Morgunblaðið - 06.08.1983, Síða 9

Morgunblaðið - 06.08.1983, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983 9 íOaígíhö tnáO Umsjónarmaður Gísli Jónsson 203. þáttur Sérhljóðakerfið í nútímaís- lensku er ekki eins margbrotið og var í fornu máli. Einhljóðin teljast átta, löng eða stutt eftir atvikum, táknuð í stafsetningu a, e, i, í, u, ú, ö, o. Tvíhljóðin eru vanalega talin fimm, einn- ig löng eða stutt eftir stöðu sinni, táknuð ýmist með tveimur stöfum eða einum í bókum okkar nú: au, ey, ó, æ, á. Mér hefur verið kennt að stutt tvíhljóð séu nú að verða harla fágæt og muni þess skammt að bíða t.d. að orðið haust verði hust og sagnirnar að hækka og lækka verði hakka og lakka. Er sá framburður reyndar þegar til, og er alkunn sagan af nem- endum sem töluðu með stórum geðshræringum um félaga sína sem ýmist hefðu verið hakkað- ir eða lakkaðir á prófi. Hvort tveggja hlutskiptið er vont, þótt menn lifi fremur af hið síðara. Skrýtið má það kalla að ég skynja mörg sérhljóðin, ekki öll, í litum. A er t.d. hvítt, ú rautt, u brúnt, ó blátt, æ grænt, ö dökkgrátt og o svart. Þetta kemur í huga mér og skynjun við lestur bréfs frá gömlum nemanda. Skúli Magnússon í Reykjavík skrifar mér einkar vingjarnlegt bréf, hrósar þættinum fyrir skyn- samleg og hófsamleg viðhorf, svo og kímni. Síðan segir Skúli að sig hafi þráfaldlega langað til að leggja orð í belg varðandi íslenska tungu á einhverjum vettvangi, útvarpi eða blöðum, en hingað til hafi ekki orðið af því. Liggja honum þó ýmis efni á hjarta, og nú hefur hann, sem betur fer, látið verða af því að skrifa mér, og vonast ég eftir fleiri bréfum. Fram kemur í bréfi Skúla, að hann hefur undanfarið lesið mikið eftir Alexander Jóhann- esson prófessor, „sem er ein- hver fremsti málfræðingur ís- lenskur fyrr og síðar". Skal hér hiklaust tekið undir það og próf. Alexander nefndur í heiðurs skyni. Hann var ekki aðeins frábær rannsakandi, heldur einnig frumlegur og djarfur nýyrðasmiður. Skúli vitnar í eina af fyrri bókum Alexanders, Hugur og tunga, Rvík 1926: „Því er þann- ig varið, að ýms hljóð, sérhljóð og samhljóð, virðast hafa sitt eigið eðli. o og u eru miklu dimmari en e og i og vælir ugl- an því ú-ú, en lóan kveður dírr- indí, og eins er um samhljóð. r er titringshljóð, og allir heyra núninginn, er Hannes Haf- stein kveður um Valagilsá: orgar í boðum, en urgar í grjóti og margar sagnir í ís- lensku virðast líkja eftir svip- uðu hljóði: arga, garga, sarga, urra, marra. En 1, n og m eru lin hljóð og fer mjög vel á þeim í mjúkum og mildum sönglög- um og þessvegna kveður Gest- ur undir lagi Járnefelts: Kinu sinni svanur fagur söng af kæti við loftin blá, — enda hefir enginn Islendingur kunnað að samræma eins vel ljóð og lag einsog hann. Orð þau, er enda á k, t eða p, tákna stundum högg eða fall, t.d. bump og orð þau, sem byrja á f eða þ, eru harðari í sínu eðli en þau, er byrja á b, d eða g.