Morgunblaðið - 06.08.1983, Blaðsíða 12
12
Tvær svítur
eftir Bach
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Gunnar Kvaran hefur sent frí
sér, að því er undirritaður veit
best, sína fyrstu hljómplötu og
ræðst ekki á garðinn þar sem hann
er lægstur, en leikur tvær fyrstu
sólósvíturnar eftir Bach.
Gunnar er mjög góður selló-
leikari og er leikur hans á þess-
um erfiðu verkum vandaður og
samkvæmt texta höfundarins.
Það er sagt að í musteri drott-
ins séu mörg herbergi og það má
nota þessa líkingu eins við tón-
list Bachs, því hún rúmar marg-
víslegar tilfinningar og enginn
getur sagt um hversu rétt sé
flutt, né heldur um það hvað sé
rangt, jafnvel þó reynt sé að
grafa upp þau lögmál, er hugs-
anlega voru í gildi á tímum höf-
undarins. Það sem einkennir
nokkuð leik Gunnars er þrung-
inn tónn, kraftmikil spila-
mennska og alvarleiki, allt að
því dapurleiki. Prelúdian í fyrri
svítunni er t.d. mjög hæg og
þungbúinn í framsetningu
Gunnars. Það er léttari blær yfir
seinni þáttunum, bæði Cour-
ante- og Menúett-þáttunum. í
seinni menúettinum er leikur
Gunnars mjúkur og feikilega
fallegur. í annarri svítunni er
mun meiri alvöruþungi en þeirri
fyrri, sem vel er hægt að deila
um hvort vel eigi við, nema þá í
Sarabande-þættinum, sem er
áhrifamikill í túlkun Gunnars.
Það má vera að gæta mætti
meiri glettni í þessum svítum,
því hér er um að ræða danstón-
list þó gömul sé. Hvað sem því
líður er leikur Gunnars Kvaran
persónulegur, þungbúinn og al-
varlegur og víða rísandi stór í
átökum við mikilfenglega tónlist
meistarans.
Hljómplata þessi er gefin út af
bókaútgáfu kirkjunnar, Skál-
holti, til ágóða fyrir Hjálpar-
stofnun kirkjunnar og eins og
segir á plötuumslagi „er hér á
ferðinni frábær leikur gefandi
listamanns". Þetta eru orð að
sönnu, því Gunnar Kvaran gefur
sjálfan sig í þessu verki, ber-
skjaldar sig, er heiðarlegur og
óvæginn að láta hug sinn uppi og
fela ekki neitt eða reyna að
blekkja áheyrendur með tækni-
sýningu, sem þó er sannarlega
hægt í þessum verkum. Unnend-
ur góðrar tónlistar eiga þarna
skuld að gjalda, bæði kirkjunni
og tónlistinni í landinu, sem að-
eins verður greidd með því að
styðja svo við, að útgáfa sem
þessi skili hagnaði. Þá mættu
menn eiga von á öðru efni á
hljómplötum í framtíðinni en
einlita skemmtiefnaframleiðslu
og hugsanlega eiga eftir að vita
af jafn mikilli grósku í útgáfu
alvarlegrar tónlistar og nú á sér
stað í hljómleikahaldi. Upptöku
annaðist Sigurður Rúnar Jóns-
son sem er vaxandi maður á
sviði upptökutækni. Fyrir undir-
ritaðan er nokkuð mikil hljómg-
un (resónanss), sem líklega er
nokkuð hljómsvarið í Fossvogs-
kirkju. Þessi mikla hljómgun var
við efri mörkin, einkum í hröðu
köflunum, svo að við liggur að
tónlínan renni saman í eitt.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983
Froskur í hjólastól
Leiklist
Jóhann Hjálmarsson
Kíkisútvarpið hljóðvarp:
UPPGJÖRIÐ
eftir Gunnar Gunnarsson.
Leikstjóri: Sigmundur Örn Arn-
grímsson.
