Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983
Beina flugið á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar:
Hugsum um það í alvöru
að halda þessu flugi áfram
þeirra aðila sem tekið hafa við
rekstrinum og ég trúi því að það
eigi eftir að gerast," sagði Hans.
„Við teljum markaðslíkurnar
það góðar þarna, að við viljum
endilega halda þessu áfram og
verðum að taka þessa leið alvar-
lega til athugunar, þegar við
ákveðum sumaráætlunina fyrir
næsta sumar," sagði Hans.
Varðandi það, hvernig Flugleið-
um hefur tekist að fá farþega frá
Danmörku til þess að fljúga til ís-
lands með þessum hætti, þ.e. beint
til Akureyrar, sagði Hans „að lít-
ilsháttar fækkun væri á heildar-
ferðamannastrauminum til lands-
ins í ár, þannig að menn hefðu
kannski ekki byrjað með þetta
nýja flug á „þægilegu ári“, en
þetta flug hefði staðið sig hlut-
— segir Hans Indriðason svæðisstjóri
„Þetta hefur ekki gengið eins vel
og við vonuðum, þannig að við
fækkuðum ferðunum niður í þrjár
og hafa þær ferðir sem farnar
hafa verið, gengið all vel,“ sagði
Hans Indriðason, svæðisstjóri hjá
Flugleiðum, í samtali við Morgun-
blaðið, en hann var inntur eftir
því hvernig beint áætlunarflug á
milli Akureyrar og Kaupmanna-
hafnar hafi gengið það sem af er
sumri. í upphafi stóð til að fljúga
á milli staðanna vikulega, en síðan
var ferðunum fækkað niður í eina
í mánuði.
„Hins vegar sýnir reynslan það
að þarna er ákveðinn markaður
sem taka verður mið af og við
verðum að hugsa um það í alvöru
að halda þessu flugi áfram, þó svo
að það hafi ekki gengið eins vel og
við vonuðumst eftir. Það er alltaf
erfitt að byrja á svona ferðum, en
þetta er svæði sem taka verður til-
lit til. Norðlendingar verða að
geta komist til útlanda frá sinum
flugvelli," sagði Hans.
„Það sem fólk hafði nokkrar
áhyggjur af í upphafi var það, að
ekki er fríhöfn á Akureyri. Það
var eflaust ekki nægilega vel
kynnt að þarna var ekkert vanda-
mál á ferðinni, því bæði gat fólk
verslað í fríhöfninni á Kastrup-
flugvelli og um borð í vélunum. Nú
hefur því verið lýst yfir að Kast-
rup eigi að verða ódýrasta fríhöfn
I í veröldinni, það er yfirlýsing
Hans Indriðason
fallslega miðað við hin. Þetta
beina Akureyrarflug var töluvert
kynnt í Danmörku, m.a. í starfs-
mannablöðum og Norrænum fé-
lögum sem við erum aðilar að og
það var vel að þeirri kynningu
staðið. En það var bara samdrátt-
ur á danska markaðnum og hlut-
fallslega stóð þetta flug sig ekki
verr en annað. Mývatn er mjög vel
þekkt og Akureyri er þekkt úti,
þannig að ferðir á milli þessara
staða er flug framtíðarinnar,"
sagði Hans.
„Við hittum á slæmt ár. Hér er
óskapleg samkeppni og líka sam-
dráttur á sama tíma og ekki síst á
Akureyri, þannig að við höfum
kannski byrjað á vitlausu ári, ef
svo má segja, en einhvers staðar
verður að byrja og þarna tel ég
vera markað sem á tilverurétt,"
sagði Hans og kvaðst telja að sú
fjárfesting sem lagt hefði verið í
vegna flugsins myndi skila arði
síðar, en hins vegar tæki tíma að
vinna þessar ferðir upp.
„Það var mjög vel tekið undir
þessar ferðir á danska markaðn-
um og töldu menn að þarna væri
um nýjung að ræða. Akureyri og
Mývatn og raunar Norðurland allt
var mjög vel kynnt og vissu menn
alveg hvað var uppi á teningnum,"
sagði Hans Indriðason.
A(p£L
Gísli Jónsson, forstjóri Ferðaskrif-
stofu Akureyrar, og Arnar Guð-
mundsson, sölustjóri, við eina
Boeing-flugvél Flugleiða.
bjerget, en það er alls 172 metra
hátt! Þá verður m.a. farið í vinabæ
Akureyrar, Randers, og siglt á
Randersfirði.
Frá Randers verður haldið til
Ebeltoft og siglt yfir Stórabelti og
þaðan ekið til Hróarskeldu. Þar er
dómkirkjan skoðuð og Víkinga-
safnið og þaðan er haldið til Kaup-
mannahafnar.
Frá dómkirkjunni í Hróarskeldu.
Beint áætlunarflug á milli Kaupmannahafnar og Akureyrar:
Frá Tívolí. Bátarnir eru alltaf vinsælir hjá yngstu kynslóðinni.
