Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983
Sjötugsafmæli:
Sr. Robert Jack
prófastur á Tjörn
í dag er þjóðkunnur prestur
sjötugur, sr. Róbert Jack prófast-
ur á Tjörn á Vatnsnesi.
Hann er af erlendu bergi brot-
inn og hefur um fjörutíu ára bil
dvalið á fslandi. Það má segja um
sr. Róbert að hann hafi snemma
lagt kapp á að nema íslensku og
lagað sig eftir landssiðum meðal
vor, enda embættisaldur hans orð-
inn hár hér, þrjátíu og sjö ár í
þjónustu heilagrar kirkju.
Sr. Róbert er kominn frá Skot-
landi, en þar er kirkjuleg menning
á háu stigi og á mikil ítök í hugum
manna. Lærdómur í heiðri hafður,
samhliða íþróttum meðal uppvax-
andi kynslóða.
Sr. Róbert fæddist 5. ágúst 1913
í Glasgow í Skotlandi. Voru for-
eldrar hans Robert Jack bygg-
ingarmeistari í Bearsden í Skot-
landi og kona hans, María Venn-
ard, lyfjafræðingur. Forfeður sr.
Róberts í föðurætt voru járnsmið-
ir, miklir hagleiksmenn í listinni
og stofnaði einn þeirra verksmiðju
á 18. öld, en aðrir gerðust bændur.
— María föðuramma sr. Róberts
tók mikinn þátt í félagslegu starfi
í kirkjunni með störfum í kvenfé-
lagi þess. — Móðir sr. Róberts var
af írskum ættum frá N-írlandi.
Tómas faðir hennar flutti til
Glasgow á yngri árum, var þar
skrifstofustjóri. Hann hafði
ánægju af tónlist og kveðskap. Sr.
Róbert er því af þróttmiklu fólki
kominn, jafnframt listrænu og
guðhræddu. Hann er maður vel á
sig kominn að vallarsýn, herða-
breiður, samanrekinn og alla tíð
hugsandi um andleg mál.
Frá unga aldri stundaði hann
íþróttir samhliða námi, einkum
knattspyrnu, sem hefur orðið
mörgum hollur skóli, til styrktar
líkama og stælingar viljans.
Má þess geta að meðal vor á
dögum sr. Friðriks Friðrikssonar í
KFUM var stofnað knattspyrnufé-
lagið Valur, af félagsmönnum
þess, en fjöldi manna hefur stund-
að þessa íþrótt, og enn fleiri horft
á keppni í henni. Er minnir okkur
á orð hins sæla Páls postula, 1.
Kor. 9,24: „Vitið þér ekki, að þeir
sem hlaupa, hlaupa að sönnu allir,
en einn fær sigurlaunin." En því
er þessi inngangur að grein minni,
að það var knattspyrnuíþróttin, er
leiddi þennan sjötíu ára vin vorn
til íslandsstranda og um leið
kynni hans af félaginu Val.
Sr. Róbert gekk ungur mennta-
veginn. Varð stúdent við Bearsden
Academy 1931 og lauk BA-prófi
við Glasgow-háskóla 1936. Hann
hafði tekið þátt í íþróttum á skóla-
árunum, keppt í landsliði, á móti
ensku liði í knattspyrnu og ferðast
um á meginlandinu. Hann var því
ekki heimskt heimaalið barn er
hann gisti höfuðstaðinn Reykja-
vík. Sr. Róbert kynntist mörgum
mætum mönnum er greiddu götu
hans á stríðsárunum, þar á meðal
herra Sigurgeir Sigurðsson bisk-
up.
Hin skoska kirkja er lofuð fyrir
lifandi trú og fórnfýsi í safnað-
arstarfi og mun það eigi síst hafa
komið fram á styrjaldarárunum,
er margt var manna bölið. Þá var
Guðstrúin fólkinu andlegur líf-
gjafi í óvissu framtíðarinnar og
hélt við trú manna á land og lýð.
