Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983
KGB rær á borð
með friðarsinnum
Ix>rtnet i þaki sovézka sendiráösins í Kaupmannahöfn. Mynd af danska
rithöfundinum Arne Petersen er innsett.
YFIRVÖLD í Danmörku og Sviss
og víðar hafa á undanförnum tveim-
ur árum flett ofan af tilraunum út-
sendara sovézku leyniþjónustunn-
ar, KGB, til að hafa áhrif á friðar-
hreyfinguna í Evrópu og koma í veg
fyrir staðsetningu meðaldrægra eld-
flauga í NATO-rfkjunum síðar á
þessu ári. Fullyrðingar þessar koma
fram í grein, sem blaðamaður við
New York Times, John Vinocur,
reit nýlega.
I greininni segir Vinocur m.a.:
„Sérfræðingar við leyniþjónustur
á Vestúrlöndum eru reiðubúnir
að fallast á að hundruð þúsunda
manna berjist gegn kjarnorku-
vopnum án þess að sovézka leyni-
þjónustan eigi þar nokkurn hlut
að máli. Friðarhreyfingin er ekki
tilbúningur Sovétmanna heldur
er hún þeim óvenjulegt tilefni til
að gefa áróðursfíkn sinni lausan
tauminn." Síðar segir greinarhöf-
undur: „í Evrópu, segja sérfræð-
ingarnir, eru það kommúnista-
flokkar viðkomandi landa, sem
sjá að mestu um að hafa áhrif á
friðarhreyfinguna. Áhrif Sovét-
manna eru fyrir hendi, segja þeir,
en í mörgum tilvikum er hér um
algerlega löglegar aðgerðir að
ræða. Er þannig engin ástæða
fyrir sovézku leyniþjónustuna,
KGB, til að beita sér þar sem
kommúnistaflokkar viðkomandi
landa hlíta leiðsögn Alþjóða-
deildar Sovézka kommúnista-
flokksins, en sú deild hefur náið
samband við KGB.“
Blaðamaðurinn nefnir síðan
nokkur dæmi: Öryggismáladeild
hollenzka ríkisins hefur sýnt
fram á að Alþjóðadeild Sovézka
kommúnistaflokksins og hol-
lenski kommúnistaflokkurinn
höfðu samvinnu um að reyna að
móta skoðanir hollenzku kirkj-
unnar í kjarnorkumálum. Sovézk-
ur sendiráðsritari var árið 1981
rekinn frá Danmörku sakaður um
njósnir. í ljós kom að ritarinn,
Vladimir Merkulov, hafði ráðið
danskan rithöfund og blaðamann,
Arne Petersen, í þjónustu sína.
Petersen var m.a. falið að skrifa
áróðursgreinar í blöð og bauðst
Merkulov til að borga fyrir birt-
ingu stuðningsyfirlýsingar um
kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd,
sem kunnir danskir rithöfundar
og listamenn undirrituðu. í Sviss
lokuðu yfirvöld skrifstofu Nov-
osti-fréttastofunnar í Bern í apríl
eftir að í ljós kom að skrifstofan
var skipulagsmiðstöð fyrir frétta-
rangfærslur, mótmælagöngur og
fleira. Fréttastofan hafði t.d.
skipulagt mótmælagöngur gegn
stefnu Bandaríkjanna á Karíba-
hafi og í Mið-Ameríku. Sovézkur
sendiráðsfulltrúi, Leonid
Ovchunnikov, sem hafði yfir-
umsjón með fréttaþjónustunni,
var rekinn úr landi.
Vinocur vitnar í ummæli
KGB-mannsins Stanislav Lev-
chenko, sem flýði til Bandaríkj-
anna 1979, í þá átt að Sovétmenn
hafi eytt u.þ.b. 200 milljónum
dollara í áróðursbaráttu gegn
nifteindasprengjunni í Evrópu.
Ekki hefur tekizt að fá áreiðan-
legar heimildir fyrir þeim upp-
hæðum, sem Sovétmenn eyða á
friðarhreyfinguna í Evrópu, en
e.t.v. er það nokkuð til marks um
þær fúlgur, sem um er að ræða,
að Sovétmenn eyða meira en 300
milljónum á „Heimsþing friðar-
ins“ að áliti bandarísku leyni-
þjónustunnar.
