Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983 Portúgalir segja, að vorið komi í Algarve í janúar og raunar sé Algarve samfelldur aldingarður árið um kring. Ekki er ég nú alveg sammála þessu. Ég hef fyrr verið þar í október og febrúar og var hvorugur kosturinn góður, veðurfarslega séð. En þegar ég kom í tvö fyrstu skiptin, skoðaði ég mig meira um og öðruvísi; landslag getur líka verið fallegt í rigningu, vegna þess hve litirnir verða skírir. Einu sinni var ég þar lung- ann úr maímánuði og nú í júní og var sá tími stórgóður. Oftast þægileg gola frá hafi og sólin skein af himni allan liðlangan daginn. Og þessar hreinu strendur með skrýtn- um og tilkomumiklum kletta- myndum sem minna helzt á leiktjöld. Svo finnur maður sjávarsúginn undir þegar út á klettana er fetað. Ég held, að það verði aldrei hægt að ýkja neitt um þessar strendur, þær eiga vart sinn líka. Snemma á morgnana þegar ég kom út á svalirnar á Hotel Monte- choro til að gá til veðurs, sást, að bátar voru að veiðum rétt undan ströndinni. Þeir veiða þarna með- al annars hinar f rægu portúgölsku sardínur — sem geta státað af því að hafa komizt inn i islenzkar samtímabókmenntir — auk þess túnfisk, humar, krabba og skelfisk og ég veit ekki hvað. Það er sagt, að íbúar Algarve hafi í sér eigin- leika þeirra, sem hafa sótt sjó um aldir og þurft að treysta á sig. Þeir eru staðfastir og taka lífinu með ró, tryggir og rausnarlegir. Og því má víða kynnast, hvarvetna þessi tilgerðarlausa hlýja, sem birtist í litlum viðvikum, en er svo ágæt- lega geðfelld. í Algarve er nú orðið að finna hótel í öllum gæðaflokkum og íbúðir við hvers manns hæfi. Og umhverfið allt er fallegt, ávaxta- trén, grænmetisakrar, hagar, þar sem horfnfagrar geitur og kindur eru á beit og það klingir í bjöllun- um þeirra. Hvert þorp á þessari strönd hefur sín sérkenni. Hvítu húsin í hæðótta bænum Albufeira, litskrúðugur og kátur fiskimark- aður í Portimao snemma á morgn- ana, bærinn Lagos við breiðan flóa, þar sem sagan er við hvert fótmál. Þegar Márar réðu hér, var Lagos miðstöð verzlunar og sigl- inga og héðan sigldu skip sæfar- anna síðar í landaleit um höfin blá og breið. í Lagos er sagður hafa verið fyrsti þrælamarkaður Evr- ópu. Og svo getur maður haldið upp í fjöllin og rekst þar á lítil þorp, sem spretta allt í einu fram eins og í ævintýri og virðast vega salt á klettabrúnum. Allt þetta hefur Algarve og miklu fleira, því að hver og einn sér staðinn á sinn hátt og undir- meðvitundin velur hvað lengst sit- ur í hugskotinu. Hvarvetna eru ágætis matsölustaðir þar, en hægt að borða fyrir lítinn pening, súp- ermarkaðir sem sums staðar gætu minnt á krambúð á íslandi á öld- inni sem leið, en aðrir nýtízkulegir og allt er til sem nöfnum tjáir að nefna. Fado-veitingastaðir eru margir. Þar sitja gestir með glas og hlusta á þessa tregaþrungnu og áleitnu tónlist. Ef frá er talin grísk þjóðlagamúsík — búzúkií — þykir mér fado annarri slíkri mús- ík ljúfari. En þó er maður lengur að kynnast henni. Diskótek og spilavíti, golfvellir og smábáta- haf nir. Þetta er allt hér og auðvit- að staðir með hamborgurum og frönskum, svo að ferðamenn sem vilja lítt breyta út af í matar- venjum þurfi ekki að þjást. Ann- ars er portúgalskur matur for- vitnilegur og gómsætur og í Al- garve eru fiskréttir í sérflokki. í þorpunum við sjóinn er eink- um unnið við fiskiðnað og mér skilst að hann sé fyrirferðarmest- ur í Portimao og þar eru nokkrar mjög nýtízkulegar verksmiðjur. Þegar kemur lengra upp í landið taka við þorp, þar sem unnið er við landbúnað og jarðyrkju. Vínberja- rækt er nokkur og Lagos-vínið sem er nefnt eftir samnefndu þorpi, er ljómandi á bragðið. Svartklæddar konur með Al- garve-hattana, svarta flókahatta með slóða niður á axlir, þær eru að puða úti á ökrum með körlum sfn- um og bórnum. Þetta fólk lítur upp, þegar gestur röltir hjá í rannsóknarleiðangri. Brosir svo að skín í tennurnar, sem eru ekki alltaf mjög margar. Og á kvöldin er haldið heim, hesturinn dregur Útsýni ofan af Mónikufjölhim. vagninn með fjölskyldunni eftir vel unnið dagsverk. Vagninn er kannski snautlegur, en það bregst varla, að hesturinn sé skreyttur fjaðraskúf og fíneríi. Þessir hestar kippa sér ekki upp við það þótt bilar bruni framhjá þeim eða strákar á mótorhjólum. Stundum var ég á röltinu fjarri allri mannabyggð, að því er mér fannst, gekk þá stundum fram á konu á asna og reiddi