Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983 Guðlaugur Guðmundsson SH 97, en þetta glæsilega skip bætist nú í flota Vestmannaeyja. Guðlaugur Guðmundsson SH keyptur til Vestmannaeyja EITT nýjasta og fullkomnasta skip íslenzka flotans, Guðlaugur Guðmundsson SH 97, hefur verið keypt til Vestmannaeyja og verð- ur það afhent þangað á næstu dögum. Skipið, sem er 160 lestir að stærð, er eins árs, en það var smíðað hjá Skipasmíðastöð Marselí- usar Bernharðssonar á ísafirði. Skipið er tveggja þilfara, smækkuð mynd af skuttogara og gert fyrir tog, neta- og línuveiði. Guðlaugur Guðmundsson var gerður út frá Vestmannaeyjum sl. vetur og afl- aði vel. Kaupendur eru fsfélag Vestmannaeyja, Bergur-Huginn og aflaklóin Logi Snædal Jónsson skipstjóri. Kaupverð skipsins er 97 milljónir króna. Takmörk fyrir flutningi milli greina og landshluta — segir Ólafur G. Einarsson alþingismaður um ráðstöfun gengismunar „ÉG GET tekið undir allt, sem Eð- varð Júlíusson sagði í Morgunblað- inu í gœr. Ég tel að hann hafi full riik fyrir því, sem hann segir þarna og er honum sammála. Ég held að þaö sé konrinn tími til að við snúum við á þeirri braut, sem við höfum gengið í sambandi við gengismun- arsjóðinn og ætlast til þess af þess- ari ríkisstjórn, að hún taki tillit þeirra aðstæðna, sem nú ríkja, bæði að því er varðar skreiðina og sér- staklega saltfiskinn, þar sem ástand- ið er ekki allt of gott," sagði Ólafur G. Einarsson, alþingismaður, er Morgunblaðið innti hann álits á hugmyndum um ráðstöfun gengis- munar og orðum Eðvarðs Júlíusson- ar í Grindavfk í Morgunblaðinu í gær. „Ég tel einnig að það séu tak- mörk fyrir því hvað mikið sé hægt að flytja á milli bæði greina í sjáv- arútvegi og ég tala nú ekki um milli landshluta. Eins og Eðvarð segir er mun skynsamlegra að leggja í verðjöfnunarsjóð en að vera með svona tilfæringar og ég held að það sé alveg óhætt að segja að Suðurnesin hafa ekki tek- ið þátt í þessu fjárfestingarkapp- hlaupi eins og sums staðar annars staðar hefur átt sér stað. Ég held það sé einnig óhætt að segja að fjárfesting í saltfiskverkuninni hefur verið miklu minni en í öðr- um greinum eins og frystingu og togarakaupum. Að því leyti eiga Suðurnesjamenn mjög erfitt með að sætta sig við svona tilflutning á fjármagni," sagði Ólafur G. Ein- Ákærður fyrir fjárdrátt RÍKISSAKSÖKNARI hefur gefið út ákæru á hendur fyrrverandi fræðslustjóra í Vestfjarðaumdæmi. Maðurinn er ákærður fyrir fjirdrátt og skjalafals í starfi sínu á árunum 1976—1982 og er afbrot hans talið varða viö ákvæni almennra hegn- ingarlaga. Málið er höfðað fyrir Sakadómi Kópavogs, en þangað er sakborningur nýlega fluttur. Nýr fræðslustjóri í Vestfjarða- umdæmi hefur verið settur á meðan málarekstur stendur yfir fyrrver- andi fræðslustjóra, sem hefur verið vikið frá störfum um sinn. Hann heitir Ingólfur Ármannsson og hefur gegnt fræðslustjórastöðu í Norður- landsumdæmi eystra undanfarin tvö ár meðan Sturla Kristjánsson, fræðslustjóri þar, hefur verið í leyfi frá störfum. Bókauppboð í Klaustur- hólum LISTMUNAUPPBOÐ nr. 111 á veg- um Guðmundar Axelssonar í Klaust- urhólum fer fram laugardaginn 6. ágúst klukkan 14.00 að Klausturhól- um, Skólavörðustíg 6b. Boðnar verða upp bækur og verða þær til sýnis að Skólavörðustíg 6b föstudag- inn 5. ágúst klukkan 13.00 til 18.00. Meðal margra verka sem boðin verða upp má nefna bækurnar Ný- ársgjöf handa börnum eftir Jó- hann Halldórsson, sem gefin var út í Kaupmannahöfn 1841; Stutt undirvísun í Reiknislistinni og Al- gebra. Samantekin og útgefin handa Skóla-lærisveinum og öðr- um unglingum á íslandi. Kaup- mannahöfn 1785; Voyage en Is- lande et au Groenland eftir Paul Gaimard. Atlas historique. Paris. Ljósprentað. Reykjavík 1967; For- ordning om Kirckens Embede og Möndighed mod ubodferdige Samt om Atskillige Geistlighedens For- hold. Kiöbenhaffn 1629; Sigfús Sigurðsson. Fingramálsstafróf. Akureyri 1857; Jón Espólín. Is- lands árbækur í sögu-formi. I.—XII. deild og Regist. Kaup- mannahöfn 1821 til 1833. Ljós- prentað. Reykjavík 1943—1947; Þormóður Torfason. Historia rerum Norvegicarum. I—IV. Hafniae 1711. Ferð aldr- aðra í Hall- grímssókn Hallgrímskirkja: Á vegum starfs aldraðra í Hallgrímskirkju, verður farið í ferð til Austurlands, dagana 17—20 ágúst. Farið verður með flugi austur og gist á hóteli á Egilsstöðum. Þaðan verður svo farið í bflferðir um nágrennið m.a í Borgarfjörð—Eystra og kringum Löginn. Ferðin kostar 5.000 krónur og er innifalið í því verði flug fram og til baka, gisting, matur og bflferðir. Upplýsingar veitir Dómhildur Jónsdóttir safnaðarsýstir og þurfa pantanir að hafa borist henni í seinasta lagi laugardaginn 6. ágúst. Sú sem allir hafa beöiö eftir hefst í sex verslunum samtímis Nú gefst tækifæri til aö fá topp sumarvörur um hásumar. úBfrKARNABÆR ^MM*M P LAUGAVEGI 66 - AUSTURSTRÆTI 22 ^¦^ V SlMI FRÁ SKIPTIBOROI 85055 Lwgivtgi 20. Stmi tri »kip(ibor6t I50S5. tft33&£&æ&3 Austuf ítr«ti 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.