann var
spurður að því hvernig ástandið
núna horfði við honum, eftir þessi
jarðarkaup: „Ef svo heldur fram
sem horfir fær maður lítið upp í
fjárfestinguna á þessu ári og því
gæti maður allt eins lent á vertíð.
Þeir gamalgrónu standa svona áföll
frekar af sér en þeir sem hafa verið
að fjárfesta undanfarin ár og þeir
sem eru nýlega byrjaðir standast
þetta síður.
Þetta kemur sér sérstaklega illa í
ár vegna þess hversu saumað hefur
verið að þessari grein að undan-
förnu. Þá á ég bæði við möskva-
stækkunina og það að við fengum
engar verðhækkanir í vetur en einn-
ig höfum verið aftarlega á merinni
hér í Þykkvabæ með afsetningu vör-
unnar. Þess vegna fáum við meiri
rýrnun og vaxtakostnað, en ég tel að
þetta sé fyrst og fremst vegna
stjórnleysis í greininni, og hand-
vömm hjá yfirmatsmanni í birgða-
haldi.“
— Þessi grein hefur alltaf verið
áhættubúskapur.
„Já, og ágúst hefur alltaf verið
mikilvægasti mánuðurinn. Þess
vegna óþarfi að vera óþarflega
svartsýnn enn sem komið er. Tvö
undanfarin sumur hafa menn verið
farnir að taka upp í sumarsöluna
viku af ágúst. Núna er fyrirsjáan-
legt að hún verður lítil sem engin og
þá í fyrsta lagi í lok mánaðarins."
Sighvatur Hafsteinsson, kartöflu-
bóndi í Þykkvabæ við skrælingarvél-
ina í kartöfluvcrksmiðjunni þar sem
hann starfar sem verkstjóri í afleys-
ingum um þessar mundir.
Morgunblaftift/ Guftjón.
Einar Hallgríms Garði Hrunamannahreppi:
„Útlit fyrir uppskerubrestu
,;ÚTLIT er fyrir það að uppskeran geti alveg brugðist í ár.
Ágúst verður að vera ákaflega góður mánuður ef einhver
uppskera að gagni á að verða í ár. Þetta kemur sér auðvitað
mjög illa því hér í nágrenninu eru margir garðyrkjubændur
sem lifa eingöngu á útiræktuninni,*' sagði Einar Hallgríms
garðyrkjubóndi í Garði í Hrunamannahreppi er Morgun-
blaðsmenn hittu hann við vinnu sína á kálakri að Garði en
Garður er skammt frá Flúðum.
Einar er mest með útimatjurtaræktun svo sem kál,
rófur, gulrætur og ýmsar kryddjurtir en einnig er hann
með 400 fermetra undir gleri. „Maður verður að vona
það besta en því er ekki að neita að þetta hefur gengið
mjög illa það sem af er sumri. Kuldinn og sólarleysið
hafa gert það að verkum að ræktunin er 3 vikum á eftir.
Ég hef verið í grænmetisræktuninni í rúm 40 ár en ég
minnist þess ekki að jafn erfitt ár hafi komið allt þetta
tímabil. Okkur þótti 1979 slæmt ár, en mér líst svo á að
þetta sumar verði miklu verra.
Kuldinn hefur verið svo mikill að garðlönd sem heitt
vatn hefur verið leitt í dugar jafnvel varla til, munar þó
miklu á því og ræktuninni sem er á óupphituðu landi.
Það versta er að engin breyting virðist ætla að verða á
þessu veðurlagi. Matjurtir sem nú eiga að vera full-
þroskaðar eiga langt í land og ég held að æði langt þurfi
að leita til að finna sumar sem kál hefur verið flutt inn
á þessum tíma,“ sagði Einar Hallgríms.
Afar slæmt útlit er með uppskeru í útiræktun hjá garð-
yrkjubændum á Suður- og Vesturlandi. Hér sýnir Einar
Hallgríms í Garði afrakstur sumarsins í ræktun þessara
blómkálshausa, þeir eru margfalt minni en venjulega á
þessum tíma.
Mortfunblaftift/Guftjón.