— Sr. Róbert var 5 ára er hann fór
að sækja sunnudagaskóla í kirkju
sinni og hefur aldrei orðið viðskila
við hana upp frá því. — Á stríðs-
árunum ákvað hann að lesa Guð-
fræði við Háskóla íslands og lauk
prófi vorið 1944, voru þeir átta er
þá útskrifuðust og af þeim eru
tveir biskupar og tveir prófastar.
Það mætti ætla að Róbert væri
það framandi, að gerast prestur að
loknu prófi í dreifbýli úti á landi.
En þá kom honum að góðu haldi
að hann hafði sem guðfræðinemi
verið við predikunarstörf í Dala-
sýslu hjá sr. Ásgeiri Ásgeirssyni
prófasti í Hvammi.
Sr. Róbert var vígður til Eydala
í júní 1944 og festi ráð sitt í þann
mund er hann flutti austur til
brauðsins í Breiðdal. Kona hans
var Sigurlína Guðjónsdóttir Sig-
urðssonar frá Þiðriksvöllum í
Steingrímsfirði í Strandasýslu. 1
móðurætt var hún Briem en í föð-
urætt var hún af hraustu bænda-
fólki. Hún reyndist honum ástrík
eiginkona, var trúuð kona er unni
preststarfinu og vildi manni sín-
um hið besta. Þau eignuðust þessi
börn: Davíð flugvélavirkja, kvænt-
ur Bergdísi Sigmarsdóttur, Róbert
Jón rafvirkjameistara, kvæntur
Sigrúnu Baldursdóttur, þeir bræð-
ur eru búsettir í Reykjavík. Maríu
Lovísu, gift Sigurjóni Bjarnasyni
logsuðumanni í Gautaborg, Pétur
William bifvélavirkja, kvæntur
Elínu Guðmundsdóttur, búa i
Stykkishólmi.
Eftir þriggja ára dvöl í hinum
veðursæla Breiðdal flutti sr. Ró-
bert með fjölskyldu sína um set og
fékk veitingu fyrir Miðgörðum i
Grímsey. Hann var þá sestur að i
nyrsta brauði landsins og af-
skekktasta að ætla má. Þar þjón-
aði hann í sjö ár og skrifaði bók á
ensku um furður Grímseyjar og
mannlífið þar, þótti bókin ágæt.
Sýnir þetta að hann varði vel tím-
anum i eyjunni og kunni vel við
fólkið og samlagaðist íslensku
þjóðlífi að fullu. Þegar hann kaus
að fara út í hinn víða heim og
starfa fyrir kirkju og kristindóm,
þá valdi hann frekar að starfa
meðal íslendinga en landa sinna.
Kona hans Sigurlína Guðjónsdótt-
ir andaðist 2. mars 1952 eftir erf-
iða sjúkdómslegu frá börnum sin-
um tveggja til sjö ára. Var þetta
mikið áfall eiginmanni hennar, er
setti hann í mikinn vanda. Sigur-
lína hafði verið honum góður lífs-
förunautur og mikil móðir barna
þeirra.
Á þessum timamótum ævi sinn-
ar hefur sr. Róbert fundið best
handleiðslu Guðs, er þessir erfið-
leikar hans leystust farsællega er
hann hlaut aö nýju ágæta konu
sem tók að sér heimili hans og
gekk börnum hans í móður stað.
Þetta var Guðmunda Vigdís Sig-
urðardóttir frá Skálanesi í Gufu-
dalssveit, hún er af ætt Björns
Jónssonar ráðherra, Djúpadals-
ætt. Hún giftist sr. Róbert Jack
16. júní 1953. Hún er kona mynd-
arleg vel gerð, dugmikii og fórn-
fús, stjórnsöm utanhúss og innan.
Hún er í hópi þeirra kvenna sem
vilja allt gera fyrir starf manns
síns.