Leikendur: Guðmundur Magnússon
og Edda Þórarinsdóttir.
Tónlist: Karólína Eiríksdóttir.
Klarínettuleikur: Öskar Ingólfsson.
Uppgjörið eftir Gunnar Gunn-
arsson var samið í tiiefni árs fatl-
aðra 1981. Leikritið mun einkum
hafa verið flutt í skólum og stofn-
unum, en fyrstu kynni mín af því
er útvarpsgerðin lítillega breytt.
Uppgjörið er kennsluleikrit, á
að vekja til umhugsunar og gerir
það með öfgalausum hætti. Það
lýsir kynnum og ástum fatlaðs
manns, fyrrverandi sjómanns, og
konu sem stundar nám í háskóla,
er fráskilin og á barn sem býr hjá
föður sínum. Spurning sem oftar
en einu sinni er borin fram í leik-
ritinu er: „Hvort var það Rómeó
eða Júlía sem var í hjólastól?"
Guðmundur Magnússon, hinn
snjalli leikari, sem verið hefur
fatlaður í sex ár leikur sjómann-
inn Bárð, konuna Hallgerði leikur
Edda Þórarinsdóttir. Það sem ger-
ir þetta leikrit geðfellt áheyrnar
eru ekki einungis heillavænleg
efnistök höfundar heldur mjög
góður samleikur þeirra Guðmund-
ar og Eddu. Allt var eins og
áreynslulaust og eðlilegt í flutn-
ingi þeirra.
Bárður segir á einum stað:
„Maður á að lifa, framkvæma,
ekki láta draumana úldna inní
sér.“ Hann vill ferðast um landið,
njóta náttúrunnar, renna fyrir sil-
ung í fylgd konunnar sem hann
elskar. Hallgerður dregst að
Bárði, en á í erfiðleikum með að
gera upp við sig hvort hún á að
taka upp náið samband við „frosk
í álögum", þ.e.a.s. mann sem er
lamaður. Eftir langa umhugsun
kemur hún á fund hans og áheyr-
andinn skilur að sambúð þeirra er
hafin.
Ef við gleymum því alveg að
Gunnar Gunnarsson er að lýsa
ástum lamaðs manns og venju-
legrar fráskilinnar konu erum við
engu að síður sátt við það með
hvaða hætti hann lýsir kynnum og
samdrætti þeirra. Þetta er fyrst
og fremst ástarsaga (að vísu til að
læra af) og við skiljum að karl og
kona eiga fleira en lítið sameigin-
legt þrátt fyrir hinn ytri búnað
sem aðgreinir þau í augum sam-
borgaranna.
Leikritið um uppgjörið er dálítil
dæmisaga sem nýtur hógværðar í
frásagnarmáta. Flutningur þess í
útvarpi tókst.
Gallerí Grjót
Að Skólavörðustíg 4A hefur ver-
ið opnaður sýningarsalur sem sjö
listamenn standa að. Húsnæðið er
lítið, en mjög vistlegt og er þetta
verðugt framhald þeirrar starfsemi
er áður var rekin á þcssum stað í
langa tíð og flestir Reykvíkingar
munu kannast við.
Sjömenningarnir eru þeir
Magnús Tómasson, Örn Þor-
steinsson og Ragnheiður Jónsd-
óttir, myndlistarmennirnir og
listhönnuðirnir Hjördís Gísla-
dóttir, gullsmiður, Malín Ör-
lygsdóttir, fatahönnuður, Ófeig-
ur Björnsson, gullsmiður og Jón-
ína Guðnadóttir, leirkerasmiður.
Þetta er fjölbreytt og ósamstæð
blanda en verður þó í sjálfu sér
samstæð fyrir vandað handverk
hvers og eins. Starfsemin er
svipuð og hjá Gallerí Langbrók
við Lækjargötu, en munurinn er
þí sá, að bæði kynin standa hér
að fyrirtækinu.
