Morgunblaðið - 06.08.1983, Side 2
_2____________
Neskaupstaður:
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983
Bjartur fékk 150
tonn af ýsu á
tveimur dögum
TALSVERÐUR afli hefur að undanTórnu borizt til Síldarvinnslunnar í Neskaup-
stað oj> síðastliðinn þriðjudag landaði skuttogarinn Bjartur 150 lestum af ýsu þar
eftir tveggja daga veiðiferð á Mýrargrunni.
Að sögn Guðmundar Bjarnasonar
hjá Síldarvinnslunni hefur afli verið
yfirdrifinn, enda saltfiskvinnsla í
lágmarki og skreiðarvinnsla engin.
Því hefur nótaskipið Börkur að und-
anförnu siglt með þann afla, sem
ekki hefur verið unnt að vinna í
Neskaupstað. f dag, laugardag, held-
ur Börkur til Færeyja með 160 lestir
af fiski. Skuttogarinn Barði landaði
105 lestum af þorski og ýsu í gær,
föstudag, og skuttogarinn Birtingur
mun landa á mánudag, en á fimmtu-
dagskvöld var hann kominn með 85
lestir. Fjórði Neskaupstaðartogar-
inn, Beitir, sem unnið hefur afla
sinn í salt að undanförnu, er nú I
slipp á Akureyri. Síðastliðinn hálf-
an mánuð hafa handfærabátar aflað
þokkalega og jöfn og góð vinna er
því í frystihúsi fyrirtækisins.
Þessa dagana er unnið að skreið-
arpökkun, en írafoss er væntanleg-
ur austur í næstu viku til að lesta
skreið á vegum Skreiðarsamlagsins.
Sildarvinnslan á nú á þriðja hundr-
að lesta af skreið og er hluti þess
allt frá árinu 1981.
Fólksbifreiðin eftir áreksturinn
MorgunblaAiA/Júlfns.
Tveir fangar
struku af
Litla-Hrauni
TVEIR fangar struku af vinnuhæl-
inu Litla-Hrauni á Eyrarbakka í gær-
kvöldi.
Samkvæmt heimildum Mbl.
struku fangarnir úr útivistartíma
á milli klukkan 19 og 20. Farið var
að leita að þeim þegar þeirra var
saknað skömmu seinna, en þegar
Mbl. hafði fregnir sfðast í gær-
kvöldi höfðu strokufangarnir ekki
náðst.
Skákmótið í Gausdal:
Pia Cramling efst
MARGEIR Pétursson hefur peði yfir
í biðskák sinni við finnska stór-
meistarann Westerinen, en skákin
var tefld í gær í 4. umferð skákmóts-
ins í Gausdal í Noregi. Árni Á. Árna-
son tapaði fyrir Svíanum Schneider.
Hann átti lengi jafntefli f skákinni,
en lék af sér í tímahraki. Skák Hilm-
ars Karlssonar og Danans Holm
endaði með jafntefli. Biðskák Mar-
geirs Péturssonar við Pólverjann Bi-
eczyk úr 3. umferð lyktaði með jafn-
tefli.
Staðan á mótinu eftir 4 umferð-
ir er þannig að sænska skákkonan
Pia Cramling, sem er stórmeistari,
er efst með 3 'h vinning, en nokkrir
skákmenn eiga möguleika á að ná
henni þegar biðskákir hafa verið
tefldar, en staðan á mótinu er
óljós vegna fjölda biðskáka. Mar-
geir Pétursson er með 1 ‘A vinning
og biðskák, Hilmar Karlsson hefur
2 vinninga og Árni Á. Árnason er
með 1 vinning.
5. umferð verður tefld í dag, en
mótið er alls 9 umferðir.
Heyfokið í Mýrdal:
Bjargráðasjóði heim-
ilt að bæta tjónið
„HEYFOK er ekki bótaskylt, en það er heimilt að bæta það samkvæmt lögum
sjóðsins. Hins vegar tók stjórn Bjargráðsjóðs þá ákvörðun í fyrra og hefur
tilkynnt hana oftar en einu sinni síðan, að sjóðurinn treysti sér ekki til að veita
fyrirgreiðslu vegna tjóns af völdum náttúruhamfara, sem hægt er að tryggja fyrir
hjá tryggingafélögura, eins og til dæmis vegna foktjóns á húsum," sagði Magnús
E. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs, í samtali við Morgunblaðið,
en eins og sagt hefur verið frá í blaðinu varð talsvert tjón af völdum heyfoks í
Mýrdal og undir Eyjafjöllum á sunnudaginn var.
„Hins vegar skal ég ekki fullyrða jarðskjálfta, snjóflóða, eldsum-
um það í þessu tilfelli, hvort bændur
hafa haft tryggingu eða hefðu getað
haft hana gegn þessu tjóni, þ.e.a.s.
vegna heys sem er flatt á túnum,“
sagði Magnús ennfremur.
Magnús sagði að viðlagatrygging
kæmi þarna heldur ekki til, því hún
tæki ekki til tjóns af völdum óveðurs,
hún tæki aðeins til tjóns af völdum
brota, skriðufalla og vatnavaxta, á
verðmætum sem hefðu verið bruna-
tryggð.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Morgunblaðinu tókst að afla
sér í gær hjá tryggingafélögunum,
er ekki hægt að tryggja sig fyrir
tjóni af þessu tagi.