Fáum mánuðum eftir brúðkaup-
ið fluttu þau hjón til Kanada með
fjölskylduna. Sr. Róbert hafði
fengið köllun til Árborgar-River-
ton-prestakaila í Nýja íslandi.
Ætla má að hann hafi verið vel
undirbúinn að taka við þessari
prestsþjónustu, enskumæiandi og
þjálfaður í íslensku máli. Gat
hann sameinað þetta í starfi sínu,
en ensk tunga var farin að sækja á
íslenskuna með nýjum kynslóðum.
Á hann góðar minningar frá starfi
sínu þaðan. Eftir að hafa þjónað í
2 ár vestra var honum ljóst að Is-
land var orðið hans annað föður-
land, því nú greip hann mikil
heimþrá.
Barst honum þá sú frétt að
Tjarnarprestakall í Húnaþingi
væri laust. Hefur honum þá verið
hugsað til sr. Sigurðar Norlands,
er hann hafði kynnst. Hann var
maður hámenntaður, mikill mála-
maður, jafnvígur á gömlu og nýju
málin. Munu þeir Guðsmennirnir
sr. Sigurður og sr. Róbert hafa
rætt margt um skáldskap, því sr.
Sigurður orti bæði á móðurmálinu
og enskri tungu.
Sr. Róbert hlaut löglega kosn-
ingu í Tjarnarprestakalli og um
leið settur til að þjóna Breiðaból-
staðarprestakalli í Vesturhópi er
síðar var sameinað Tjarnarpresta-
kalli 1970. Fékk hann því 4 kirkjur
til þjónustu. Sóknarbúar tóku sr.
Róbert vel, en aðkoman var ekki
góð að Tjörn. Þar var enginn
húsakostur, hvorki íbúðar- né úti-
hús. Sr. Sigurður Norland hafði
búið á óðali feðra sinna, Hindis-
vík, og átt Flatnefsstaði að auk.
hann lét sér nægja hin fornu hí-
býli í Vík, enda hafði hann ekki
fyrir fjölskyldu að sjá. Allir sem
kynntust sr. Sigurði báru virðingu
fyrir þessum mikilhæfa manni.
Ungu hjónin létu þetta ekki á
sig fá. Fengu inni á Geitafelli
meðan húsaður var bærinn á
Tjörn. Þetta var eins og hjá frum-
byggjunum í Nýja íslandi forðum
daga. — Var nú tekið til við húsa-
gerð. Reist mikið íbúðarhús, því
þetta prestakall átti að vera svo-
nefnt kennsiuprestakall, er voru
átta talsins, en aldrei komst í
framkvæmd. Síðan voru reist úti-
hús og hafin mikil ræktun, allt
þetta tók sinn tíma. Prestshjónin
misstu aldrei trúna á staðnum né
starfi meðal safnaðanna. Þau
höfðu sigrað.
Sr. Róbert og Vigdís ha*„. eign-
ast þessi börn: Ellu Kristínu
hjúkrunarkonu, gift Skúla Torfa-
syni, tannlækni á Akureyri. Önnu
Jósefínu gift Guðmundi Sigur-
þórssyni bankamanni í Rvík. Jón-
ínu Guðrúnu Jack, lögreglukonu í
Kópavógi. Sigurð Tómas og Sig-
rúnu Berglind, bæði við nám.
Prestsheimilið var lengi vel
mannmargt, með sínum barnahóp,
er Vigdís stjórnaði með lipurð og
hlýju viðmóti. Síðustu ár ævi sinn-
ar dvaldi móðir sr. Róberts hjá
honum Maria Venard, er andaðist
1974. Á heimili þeirra hjóna hefur
verið um 30 ára skeið Guðrún
Brynjólfsdóttir frá Kleppsstöðum
í Strandasýslu, er var vensluð Sig-
urlínu fyrri konu sr. Róberts. Hún
hefur þjónað þessu heimili af trú
og dyggð meðan það stóð í Gríms-
ey og á Tjörn. Hún hefur verið
rúmliggjandi síðustu ár á Tjörn
við góða aðhlynningu, nú 93 ára.