Það er rétt og skylt að vekja
athygli á þessum nýja sýn-
ingarsal því að hér er um mjög
heilbrigða starfsemi að ræða, at-
hyglisvert framtak og hressilega
sjálfsbjargarviðleitni. Eins og ég
hef margoft bent á, þá skortir
hér fullkomlega sýningarsali, er
hafa það að aðalmarkmiði að
miðia myndlist og hafa listaverk
í umboðsölu. Engin stofnun er til
er sér um dreifingu myndlistar
um landið svo að hver og einn
hefur hingað til orðið að treysta
á sjálfan sig sé hann þá ekki svo
gæfusamur að hafa umboðs-
mann eða velunnara, sem sér um
þessa hlið málsins. Það er til-
tölulega nýtt fyrirbæri hér, að
listamennirnir sjálfir myndi
hópa til að koma list sinni á
framfæri með stofnun sölumiðl-
unar.
Hér er þó ekki beinlínis um
sýningarhúsnæði að ræða í al-
mennri merkingu heldu skipta
sjömenningarnir reglulega um
verk sín og fólk getur tekið
verkin heim um leið og þau eru
keypt. Þannig er ekki gert ráð
fyrir sérsýningum utanaðkom-
andi listamanna, að því að mér
skilst.
Það er menningarlegt yfir-
bragð er blasir við er inn er kom-
ið og þeim til mikils sóma, er hér
eiga hlut að máli. Er það von
mín að starfsemin blómstri og
vaxi með árunum. Sjömenning-
unum óska ég til hamingju með
framtakið.
Hvað segja foreldrar?
Bókmenntír
Jenna Jensdóttir
Ása, Jón, Agnarögn
texti: Grethe Fagerström
Gunilla Hansson
myndir: Gunilla Hansson
þýðing: Helga Guðmundsdóttir
Bjallan hf. Reykjavík 1982
Þetta er dæmigerð myndasaga
með stuttum textum í samtals-
formi er gefa skýrt til kynna hvað
myndunum ber að túlka.
f formála gerir þýðandi grein
fyrir efni bókarinnar og leggur
áherslu á mikilvægi þess að börn
kynnist öllu því er snertir kynlíf
og athafnir þar að lútandi sem
gerst strax í bernsku. Tekið er
fram að myndir auðveldi skilning
— jafnvel ólæsum börnum. Undir-
titill bókarinnar er „bók um að
vera saman".
Síðustu orð formálans eru
prentuð með stórum stöfum og
hljóða svo: „EN ÞAÐ VARÐAR
MIKLU AÐ BÓKIN SÉ FYRST
LESIN MEÐ EINHVERJUM
FULLORÐNUM.“
Börnin Ása og Jón búa í blokk
með foreldrum sínum. Von er á
fjölgun í fjölskyldunni og nú eru
öll tildrög hennar rakin nákvæm-
lega fyrir börnunum. Samhliða
fræðslunni eru myndir teiknaðar
fyrir þau af hinum furðulegu líf-
færum sem viðhalda mannkyni.
Þau eru sýnd að verki — ris þeirra
og fall mjög rætt og áhrifin:
„— það er mjög gott“.
Mikilvægt er einnig að kunna
sem flest heiti á viðkomandi líf-
færum. Og litlum lesendum gefið
færi á að spreyta sig: „Jón og Ása
segja typpi og rifa. Aðrar fjöl-
skyldur nota kannske önnur orð
t.d. tittlingur og píka. Hvað notar
þú?“
Eigi nenni ég að ræða þessa bók
frekar. Þó ýmislegt gott sé þar að
finna er hún í sjálfu sér lík þess-
um „kynfræðslubókum" sem hafa
verið að skjóta upp kollinum í
skólunum fyrir litlu krakkagreyin,
í nafni kynfræðslu.
Bókin minnir mig að ýmsu ieyti
á matreiðslubók. Enda er í báðum
tilfellum höfðað til sterkustu eðl-
islægu hvata mannsins.