“ Hér leyfir umsjónarmaður sér að stytta langa tilvitnun í bók Alexanders, en síðan held- ur Skúli áfram frá eigin brjósti: „Menn taki eftir að þessi þekkti málfræðingur rit- ar einsog og þessvegna í einu orði, einsog undirritaður, en rífur þessi orð ekki sundur á þann afkáralega hátt sem nú tíðkast. Skai sú fullyrðing mín rökstudd þótt síðar verði.“ Umsjónarmaður bíður þá eftir þeim rökstuðningi áður en hann hættir sér út á þann hála ís að skrifa um næst- mesta vanda íslenskrar staf- setningar, eitt eða tvö orð. Þá hendir Skúli á lofti upp- hafsorðin í hinum tilvitnaða kafla Alexanders og segir: „Mér var kennt að „varið" í sambandinu „því er þannig varið" sé einhverskonar lin- mæli fyrir „farið". Þetta skipt- ir raunar engu máli. En hvað segir Gísli um það?“ Gísla finnst þetta skipta máli. Gísli heldur að Skúli hafi að þessu leyti notið vondrar kennslu og vonast til að hafa ekki kennt honum þetta sjálf- ur. Hvort tveggja er til, varið og farið, í þessu sambandi. Ein- hverju er svo varið (af verja), eins og próf. Alexander segir. Það er ekkert linmæli og engin afbökun. Mér eða Skúla er hins vegar á þann eða hinn veg far- ið. Þannig er okkar far = eðli eða hátterni. Gefum Skúla orðið enn: „En málfræðingurinn, sem gerir sér ljósustu grein fyrir ólíkum hljóm í u og i, ritar ævinlega „hefir“ en ekki „hef- ur“. Á þessu er reginmunur. í bakstöðu rís i-ið tiginborið en u-ið lumpast máttvana niður einsog huppmikil dyrgja. Á nítjándu öldinni skilst mér að „hefir" hafi verið algengara en „hefur". Samkvæmt lögmáli sem frændi minn Jón prófess- or Helgason hefir bent á ber sú málvenja er síður skyldi jafn- an hærri hlut frá borði. 1 sam- ræmi við þá reglu hefir „hef- ur“ nú svotil (í einu orði) út- rýmt „hefur". Á þessum tveim- ur orðmyndum er ekki munur á „réttu" og „röngu". Hvort- tveggja er „rétt“. En þar er annar munur á. Munur á fögru og miður fögru. Munur á reisn og lágkúru." Áður en umsjónarmaður fjallar um tvenns konar beyg- ingu sagnarinnar að hafa í næsta þætti og hugsanlegar skýringar á henni, ætlar hann að leyfa Skúla Magnússyni að ljúka máli sínu: „Snúum oss að öðru. Mig rekur ekki minni til þess að sjónarmið Alexanders hvað stíl varðar hafi fyrr rekið á fjörur mínar. í góðum kveðskap taka skáldin vitandi vits eða ósjálfrátt — mig grunar að svo sé oftar — tillit til þessa lögmáls um hljóman orða er Alexander hefir svo vel lýst. Til óbundins máls virðist engin slík krafa gerð. Þó sting- ur hún upp kollinum þarsem íslenzkur stíll er rismestur. Mig minnir að skáldið hafi sagt að árnar hétu Berá, Bergá og Berjá (Gísli leiðréttir mig þá). Gísli og ýmsir fleiri eru afar-hrifnir af upphafinu að Fegurð himinsins. Mikið af þeirri fegurð