Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983
Viðskiptasamningur íslands
og Sovétríkjanna 1953—1983
eftir Þórhall
Asgeirsson
ráðuneytisstjóra
Ástæða er til að minnast þess,
að 1. ágúst voru 30 ár liðin síðan
ísland gerði viðskipta- og
greiðslusamning við Sovétríkin.
Samningur þessi er enn í gildi, en
þó mikið breyttur. Með samningn-
um opnaðist nýr og stór markaður
fyrir íslenskar afurðir. Þetta hafði
ómetanlega þýðingu fyrir allt
þjóðarbúið, sem átti þá í miklum
erfiðleikum. Bretar höfðu lagt
löndunarbann á íslenskan fisk
vegna útfærslu fiskveiðilögsög-
unnar úr 3 sjómílum í 4. Þar af
leiðandi hlóðust upp birgðir af
freðfiski, sem ekki fannst viðun-
andi markaður fyrir. Einnig voru
vandræði með sölu á þeirri salt-
síld, sem hægt var að framleiða.
Þetta var upphaf að varanlegum
viðskiptum, sem hafa haldist í
þrjá áratugi, þó með nokkrum
breytingum, eins og nánar verður
gerð grein fyrir hér á eftir.
Eldri viðskipti
Fyrstu formlegu viðskiptatengsl
íslands og Sovétríkjanna eru sam-
komulag um verslunar- og sigl-
ingaviðskipti, sem tryggði báðum
aðilum gagnkvæm bestukjara
réttindi, og undirritað var af
sendifulltrúa Danmerkur í
Moskvu 25. maí 1927. Þetta sam-
komulag virðist samt ekki hafa
haft neina þýðingu og voru við-
skipti landanna á árunum fyrir
seinni heimsstyrjöld smávægileg.
Eftir lok seinni heimsstyrjaldar-
innar hafði ríkisstjórnin frum-
kvæði að því að koma á beinum
viðskiptum við Sovétríkin fyrir
tilstilli sendiráðsins í Moskvu, en
þar störfuðu nafnarnir Pétur
Benediktsson sendiherra og Pétur
Thorsteinsson sendifulltrúi. I maí
1946 tókust svo samningar við sov-
ésk ríkisfyrirtæki um sölu á freð-
fiskflökum, saltsíld og lýsi, en í
staðinn var keypt timbur, kol og
sement. Árið eftir voru svo gerðir
sams konar samningar, en síðan
féllu viðskiptin niður og voru
næstum engin næstu 5 árin. ftrek-
aðar óskir ríkisstjórnarinnar um
áframhaldandi viðskipti fengu
engan hljómgrunn. Efíaust mun
það hafa veikt stöðu okkar, að
viðskiptin 1946—47 byggðust ekki
á almennum viðskiptasamningi
milli ríkisstjórna landanna, eins
og þau hafa gert síðan 1953, held-
ur á vörukaupasamningum við-
skiptaaðila.
Aðdragandi að viðskipta-
samningnum 1953
Snemma árs 1953 þóttust menn
verða varir við nokkur umskipti í
afstöðu sovéskra stjórnvalda til
viðskipta við Vesturlönd og var í
því sambandi talað um „þíðu í
kalda stríðinu". Svíinn Gunnar
Myrdal prófessor var þá fram-
kvæmdastjóri Efnahagsnefndar
Evrópu í Genf (ECE), en hún
starfar á vegum Sameinuðu þjóð-
anna. Hann brást skjótt við þess-
um veðrabrigðum og boðaði til
fundar á vegum ECE í Genf í apríl
1953 til að ræða möguleika á því
að efla viðskiptin milli Austur-
Evrópulanda og Vesturlanda. Rík-
isstjórnin ákvað að taka þessu
boði og fólu Bjarni Benediktsson
utanríkisráðherra og Björn
Ólafsson viðskiptaráðherra mér
að vera fulltrúi fslands á fundin-
um.