Banaslys í Garðabæ
BANASLYS varð á gatnamótum
Karlabrautar og Hofstaðabrautar í
Garðabæ skömmu fyrir miðnætti í
fyrrakvöld. Skoda-bifreið var ekið
vestur Hofstaðabraut í veg fyrir
fólksflutningabifreið sem ók Karla-
braut til suðurs. Áreksturinn varð
gífurlega harður og dróst Skoda-
bifreiðin með fólksflutningabifreið-
inni talsverðan spöl, en fólksflutn-
ingabifreiðin lenti á hægri hlið
Skoda-bifreiðarinnar.
Tveir voru í Skoda-bifreiðinni
og lést farþegi hennar þegar að
því er talið er. Ökumaður bifreið-
arinnar slasaðist talsvert og var
lagður á gjörgæsludeild Borgar-
spítalans, en hann er ekki talinn í
lífshættu.
Háyaðamálið í New York:
Úrskurður í lögbanns-
málinu enn ókominn
„DÓMARINN, sem hefur með mál-
ið að gera hefur í raun ekkert látið
frá sér fara og því er staða málsins
óbreytt," sagði Sigfús Erlingsson,
framkvæmdastjóri vestursvæðis
Flugleiða í New York, í samtali við
Mbl., er hann var inntur eftir því
hvort dómur hefði verið felldur í
lögbannsmáli bandarískra flugfé-
laga við banni flugmálayfirvalda f
New York við flugi á vélum yfir
ákveðnum hávaðatakmörkunum eft-
ir 20. júlí sl., en vélar Flugleiða fylla
þennan flokk.
Sigfús sagði að menn gætu í
raun ekkert annað gert en beðið
eftir úrskurði dómarans og því
héldu Flugleiðir að sjálfsögðu sínu
striki, þar til annað kæmi í ljós.
Aðspurður um stöðu mála sagði
Sigfús, að bókanir hefðu tekið vel
við sér síðustu 2-3 vikurnar frá
New York og væru góðar á næst-
unni. Hvað flugið um Chicago
varðar, þá hefði það gengið mjög
vel síðustu mánuði. Mjög aukin
samkeppni leigufélaga út úr New
York hefði hins vegar gert ákveðin
óskunda og ekki væri séð fyrir
endann á þeirri samkeppni.
Sigfús Erlingsson sagði að aðal-
keppinautar Flugleiða undanfarin
misseri, Capitol og Metro, væru
ennþá á markaðnum, en hins veg-
ar væru félögin veikari en áður.
Þau gerðu sér hins vegar far um
að vera með mikil undirboð, sem
kæmi niður á Flugleiðum.
Maður ákærður
fyrir kynferðisafbrot
RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út
ákæru á hendur manni fyrir kyn-
ferðisafbrot framin gagnvart þremur
stúlkubörnum öllum fæddum 1969.
Afbrotin áttu sér stað haustið 1982,
en ákæran er gefin út 16. maí í vor.
Afbrotin eru talin varða við 200 gr.
alm. hegningarlaga 1. mgr., sem seg-
ir að hver sá sem eigi samræði við
börn yngri en 14 ára, skuli sæta
fangelsi í allt að 12 ár.
Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi
frá 8.-22. desember í vetur að
kröfu Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins. Þegar gæsluvarðhaldi lauk
gerði RLR kröfu um áframhald-
andi gæsluvarðhald og var það
byggt á 67. gr. laga um meðferð
opinberra mála 1. og 5. tl., um að
hætta sé á að sakborningur tor-
veldi rannsókn máls annars vegar
og hins vegar um að hætta sé að
að sakborningur haldi brotum
áfram, þá sé heimilt að halda hon-
um í gæsluvarðhaldi. Sakadómur
synjaði um framhaldsgæsluvarð-
hald. Úrskurðurinn var ekki kærð-
ur til Hæstaréttar.
ítalskt herskip heimsækir Reykjavík
færir hingað fihnu frá leiðangri Balbos
ÍTALSKT beitiskip, Caio Duilio,
kemur í heimsókn til Reykjavíkur
fostudaginn 12 ágúst. 619 menn
eru á skipinu, þar af rúmlega 100
sjóliðsforingjaefni. Tilheyrir skipið
Miðjarðarhafsflota ftala, en þrjá
mánuði á ári er það notað til æf-
inga fyrir sjóliðsforingjaefni. Skip-
ið hefur að undanförnu verið f
heimsókn í Þýskalandi, Finnlandi
og Svíþjóð.
Eins og menn muna kom hér í
sumar flugleiðangur liðsfor-
ingjaefna ítalska flughersins, til
að minnast hins mikla flugleið-
angurs Balbos sem farinn var
fyrir fimmtíu árum. í viðræðum
sem Ragnar Borg vararæðis-
maður ftalíu átti við flugleið-
angursmennina kom í ljós, að
líklegast væri til á Ítalíu kvik-
mynd frá för Balbos. Filman er
nú fundin og verður send hingað
með ítalska herskipinu. Vonandi
gefst landmönnum tækifæri á að
sjá þessa gagnmerku mynd, sem
sýnir hvernig Reykjvík var fyrir
50 árum, en fátt er um kvik-
myndir frá þeim tíma. Myndin
er tekin á 35 millimetra filmu.
Balbo og menn hans fyrir utan Hótel Borg.
ítalska herskipið Caio Duilio sem kemur hingað ( ágúst.