hygg ég að megi þakka að þessu lögmáli Alex- anders er þar hlýtt. Það er með öðrum orðum síður en svo nógsamlegt að málið sé „rétt“, viðeigandi orði beitt í hinu rétta samhengi, að ekki sé stöðugt klifað á sama orðinu (t.d. allt ,,það“-staglið), að líkingar séu auðugar, við hæfi og gagnsæjar. Það vantar enn herzlumuninn. Enn er í nokkru vant. Eigi stíllinn að verða full-góður verður kliður orðanna að bergmála það hug- arástand er skapa skal, endur- spegla þær kringumstæður sem lýst er. Gestur velur kliðmjúk orð er hann kveður um hinn mjúkláta svan. Hann- es beitir á hinn bóginn orðum er titra og ískra er hann setur á svið foráttu vatnavexti og ólgandi gný Valagilsár. Með þökk fyrir birtinguna.“ Sumarbústaður til sölu Staðsettur á mjög fallegum staö ca. 50 km frá Reykjavík. Uppl. í síma 42481. Skipti möguleg á öðrum eignum. ANPRO Hólahverfi 4ra herb. íbúö með bílskúr viö Súluhóla. Verö 1600—1650 þús. Kópavogur Sérhæð í Skólageröi meö bíl- skúr. Verö 1350 þús. Einbýli — Einbýlishús 130 fm einbýlishús viö Furu- brekku í Kópavogi meö 30 fm einstaklingsaöstööu á jaröhæö og bílskúr ásamt stórri lóö. Verð 2,6—2,7 millj. Seltjarnarnes Efri hæö í eldra húsi, 110 fm. Þarfnast standsetningar. Verö 1200 þús. Raðhús Rúmlega fokhelt raöhús. 210 fm við Myrarsel ásamt 54 fm tvö- földum bilskúr. Húsiö er rúm- lega fokhelt. Verð 2,3 millj. Sérhæð 3ja herb. sérhæð meö bílskúr Kóp. Verö 1550 þús. Makaskipti 4ra—5 herb. íbúð í Hólahverfi eöa Seljahverfi óskast í skiptum fyrir rúmlega fokhelt raöhús. Makaskipti Falleg 4ra herb. íbúð meö góðu útsýni á 2. hæö við verslunar- kjarna i Hraunbæ í skiptum fyrir góöa 3—4ra herb. íbúð á jarö- hæð með bílskúr. Skrifstofuhúsnæði Gott skrifstofuhúsnæöi í lyftu- húsi meö frábæru útsýni. Staö- sett miðsvæðis. Til sölu strax meö góöum kjörum og á sann- gjörnu verði. Uppl. á skrifstofu. FASTEIGNASALA Bolholti 6, 5. hæð. Símar 39424 og 38877. Magnús Þóröarson hdl. Snorri F. Welding. usaval FLÓKAGÖTU 1 SÍMI 24647 Bujaroir til sölu í Arnessyslu og viö Hrúta fjörö. Skipti á íbúöum í Reykja- vík æskileg. Jörð — Útræöi Til sölu góð bújörö á sunnan- veröu Snæfellsnesi. Á jöröinni er íbúðarhús, 6 herb., 150 fm. Fjárhús fyrir 200 fjár og hlööur. Tún 14 ha. Áhöfn og vélar geta fylgt. Útræði frá Hellnum. Æski- leg skipti á íbúö á Akranesi eða bein sala. Einbýlishús Hef til sölu stórt, nýlegt, fallegt einbýlishús á fögrum útsýnis- stað í Breiöholti. Tvöfaldur bíl- skúr. Ræktuö lóö og einbýlis- hús í Smáíbúðahverfi. 6 herb. Bílskúr. Raðhús í Breiðholti, 6 til 7 herb. Bílskýl- isréttur. Útsýni. Sérhæð — Bílskúr Viö Safamyri, 6 herb. íbúð á 1. hæð. Sér hiti, sér inngangur. Svalir, bílskúr. Laufásvegur 3ja til 4ra herb. ibúö í tvíbýlis- húsi. Sér hiti, sér inngangur ásamt 27 fm vinnurými. 