Genfar-fundinum var þannig
háttað, að auk almennra umræðna
um austur-vestur-viðskiptin voru
skipulagðar tvíhliða viðræður
milli annars vegar allra Vestur-
Evrópulanda og hins vegar allra
Austur-Evrópulanda. Þannig átti
ég sérstaka fundi með fulltrúum
Sovétríkjanna, Póllands, Tékkó-
slóvakíu, Ungverjalands, Rúm-
út af fyrir sig. Viðskipti okkar við
Pólland, Tékkóslóvakíu og
Ungverjaland voru þá í eðlilegu
horfi, en síðar leiddu Genfar-við-
ræðurnar til þess að gerður var
viðskiptasamningur við Rúmeníu
1954. En aðaltilgangurinn með
þátttöku okkar á Genfar-fundin-
um var að reyna að opna aftur
viðskiptin við Sovétríkin. Að ráði
Bjarna Benediktssonar fór ég á
fund sendifulltrúa Sovétríkjanna,
Syssoev, áður en ég fór til Genfar
til þess að gera honum grein fyrir
þátttöku okkar og biðja hann um
að undirbúa sovésku fulltrúana
undir þær viðræður.
Á fundunum með sovésku full-
trúunum í Genf lagði ég fram lista
yfir þær íslensku afurðir, sem
óskað væri eftir að selja, og einnig
annan lista yfir þær vörur sem við
vildum kaupa frá Sovétríkjunum.
Undirtektir sovésku fulltrúanna
voru jákvæðar og var lofað að
málið yrði athugað í Moskvu og
formlegt svar yrði sent til Reykja-
víkur. Hinn 14. maí 1953 skýrði
svo sovéski sendifulltrúinn mér
frá því, að í framhaldi af Genfar-
viðræðunum hefðu sovésk stjórn-
völd ákveðið að bjóða íslenskri
samninganefnd til Moskvu til við-
skiptaviðræðna.
Þessum skilaboðum var tekið
fegins hendi af ríkisstjórninni.
Hún ákvað að senda samninga-
nefnd til Moskvu með fulltrúum
helstu viðskiptasamtakanna undir
forustu Péturs Thorsteinssonar,
sem verið hafði sendifulltrúi í
Moskvu og talaði rússnesku. Eftir
langar og strangar samningavið-
ræður náðist samkomulag um al-
mennan viðskipta- og greiðslu-
samning, sem undirritaður var 1.
ágúst 1953 af Pétri Thorsteinssyni
og V. Spandarian, sem þá var
starfandi yfirmaður Vesturlanda-
deildar utanríkisviðskiptaráðu-
neytisins.
Viðskiptasamningurinn 1953
Viðskiptasamningurinn fjallar
annars vegar um umsamin vöru-
skipti milli íslands og Sovétríkj-
anna og hins vegar um greiðslu-
fyrirkomulagið. I 1. gr. samnings-
ins segir, að viðskiptin skuli fara
fram samkvæmt listum yfir sov-
éskar og íslenskar vörur, sem
samið er um að afgreiða skuli ár-
lega. Gert er ráð fyrir því að jöfn-
uður verði í vöruskiptunum, s.k.
jafnkeypi, og þvi komi ekki til
frjálsra gjaldeyrisgreiðslna nema
skuld annars hvors aðilans verði
hærri en umsamin yfirdráttar-
upphæð. í reynd var slík frjáls
gjaldeyrisgreiðsla aldrei innt af
hendi á meðan jafnkeypisákvæðin
giltu til ársloka 1975, enda þótt
skuld á jafnkeypisreikningnum
hafi oft verið meiri en umsaminn
yfirdráttur.
Vegna viðskiptastefnu Sovét-
ríkjanna voru engir möguleikar á
að selja verulegt magn af freðfiski
og síld til Sovétríkjanna nema
hægt væri að kaupa þaðan í stað-
inn mikilvægar innflutningsvörur.
Þetta tókst þegar Sovétríkin buðu
okkur olíuvörur, sem áður höfðu
eingöngu verið fluttar inn gegn
greiðslu í frjálsum gjaldeyri. Með
því að kaupa megnið af þörfum
okkar fyrir gasolíu, svartolíu og
bensín tókst að selja 21.000 tonn
af freðfiskflökum, 180.000 tunnur
af saltsíld og 3.000 tonn af frystri
síld. Olíuviðskiptin voru þannig
grundvöllur fyrir þessum víðtæku
viðskiptum við Sovétríkin og hafa
verið það alla tíð síðan.
