Morgunblaðið - 06.08.1983, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983
23
AFINNLENDUM
VETTVANGI
SIGURDUR SVERRISSON
Snaran herdist að
hálsi íslenskrar
hljómplötuútgáfu
Þeir, sem eru málum hvað kunnugastir segja, aö skammt sé nú í að
stolt íslenskra hljóðupptökuvera, Hljóðriti í Hafnarfirði, leggi upp laup-
ana. Váleg tíðindi ef sönn reynast.
Frá því Hljóðriti tók til starfa fyrir 7—8 árum hefur hljóðverið verið
óumdeilanleg „Mekka“ íslenskra hljóðvera. Hljóðriti var upphaflega vel
tækjum búinn á mælikvarða þess tíma. Framfarirnar í tækjabúnaði hafa
á hinn bóginn orðið geysilegar og Hljóðriti hefur einfaldlega ekki fylgt
þeirri þróun eftir.
Upptökutímar þóttu lengi vel dýrir í Hljóðrita og svo fór að lokum að
minni hljóðver skutu upp kollinum. Hljóðver, sem buðu upp á takmark-
aðri tækjabúnað en miklu lægra verð. Timinn hefur unnið með þeim. Nú
er svo komið að fjöldi smærri upptökuvera dregur til sín verkefni, sem
alla jafna hefðu annars verið unnin í Hljóðrita. Hér er á ferðinni einfalt
dæmi um frjálsa samkeppni.
Því aðeins er Hljóðriti dreginn inn í þessa grein, að með tilkomu hans
urðu þáttaskil í íslenskri hljómplötuútgáfu. Með tilkomu Hljóðrita voru
þeir dagar taldir að þurfti að sækja út fyrir landsteinana til þess að
komast í boðlegt hljóðver. Þar með var stór kostnaðarliður skorinn
verulega niður. Umtalsverð aukning í plötuútgáfu fylgdi í kjölfarið. Þegar
svo plötupressunarfyrirtækið Alfa var stofnsett, töldu menn síðustu
hindruninni í vegi hljómplötuútgefenda rutt úr vegi. En hvað hefur gerst?
ef plata selst í 3—4.000 eintök-
um.“
Stórhækkaður kostnaður
„Það eru breyttir tímar núna,“
sagði Pétur Kristjánsson, for-
stjóri Steina hf. í fjarveru Stein-
ars Berg ísleifssonar. „Allur inn-
lendur kostnaður hefur farið
gersamlega úr böndunum á und-
anförnum árum. Nú er svo kom-
ið að við teljum útgefna
LP-plötu frá okkur þurfa að selj-
ast í 2.500 einstökum til þess að
standa undir kostnaði. Það eru
ekki mörg ár síðan sambærileg
tala var 1.000 eintök."
Að sögn Pétur var sú ákvörð-
un tekin innan Steina hf. er ljóst
var hvert stefndi, að gefa út
færri plötur og vanda þá heldur
meira til við gerð hverrar. Hefur
fyrirtækið tekið upp þá stefnu að
hafa á sínum snærum tiltölulega
Alvarleg vandamál
íslenskur hljómplötuiðnaður
stendur nú frammi fyrir alvar-
legustu vandamálum sínum um
margra ára skeið. Hljómplötu-
sala hefur á undanförnum árum
dregist svo saman, að hún er nú
rétt um helmingur þess sem hún
var árið 1977, er salan náði há-
marki hérlendis.
Þetta sama ár, 1977, var 20%
vörugjald lagt á hljómplötur.
Gjaldið hefur síðan verið hækk-
að í 40%. Frá þeim tíma er
gjaldið var lagt á, hefur stöðug-
ur samdráttur átt sér stað í sölu
á innlendum plötum jafnt sem
erlendum. Samkvæmt könnun,
sem Steinar Berg ísleifsson, for-
stjóri Steina, hefur gert og
spannar allt aftur til ársins
1969, er hlutfall á milli seldra
islenskra platna og erlendra
ávallt hið sama, með eilitlum
sveiflum þó. íslenskt efni hefur
sl. 13 ár numið þriðjungi heild-
arsölu hljómplatna. Hefur þá
engu máli skipt hvort gefnar
hafa verið út 15 titlar eða 150.
Því fleiri titlar, þeim mun færri
seld eintök koma eðlilega í hlut
hvers.
Samdráttareinkenna tók að
gæta í plötuútgáfu á síðasta ári
þótt sjaldan ef nokkru sinni hafi
jafnmargar íslenskar plötur litið
dagsins Ijós og einmitt það ár.
