Morgunblaðið - 06.08.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983
Palestmumenn og ísraelar verða að viðurkenna gagnkvæman tilverurétt:
Fólskuverk gegn saklausum
háskólastúdentum eru ekki til
þess fallin að greiða fyrir málinu
Spjallað við Allan Shwaiki
„Ég get ekki orða bundist vegna þeirra atburða, sem gerðust í
Hebron á dögunum, þegar grímuklæddir menn réðust að arabiska
háskólanum þar í borg og hófu þar stjórnlausa skothríð og hand-
sprengjukast með þeim afleiðingum að þrír létu lífið og yfir þrjátíu
særðust. Þetta hefði nú einhvers staðar verið nefnd fjöldamorð. Og ég
get ekki ímyndað mér, að íslenskir háskólastúdentar telji slíka atlögu
gegn saklausum vopnlausum námsmönnum annað en forkastanlega.“
Þetta sagði Allan Shwaiki,
sem er fæddur í Palestínu og
uppalinn í Jerúsalem og Hebr-
on, en hefur verið búsettur að
mestu á íslandi síðan 1966 og er
löngu orðinn íslenskur ríkis-
borgari. Hann leit inn á Mbl. á
dögunum og kvað aðalerindi
sitt að koma á framfæri mót-
mælum vegna þessa.
Hann starfaði á hóteli í Jerú-
súsalem, þegar hann komst í
kynni við Islendinga sem voru á
ferð í ísrael og úr varð að hann
kom hingað í október 1966.
Hann kvaðst hafa orðið fyrir
miklum vonbrigðum, einkum
vegna veðurlagsins til að byrja
með. Auk þess var málið hon-
um þrándur í götu, en eftir
hálfs annars árs veru hér hafði
hann náð ágætum tökum á því
og talar prýðisgóða íslensku.
Vegna sex daga stríðsins í júni
1967 fór hann ekki heim og
kynntist síðan íslenskri konu
sinni og staðfestist hér. Nú orð-
ið unir hann ágætlega sínum
hag, lýkur lofsorði á íslendinga
fyrir heiðarleika og sanngirni.
Allan var að læra landafræði
við háskólann í Damascus áður
en hann kom hingað.
Um ágreining arabalandanna
innbyrðis svo og framtíðarskip-
an mála Palestínumanna segir
hann: „Ágreiningur milli
arabalandanna er ekki síst til-
kominn vegna afskipta stór-
veldanna, sem kynda undir úlf-
úðina og magna upp deilur.
Skipting arabalandanna kemur
þarna einnig inn í. Varðandi
Palestínumenn og þeirra stöðu
er rétt að benda á að eftir sex
daga stríðið tóku þeir upp nýja
stefnu: í stað þess að flýja und-
an ísraelum þegar þeir voru að
ná vesturbakkanum sátu þeir
sem fastast. Sjálfsagt vildu
gyðingar vera lausir við okkur.
Og í Hebron hefur lengi verið
Allan Shwaiki
ókyrrt. Rekja má það til þess að
gyðingar hafa gert í því að setj-
ast að innan um arabana og
haft í frammi ögranir af öllu
tagi. í raun eru vesturbakkabú-
ar, þ.e. arabarnir, eins konar
fangar. ísraelar taka vatn og
rafmagn af þegar þeim hentar,
óbreyttir ísraelskir borgarar
bera vopn en aröbum er vitan-
lega ekki leyft það. ísraelar
bera vopn til að verja sig gegn
aröbum — en í raun og veru eru
það við sem þurfum oft og ein-
att að verja okkur vegna yfir-
gangs þeirra. En þetta á nátt-
úrulega ekki við um alla, og ís-
lenska orðtakið að ekki þurfi
nema einn gikk í hverri veiði-
stöð á við hér, og ég er hér ekki
að firra araba allri sök. Palest-
ínumenn standa á erfiðum
tímamótum nú, m.a. vegna
ágreiningsins innan PLO. Ara-
fat hefur verið mjög duglegur
og hann hefur á áhrifamikinn
hátt komið málstað okkar
áleiðis, en hins vegar er for-
kastanlegt að hann skuli síðan
leiðast út í það að ætla að fara
að láta Hussein Jórdaníukon-
ung koma fram sem einhvers
konar samningsaðila fyrir
okkur. Ætti þó Arafat að vera
minningur þess sem gerðist
1973, þegar Hussein réðst gegn
Palestínumönnum í Jórdaníu á
miskunnarlausan hátt.
Nú hafa arabar óskað eftir
því við Sameinuðu þjóðirnar að
gæslulið eða fulltrúar Rauða
krossins fylgdust með fram-
vindu mála á vesturbakkanum.
Hvort á það verður hlustað er
óvíst enn. Gyðingar verða að
viðurkenna Palestínumenn til
að hægt sé að tala saman — jú
— og auðvitað verðum við líka
að viðurkenna tilverurétt
þeirra. Það er aldrei annars
sök, þegar tveir deila, en hluti
sakar getur verið mismikill.
Það er að minnsta kosti mín
skoðuft."
17
Norræn
kvikmyndahátíð:
íslensk
mynd hlaut-
gullverðlaun
Norrænu kvikmyndahátíðinni
„Nordisk Smalfilm og Video" lauk
fimmtudaginn 28. júlí og voru sýnd-
ar 38 myndir frá öllum Norðurlönd-
unum. íslenska myndin „Áfallið"
hlaut gullverðlaun í kvikmynda^
samkeppninni i unglingaflokki.
Önnur islensk mynd, „Morgundag-
urinn“, hlaut bronsverðlaun í ungl-
ingaflokki og f flokki 16 ára og
yngri hlaut íslenska myndin „Di-
vina Tragedia" bronsverðlaun. I
elsta flokknum, 25 ára og eldri,
hlaut finnska myndin „Komprom-
issi“ gullverðlaun og jafnframt
vann Finnland stigakeppni milli
landanna.
I fréttatilkynningu frá Samtök-
um áhugamanna um kvikmynda-
gerð segir að þetta sé í fyrsta skipti
sem Island hljóti titilinn Norður-
landameistari í unglingaflokki og
hafi árangur íslensku myndannaa
verið góður, þar sem ekki voru
sýndar fleiri íslenskar myndir á há-
tíðinni.
l
,Apglýsinga-
síminn er 2 24 80
SYNDIR
VERÐA:
ÍJIMISSAN
n IMISSAN
Ejnissan
PATROL-jeppinn fullkomni — Sá ódýrasti.
SUNNY 2ja dyra. Sá sprettharöasti.
CHERRY 3ja og 5 dyra. Sá langódýrasti!
700 VAN HIGH ROOF 4WD sendibifreið.
MINI VAN 3ja dyra sendibifreið.
SUBARU4WD STATION. Vinsælasti bíllinn á íslandi
Stór-bílasýning
laugardag og sunnudag kl. 2—5
VERIÐ VELKOMIN. OG AUÐVITAÐ VERÐUR HEITT Á KÖNNUNNI.
INGVAR HELGASON HF ■ Sími33560
SÝNINGARSALURINN / RAUÐAGERÐI