Morgunblaðið - 06.08.1983, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983 13
Kórsöngur
Tónlist
Jón Asgeirsson
Kór St. Nikolai-kirkjunnar í
Hamborg hefur undanfarnar vikur
haldiA tónleika víða um landið og
nú síðast í Reykjavík í Háteigs-
kirkju. Auk kórsins kom fram
strengjakvintett og flutti sérstak-
lega Konsert eftir Vivaldi og And-
ante eftir Reger, en var auk þess
kórnum til aðstoðar við flutning á
verkum eftir Bach.
Kórinn í þessari ferð er ekki
fjölmennur, en hver söngfélagi
vel fær og kunnandi, svo að kór-
inn í heild er góður, enda og auð-
heyrilega vel þjálfaður undir
stjórn Ekkehard Richter. Tón-
leikarnir hófust á fimm radda
mótettu eftir Kuhnau, sem var
forveri Bachs í Leipzig, gott
tónskáld og meðal þeirra fyrstu
til að semja eitthvað sem kalla
mætti sónötu fyrir einleikshljóð-
færi. Annað verkið var sexradda
mótetta eftir snillinginn Hein-
rich Schutz. Jóhann Sebastian
Bach var ekki fyrstur til að
semja góða kirkjutónlist í
Þýskalandi, því þar í landi höfðu
margir náð langt í gerð góðrar
kirkjutónlistar og er nú óðum að
vakna áhugi fyrir tónlist þeirra
er lögðu grunninn að reisn Bachs
gamla. Strengjakvintett lék síð-
an konsert í A-dúr eftir Vivaldi
mjög þokkalega, en ekki mikið
meira. Eftir Bach flutti kórinn
tvö verk og lokaþáttinn úr Jesus
bleibet meine freude. Fyrsta
verkið var Lobet den Herrn, alle
Heiden, fjórradda mótetta og
seinna verkið kantatan Der Herr
denket an uns fyrir sópran- og
alt-einsöng, kór og strengi. Þá
söng kórinn þrjár fallegar mót-
ettur eftir Reger og í rauninni
lauk tónleikunum með þýsku
messunni eftir Johann Nepomuk
David. Söngur kórsins reis
sannarlega hátt í flutningi tón-
listarinnar eftir Bach, Reger og
David og var t.d. þýska messan
mjög glæsilega flutt. Einn er sá
galli við heimsókn slíkra kóra
sem þessa, að þeir eru oftast á
ferð að sumarlagi, svo að sól-
sveltir Islendingar eru út og suð-
ur og hvergi nærri er góða gesti
ber að garði. Það ætti að vera
minna mál að fá slika kóra i
heimsókn í skammdeginu, því þá
er landinn þolinn i hlustun á
góða tónlist og ekki víst nema
slík ferð borgaði sig í kostnaði,
fyrir utan það að nýtast fólkinu í
landinu betur til menntunar og
gleði.
Svartfótur
slakar á
DLia
Sigurður Sverrisson
BUckfoot
Siogo
Atco/Steinar hf.
Mér varð ekki um sel er ég
heyrði að Ken Hensley, fyrrum
hljómborðsleikari Uriah Heep,
hefði gengið til liðs við suður-
ríkjasveitina Blackfoot. Ég skildi
ekki þá og skil ekki enn hvaða
erindi hann á í þessa sveit. Sann-
ast sagna óttaðist ég mest, að
fyrir áhrif hans yrði flokkurinn
að gjalti sakir ofnotkunar
hljómborða.
Þessar efasemdir mínar hafa
að vissu leyti komið á daginn.
Hljómborðsleikur Hensley er
ekki á neinn hátt til bóta, en á
hinn bóginn má líka segja að
áhrif hans eru ekki svo alger, að
þau skemmi heildarsvipinn á
hljómsveitinni. Einu hefur hann
þó komið til leiðar og er þaö lítið
fagnaðarefni. Blackfoot er smám
saman að hægja ferðina og slíp-
ast niður. Ég ætla bara að vona,
að hann hverfi á braut áður en
þessir suðurríkjakóngar verða
orðnir að einhver REO Speed-
wagon fyrirbrigði.
Siogo hefst á laginu Send Me
An Angel, sem þegar hefur orðið
vinsælt, jafnt vestanhafs sem
austan. Þar eru áhrif Hensley
greinileg mjög. Lagið er ekki
slæmt, en engan veginn það
besta á plötunni. Crossfire fylgir
svo á eftir og bætir um betur.
Heart’s Grown Cold nefnist
Rick Medlocke, söngvari Black-
foot, Al Nalli, „pródúser" og nýi
maðurinn, Ken Hensley.
þriðja lagið og er hið eina, sem
sveitin á ekki. Það er samið af
Zal Cleminson og ég minnist þess
að hafa heyrt það á sólóplötu
Dan McCafferty, söngvara Naza-
reth, sem út kom 1975 eða '76.
Fantalega góð útsetning í þetta
ssiptið og sannkallað rokkgítar„-
sánd“ á ferð. We’re Going Down
er næst og er það þokkalegt lag,
en lokalag fyrri hliðparinnar,
Teenage Idol. er þrælgott.