Þessi fjörkippur I útgáfu virðist
hafa verið lognið á undan storm-
inum. Samdráttareinkennin
dyljast engum lengur. Tugum
saman hafa tónlistarmenn og
efnilegar hljómsveitir orðið að
snúa frá útgáfufyrirtækjum eft-
ir að hafa fengið synjun um út-
gáfu. Þessum mönnum fer þó
fækkandi með hverri viku enda
ástandið orðið flestum ljóst: út-
gáfa islenskra hljómplatna hef-
ur sjaldnast malað gull, en
stendur nú ekki undir sér nema í
fáum tilvikum.
Þrátt fyrir þessa vitneskju
freista margir þess að gefa
hljómplötur sínar út sjálfir. Ár-
angurinn er í nær öllum tilvik-
um sá, að betur hefði verið
heima setið en af stað farið.
Meginatriði gleymist nefnilega í
flestum tilvikum: auglýsingar.
Kostnaðurinn við gerð hljóm-
plötu er orðinn slíkur, að ein-
staklingar eða hljómsveitir gera
ekki betur en að kljúfa hann,
hvað þá þeir eigi afgang til þess
að auglýsa. Auglýsingar eru þó
ómissandi þáttur í velgengni
Stjórntækjaklefi í Hljóðveri.
plötu lítt þekkts aðila. Það sanna
dæmin öllu öðru betur.
Engin plata í ár
Samdráttareinkennin eru
hvergi greinilegri en hjá Fálkan-
um, sem um margra ára skeið
hefur verið eitt leiðandi ís-
lenskra fyrirtækja í plötuinn-
flutningi og útgáfu. Fálkinn hef-
ur enga íslenska hljómplötu út í
ár.
„Útgáfa íslenskra platna skil-
aði einhverjum hagnaði í fyrra,
en íslensk hljómplötuútgáfa er
ekki skynsamleg fjárfesting í
dag. Þótt endar nái kannski
saman að lokum ber að hyggja
að því, að þegar gefin er út plata
er verið að festa fjármagn sem
ekki skilar sér fyrr en 3—4 mán-
uðum síðar og þá í krónutölu.
Ekki sambærilegu raungildi,"
sagði Halldór Ingi Andrésson
hjá Fálkanum.
Að sögn hans var síðasta plata
á vegum Fálkans, sem skilaði
umtalsverðum hagnaði Himinn
og jörð. Hún kom út fyrir jólin
1981 og seldist í rúmum 9.000
eintökum. „Slík sala heyrir að
mestu fortíðinni til,“ sagði hann
ennfremur. „Nú þykir mjög gott
Litið til himins í leit að bjargvætti? Stuðmenn eru ein örfárra hljónurveita, sem ekki þurfa að kvarta undan
lélegri plötusölu.
fáa listamenn og hljómsveitir,
en í öllum tilvikum aðila, sem
það telur eiga erindi inn á er-
lendan markað.
„Útgáfa íslenskra platna hjá
Steinum hf. hefur verið rekin
með tapi hvert einasta ár frá því
ég hóf að vinna hér,“ sagðu Pét-
ur. „Vissulega höfum við verið
með plötur, sem selst hafa mjög
vel, en aðrar hafa bara dregið
meðaltalið niður.“
Steinar hf. hafa það sem af er
árinu gefið út 4 LP-plötur og
stefnt er að því að gefa út a.m.k.
5 til viðbótar fyrir áramót. Þetta
er svipuð tala og í fyrra, en veru-
legur samdráttur í samanburði
við árið 1981.
Bæði Steinar hf. og Fálkinn
hafa sent frá sér safnplötur og
er tilgangurinn með þeim að
koma í auknum mæli til móts við
kaupandann, svo og sá að reyna
að lyfta dræmri plötusölu eilítið
upp. Safnplöturnar hafa undan-
tekningalítið fallið í góðan jarð-
veg og selst einna jafnbest
þeirra platna, sem gefnar hafa
verið út hér á landi í ár og í
fyrra.
Skýringar?
En hverjar eru skýringarnar á
þessum mikla samdrætti? Sitt
sýnist hverjum, en hér að neðan
getur að líta nokkra þá þætti,
sem taldir eru vega þyngst á
metunum. Þeir eru ekki settir
fram í röð eftir vægi heldur af
handahófi.
