Morgunblaðið - 06.08.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983
3
Stefnir í töluverða
hækkun á landbún-
aðarvörum í haust
„ÞAÐ ER Ijóst að ýmsar rekstrar-
vörur hafa hækkað tölvert, sem ekki
voru inni í verðlagningunni 1. júní,
og það hlýtur að þýða nokkra hækk-
un á landbúnaðarvörum í haust. En
á þessu stigi málsins er ekki hægt að
segja til um hve hækkanirnar verða
miklar, því bæði er að útreikningar
Ráðherranefnd
til að undir-
búa fjárlög
Á ríkisstjórnarfundi fyrir rúmri
viku var ákveðið að skipa ráð-
herranefnd til starfa með fjár-
málaráðherra, Albert Guð-
mundssyni, að undirbúningi fjár-
laga. í nefndinni eiga sæti tveir
ráðherrar frá hvorum stjórnar-
flokki. Af hálfu framsóknar-
manna eiga sæti í henni þeir Hall-
dór Ásgrímsson, sjávarútvegs-
ráðherra, og Alexander Stefáns-
son, félagsmálaráðherra, og af
hálfu sjálfstæðismanna á Matthí-
as Bjarnason, samgönguráðherra,
sæti í nefndinni auk Alberts Guð-
mundssonar, fjármálaráðherra.
Nefndin mun hefja störf nú þegar
og vinna almennt að undirbúningi
fjárlagagerðarinnar.
liggja ekki fyrir og ríkisstjórnin á
eftir að fjalla um rnálið," sagði Jón
Helgason landbúnaðarráðherra í
samtali við Morgunblaðið í gær, þeg-
ar hann var inntur eftir því hvort
búast mætti við miklum hækkunum
álandbúnaðarvörum við næstu verð-
lagningu, þann 1. október.
Slátur og vinnslukostnaður
reiknast inn í verðgrundvöllinn
þann 1. október nk. en þessir liðir
koma aðeins inn einu sinni á ári.
Jón sagði að bæði af þessum sök-
um og eins vegna hækkana á er-
lendum rekstravörum væri vissu-
lega tilefni til tölverðra hækkana í
haust. Aðspurður um það hvort
ríkisstjórin hefði einhverjar áætl-
anir á prjónunum um það að
draga úr þessum fyrirsjáanlegu
hækkunum sagði Jón, að reynt
yrði að taka tillit til hagsmuna
allra aðila, bæði neytenda og
bænda, en hins vegar lægi ljóst
fyrir að bændum veitti ekki af að
fá eðlilega hækkun nú, eins og
ástandið væri. Varðandi mögu-
leikann á auknum niðurgreiðslum
sagði Jón, að um það hefði ekki
verið tekin ákvörðun í ríkisstjórn-
inni, en a.m.k. kæmi aðstoðin til
bænda vegna harðindanna í vor
allt að 15 milljónir króna, til
lækkunar á kjarnfóðurliðnum við
næstu verðlagningu.
Skokkararnir við Kkálholtskirkju.
Hveravellir yfirgefnir í dag
Kjalarskokkurunum gengur vel
og enn sem komið er eftir áætlun.
Reikna skokkararnir með að vera
komnir á Blönduós síðdegis á
mánudag og hafa þeir þá lokið
skokkinu á rúmri viku.
Á þriðjudag héldu þeir úr
Haukadal og hlupu að Bláfells-
hálsi og daginn eftir í Kerl-
ingarfjöll og fengu gott veður
báða dagana. í Kerlingarfjöllum
dvöldu þeir í góðu yfirlæti og
voru til dæmis á kvöldvöku hjá
Skíðaskólanum þar. Á fimmtu-
daginn var svo lengsti áfanginn
á leiðinni, 36 kílómetrar, er
hlaupið var úr Kerlingarfjöllum
á Hveravelli og voru menn farn-
ir að þreytast enda veður óhag-
stætt. Hinsvegar leið þreytan
fljótt úr lúnum limum er skokk-
ararnir komust í heitu laugina
þar. í gær hlupu þeir svo í 2%
tíma í ágætisveðri með vindinn í
bakið og komust að Helgufelli,
27 kílómetra norður fyrir Hvera-
velli. Skokkararnir sögðu þetta
hafa verið erfiðan áfanga þar
sem þeir voru þreyttir frá degin-
um áður og höfðu átt erfiða nótt
á þunnum dýnum í gamla Ferða-
félagsskálanum. í dag fara þeir
síðan frá Hveravöllum með
bækistöð sína og reikna með að
hlaupa frá Helgufelli 30 kíló-
metra en fá gistingu í Blöndudal,
þangað sem þeir hlaupa svo á
morgun. Áætlað er að ljúka
hlaupinu á mánudag með um 30
kílómetra áfanga niður á
Blönduós.