„Bann-Svíar“ endanlega orðnir brjálaðir, segja Danir:
Vilja leyfi fyrir
sandkastölum
EINS og fram hefur komið í fréttum
deila Svíar og Danir nú ákaft um
svæði nokkurt í Kattegat, sem báðar
þjóðirnar gera tilkall til. Þjóðunum
ber þó margt fleira á milli og að
undanförnu hafa breiðsíðurnar ekki
verið sparaðar í sænsku og dönsku
blöðunura. Svíum fínnst allt ömur-
legt í hinni flötu Danmörk og Danir
segja á móti margar hryllingssögur
af sænsku ríkisforsjánni og afskipta-
seminni, sem lætur sér ekkert óvið-
komandi, hvorki á himni né jörðu.
Eftirfarandi frétt birtist í danska
blaðinu BT 2. ágúst sl. og er augljóst
af henni, að þarna þykjast Danir
heldur betur hafa komist í feitt.
„Bann-Svíar“ (eins og Danir
kalla þá) hafa nú tekið það til al-
varlegrar athugunar að krefjast
byggingarleyfis fyrir sandköstul-
um á ströndinni. Hingað til hafa
krakkarnir algjörlega eftirlits-
laust — án teikninga og opinberra
leyfa — farið sínu fram og hrófað
upp sandköstulum, sem ekki hafa
lotið neinum reglugerðum öðrum
en þeirra eigin ímyndunarafli, en
nú er mál að linni. Raunar er mál-
ið svo alvarlegt, að það er ekki
einu sinni vitað til að hið opinbera
hafi gefið frá sér hinar minnstu
upplýsingar um hvernig staðið
skuli að þessum framkvæmdum.
í sænska blaðinu Laholms Tidn-
ing varar yfirmaður náttúru-
verndarinnar í Hallandsléni, Olve
Olsson, alvarlega við stjórnlaus-
um sandkastalabyggingum á
ströndinni.
„Við getum ekki lengur brugðið
kíkinum fyrir blinda augað hvað
sandkastalana varðar," segir emb-
ættismaðurinn í viðtali við blaðið
en fyrirsögnin, sem er upp á átta
dálka, hljóðar þannig: „Er þörf á
byggingarleyfi fyrir sandköstui-
um?“ „Einhverjum kann að finn-
ast þetta skrýtið og vera bara ein-
hver brandari um kerfið en svo er
alls ekki,“ segir Laholms Tidning.
Olve Olsson, náttúruverndarfor-
stjóri, hefur áhyggjur af litlu
krökkunum, sem klifrast yfir
kletta og klungur með skóflu og
fötuna sína að vopni. „Lítil hola
getur orðið að stórri holu þegar
haustrigningarnar ganga í garð,“
segir OÍsson og óttast um framtíð
sænsku strandanna ef ekki verður
gripið í taumana í tæka tíð.“
BT gefur lesendum sínum, Dön-
um, að lokum nokkur heilræði ef
þeir skyldu hafa í hyggju að fara í
sumarleyfi til Svíþjóðar á næsta
ári: „Sendið fyrst umsókn fyrir
kastalabyggingu á ströndinni i
þremur eintökum og takið þar
fram áætlaða stærð, innan- og
utanmál og fyrirhugaða brúkun á
sænskum sandi."
Bylting í íran
í undirbúningi
París, 4. ájrúfrt. AP.
TALSMAÐUR Mujahadeen-skæruliAanna, sem berjast gegn klerkastjórninni í
íran, tilkynnti í París í dag, aA á einu ári hefðu 2.800 „leiguþý kúgunarstjórnarinn-
ar“ veriA drepin og aA í undirbúningi væri allsherjaruppreisn í landinu við fráfall
Khomeinis, sem hann sagði ekki mundu dragast lengi úr þessu.
Skyldi þessi litli strákur vera
inn út á glapstigu eða hefur
kannski byggingarleyfi fyrir
kastalanum?
Talsmaðurinn sagði, að jafnvel
þótt Khomeini lifði enn í nokkur ár,
gæti ekkert komið í veg fyrir efna-
hagslegt hrun í íran af völdum
óstjórnarinnar og stríðsrekstursins
gegn Irökum. Framleiðslutæki þjóð-
arinnar væru flest komin í niður-
níðslu, olíuútflutningurinn óveru-
legur og unnið væri dag og nótt í
prentsmiðjum stjórnarinnar við að
prenta seðla, sem engin verðmæti
væru á bak við.