Það hefur margt manna komið
að Tjörn bæði innlendra og er-
lendra. Þar er gott að koma.
Heimilið er í þjóðbraut á sumrin,
en alla tíma fyrir sóknarbúa.
Gott prestsheimili orkar á safn-
aðarlífið, einn liður í því er sá
gamli siður að veita messukaffi
kirkjugestum er koma til skrafs
og ráðagerða eftir góða messu i
húsi Drottins. Gamall málsháttur
segir að helmingur prestskaparins
sé að vera prestur á stéttunum,
það er dagieg umgengni utan
kirkju við sóknarbúa.
Þessi þáttur prestsstarfsins er
ríkur í starfi sr. Róberts meðal
Húnvetninga, sem er maður blátt
áfram og yfirlætislaus en fastur
fyrir ef á reynir. Hann hefur kom-
ið nokkuð við mál manna, verið
formaður sjúkrahússtjórnar um
árabil á Hvammstanga. Hann hef-
ur fengið leyfi á æðri stöðum til að
starfa fram yfir sjötíu ára aldur
eftir tilmælum sóknarbúa. Hann
var kosinn prófastur í Húna-
vatnsprófastsdæmi af prestum
þess.
Þegar litið er yfir ævi þessa vin-
ar míns má segja að hann hafi
verið hamingjumaður um marga
hluti og borið byrðar mannlífsins
með tápi og hreysti og verið trúr
köllun sinni í prestsstarfinu.
Sr. Róbert samdi ævisögu sína,
hún er fróðleg og góð bók um líf
hans og starf, samfara lífsskoðun.
Mér kom í hug úr formála þessar-
ar bókar eftir miðaldra knatt-
spyrnumann er orð fór af á sínum
tíma heima og erlendis, er hann
gat sér frægðar, það er Albert
Guðmundsson, hann segir meðal
annars um starf Róberts Jack á
vellinum: „Engan grunaði, að þá
þegar væri lagður grundvöllur að
traustum og ævilöngum vináttu-
böndum milli þessa erlenda þjálf-
ara og okkar, sem nutum hand-
ieiðslu hans á æskudögum, en al-
kunnugt er að sr. Róbert hefur
reynst öllum, sem hann hefur
kynnst, tryggur vinur og velgjörð-
armaður, enda landskunnur
drengskaparmaður."
Sr. Róbert prófastur verður
heima á Tjörn með fjölskyldu
sinni á afmælisdaginn. Hann tek-
ur á móti gestum, því góða veislu
gjöra skal.
Pétur Þ. Ingjaldsson
í dag eru 70 ár liðin frá því að
vinur minn séra Róbert Jack,
prófastur á Tjörn í Vatnsnesi,
kom í þennan heim. Hann fæddist
í Glasgow í Skotlandi, átti þar
góða bernsku og æskuár. Þar á
hann enn djúpar rætur að ég hygg.
Þó er hann með sannari íslending-
um, sem ég hef fyrir hitt.
Það eru í sjálfu sér skrítin örlög
fyrir ungan stórborgarbúa að ger-
ast sóknarprestur í íslenskum
sveitum, en það reyndist hlut-
skipti séra Róberts í lifinu. Starf
sitt hefur séra Róbert innt af
hendi með kostgæfni. Hann vill
hvers manns vanda leysa og lætur
sér ekkert mannlegt óviðkomandi.
Þegar ég settist niður með Ró-
bert til að undirbúa minningabók
hans fyrir prentun snemma vetrar
1974 kynntist ég honum betur en
fyrr. Séra Róbert er kraftmikill
maður, líflegur í fasi, kíminn að
hætti Skota, góðviljaður og forvit-
inn um allt hið ókunna í lífinu.