Seinni hliðin er að mínu mati
miklu sterkari heild og henni
lýkur á sannkölluðu suðurríkja-
búgíi „a la Blackfoot". Linnulaus
keyrsla í laginu Drivin’ Fool, sem
býður upp á allt. Annars er rétt
að vekja athygli á sérdeilis nett-
um trommuleik Jackson „Thund-
erfoot" Spires á B-hliðinni. Þar
kemur vel í ljós hversu nettur og
melódískur trymbill hann er þótt
kraftinn skorti hann aldrei sé
hans þörf. Hann er og liðtækur í
lagasmíðunum.
Nú getur þú eignast einbýlishús
— eftir þínum óskum — án þess að fá magasár
*LG SNORRAHÚS
....jry •• heitir það
Yve
tvV-
Nýtt 80 m2
parhús
Húsin eru byggð samkvæmt nýjustu kröfum Rannsóknarstofu
byggingahðnaðarins og Hiisnæðismálastofnunnar.
LÍTIÐ EDNTBÝLISHÚS — fyrir unga sem aldna
Gert er ráð fyrir að byggja megi garðstofu sem hægt er að nýta sem
stækkun við stofu, gróðurhús með heitum potti ofL Því ekki að eignast
slíkt hús 1 rólegheitum á næstu árum?
Áætlað verð:
1. Uppsett, fullfrágengið að utan á þínum grunni
107 m2 kr. 490.000
2. Uppsett, fullfrágengið að utan. Tilbúið undir tréverk að innan.
Með raflögn, vatnslögn hitalögn ásamt ofnum. Gróflöfnuð lóð. Staðsett á
lóðum okkar við Grafarvog og er verð lóðar og grunns innifalið.
107 m2 kr.2.120.000
PARHUS
Kynnið ykkur vel þá miklu möguleika sem þessi hús bjóða uppá.
Kjörið hús til að aðstoða unga fólkið til að koma sér þaki
yfir höfuðið. Reiknað fyrir tvær fjölskyldur en má breyta eftir
efnum og ástæðum.
Áætlað verð:
1. Uppsett, fullfrágengið að utan á þínum grunni.
íbúð A 120 m2 kr. 581.000 íbúð B 77 m2 kr. 373.000
íbúð A 80 m2 kr. 450.000 íbúð B 80 m2 kr. 450.000
2. Uppsett, fullfrágengið að utan. Tilbúið undir tréverk að innan.
Með raflögn, vatnslögn hitalögn ásamt ofnum. Grófjöfnuð lóð. Staðsett á
lóðum okkar við Grafarvog og er verð lóðar og grunns innifalið.
íbúð A 120 m2 kr. 1.900.000 íbúð B 77 m2 kr. 1.200.000
- íbúð A 80 m2 kr. 1.550.000 íbúð B 80 m2 kr. 1.550.000
Verð húsanna er áætlað og miðast við vísitölu byggingarkostnaðar
HAGSTÆÐIR SAMNINGAR 1 m 1983
1. 10% við samning
Þú velur húsagerð og
ákveður hvernig og
hvenær þú vilt fá
húsið afhent.
2. 40% fram að
afhendingu
Þegar greidd hafa
verið 40% af andvirði
samnings færð þú
húsið afhent.
3. Eftirstöðvar á
18 mánuðum.
Við aðstoðum þig við
að fá Húsnæðis-
málastjórnarlán.
=_uLL£fcj L i .T r-1. i ...jdi
I
NY SPARNAÐARLEIÐ 5000 KR. MANAÐARGREIÐSLA
Þetta er lámarksgreiðsla og er miðuð
við afhendingu eftir 1-5 ár eða þar til
40% af andvirði hússins hefur. verið
greitt. Þú getur valið um upphæð
mánaðrgreiðslna og einnig greitt
hærri upphæðir eftir því sem þér
hentar.
Þú velur húsagerð og á hvaða Þetta er tækifæri sem margir hafa
byggingarstigi þú vilt fá húsið afhent beðið eftir. Fjárfesting sem getur
Innborgun við gerð samnings 10%. skilað umtalsverðum söluhagnaði.
Allar innborganir eru að fullu verð- nú er óhætt að skipuleggja fram í
tryggðar og miðaðar við vísitölu tímann þar sem Reykjavíkurborg
byggingarkostnaðar sem verð húss- stefnir að nægu lóðaframboði næstu
ins miðast einnig við. árin. Við höfum nú þegar fjölda lóða
til ráðstöfunar.
ÖRFÁUM HÚSUM ÓRÁÐSTAFAÐ í 1. ÁFANGA
^ HÚSA5MIÐJAN HF.
LJ UPPLÝSINGASÍMI 43521
ATTU LOÐ?
ERTU AÐ HUGSA UM
AÐ BYGGJA?
Við getum sparað þér stórfé
og fyrirhöfn.
Hjá okkur getur þú valið úr
meira en 100 mismunandi
teikningum.
Verð kr. 35-55 þús. fyrir
allar teikningar.