Morgunblaðið - 06.08.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983
21
í stutt-
it“
i hálftómrar hlödunnar f Dalbæ.
Morgunblaðid/Gudjón
num Núpstúni í Hrunamannahreppi á
ar leið framhjá, þrátt fyrir að þá væri
Morgunbladið/Guðjón
Sæmundur Birgir Ágústsson bóndi á
BjÓlu. Morjfunbladid/Gudjón.
Ingveldur Sæmundsdóttir, heimasæta á Bjólu, múgar fyrir heyhleðsluvagninn.
Sæmundur Birgir Ágústsson, Bjólu, Djúpárhreppi:
„Þeir vilja nýtast ansi
illa, þurrkdagarnir"
„GAMALT fólk segir að þegar nýtt
tungl springur út seinnihluta dags
breytist veðrið til batnaðar. Tunglin
hafa staðið illa f sumar en eiga að
standa betur í ágúst. Á mánudaginn
kemur nýtt tungl sem springur út á
milli klukkan 7 og 8 um kvöldið og ég
er að vona að hann glaðni til með því
tungli,“ sagði Sæmundur Birgir Ág-
ústsson, bóndi á Bjólu í Djúpárhreppi í
Rangárvallasýslu, í samtali við blaða-
menn Morgunblaðsins er hann var
tekinn tali þar sem hann var úti á túni
að hirða í vothey fyrr í vikunni. Sæm-
undur Birgir er með 60 kúa bú auk
nokkurra hrossa og kinda.
Hann sagði aðspurður um hvern-
ig heyskapurinn gengi: „Hann hefur
gengið ansi stirt það sem af er. Þeir
vilja nýtast ansi illa þurkdagarnir,
þeir fáu sem þó hafa komið, þegar
aðeins koma einn og tveir dagar
saman og vill fyrri dagurinn þá fara
í það að ná vatninu úr heyinu eftir
rigningarnar."
— Hvað ert þú langt kominn?
„Það er mesta furða hvað ég hef
náð. Ætli ég sé ekki búinn að ná
þriðja partinum af þurrheyinu, en
ég er með 80—100 ha tún.“
— Hvernig er sprettan?
„Hún er góð, það er mikið gras en
grænfóðrið vex hægt. Grasið er enn
ekki farið að spretta úr sér en er
fullsprottið. Ég er búinn að slá
meirihlutann af því sem ég slæ en á
mikið flatt. Það er þó ekki farið að
hrekjast enn sem komið er enda sló
ég mikið af þessu í síðustu viku.“
— Þú slærð uppá vonina um þurk
með nýju tungli?
„Nei, ekki segi ég það nú. En ég er
að vona að hann fari að glaðna upp-
úr helginni. Annars lítur hann ekki
út fyrir það í dag, manni skilst að
það sé hópur af lægðum á leiðinni.
Ég varð að slá, garsið var komið að
því að spretta úr sér og mér finnst
betra að láta það hrekjast eitthvað
en að það spretti úr sér og trénist."
— Én þú ert bjartsýnn á þetta
þrátt fyrir allt?
„Já, það er óþarfi að örvænta enn-
þá, ágúst er allur eftir. Ég trúi því
að það komi þurrkur og þá verða
mikil hey. Heyskapur er ekki seint-
ekinn ef aðeins fæst svolítill friður
við hann.“
— Getur þú borið þetta sumar
saman við einhver sem þú mannst
eftir?
„Það hefur komið eitt og eitt erf-
itt ár. Við verðum að sætta okkur
við það að við fáum ekki verulega
góð heyskaparár nema á einu ári af
hverjum 20 hér á Suðurlandi. Ég
man vel eftir sumrinu 1955, þá voru
miklu meiri rigningar en hafa verið
núna, það var mjög erfitt ár.“
Fjármálaráðherra f Siglufirði:
Stefna ber að lang-
tímafjárlögum
Meginatriði að nýta
Albert Guðmundsson, fjármála-
ráðherra, sagði á almennum stjórn-
málafundi í Siglufirði í fyrrakvöld að
brýna nauðsyn bæri til að taka upp
ný vinnubrögð við gerð fjárlaga.
Fjárlög undanfarinna ára hafi reynzt
marklítil, enda byggð á röngum
verðlagsforsendum. Stefna bæri og
að langtímafjárlögum, t.d. til fjög-
urra ára, sem spönnuðu stefnumið
viðkomandi ríkisstjórnar og stjórn-
arflokka, en þann veg væri auðveld-
ara fyrir almenning fylgjast með
hvernig ríkisstjórn stæði við stefnu-
mið sín. Þessi lengri tíma fjárlög eigi
síðan að endurskoða frá ári til árs,
samhliöa gerð hinna hefðbundnu
fjárlaga fyrir komandi ár.