Auk olíuvara var samið um
kaup á hveitiklíði, rúgmjöli, sem-
enti og járnvörum. Síðar hefur
fjölbreytni sovésku varanna auk-
ist með kaupum á timbri, bílum,
vélum o.fl. vörum. Einnig hefur
bæst við íslenska vörulistann lag-
meti, ullarvörur, málning o.fl. vör-
ur. Samt sem áður hafa viðskiptin
í þessi 30 ár verið í nokkuð föstum
skorðum og hafa að mestu byggst
annars vegar á sölu freðfisks og
saltsíldar og hins vegar kaupum á
olíum og bensíni.
Um þessa samningsgerð ríkti
enginn ágreiningur heldur almenn
ánægja. f tilefni af samningnum
flutti Bjarni Benediktsson ávarp í
útvarpinu og sagði þá m.a.:
„Þetta eru mikil tíðindi og góð,
því að engin þjóð er jafnháð utan-
ríkisverslun um afkomu sína og
við íslendingar. Með samningum
þeim, sem nú hafa náðst, hefir
verið seldur V% hluti freðfisk-
framleiðslu landsins á þessu ári og
svipaður hluti af væntanlegri
framleiðslu næsta árs. Einnig hef-
ur selst V% hluti af áætluðu salt-
síldarmagni Norður- og Austur-
lands í sumar, og að minnsta kosti
helmingur af væntanlegu saltsíld-
armagni Suðvesturlands í sumar
og haust og verulegt magn af freð-
síld þaðan. í staðinn fyrir þessar
afurðir fáum við nauðsynjavörur,
svo sem brennsluoliur, bensín,
kornvörur, sement og járnvörur.
Mega þetta teljast hagstæð
skipti."
Nokkrum mánuðum seinna
minntist Ingólfur Jónsson við-
skiptaráðherra á samninginn í
ræðu á Alþingi og sagði þá m.a.:
„Samningarnir við Sovétríkin
hafa auðvitað greitt mjög fyrir
sölunni. Er ánægjulegt að við-
skipti hafa tekist á ný við þetta
fjöimenna ríki. Er vonandi að
framhald megi verða á þeim
viðskiptum, báðum þjóðunum til
gagns. Þótt skoðanamunur sé á
stjórnskipulagi milli þjóða, á það
ekki að koma í veg fyrir viðskipti
eða vinsamleg samskipti ríkja á
milli."
Framkvæmd samningsins
Af hálfu íslenskra stjórnvalda
og innflytjenda var lögð mikil
vinna við framkvæmd samnings-
ins. Hvað útflutninginn varðar
var þetta tiltölulega einfalt mál,
því að Sölumiðstöð Hraðfrystihús-
anna og Samband ísl. samvinnufé-
laga önnuðust freðfisksöluna og
Síldarútvegsnefnd saltsíldarsöl-
una. Hins vegar voru margir inn-
flytjendur á þeim vörutegundum
sem kaupa átti frá Sovétríkjunum
og skipti því miklu máli að ná
góðu samstarfi við þá um fram-
kvæmd samningsins. Undantekn-
ingarlaust sýndu innflytjendur
mikinn skilning á nauðsyn þess að
efla þessi viðskipti frá þjóðhags-
legu sjónarmiði, og sameinuðust
þeir því samkvæmt ósk stjórn-
valda um kaup og flutning á vöru-
tegundum með hliðsjón af við-
skiptasamningum. f sumum til-
fellum þurfti viðskiptaráðuneytið
að vera formlegur samningsaðili,
en nú á það ekki lengur við nema
um kaup á olíuvörum. Þegar
ákveðið var að hefja innflutning á
sovéskum bílum, voru fulltrúar
allra bílaumboða boðaðir á fund
og þeir hvattir til að sameinast
um bílainnflutninginn. Tóku flest
bílaumboðin þátt í þeim innkaup-
um og stofnuðu fyrirtækið Bif-
reiðar og landbúnaðarvélar til að
annast þessi viðskipti. Til þess að
stuðla að þessum viðskiptum voru
veitt innflutningsleyfi fyrir bílum
frá Sovétríkjunum, en innflutn-
ingur á þeim frá öðrum löndum
var mjög takmarkaður á þessum
árum. Eitt dæmi um það, hversu
langt var gengið til að greiða fyrir
viðskiptum við Sovétríkin fyrstu
árin, er það, að keypt var rússn-
eskt hveiti og síðan samið um möl-
un á því við hollenskt fyrirtæki,
sem pakkaði því og sendi síðan til
fslands. Rússar voru þá aflögu-
færir um hveiti, en gátu ekki af-
greitt hveitimjöl.