Tekjur hækka um 50% — útgjöld um 70%:
Án ráðstafana stefndi í
greiðsluþrot sveitarfélaga
Hollendingar
efna til hjól-
reiðaralls hér
næsta sumar
HOLLENZKA hjólreiðasambandið
hefur ákveðið að gangast fyrir miklu
hjólreiðaralli hér á landi á næsta ári,
að sögn llalldórs Sigurðssonar, sölu-
og markaðsstjóra Arnarflugs, en fé-
lagið hefur verið Hollendingunum
innan handar.
„Nokkrir forsvarsmenn hjól-
reiðasambandsins hollenzka voru
hér á dögunum til að kanna að-
stæður og þeir voru mjög ánægðir.
Þeir hafa nú tekið ákvörðun um að
efna til ralls hringinn í kringum
landið, eða um 1.500 km vegalend,"
sagði Halldór ennfremur.
Halldór sagði aðspurður, að
ekki væri hægt að fullyrða neitt
um fjölda þátttakenda, en þó
mætti álykta, að hingað til lands
kæmu fjölmargir erlendir kepp-
endur, auk þess sem telja mætti
víst að íslenzkir hjólreiðamenn
kæmu til keppni.
Breskir ferðamenn
sýkjast af taugaveiki:
Ráðleggjum
fólki að láta
bólusetja sig
Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi
hafa ráðlagt ferðamönnum sem
hyggja á ferðalag til Miðjarðarhafs-
landa að láta bólusetja sig gegn
taugaveiki. Ráðleggingin kemur í
kjölfar þess að 18 Bretar, sem dvalið
hafa á grísku eynni Kos í sumar,
hafa sýkst af taugaveiki.
— segir Magnús Guðjónsson, framkvæmda-
stjóri Sambands íslenzkra sveitarfélaga
„ÞAÐ ER okkar skoðun að ef þessar
ráðstafanir hefðu ekki verið gerðar
(bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar)
þá hefði stefnt í greiðsluþrot hjá
Fjórum erlend-
um stórmeist-
urum boðið
SKÁKSAMBAND íslands og Tafl-
félag Reykjavíkur vinna nú að
undirbúningi ellefta Reykjavík-
urskákmótsins sem fara mun
fram dagana 14. til 26. febrúar
1984. Fjórum stórmeisturum verð-
ur boðið á mótið, tveimur Rússum,
Dananum Bent jarsen og Hol-
lendingnum Tin man. Heildar-
verðlaun á mótii u verða 15.600
dollarar, sem dei ast niður á 10
efstu sætin. Rétt til þátttöku á
Reykjavíkurskákmótinu eiga allir
skákmenn sem r áð hafa 2300
ELO-stigum og allir íslenskir
skákmenn með 2200 ELO-stig eða
meira. Tefldar verða ellefu um-
ferðir eftir svissneska kerfinu.
90—100 félög
sagt upp
samningum
UPPSAGNIR samninga milli
90—100 félaga höfðu borist ríkis-
sáttasemjara nú um mánaðamót-
in, samkvæmt þeim upplýsingum
sem Morgunblaðið aflaði sér á
skrifstofu ríkissáttasemjara í
gær. Það þýðir að samningar þess-
ara félaga eru lausir frá og með 1.
september.
mjög mörgum sveitarfélögum á
miðju sumri, síðsumars eða hausts,"
sagði Magnús Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenzkra
sveitarfélaga, við Morgunblaðið í
gær. „Þá hefðu útgjöldin vaxið langt
umfram það sem sveitarfélögin
reiknuðu með í sínum fjárhagsáætl-
unum, sem var yfírleitt um 60% milli
ára.“
Útsvör, sem eru helzti tekju-
stofn sveitarfélaga, hækkuð að
meðaltali um 58,2% milli áranna
1982 og 1983, og aðstöðugjöld, sem
eru veltuskattur á atvinnurekstur,
um 57,8%. Þessir tveir tekjustofn-
ar eru frá 60 uppí 65% af heildar-
tekjum sveitarfélaga. Á heildina
litið hækka tekjur sveitarfélaga
um tæplega 50% milli ára en út-
gjöld — vegið meðaltal — um
70%, en hefðu hækkað mun meira,
ef ríkisstjórnin hefði ekki gripið
inn í, sagði Magnús ennfremur
efnislega. Launaútgjöld hjá sveit-
arfélögum eru nálægt 70% til 75%
heildarútgjalda.