Vandinn við samsetningu bók-
arinnar um séra Róbert var í raun
sá að velja og hafna úr hinu mikla
minningaflóði. Séra Róbert hafði
upplifað stórum meira en algengt
er um íslenskan sveitaprest. hann
hafði ferðast víða, og hann hafði
líka ferðast með opinn hug, tekið
vel eftir, og kunni þá list að segja
frá því sem fyrir augu bar.
Hingað til lands barst Róbert
ungur að árum, ráðinn sem
knattspyrnuþjálfari hjá Val.
Knattspyrnan hafði verið og hefur
alla tíð síðan verið stór þáttur í
lífi hans. Séra Róbert hefur
greinilega trú á gildi heilbrigðra
leikja fyrir ungar sálir. Hefur
hann unnið þakkarvert starf fyrir
knattspyrnuna hér á landi, ekki
síður en sem sóknarprestur.
Róbert Jack hinum unga varð
vel til vina hér á landi þegar í
upphafi. Ákvað hann að innritast í
guðfræðideild Háskóla Islands og
þaðan lauk hann námi, enda þótt
hann ætti við tungumálaerfiðleika
að stríða í upphafi. Gerðist hann
sóknarprestur í Heydölum, síðar í
Grímsey og þá meðal V-íslendinga
í Manitoba og loks að Tjörn á
Vatnsnesi.
Séra Róbert á auðvelt með að
afla sér vina og kunningja. Hann
er ófeiminn meðal fólks, stórborg-
armaður í öllu sínu fasi. Hann
kann því vel að ferðast, og því hef-
ur hann hleypt heimdraganum
eins mikið og honum hefur verið
kostur. Með árunum hefur þeim
löndum fjölgað mjög, sem hann
hefur heimsótt. Heima í héraði
hefur hann unnið sín störf við
mikla ánægju sinna sóknarbarna,
auk þess sem hann hefur lagt fjöl-
mörgum framfaramálum lið og
má þar nefna heilsugæslustöðina
á Hvammstanga.
Ég vil við þessi tímaót í ævi séra
Róberts Jack þakka honum og
hans ágætu konu, Vigdísi Sigurð-
ardóttur, fyrir ánægjulega við-
kynningu. Frú Vigdís hefur verið
manni sínum stoð og stytta í
starfi sínu. Heimilið að Tjörn hef-
ur alla tíð verið fjölmennt og
þangað ber oft gesti að garði. Er
það mál manna að þar hafi verið
gott að koma.
Séra Róbert er lánsmaður að
mínu mati. Hann hefur látið
margt gott af sér leiða, og hann er
hamingjumaður í einkalífi sínu og
hann hefur átt barnaláni að
fagna. Með fyrri eiginkonu sinni,
Sigurlínu Guðjónsdóttur, sem lést
ung að árum, átti hann fjögur
börn, og með Vigdísi, seinni konu
sinni, 5 mannvænleg börn. Ég
óska þeim öllum til hamingju með
daginn.
Jón Birgir Pétursson
Kæri vinur og prófastur.
Hvað eru 30 ár milli vina? „Ekki
neitt, því aldurinn skiptir ekki
máli, það er annað sem ræður úr-
slitum um hvort menú tengjast
vináttuböndum eða ekki.“ Eitt-
hvað á þessa leið var svarið sem
þú gafst í „minnstu kaffistofu í
heimi" á skrifstofu Hvamms-
tangahrepps nú fyrir stuttu. Öðru
máli gegnir um 30 km', en það er
einmitt sú vegalengd sem lengst af
hefur skilið okkur að, eða í tæp 30
ár.
Auðvitað var mér unglingstitti
inni á Hvammstanga fullkunnugt
um það fyrir 27 árum að skoskur
prestur væri sestur að á Vatnsnes-
inu og auðvitað kastaðir þú þinni
vinalegu kveðju á mig, þá þegar,
eins og á alla aðra.
