Morgunblaðið - 06.08.1983, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 06.08.1983, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983 Dæmdir í samtals 4022 ára fangelsi Kunningi Khadafys stóð að byltingu í Efri-Volta Ouagadougou, Kfri VolU, 5. ájfúst. AP. AÐ SÖGN vestrænna diplómata í borginni steypti Thomas Sankara, 35 ára gamall herforingi, stjórn Jean-Baptiste Quedraogo af stóli í nótt. Alls munu 13 manns hafa látið lífið í byltingunni og 15 særst. Aðrar heimildir herma, að fimm manns hafi látið lífið í átökum, sem urðu við byltinguna, Belfast, 5. ágúst. AP. EITIR réttarhöld án kviðdóms, þar sem aðalvitnið var fyrrum skytta, dæmdi dómari í Belfast 22 meðlimi IRA, írska þjóðfrelsishersins, í Myrtu foreldra sína Stuttgart, 5. áirúst. AP. VESTUR-ÞYSKA lögreglan hef- ur handtekið tvo bandaríska unglinga fyrir morð á foreldrum sínum í Pattonville-herstöðinni í Remseck fyrir norðan Stuttgart. Unglingarnir, Terence J. Fultz 17 ára og Shan Ray Fultz 14 ára, voru handteknir á bandarísku hergistihúsi nærri Chiemsee í Bajaralandi. Þeir höfðu að því er virðist rifist við foreldra sína, Terry L. Fultz liðþjálfa og eiginkonu hans, vegna peninga. Líkin fundust á mánudag margstungin og vafin inn i teppi í kjallara íbúðarhúss þeirra, en rotnunarlykt vakti tortryggni annarra íbúa húss- ins. Nafn móður piltanna var ekki gefið upp af blaðafulltrúa hersins, þar sem enn hafði ekki náðst í fjölskyldu hennar. MJALDINUM, sem lokaðist af inni í litlum firði í Danmörku, tókst loks að losa sig eftir að hafa þraukað af óvenjulega heitt sumar. Óþægindi hans voru þó ekki á enda því hann var vart kominn úr prísundinni er hann flækti sig í fiskinetum á grunnsævi. Honum var þó komið til bjargar af starfsmönnum björgunarfélags, sem losuðu hann úr netunum skammt suður af Frederikshavn. Var hvalnum síðan stýrt á haf út og sögðust björgunarmennirnir hafa séð til sporðakasta hvalsins, þar sem hann synti út á Kattegat. Hins vegar virtist honum ekki allskostar vera rótt eftir því sem björgunarmenn sögðu. fangelsi í dag. Á meðal þeirra dæmdu voru margir af þeim sem taldir eru vera framarlega í flokki innan IRA. Fangelsisdómarnir voru frá þremur árum til lífstíðar. Að sögn lögreglu marka þessi réttarhöld tímamót í baráttunni við IRA. Með dómunum í dag hafi heil fylking hreyfingarinnar í Belfast hreinlega verið þurrkuð út. Réttarhöldin stóðu yfir í 121 dag og eru þau lengstu og kostn- aðarsömustu í írskri réttarsögu. Dómarinn Basil Kelly var í skotheldu vesti undir einkennis- klæðum sínum allan tímann með- an á réttarhöldunum stóð. Upp- haflega voru sakborningarnir 35 talsins, en 13 þeirra var sleppt. Fá þeir skilorðsbundna dóma. Fimm konur voru í hópi sakborninganna og var fjórum þeirra sleppt. í þeim hópi var 71 árs gömul kona. Hún er elsti meðlimur IRA-sam- takanna, sem dreginn hefur verið fyrir rétt. Samanlagður tími fangelsisdómanna, sem sakborn- ingarnir voru dæmdir f, var 4022 ár. Það var maður að nafni Christ- opher Black, sem kom upp um þessa fylkingu innan IRA. Sagði háttsettur lögreglumaður, að ekki léki nokkur vafi á, að IRÁ myndi gera ailt sem í valdi samtakanna stæði til þess að hafa upp á hon- um og koma fyrir kattarnef. Hon- um