Morgunblaðið - 06.08.1983, Síða 7

Morgunblaðið - 06.08.1983, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983 7 /MITS^ÍsÍK GinLRNT verö frá kr. 310.000 (Cengl 5.7.' 85) \a UHEKLAHF ■ ■ ■ Laugavegi 170 -172 Sími 21240 Pelsar og leðurfatnaður Greiðsluskilmálar Minkapelsar í úrvali VeriÖ velkomin. PELSINN Kirkjuhvoli-sími 20160 Niðurstöður fyrir Hjörleif Birgir ísl. Gunnarsson, alþingismaður, er formað- ur í nýskipaðri nefnd á veg- um iðnaðarráðuneytisins um orku- og stóriðjumál. Hann hefur setið lengi í stjóm Landsvirkjunar og er gjörkunnugur álmálinu svonefnda, það er að segja deilu Hjörleifs Guttorms- sonar við Alusuisse, eig- anda álversins í Straums- vík. Vegna starfa sinna er Birgir Isl. Gunnarsson því sá stjórnmálamaður sem hvað gleggsta yfirsýn hefur yfir vinnubrögð Hjörleifs Guttormssonar í iðnaðar- ráðuneytinu. í grein hér í blaðinu í gær bendir Birgir fsl. á dæmi sem sýnir að Hjör- leifur Guttormsson hafnaði skýrslu frá Orkustofnun um áhrif raforkusamnings- ins við álverið á raforku- verð Landsvirkjunar til al- menningsrafveitna. Ástæð- an fyrir því að Hjörleifur ákvað að stinga skýrslunni undir stól var aö hann sætti sig ekki við niður- stööu Orkustofnunar enda var hún ekki í samræmi við þann áróður Alþýðubanda- lagsins að af orkusölunni til álversins hefði leitt hærra orkuverð til almenn- ings! Hjörleifur Guttormsson beitti eftir þetta ráðherra- valdi gagnvart Orkustofn- un og skipaði starfs- mönnum hennar að skrifa nýja skýrslu um sama efni, ekki á þeim forsendum sem þeir teldu réttar held- ur á alþýöubandalagsfor- sendum. Nýja skýrslan var síðan send nýjum iðnaðar- ráðherra 14. júní og hefur efni hennar verið hampað sérstaklega í þeim fjölmiðl- um í ríkiseign og annarra sem vilja lýsa gangi allra mála á alþýðubandalags- forsendum. í grein sinni um þetta efni gær segir Birgir Ísl. Gunnarsson: „Þessi vinnu- brögð fyrrverandi iðnaöar- ráðhcrra eru ekkert eins- dæmi. í málflutningi beitti hann mjög fyrir sig niður- stöðum „virtra og óvil- hallra" stofnana, en þegar betur var að gáð, voru „niðurstöðurnar" ríg- negldar við forsendur, sem hann sjálfur og fylgilið hans hafði búið til og fyrir- Misnotkun opnberrar aðstöðu í Staksteinum í dag er rætt um grein Birgis ísl. Gunnarsssonar, alþingismanns, hér í blaðinu í gær þar, sem lýst er misnotkun Hjörleifs Guttormssonar á skipunarvaldi iðnaðarráðherra. Menn hljóta að velta því fyrir sér hvar séu valdmörk ráðherra þegar hann skipar opinberum stofnunum að vinna skýrslur sem gefnar eru út sem hlutlægar á þröngum flokkspólitískum forsendum. Þá er vakið máls á þeirri furðulegu fullyrðingu forseta heimspekideildar að „sannleiksleit" muni stuðla að framgangi marxismans! skipað að byggt yrði á. I«essi vinnubrögð eru æ betur að koma í ljós.“ Fleiri dæmi l«að er beinlínis skylda þeirra sem taka við yfir- stjórn iðnaðarmála eftir að alþýðubandalagsmenn hafa ráðskast með þau í tæp fimm ár að skýra þjóð- inni frá þeim vinnubrögö- um sem Birgir ísl. Gunn- arsson hefur vakið máls á með ofangreindum hætti. Morgunblaðið skýrði á sín- um tíma frá því að iðnað- arráðherra hefði stungið skýrslu Orkustofnunar undir stól og heimtað nýja útreikninga á alþýðu- bandalagsforsendum. Þá rak Þjóðviljinn upp mikið óp um að verið væri að spilla hinum íslenska málstað! En hvað um fyrirmæli Hjörleifs Guttormssonar og hirðmanna hans til breska endurskoðendafyr- irtækisins Coopers & Lyn- brand? Voru þau með sama hætti og til Orku- stofnunar? Eru niðurstöður Coopers & Lybrand byggð- ar á alþýðubandalagsfor- sendum? Eða skýrsla „starfshóps á vegum iðnað- arráðuneytLsins" um „at- hugun á raforkuverði tií ís- lenska álfélagsins hf'. frá því í júlí 1982? Er ekki að marka niðurstöðurnar í henni? Komi í Ijós eins og Birgir fsl. Gunnarsson gefur til kynna. að allar skýrslurnar sem Hjörleifur Guttorms- son lét skrifa fyrir sig og mynduöu einskonar virkis- vegg um hans eigið aðgerð- arleysi, séu haldlausar, af því að þær eru ritaðar á röngum forsendum, liggur jafnframt fyrir að á engu sviði gat Hjörleifur staðið sómasamlega að