föggur miklar og með barn í fangi. Asninn silaðist áfram og ég velti því fyrir mér, hvaðan þessi kona væri að koma, hvert að fara og hvar bústaðurinn hennar væri, kannski hulinn í skógarrjóðri langt í burtu. Einu sinni kom ég upp í lítið þorp og sá þar hvar hestur var látinn fram- leiða vatn til þvotta fyrir þorpið. Það var bundið fyrir augun á hon- um og hann gekk hring eftir hring eftir hring og dró á eftir sér eykið og undi sér ekki hvíldar fyrr en kvöldaði. Hann minnti mig á hest- inn sem var beitt fyrir ólífupress- una í litla þorpinu Olympos á grísku eynni Karpaþos, nema ég held að sá hestur hafi átt verri ævi, hann fékk varla nokkurn tíma að blása úr nös. Þessi átti þó nóttina fyrir sig. En víst var þetta óvenjuleg sjón að áliðinni tuttug- ustu öldinni. Algarve-nafnið býr yfir dulúð, það er dregið af arabíska orðinu el-gharb — sem þýðir landið fyrir handan. Og eins og allur suður- hluti íberíuskagans ber Algarve óræk merki stjórnar Máranna sem stóð i aldir. Ekki aðeins í nöfnunum, heldur líka í húsagerð og ekki hvað sízt í útliti og eigin- leikum fólksins. Þegar Márar voru hér allsráð- andi var höfuðborg þeirra Chelb, sem nú heitir Silves. Þegar Silves féll, hrundi einnig veldi Mára. Þessi þáttaskil urðu þegar Dom Sancho I fékk talið þýzka og enska Brotabrot frá Algarve landinu íyrir handan texti: Jóhanna Kristjónsdóttir krossfara á að gera bandalag við sig árið 1189. Settust þá sveitir krossfara um Silves og umsátrið stóð mánuðum saman. Og með falli bæjarins hófst endanlega hrun máríska veldisins. Enda þótt Faro — sem nú er höfuðborg Algarve — og strand- lengjan sjálf væru næstu árin á valdi Mára, markaði fall Silves lok tímaskeiðs í sögunni. Upp frá því kölluðu stjórnendur Portúgals sig konunga Portúgals og Algarve og var þar með ósjálfrátt lögð áherzla á skiptingu landsins. Algarve sameinaðist ekki Portúgal fyrr en á fimmtándu öld, þegar Hinrik prins og sæfari stofnaði sjómannaskóla í Sagres vestast á ströndinni. Segja má, að Bernharður Guðmundsson skrifar frá heimsþingi Alkirkjuráösins í Vancouver, Kanada: Brauð og barátta Fulltrúar ortodoxu kirkjunnar setja mikinn svip i heirasþingið, þar sem beir ganga um í svörtum kuflum síðskeggjaðir með ábúðarmikil höf- uðföL A brjósti bera þeir helgimynd í víravirkisramma, en það er kald- ranalegt tímanna tákn, að ö'ryggis- ráðstafanir krefjast þess, að beir sem aorir þátttakendur beri einnig passa í plastramma um hálsinn með töivuskráðum upplýsingum og eigin rnynd. Guðfræði ortodox kirkjunnar setti einnig mikinn svip á umfjöll- un heimsþingsins um efnið: Líf í einingu, sem fjallað var um í dag. Nær 4.000 manns voru saman komnir frá um 100 löndum og heyrði ég einn æðsta mann kirkj- unnar skýra afstöðu hennar til vandamála samtíðarinnar. Áður var myndum af rússneskum helgi- myndum (íkonum) kastað á geysi- stórt tjald og með texta og tónlist- arivafi var gefin innsýn í skilning ortodoxu kirkjunnar á heilagri kvöldmáltíð, þar sem samfélagið um brauð og vfn felur í sér hina algjöru einingu. — Samfélagið um heilaga kvöldmáltíð er ekki aðeins andleg- ur veruleiki kærleika og einingar, heldur er þar að finna grundvóll- inn að hjálparstarfi kirkjunnar, sagði Kirilin yfirbiskup. — Ef við brjótum brauðið og verðum eitt með Kristi og hver með öðrum, hljótum við í framhaldi af þvi að verjast gegn öllu félagslegu mis- rétti í mannlegu samfélagi, hver sem verður fyrir því. Fjársjóðir hinnar kristnu kenn- ingar gefa okkur kraft til þess að lifa kristnu lífi í kommúnisku samfélagi og taka þátt í sam- kirkjulegu starfi, svo erfitt sem það er á stundum. Þess vegna höf- um við getað átt samstarf með vestrænum kirkjum í baráttu fyrir friði og afvopnun. Aðspurður sagði hann á blaða- mannafundi, að bandarískir kirkjuleiðtogar hefðu óneitanlega fordæmt harðlegar vígbúnað stjórnvalda, en rússneska kirkjan hefði gert. — En það eru mjög ólíkar aðstæður í þessum löndum, bætti hann við. Það voru dökkir tónar í máli Jan Pronk, aðstoðarframkvæmda- stjóra Unctad, þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem fjallaði um sama efni. — Meira atvinnuleysi og minna brauð, fleira fólk, var spá hans fyrir næsta áratug. Núverandi fjárhagsvandi er flóknari og djúpstæðari en nokkru sinni fyrr í sögunni. Ríku þjóðirnar í norðri eru æ ófúsari að deila brauði með þeim fátæku í suðri og reyna jafn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.