og fjölskyldu hans hefur verið komið úr landi. Fregnir af mjaldrinum bárust fyrst um miðjan maímánuð, þar sem hans varð vart í Limafirði. Hafði mjaldur þá ekki sést í sjó við Danmörku frá því 1903. Þrátt fyrir allar hrakspár tókst hvaln- um að lifa sumarið af. Reynt var að ná honum upp með netum til þess að flytja hann yfir land og út í Norðursjó, en tókst ekki. Talið er að um 200.000 ferða- menn hafi séð til mjaldursins, þar sem hann lék á als oddi í firðinum, þar sem hann var innilokaður. Hafði tekist að fá hann til að venja komur sínar að landi kvölds og morgna til þess að þiggja síld í svanginn. og 15 særst. Að sögn bandaríska sendiherr- ans í Ouagadougou, Julius Walker, hófust ósköpin með kröftugri skothríð um kl. 21.30 í gærkvöld að íslenskum tíma. Sagði sendi- herrann skothríðina hafa tekið enda um 15 mínútum eftir að hún hófst. Útgöngubann var fyrirskip- að í morgun, en því fljótlega af- létt. Virtist ástandið í borginni í dag að öllu leyti eðlilegt, utan hvað engin umferð var um flug- völlinn. Walker sagði ennfremur, að Sankara hefði tilkynnt í útvarpi, að hann hefði tekið við völdum í landinu. Hvatti hann alla lands- menn í útvarpssendingunni til þess að fylkja sér um byltingarráð landsins. Að sögn vestrænna diplómata er Sankara náinn vinur Moammar Khadafy Líbýuleiðtoga. Hins veg- ar benti ekkert til þess, að Líbýu- menn hefðu staðið að baki bylting- unni. Sankara var áður forsætis- ráðherra Efri-Volta og er jafn- framt náinn vinur leiðtoga Ghana, Jerry Rawlings, sem braust til valda í fyrra. Að sögn þeirra, sem til þekkja, KaLaníu, Sikiley, 5. ágúst. AP. AÐ SÖGN yfirvalda hefur loks orðið hlé á gosinu í Etnu, sem staðið hefur í 130 daga samfleytt. Er þetta annað lengsta eldgos á þessari öld, hófst þann 28. mars. Um tíma varð að grípa til þess að stýra hraunflaumnum af upp- runalegri braut, þar sem hann ógnaði byggð og mannslífum. Var sprengiefnum beitt við aðgerðina, sem ekki þótti takast nægilega vel. Kom þó að einhverju gagni. eru byltingar í Efri-Volta yfirleitt lausar við blóðsúthellingar og valdhöfum sýnd virðing þótt þeim sé steypt af stóli. Var Quedraogo sagður heill á húfi, en í stofufang- elsi. Þetta er þriðja byltingin í Efri-Volta á þremur árum. Siðasti leiðtogi landsins, sem kjörinn var í almennri kosningu, var Sangoule Lamizana. Honum var steypt af stóli af hernum 1978. Að sögn Letterio Villari, for- stöðumanns alþjóðlegu eldfjalla- stofnunarinnar, komu rúmlega 132 milljónir lesta hrauns úr eldfjallinu í þessu gosi. Lagði hraunið undir sig 7 ferkílómetra svæði áður en gosið stöðvaðist. Á meðan á gosinu stóð eyðilagði hraunstraumurinn m.a. stólalyftu, tvö veitingahús og fjölda af- skekktra húsa og glæsilegra sumarhúsa. Mjaldrinum aftur bjargað úr ógöngum FrederikNhavn, Danmörku, 5. ágúst. AP. Öðru lengsta gosi aldarinnar lokið Þotan varð eldsneytislaus í miðju flugi í 41.000 fetum SKÝRT hefur verið frá því að ný Boeing 767 breiðþota Air Canada, sem nauðlenti með 69 farþega á gömlum afiögðum flugvelli við Gimli í íslendingabyggðum í Kanada, hafi orðið eldsneytislaus í miðju áætlunarflugi frá Montreal til Edmonton. Mistök urðu við áfyllingu flugvélarinnar. Við áfyllingu var notast við mælistiku