Fjárlög þarf að gera á ný að
virku stjórntæki, sagði ráðherr-
ann. Ríkisendurskoðun á að heyra
undir Alþingi og fjárveitinga-
nefnd þess að fylgjast í ríkara
mæli með framkvæmd fjárlaga.
Efla þarf rekstrarlegt eftirlit með
ríkisfyrirtækjum og auka útboð á
opinberum framkvæmdum. Draga
þarf úr ríkisumsvifum og ríkis-
útgjöldum með það að höfuð-
markmiði að tryggja þegnunum
sem mest fyrir sem minnst
skattfé. Það er ekkert meginatriði
að minnka þjónustu, heldur að
nýta fjármuni betur.
Fjármálaráðherra kvaðst hafa
tekið í arf fjárlög 1983, en útgjöld
þeirra væru byggð á 42% verð-
þróun milli ára í tvöfalt meiri
skatta fólksins betur
Albert Guðmundsson
verðbólgu. Þau fælu því f sér um-
talsverðan halla á ríkisbúskapn-
um. Aðstæður í samfélaginu
kynnu og að leiða af sér að slíkur
halli teygði sig fram á næsta ár;
en lykilatriði væri, varðandi eðli-
legan gang atvinnulífsins, at-
vinnuöryggi og vöxt þjóðartekna,
sem stefna bæri að, að pólitísk
stjórnsýsla byggi þann veg að at-
vinnuvegunum, m.a. skattalega, að
hún fæli í sér hvata til aukinna
umsvifa en ekki samdráttar.
Frá Siglufirði.
Ljósm. Sn.Sn.
Tilboð komið í Siglósfld:
„Atvinnurekstur betur kom-
inn í höndum heimamanna“
— sagði fjármálaráðherra á fjölmennum fundi á Siglufirði
Það er lykilatriði varðandi sölu
ríkisfyrirtækja að þann veg verði bú-
ið að atvinnurekstri í skattalögum,
að almenningur, einstaklingar eða
fyrirtæki, hafi hvata til kaupanna, —
að það sé hagkvæmt fyrir báða aðila
að gera siík viðskipti, sagði Albert
Guðmundsson, fjármálaráðherra, á
fjölmennum stjórnmálafundi í Siglu-
firði í fyrrakvöld. Fundinn sóttu eitt
hundrað og sextíu manns, eða 8%
Siglfirðinga, sem svarar til 7.000
manna fundarsóknar í Reykjavík.
Fjármálaráðherra tók fram að
það yrði ekkert ríkisfyrirtæki selt,
hvorki í Siglufirði né annars stað-
ar, nema um það næðist samstaða
í ríkisstjórn og milli stjórnar-
flokkanna. Minn vilji stendur
hinsvegar til þess að eignarhluti
ríkisins í atvinnufyrirtækjum í
Siglufirði færizt yfir í hendur
heimaaðila. Ráðherra taldi tví-
mælalaust rétt að koma Siglósíld
(fyrirtæki sem framleiðir lagmeti
og er alfarið ríkiseign) úr ríkis-
rekstri, og væri raunar þegar
komið kauptilboð í það. Þá væri og
æskilegt að minnka áhrif ríkisins í
rekstri Þormóðs ramma hf., sem
er stærsta atvinnufyrirtækið á
staðnum (rekstur togara og frysti-
húss; ríkið meirihlutaðaðili).
Ráðherra fullvissaði fundar-
menn um, að það væri ekki hug-
mynd sín að draga úr atvinnu-
starfsemi í Siglufirði, þvert á móti
að efla hana, en að sínu mati væri
atvinnurekstur á staðnum betur
kominn í höndum heimaaðila en
embættismanna í Reykjavík, sem
væru þó bæði hæfir starfsmenn og
sómamenn.
Hann minnti og á þingsályktun
frá 1973 um fiskiðnskóla í Siglu-
firði, sem ríkisstjórnir og fjárveit-
ingavald hefði ekki fylgt eftir.
Slíkur skóli væri vel staðsettur
þar sem flestar fiskvinnslugreinar
væru fyrir hendi, sem og húsnæði
til skólahaldsins. Ég mun gera til-
lögu um byrjunarframlag til slíks
skóla við fjárlagagerð 1984, sem
ætti að duga til að kanna forsend-
ur hans til fulls, sagði fjármála-
ráðherra.