Lögbundin og samningsbundin
útgjöld sveitarfélaga, samkvæmt
fjárhagsáætlun þeirra 1983, eru að
meðaltali ekki langt frá 80% af
rekstrartekjum, en 20% til eigna-
breytinga, framkvæmda og vel að
merkja afborgana af lánum. Fjár-
magnskostnaður sveitarfélaga er
víða mikill, ekki sízt þar sem dýr-
ar stofnanir koma við sögu, eins
og hitaveitur o.fl., og algengt að
fjármagnskostnaður sveitarsjóð-
anna miðað við rekstrartekjur
ársins séu nálægt 15%, en dæmi
eru um bæði lægra hlutfall og
hærra, allt uppí 30%, sagði Magn-
ús efnislega. I slíkum tilfellum er
framkvæmdasvigrúm ekki mikið.
Morgunblaðið sneri sér í gær til
embættis borgarlæknis til að
grennslast fyrir um það hvort ís-
lenskir ferðamenn létu bólusetja
sig. Heimir Bjarnason, aðstoðar-
borgarlæknir, sagði að þáð hefði
verið reglan um árabil að ráð-
leggja fólki að láta bólusetja sig
gegn taugaveiki ef það ætti erindi
til landa þar sem veikin sprettur
upp annað veifið. Mun ísland hafa
nokkrar sérstöðu að þessu leyti,
því ferðamenn á hinum Norður-
löndunum til dæmis, láta yfirleitt
ekki bólusetja sig gegn taugaveiki.
Eru
þeir að
fá 'ann
•?
Dapurt í Breiödalnum
Mbl. fékk þær upplýsingar í
Edduhótelinu að Staðarborg í
Breiðdalsvík, að 5 laxar væru
komnir á land úr Breiðdalsá,
þeir minnstu 4 pund, en einn
lang stærstur, 16 pund. Fjórir
laxanna voru dregnir í Beljanda,
en einn ofar í ánni, allir ginu við
slímugum maðkinum.
Laxveiðin hefur því verið dauf
á þessum slóðum svo ekki sé
meira sagt og ekkert veiddist af
laxi fyrr en sá fyrsti kom á þurrt
14. júlí. Síðast veiddist þarna lax
31. júlí. Eitthvað mun vera farið
að sjást af laxi á þessum slóðum
og hefur því gengið betur að
selja veiðileyfi að undanförnu,
en áin var sjaldnast fullskipuð
leyfilegum veiðistangafjölda í
júlí.
Silungsveiði hefur verið góð og
bætt dálítið upp laxleysið, á ann-
að hundrað bleikjur hafa verið
skráðar í veiðibókina að Stað-
arborg og búast má við því að
miklu meira hafi veiðst, því
margir nenna ekki að bóka sil-
unga.
Lakara en í fyrra
í Laugardalsá
„Þetta hefur ekki gengið eins
vel og síðasta sumar, en það
þótti slakt miðað við það sem
best gerist í Laugardalsá," sagði
Sigurjón Samúelsson á Hrafna-
björgum við ísafjarðardjúp í
samtali við Mbl. í gær. Þá voru
að sögn hans komnir 123 laxar á
land, sem væri um 40 löxum
minna en á sama tíma í fyrra.
Sigurjón sagði, að mjög mikið
vatn hefði verið í ánni í allt
sumar, það mætti í raun segja að
enn væri leysing og at þeim sök-
um hefði verið erfiðara að eiga
við veiðiskapinn en ella. „Þessi
afli hefur veiðst jafnt og þétt og
hollin hafa komist hæst í 22
laxa. Laxinn er svipaður að
stærð að meðaltali og venjulega,
svona 6—7 pund að jafnaði, en
engir stórlaxar hafa komið á
land enn sem komið er, þeir
stærstu hafa verið nokkrir
14—16 punda fiskar. Drýgstu
veiðistaðirnir hafa verið Affallið
og Dagmálafljótið, en minna
hefur veiðst á ýmsum hefð-
bundnum stöðum, sennilega
vegna hins mikla vatnsmagns,"
sagði Sigurjón.
Áreigendur við Laugardalsá
tóku eigi alls fyrir löngu í notk-
un laxateljara og er hann við
svokallaðan Sigurjónshyl, sem
er næsti veiðistaður fyrir neðan
Grímhólshyl, en hann er einn af
kunnari veiðistöðum árinnar. í
gær höfðu um 400 laxar „skráð
sig“ í teljaranum. Laugardalsá
rennur úr Laugarbólsvatni, en í
það rennur önnur á og vatnslítil.
Þar hafa veiðst 3 laxar til þessa,
en í báðum ánum talsvert af góð-
um silungi í bland við laxinn.