því rafeindatæki í fiugstjórnarklefanum, sem gefa eldsneytismagn til kynna, voru óvirk. Ljóst er að áfyllingar- mennirnir mældu eldsneytið í pundum í stað kílóa, en mæli- tæki nýju breiðþotunnar byggja á metrakerfinu. Fengu þeir fyrirmæli um að setja vissan kílóafjölda eldsneytis á tanka þotunnar, en settu í staðinn sama pundafjölda. Þar sem 2,2 pund eru í hverju kílói var því helmingi minna eldsneytismagn á þotunni er hún lagði af stað en flugmennirnir töldu vera. Vegna tækjabilunar gátu þeir ekki fylgst með eldsneytismagninu í fiuginu, og viðvörunarbúnaður, sem gefur frá sér ljós og hljóð þegar birgðir eru aðeins til hálfrar stundar flugs, var einnig óvirkur. Flugmennirnir áttu sér því einskis ills von þegar hreyflarnir hljóðnuðu með örstuttu millibili, þar sem þeir flugu í 41 þúsund feta hæð yfir sléttum Manitoba. Nú voru góð ráð dýr, því allt rafmagn fór af um stundarsakir og stjórntæki urðu óvirk sek- úndubrot. Fljótlega fékkst þó rafmagn af 24 volta neyðar- geymi til að knýja talstöðina og nauðsynlegustu rafmagnstæki. Og neðan úr búk þotunnar féll túrbína sem pressaði loft til að hægt yrði að nota hæðar og hallastýri hennar. Boeing-breiðþotan var því ekkert annað en risastór svif- fluga í rúmlega 41 þúsund feta hæð. Og það kom sér vel að Rob- ert Pearson flugstjóri hafði dundað sér við svifflug í frí- stundum. Einnig kom sér vel að aðstoðarflugmaðurinn, Maurice Quintal, mundi eftir gamla ónot- aða herflugvellinum í Gimli þar sem hann hlaut einmitt flug- þjálfun sína. Létu þeir þotuna svífa þangað, en flugvöllurinn var í 100 km fjarlægð. Á flugvellinum var fjöldi fólks því hann er notaður af aksturs- íþróttamönnum. Varð uppi fótur og fit meðan þotan lækkaði sig í hringjum yfir vellinum og er menn áttuðu sig hvað var á seyði hlupu þeir sem fætur toguðu í allar áttir. Þotan kom síðan æð- andi inn yfir brautarendann á um 350 km hraða, þar sem flug- mennirnir gátu ekki notað vængbörð til að hægja ferðina, og nam hún staðar skammt frá hinum endanum, í aðeins 300 metra fjarlægð frá hjólhýsa- þyrpingu, þar sem mannmargt var. Það þykir með ólíkindum að ekki skyldi fara verr í þessu óhappi en raun varð á. Þotan var á fiugi yfir sléttlendi um bjartan Breiðþota Air Canada hvílir á trjónunni á flugvellinum í Gimli í íslend- ingabyggðum í Kanada eftir nauðlendingu þar. dag og ský var ekki á himni. Heppilegir lendingastaðir voru nægir, en gamli flugvöllurinn sá besti. Hann var ekki lengur á flugkortum og tilviljun að annar flugmaðurinn mundi eftir hon- um þar sem hann lærði þar að fljúga. í nauðlendingunni hlutu aðeins örfáir farþeganna 69 skrámur og þotan laskaðist óverulega, nefhjólið brotnaði og gaf sig þegar flugmennirnir bremsuðu sem mest þeir máttu. Flugmálayfirvöld hafa í fram- haldi af óhappi þessu vissar áhyggjur af tilkomu metrakerf- isins í nýju þotunum. Hins vegar sannaðist þarna yfir hvaða hæfi- leikum flugmenn búa á örlaga- stundu, þeim tókst að nauðlenda aflvana þotu heilu og höldnu. En þeir áttu engra kosta völ ef eitthvað hefði farið úrskeiðis í aðfluginu, eða hindranir verið, þar sem þeir gátu ekki hætt við og flogið annan umferðarhring til lendingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.