1) Hljómplötuverð. Margir
eru þeir, sem segja plötuverð
allt of hátt. Erlendar hljóm-
plötur kosta nú ýmist 499 eða
549 krónur. Innlendar plötur
eru ódýrari. Innkaupsverð
plötu er svipað, en áiagningin
alltaf sú sama. Lætur nærri að
sterlingspundið sexfaldist á
leið sinni um „kerfið" áður en
platan kemst í hendur kaup-
andans. Fyrstur er 75% tollur,
þá 40% vörugjald, 25% heild-
söluálagning, 40% smásölu-
álagning og loks 23,5% sölu-
skattur. Verð hljómplötu hefur
um langt árabil verið miðað við
verð á flösku af íslensku
brennivíni og dæmigerðri jóla-
bók. Fyrir síðustu jól hafði
platan vinninginn í samkeppn-
inni við bókina, en vínið var
ódýrast. Bilið hefur nú breikk-
að á milli erlendra platna og
brennivínsins, en bókin virðist
vera á leið með að verða ósam-
keppnisfær við þetta tvennt.
Innlendar plötur halda í við
brennivínið. Sú skýring að
plötur hafi hækkað langt um-
fram annað er því ekki alls-
kostar marktæk.
2) Tónsnældur (kassettur).
Flestum ber saman um að
„home taping", eða segul-
bandsupptökur í heimahúsum
eigi mesta sök á hvernig komið
er. Segulbandstækjaeign hefur
aukist mjög hin síðari ár og
það færist æ meira í vöxt, að
fólk taki upp nýja plötu kunn-
ingjans eða noti þætti útvarps-
ins til þess að fullnægja tón-
listarþörf sinni. Ýmsar hug-
myndir hafa komið upp til þess
að reyna að stemma stigu við
þessari þróun, m.a. sú að
hækka tolla af óáteknum tón-
snældum og lækka gjöld af
hljómplötum. Á þessari hug-
mynd eru margir annmarkar
og hæpið að hún komist nokkru
sinni til framkvæmda.
3. Hljómplötukaup erlendis.
Það er viðurkennd staðreynd,
að þeir sem á annað borð
kaupa mikið af hljómplötum,
gera innkaup sín mjög gjarna
erlendis, þar sem verðið er iðu-
lega á þann veg að menn fá
þrjár plötur fyrir verð einnar
hér heima. Stundum er sam-
anburðurinn okkur enn frekar
í óhag. Margir þeirra hörðustu
fara gagngert utan til plötu-
kaupa. Ferð á Apex-miða til
Lundúna eða Parísar borgar
sig upp á fáum tugum platna.
Iðulega hefur verið bent á
þessa staðreynd, en yfirvöld
hafa enn ekki séð ástæðu til
þess að lækka gjöld á innflutt-
um hljómplötum þótt ríkis-
sjóður verði af stórum upp-
hæðum vegna minnkandi sölu
hér heima.
4. Myndbönd. Nokkrir eru
þeir, sem segja einn þátt af
Skonrokki á tveggja vikna
fresti fullnægja tónlistarþörf
sinni. Með því að taka þáttinn
upp á myndband má verða sér
úti um myndskreytta tónlist,
sem spila má fyrirhafnarlaust
hvenær sem henta þykir.
5. Viðbrögd smásala. Við-
mælendur Mbl. báru því við, að
einn þáttur í minnkandi plötu-
sölu væri sá, að smásalar úti á
landi tækju færri eintök af
hverri plötu í sendingu en áð-
ur. Algengt væri nú að 1—3
eintök væru send í verslanir í
smærri bæjum í stað 10 áður.
Jafnvel þótt þessi fáu eintök
seljist upp á skömmum tíma er
oft ekki hirt um að panta á ný.
Slíkt segir fljótt til sín því nýj-
ar plötur eru fljótar að úreld-
ast í hinni hörðu samkeppni
sem ríkir.
7) Mettaður markaður. „Ég
er eindregið þeirrar skoðunar
að þeim plötumarkaði, sem hér
hefur verið í uppbyggingu und-
anfarin ár, hafi ekki verið
gerður meiri bjarnargreiði en
sá að dæla inn á hann öllu því
drasli, sem á hann hefur komið
og þá sérstaklega í ár.“ Þannig
fórust Steinari Berg ísleifs-
syni, forstjóra Steina hf., orð í
samtali við undirritaðan í
fyrrahaust.
Orð hans eru vissulega
óvægin, en í þeim felst viss
sannleikur. Þótt útgefnar ís-
lenskar plötur hafi sennilega
aldrei verið fleiri en í fyrra,
voru gæðin ekki í fullu sam-
ræmi við magnið.
Hér verður ekki lagður dómur
á hvert ofangreindra atriða á
stærstan þátt í þeim ógöngum,
sem íslenskur hljómplötuiðnað-
ur er nú kominn í. Vonandi er
hins vegar að takist að skapa
umræðu um þetta ástand og
vekja á því athygli áður en ís
lensk dægurtónlist á hljómplöt-
um heyrir sögunni til. Sérstaða
íslenskrar dægurtónlistar er
meiri en svo, að hún megi líða
undir lok — án þess að nokkur
spyrni við fótum.