málum. Sannleiksleitin Einn af fylgismönnum Hjörleifs Guttormssonar og Alþýðubandalagsins, Gunnar Karlsson, forseti heimspekideildar Háskóla íslands, ritar grein hér í blaðið í gær og lýkur henni með þessum oröum: „Frjáls hugsun og for- dómalaus sannleiksleit munu vissulega eiga þátt í að brjóta auðvaldskerfið niður. Ég sný ekki til baka með þaö. En það sem rís á rústum þess á að taka í arf virðingu fyrir frelsi manna til að hugsa og tjá sig. Aldrei skulum við sætta okkur við annaö." Þeir sem minnast þess I að Gunnar Karlsson lýsti ánægju sinni með „lýðræð- iö“ á Kúbu eftir að hafa dvalist þar á ökrum við byltingarstörf vita að það frelsi sem honum er kær- ast er frelsi í anda \larx og Leníns, þeirra sem sáðu í mesta ófrelsisakur samtím- ans. Menn hljóta að spyrja hvort prófessor í sagnfræði og forseta heimspekideild- ar Háskóla íslands geti verið sjálfrátt, þegar hann játar marxismanum ást sína með þeim hætti að lýsa „sannleiksleitinni" sem cinum hættulegasta óvini þess stjórnkerfis sem ríkir hér á landi og í öðrum lýöræðisríkjum. „Sannleiksleit" fiokks- félaga Gunnars Karlsson- ar, Hjörleifs Guttormsson- ar, í álmálinu er dæmigerð fyrir misnotkun marxista á aðstöðu og stofnunum sem skila eiga óvilhöllum niður- stöðum. Er það slfk „sann- leiksleit" sem Gunnar Karlsson kennir í æðstu menntastofnun þjóðarinn- ar? Þegar Hjörleifur Gutt- ormsson var í Austur- Inskalandi ritaði hann langar pólitískar skýrslur um ágæti þess fyrirkomu- lags að fólkið vissi ekki annaö en þaö sem stjórn- völd ákvæðu. í samræmi við það gaf hann fyrirmæli sem iðnaðarráöherra. Janúar — júní: Um 51,5% samdrátt- ur í bílainnflutningi FYRSTU sex mánuði ársins voru samtals tollafgreiddir 3.336 bílar, en til samanburðar voru toilaf- greiddir 6.883 bílar á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn milli ára er því liðlega 51,5%. Ef aðeins eru teknir nýir bílar eru tölurnar 2.708 á móti 5.740, eða liðlega 53% sam- dráttur miili ára. Af bilategundum var mest toll- afgreitt af Mazda fyrstu sex mánuði ársins, eða samtals 375 bílar. í öðru sæti kemur Toyota, en af þeirri tegund voru tollaf- greiddir alls 272 bílar. Þriðju í röðinni koma Lada-bílar, en alls voru tollafgreiddir 267 slíkir á umræddu tímabili. í fjórða sæti kemur Mitsu- bishi, en alls voru tollafgreiddir 265 slíkir bílar. Fimmtu í röðinni eru Daihatsu-bílar, en alls voru tollafgreiddir 246 bílar af þeirri tegund. í sjötta sæti kemur Volvo, en alls voru tollafgreiddir 230 bílar af þeirri tegund. í sjöunda sæti er Nissan Dats- un, en alls voru tollafgreiddir 177 bílar af þeirri tegund. Áttundu í röðinni eru Subaru-bílar, en toll- afgreiddir voru 160 slíkir bílar á umræddu tímabili. í níunda sæti kemur Honda með alls 120 bíla og í tíunda sæti kom Skoda, en alls voru tollafgreiddir 106 slikir bílar fyrstu sex mánuði ársins. Af einstökum bílategundum var mest tollafgreitt af Daihatsu Charade fyrstu sex mánuði árs- ins, eða alls 169 bílar. í öðru sæti er Subaru með 152 bíla. í þriðja sæti kemur Mazda 929 með 128 bíla. Þá kemur Mazda 626 með 124 bíla. í fimmta sæti er Volvo 244, en 109 slíkir bílar voru toll- afgreiddir fyrstu sex mánuði árs- ins. Eyjaskinna komin út EYJASKINNA, rit Sögufélags Vest- mannaeyja, kom út fyrir skömmu. Kitið er 150 lesmálssíður og prýtt fjölda mynda. Hér er um að ræða annan árgang ritsins. Meginuppistaða Eyjaskinnu er lýsing á atvinnuháttum eyjar- skeggja í upphafi aldarinnar. Greint er skilmerkilega frá fisk- og fuglaveiðum og lítillega minnst á hákarlaveiðar frá Eyjum. Þá er ítarleg grein um sögu brauðgerðar í Vestmannaeyjum. Vísitasía í Landakirkju 1749 og Eyjaannáll 1917—1920. Þá er skrá yfir myndir og málverk Byggða- safns Vestmannaeyja. Ritið hefur þegar verið sent áskrifendum og félögum , annars fæst það hjá félaginu, Bókabúð Vestmannaeyja, Bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar, Emblu og hjá Sögufélagi Reykjavíkur. í ritnefnd Eyjaskinnu eru Har- aldur Guðnason, Ingólfur Guð- jónsson, Ágúst Karlsson og Her- mann Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.