Frá Víkinga-
safninu í Hró-
arskeldu, en
það er einn við-
komustaðurinn
í rútuferðun-
um.
Ferðaskrifstofa Akureyrar býður
upp á fjölmarga ferðamöguleika
Flugleiðir hafa í sumar staðið fyrir
beinu flugi á milli Kaupmannahafn-
ar og Akureyrar, og er þetta gert í
samvinnu við Ferðaskrifstofu Akur-
eyrar. Fór fyrsta vélin frá Akureyri
til Kaupmannahafnar þann 16. júní
sl., en áformað er að þetta beina flug
standi yfir til 1. september.
Fjölmargir ferðamöguleikar
Þetta er í fyrsta skipti sem
beint áætlunarflug er á milli þess-
ara staða og hefur Ferðaskrifstofa
Akureyrar skipulagt ferðir í
Danmörku fyrir (slendinga, auk
þess sem boðið er upp á pakka-
ferðir, t.d. flug og bíll í 1 til 4
vikur. Samkvæmt upplýsingum
forsvarsmanna Ferðaskrifstofu
Akureyrar eru fjölmargir ferða-
möguleikar fyrir hendi sem ferða-
skrifstofan býður upp á og einnig
má þar nefna að ferðaskrifstofan
er umboðsaðili fyrir ferðaskrif-
stofuna Spies í Danmörku, sem
hefur á boðstólum ferðir til allra
helstu sólarstaða í heimi.
Sumarhús
Ferðaskrifstofa Akureyrar hef-
ur gert samninga um sumarhús í
Danmörku og er úr 800 húsum að
velja um allt landið og eru húsin
af öllum stærðum og gerðum og í
mörgum verðflokkum. Hægt er að
fá allt frá þokkalegum sumarbú-
stöðum upp í stórar „villur" með
sundlaug og allri aðstöðu. Sem
dæmi um ferðamöguleika fyrir
farþega frá Akureyri er 14 daga
ferð til Danmerkur, sem gæti
skipst í viku dvöl í sumarhúsi og
aðra á hóteli í Kaupamannahöfn
og síðan gæti fólk haft bílaleigubíl
til umráða og ferðast að lyst sinni.
Sumarhúsin sem á boðstólum
eru, eru víða um Danmörku, m.a.
er völ á húsum við sjávarsíðuna.
Þá eru ferðamöguleikar miklir,
ekki er langt að fara yfir til Sví-
þjóðar eða Þýskalands og geta
ferðalangar ekið þar á milli. Segja
má að ekkert sé því til fyrirstöðu
að aka um aila Evrópu frá Dan-
mörku, standi hugur fólks til þess.
Umboðsaðilar Spies
Ferðaskrifstofa Akureyrar býð-
ur farþegum sínum upp á gistingu
í Kaupmannahöfn, á Hótel West-
end, sem er gott og þrifalegt hótel
í miðbænum. Margir möguleikar
eru á dægrastyttingu í Kaup-
mannahöfn og má þar m.a. nefna
Tívolí, dýragarðinn og Dyrehavs-
bakken.
Ef hugur manna stendur til
lengri ferðalaga en til Danmerkur
býður Ferðaskrifstofa Akureyrar
upp á ferðir með dönsku ferða-
skrifstofunni Spies, en FA er um-
boðsaðili fyrir Spies. Þar er um
afar marga ferðamöguleika að
ræða, en þar á meðal eru helstu
„íslensku“ ferðamannastaðirnir,
s.s. Costa del Sol, Mallorka, Rhod-
os, Ibiza og fleiri.
Kútuferðir
Sá ferðamöguleiki 'í Danmörku,
sem Ferðaskrifstofa Norðurlands
býður sérstaklega upp á, eru rútu-
ferðir. Eru þær hugsaðar sem fjöl-
skylduferðir, og standa þær í 14
daga. Hefst hver ferð með 3ja
daga dvöl í Kaupmannahöfn og
eru farnar skoðunarferðir í Tívolí
og Dyrehavsbakken, siglt er um
höfnina og farið í sirkus. Að
Kaupmannahafnardvölinni lok-
inni er ekið norður Sjáland og
komið við í Girselfeld-höllinni á
Sjálandi, en þar er hluti af þjóð-
minjasafni Dana. Þá er farið á
Mön og komið á Manarklett, en
þar eru sérkennileg náttúrufyr-
irbrigði. Síðan verður ekið til
Kruthenborg, en það er dýragarð-
ur, þar sem dýrin ganga laus í sínu
eiginlega umhverfi.
Næsta dag er ekið til Svend-
borgar og óðinsvéa á Fjóni. Farið
verður á fæðingarstað ævintýra-
skáldsins H.C. Andersen og ná-
grennið skoðað. Þá verður farið í
Legoland, sem er búið til úr kubb-
um. Síðan er farið í skoðunarferð
um Jótland og m.a. er farið í
„fjallgöngu" og gengið upp á topp
á einu hæsta fjalli Dana, Himmel-
4