„Matur er mannsins megin". Sá
sem lætur eftir sér græðgi í mik-
inn og góðan mat strax í bernsku
greiðir jafnan fyrir með útliti sínu
og stundum heilsu. Nú er mikil
vakning uppi gagnvart mataræði
og margþættum áhrifum, sem
óhóf I þeim efnum leiðir af sér.
Sérlega eftirtektarvert er að í
þeirri fræðslu, sem nú er áberandi
í þjóðfélagi okkar, felst talsverð
sjálfsögun og siðfræði hins skyni
gædda manns.
Ekki verður séð að sama máli
gegni um þessar „kynfræðslubæk-
ur“ í skólunum. Þar er aldrei nefnt
að sjálfsögun, kærleikur og sið-
fræði eru meginþættir í samlífi
fólks — ekki sízt hvað kynlíf
snertir.
Það er ekki út í loftið að nafn-
kunnar konur biðja um kyn-
fræðslu í skólum. Ástandið í þess-
um málum hefur sagt til sín í
þjóðlífi okkar. Það er sitthvað
„kynfræðsla" og kynfræðsla. Ef
rétt er að fræðslu staðið held ég að
ekki þurfi að óska eftir sjálfsölum
á götuhornum með getnaðarvarnir
fyrir krakka á unglingsaldri.
Snjáðar
stuttbuxur
Hljóm-
plotur
Sigurður Sverrisson.
Ýmsir flytjendur
Á stuttbuxum
Steinar hf.
Sumar safnplötur eru varla
Jæss virði að eytt sé á þær púðri.
Ef ekki væru á þessari skífu tvö
ágæt íslensk lög veit ég hrein-
lcga ekki hver útkoman hefði
orðið. Erlendu lögin 12 er nefni-
lega hvert öðru slakara og ég
held ég minnist aldrei eins dap-
urrar safnplötu og hef ég þó
heyrt þær nokkrar.
Það leikur enginn vafi á því í
mínum huga, að Afi í flutningi
Bjarkar Guðmundsdóttur og
Björgvins Gíslasonar og Sísí
fríkar út með Grýlunum eru
topparnir á plötunni. Breytir þar
engu um þótt samferðamennirn-
ir séu á borð við Culture Club,
Bad Manners, Human League
o.fl.
Svei mér þá ef það kom mér
bara ekki í leiðindaskap að
hlusta á þennan óföngulega sam-
setning. Hann hefst á Church of
the Poison Mind með Culture
Club og það er sosum þokkalegt
lag. Síðan kemur útkeyrð lumma
með Bananarama, þá Tracey
Ullman með Breakaway og
halda mætti að það væri á vit-
lausum hraða — slíkur er asinn.
Á eftir Afa Bjarkar fylgir önnur
lumman í flutningi Belle Stars
og Bad Manners eru talsvert frá
sínu besta í næsta lagi. Kissing
the Pink ljúka fyrri hliðinni á
þann hátt, að maður vill helst
gleyma henni sem fyrst.
Human League opnar síðari
hliðina og Fascination þeirra er
þokkalegt lag. Langt frá þeirra
besta — rétt eins og Culture
Club hinum megin. Blue Zoo
kemur þá með langbesta fram-
lag þeirra erlendu í formi lags-
ins Forgive and Forget og síðan
troða Grýlurnar upp. Afgangur-
inn er þreyttur í víðtækasta
skilningi þess orðs. Vinir mínir í
Icehouse megna ekki einu sinni
að lappa upp á þennan haug af 2.
og 3. flokks lögum.
Nei, og aftur nei. Ég vona að á
vegi mínum verði ekki önnur
jafn leiðinleg safnplata I bráð.
Burt með þennan beiska bikar.
Þetta er útsölutónlist upp til
hópa og það má þó allténd segja
safnplötunni til hróss að menn
fá tónlistina á útsöluprís. Það er
vel við hæfi.