3ja herb. íbúðir við Skarphéöinsgötu, Blikahóla, Háaleitisbraut og Barónsstíg. íbúöin viö Barónsstig er í nýju húsi. 2ja herb. íbúöir viö Hraunbæ, Vesturberg og Snorrabraut. Einstaklingsíbúð í kjaliara viö Mánagötu, sem er stofa, eldhús, snyrting meö sturtu, sér geymsla og eignar- hlutdeild i þvottahúsi. Sér hiti. Laus strax. Selfoss Hef til sölu 2 einbýlishús á Sel- fossi, 5 herb. og 6 herb. Bílskúr er með báöum húsunum. Stokkseyri Einbýlishús, 5 til 6 herb. Stór lóð. Söluverð 650 þús. Mosfellssveit Raðhús, 6 herb. Bílskúr. Helgi Ólafsson, löggiltur fasteignasali. Kvöldsími 21155. 28611 Opiö 1—3 Bollagarðar Raðhús á tveimur hæöum ásamt innb. bilskúr, ca. 185 fm. Vönduð eign. Rauðihjalli Endaraöhús á tveimur hæðum með innb. bílskúr, samtals um 220 fm. Fallegur garöur. Skipti á minni eign koma til greina. Ákv. sala. Torfufell Fallegt endaraöhús, ca. 140 fm. Vandaður bílskúr. Gæti losnaö fljótlega. Austurberg 4ra herb. ca. 100 fm vönduö íbúð á 4. hæö ásamt bílskúr. Ákv. sala. Sumarbústaður við Meöalfellsvatn. Mjög vand- aöur, með A-lagi. Bátaskýli og sauna. Veiöileyfi fylgir. Samtún 2ja herb. rúmgóð íbúð í kjallara. Nýleg eldhúsinnrétting og nýleg tæki á baöi. Nýtt teppi. Auðbrekka 115 fm efri sérhæö ásamt bíl- skúrsrétti. Fífuhvammsvegur Neöri sérhæö, ca. 120 fm, ásamt tvöföldum bílskúr. Góö lóð. Ákv. sala. Kaplaskjólsvegur 5 herb. íbúö á tveimur hæöum i fjölbýli. Snyrtileg eign. Rauðarárstígur 3ja herb. ca. 70 fm íbúö á 1. hæð. Herb. í risi fylgir. Reynimelur 2ja herb. 65 fm vönduö íbúð á 2. hæö i fjölbýlishúsi. Ákv. sala. Hús og Eignir, Bankastræti 6 Lúðvík Gizurarson hrl., Heimatímar 78307 og 17677. @il£ Opiö frá 1—-3 Grundarstígur 2ja herb. ca. 50 fm ibúð á 1. hæð. Ný máluö. Ný teppi. Nýtt baðherb. Bræðratunga 2ja herb. ósamþykkt ibúö á jarðhæð í tvíbýli. Kóngsbakki 2ja herb. ca. 60 fm falleg íbúö á 1. hæö. Goðatún 3ja herb. ca. 56 fm á jaröhæð með bílskúr. Kleppsvegur 4ra til 5 herb. 117 fm á 3. hæö efstu með einstaklingsibúö í kjallara, góö herb., stór stofa. Sér þvottahús innaf eldhúsi. Álfhólsvegur 80 fm á 1. hæð ásamt 25 fm sérherb. í kjallara. Melgerði Kóp. 3ja—4ra herb. 86 fm ibúð á efri hæð í tvíbýti. Nýr 37 fm bilskúr. Njarðargata Hæö og ris aö gr.fl. 68 fm. Hæöin er endurnýjuð, nýtt eldhús og parket. Risiö er óinnréttaö og gefur mikla möguleika. Arkarholt Mos. Einbýli 143 fm + 43 fm bílskúr. Smekklegar innréttingar, gott útsýni. Háagerði — Raðhús Ca. 153 fm á tveimur hæðum. Niöri eru 2 svefnherb., 2 stof- ur og eldhús. Uppi er 2 rúm- góö svefnherb., baöherb. og þvottaherb. Sér inng. á efri hæö. Tjarnarbraut — Einbýli 160 fm á tveimur hæöum. Möguleiki á tveim íbúöum. Góöur bilskúr. Ræktuö lóö. MARKADSÞfONUSTAN INGÓLFSSTRÆTI 4, SIMI 26911 Róbert Arni Hrelöarsson hdl. Halldór Hjartarson Anne E. Borg. I J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.