Mujahadeen-skæruliðar halda því
fram, að á tímabilinu 20. júní 1982
til jafnlengdar í ár hafi þeir fellt
Vestur-Þýskaland:
Jós blóði yfír banda-
rískan hershöfðingja
Wiesbaden, 4. ágúst. AP.
SAKSÓKNARINN í Wiesbaden í Vestur-Þýskalandi tilkynnti í dag, að ákveðið
hefði veriA að höfða mál á hendur róttækum stjórnmálamanni úr flokki
græningja, Schwalba-Hoth að nafni, sem sl. miðvikudag jós blóði yfir banda-
rískan hershöfðingja. Vildi hann með því sýna í verki friðarást sína og mann-
kærleika og hefur flokkur hans nú lagt blessun sína yfir þessa baráttuaðferð.
Atburðurinn átti sér stað þegar is. Nærstaddur Bandaríkjamaður
þingið í Hessen hafði boð inni fyrir
50 foringja úr Bandaríkjaher og
eiginkonur þeirra, en Schwalba-
Hoth er þingmaður fyrir flokk
græningja, sem hafa umhverfis-
vernd og baráttuna gegn Atlants-
hafsbandalaginu efst á sinni
stefnuskrá. Hershöfðinginn, sem
fyrir árásinni varð, Paul Williams,
var að flytja þakkarræðu fyrir
hönd landa sinna þegar Schwalba-
Hoth ruddist fram, bölvandi og
ragnandi og hellti yfir hann blóði
úr flösku, sem hann hafði meðferð-
kom Williams strax til hjálpar,
sneri Schwalba-Hoth í gólfið og var
hann síðan leiddur út úr húsinu af
lögreglumönnum.
Schwalba-Hoth kom aftur í þing-
ið í dag, en þegar hann ætlaði að
taka til máls gengu næstum allir
þingmenn kristlegra demókrata og
jafnaðarmanna af þingi í mót-
mælaskyni við skammarlega fram-
komu hans. Saksóknarinn í Wies-
baden tilkynnti svo í dag, að
Schwalba-Hoth yrði kærður fyrir
líkamsárás og hneykslanlega fram-
2.800 embættismenn og hermenn
klerkastjórnarinnar og að nú eigi
„Khomeini og hans lýður ekki önnur
ráð í pokahorninu en nýjar hreins-
anir, fleiri aftökur og að lokum
hrun“. Segjast Mujahadeen-skæru-
liðarnir nú aöeins bíða dauða höfuð-
klerksins og þá muni þeir taka völd-
in í landinu í sínar hendur.
Talsmaður íranska sendiráðsins í
París vildi ekkert um þetta mál
segja, kvað hann franstjórn ekki
leggja í vana sinn að svara „hryðju-
verkamönnum".
komu og að hann gæti búist við
sektum og tveggja ára fangelsi ef
hann yrði sekur fundinn.
Talsmaður flokks græningja
sagði í gær, að ekkert væri athuga-
vert við þessa baráttuaðferð.
Schwalba-Hoth hefði hellt yfir
bandaríska hershöfðingjann sínu
eigin blóði og að það væri „tákn-
rænt fyrir stefnu Bandaríkja-
manna í hermálum". Græningjar
eru fremstir í flokki þeirra, sem
berjast gegn Atlantshafsbandalag-
inu og áætlun þess um að koma
fyrir kjarnorkueldflaugum í
Vestur-Evrópu. Eiga þær að vega
upp á móti þeim flaugum, sem
Rússar hafa um nokkurt árabil
beint að álfunni vestanverðri.
Margaret Thatcher:
Aðgerðin
heppnaðist
Wind.sor, 4. ágúst. AP.
RICHARD Packerd, sem stjórnaði
augnuppskurðinum á Margréti
Thatcher, segir að aðgerðin hafi
hcppnast fullkomlega og frú Thatch-
er leiki við hvern sinn fingur.
Forsætisráðherrann var mrð
rifna vothimnu á hægra auga og
geislameðferð heppnaðist ekki.
Frú Thatcher reyndi að leyna því
hvað væri á seyði og hvar hún
væri niður komin.
Packerd læknir segir að það geti
tekið frú Thatcher allt að mánuð
að fá fullan bata. Fyrst um sinn
mun frú Thatcher spóka sig meö
sólgleraugu.
JERLENT,