Það er ekki óeðlilegt, að það
valdi einhverjum erfiðleikum,
þegar hafin eru viðskipti milli
landa með ólík efnahagskerfi. í
Sovétríkjunum eru utanríkis-
viðskiptin í höndum ríkisins. Fáar
stórar viðskiptastofnanir annast
viðskiptin samkvæmt árlegum
áætlunum. Þvi var nauðsynlegt að
semja um vörukaup fyrir heilt ár í
Við lok gerðar viðskiptabókunar við Sovétríkin fyrir árin 1981—1985.
Þórhallur Ásgeirsson
senn, í stað nokkurra mánaða eins
og innflytjendur voru vanir. Inn-
flytjendur sýndu góðan vilja og
hæfni til að aðlaga sig að þessum
breyttu viðskiptaháttum og gengu
viðskiptin því yfirleitt tiltölulega
snurðulaust fyrir sig. Það auðveld-
aði framkvæmdina að á fyrstu ár-
um samningsins voru flestar vör-
ur háðar innflutningsleyfum.
Gátu því stjórnvöld beint vöru-
kaupum til Sovétríkjanna og ann-
arra jafnkeypislanda og greitt
þannig fyrir afurðasölu til þeirra.
Af vörum sem keyptar eru frá
Sovétríkjunum eru nú aðeins olíur
og bensín háðar innflutningsleyf-
um.
Þróun viðskiptanna
Ef viðskipti landanna á fyrstu
árum samningsins eru borin sam-
an við viðskiptin síðustu árin,
kemur í ljós, að verðmæti þeirra
hefur margfaldast. Þannig nam
innflutningur frá Sovétríkjunum
á fyrstu þrem árunum að meðal-
tali árlega $11,2 millj. og útflutn-
ingurinn til Sovétríkjanna $10,0
millj., en innflutningurinn frá
Sovétríkjunum á árunum 1980—82
var að meðaltali árlega $88.3 millj.
og útflutningur þangað $52,2
millj. Að miklu leyti er hér um að
ræða verðhækkanir, en ekki
magnaukningu. Hlutfall sovésku
viðskiptanna í heildarviðskiptum
fslands hefur hins vegar lækkað
mikið, en þar ræður mestu um, að
áukning á útflutningsframleiðslu
landsins hefur farið meira á aðra
markaði en til Sovétríkjanna.
Hlutfall viðskiptanna var lang-
hæst á árunum 1954—1960, en þá
var innflutningshlutfallið að með-
altali 15,7%, en útflutningshlut-
fallið 17,8%. Síðastliðin 3 ár hefur
innflutningur frá Sovétríkjunum
að meðaltali verið 8,9% af heildar-
innflutningi, en útflutningur
þangað 6,4% af heildarútflutningi.
Á þessu tímabili öllu hafa Sovét-
ríkin ætíð verið meðal fremstu
viðskiptaþjóða okkar, og á árinu
1982 voru þau í 3. sæti hvað inn-
flutning snertir og í 4. sæti hvað
útflutning snertir.
Slíkar hlutfallstölur eru þó ekki
einhlítur mælikvarði á gildi við-
skipta við einstök lönd. Það er
ekki síður undir því komið, hvaða
vörur eru keyptar og seldar. Það
er auðvitað þýðingarmeira að geta
selt afurðir sem hafa takmarkað-
an markað heldur en auðseljan-
legar afurðir. Það hefur stundum
verið erfitt að selja það magn sem
hægt var og æskilegt að framleiða
af frystum karfaflökum og saltsíld
og hefur sovéski markaðurinn ein-
mitt verið ómetanlegur sem
stærsti kaupandi þessara afurða. f
fyrra fóru 60% af útfluttum fryst-
um karfaflökum til Sovétríkjanna
og 82% af útfluttri saltsíld. Vissu-
lega væri æskilegt að dreifa sölu
þessara afurða á fleiri markaði, en
það hefur ekki verið talið mögu-
legt eða hagkvæmt.
Yfir 90% af innflutningsand-
virðinu frá Sovétríkjunum eru
olíuvörur, en það hlutfall hefur
hækkað verulega vegna hinna
miklu olíuverðhækkana á alþjóða-
markaði 1974 og svo aftur 1978.
Verðlag á sovéskum olíuvörum
hefur lengst af verið hagkvæmt og
sambærilegt við það sem sams