Faðir minn heitinn og þú voruð
líka góðir kunningjar. Þú gafst
honum risastóra kanadíska
flugmannaskó, loðfóðraða og hann
gaf þér stundum að borða. Minn-
isstætt er mér frá þeýn árum er
móðir mín spurði hvort þú borðað-
ir allan íslenskan mat og þú sagð-
ist borða allt nema svið og hrossa-
kjöt og í þeim töluðum orðum
ÍAkkst þér ábót af trippagúllasinu.
n,inhverja nasasjón hafði ég af
því, á þessum tíma, að þú værir
fæddur í Glasgow en hefðir komið
til Islands sem knattspyrnuþjálf-
ari fyrir strtð. Nú veit ég að allir
sem fylgjast með alvöruknatt-
spyrnu þekkja prestinn á Tjörn, ef
ekki persónulega þá af afspurn og
þeir eru ófáir atvinnumennirnir
sem þú hefur komið á framfæri
erlendis, enda kunnur í alþjóða-
knattspyrnuheiminum og heiðurs-
félagi í Celtic. Meira að segja á
Vatnsnesinu, þar sem fótarmennt-
in hafði öldum saman verið fólgin
í því einu að hlaupa fyrir fé og
hross, þar komst þú upp fótbolta-
liði. Áhugi þinn á knattspyrnu í
héraðinu fór ekki fíam hjá nein-
um, ekki einu sinni fram hjá mér,
sem alla tíð hef haft andstyggð á
fótbolta. Fyrir þitt tilstilli var
komið upp fótboltaliði í hverri
sveit og að ströngum æfingum
loknum tóku við harðvítugar
keppnir. í guðfræðideildinni var
líka sagt að þú hefðir talað um að
„sparka bolta trúarinnar", en hér
var því haldið fram að þú værir
kominn til að sparka Vatnsnesing-
um til himnaríkis.
En Vatnsnesingar voru svo
sannarlega heppnir að þú heims-
maðurinn skyldir koma frá Arb-
org-Riverton-prestakalli í Kanada
að húsalausu prestssetrinu að
Tjörn og byggja þar allt upp frá
grunni. Það var heldur ekki sama
hver tók við af hinum landskunna
gáfu- og merkisklerki séra Sigurði
Norland í Hindisvík, sem auð-
veldlega orti hringhendur og
sléttubönd vatnsheld á ensku og
las grísku og latínu jafn fyrir-
hafnarlaust og aðrir Vatnsnes-
ingar drukku blávatn.
I þinni tíð og fyrir þinn atbeina
hefur hróður Vatnsnessins og
Vatnsnesinga víða farið og að
Tjörn hefur verið rekið mann-
margt, gestrisið menningarheimiii
sem fjöldi innlendra og erlendra
ferðamanna hefur gist. Þar veit ég
að vísu að þú ert ekki einn um að
gera garðinn frægan, því ekki
megum við gleyma hlut þinnar
ágætu eiginkonu, Vigdísar, í þeim
efnum.
Sennilega verða hvorugir samir
við sig eftir áratuga dvöl þina að
Tjörn, hvorki þú né Vatnsnes-
ingarnir.
Vatnsnesingar hafa átt þess
kost að búa í nábýli við heims-
mann með ríka og skemmtilega
frásagnargáfu sem á ferðalögum
erlendis aflaði sér sérstakrar
reynslu gjörólíkrar þeirra er á
Vatnsnesinu búa. Slíkt hlýtur allt-
af að hafa sín áhrif.
Og hafir þú orðið Islendingur í
Grímsey, þá varðst þú fljótt
Vatnsnesingur að Tjörn. A.m.k.
leið ekki á löngu þar til þú varst
búinn að tileinka þér það sérstaka
einkenni Vatnsnesinga að heilsa
jafnt konum og körlum með kossi.
Kennimannsstörf þín kann ég
vel að meta. Þú messar með hæfi-
legum hvíldum, ert stuttorður og